Morgunblaðið - 06.11.1960, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.11.1960, Blaðsíða 22
MORGVNBLAÐ1Ð Sunnudagur 6. nóv. 1960 Þeir sem mest hafa unnið að lyft unni. Frá vinstri Þorir Jónsson sem haft hefur formennsku um lyfOuverkið, Hilmar Steingríms son, Ólafur Nilsson og Marteinn Guðjónsson. Real Maclrid náði aðeins jafntefli Á þriðjudaginn lék Real Mad- rid í Liege í Belgíu. Mótherj- arnir voru FC Liege og i.auk leiknum með jafntefli, 1 mark gegn 1. Voru bæði mörkin skor- uð í fyrri hálfleik. Real Madrid náði forustu beg- ar 15 mín voru af leik. Skoraði íhiskas þá úr vítaspyrnu. Sex mínútum síðar jafnaði heimalið- ið. Það mark var skorað með skalla eftir aukaspyrnu. Ýian er komin með steypuna í mótin Þannig verður lyftan fullbúin an var notuð til að festa niður af þar sem Skálafell er og lyft- „hliðin'* sem eru burðarstoðir ' lyftunnar. Þar uppi var annar hópur félagsmanna — og hópur fagmanna. Það var ekki verið að karpa um hvort kominn væri „hættutími" — heldur þvert á móti, hvort ekki mundi takast að steypa niðux öll hliðin fjögur. Við fréttum seinna að þvi verki hefði verið lokið á mið- nætti aðfaranótt mánudags, og allir fóru þá ánægðir héhim. Skíðalyfta KR-inga er 5 hundr uð metra lyfta. 4 stálbogar bera hana uppi og auk þess enda- stöðvarnar tvær. í þessa stál- an ris nu. ,j • Erfitt vcrk. Verkið við lyftuna hefur verið ótrúlega erfitt og umfangsmikið. Við efri enda endastöðina varð gröftur ofan á fast mikill. Holán varð 2Vz m á dýpt og í hana fóru 20000 kg af steypu. Alls hafa farið í undirstöðurnar 80 tonn af steypu og í hliðunum eru 9 tonn af járni. 89 tonn eru þvi kominn upp vegleysuna og að mestu horfin í bratta hlíð Skála- fells. Þetta var gerlegt á stuttum tíma með hjálp jarðýtanna. Vél- boga verður dráttartaugin fest ““'f T' J og taugin flytur 12 menn sam- ar hafa unmð mlklð verk' Elnn tímis upp brattann — 2 og 2 í senn. Upp fara menn í lyftunni með 2,5 m hraða á sekúndu og tekur því um 3 min að fara alla leiðina. • Hreyknir KR-ingar. Þar sem lyftan er, er bratti mikill, og þegar upp er komið, sýnist landið ótrúlega stórt. Það víðsýnt jafnvel úr miðjum hlíð- um Skálafells. Þeir Einar for- Vetur og framtíð undirbúin Fyrsta skíðalyfia á íslandi að rísa SKÁLAFELL bar dökkt og hálf drungalegt við dimm- bláan himin. Bíllinn okkar hentist til og frá á holóttum veginum. Tvö dauf ljós sáust hreyfast í fjallshlíðinni — „ofar, hærra“. Það voru ljós jarðýtunnar sem sniglaðist upp hrattann með 4 Iestir aí steinsteypu. Ofar í hlíðinni voru önnur ljós, sem úr fjar- lægðinni máttu sín lítils gegn myrkrinu, sem læddist yfir fjallið og tók það æ fast- ari tökum. Við þau ljós sást hreyfing manna. Stuna stál- bita rauf kvöldkyrðina, hljómur undan sleggjuhöggi. Það var unnið af kappi — stál og steypa flutt og lagt eftir kúnstarinnar reglum í íslenzkri fjallshlíð. • Ólíkt höfumst viff aff Já, við vorum í fangi íslenzkr ar fjallakyrrðar — höfðum heim sótt skíðaskála KR í Skálafelli. Einkennileg hugdetta hjá Einari Sæmundssyni formanni KR að vilja fara með mann upp í skíða skála þegar öll landsins böm ræddu um sumartíð á vetri — snjór og kuldi voru fjarlæg hug tök — og borgarinnar börn sp>ók uðu sig suðum með Tjöm, kon- urnar jafnvel á sumardrögtum og karlmenn með frakka á armi sér. 0 Veturinn og framtíðin undirbúinn. En þó allt væri snjólaust í fjall inu var líf við skíðaskálann. 20 til 30 manns hafði unnið alla helgina. Meðan aðrir hugsuðu um að hafa það notalegt í haust- blíðunni, undirbjó þessi hópur veturinn ekki aðeins fyrir sig, heldur vann að verki, sem á án efa eftir að koma tugþúsundum manna að gagni og verða jafn- mörgum til ánægju. KR-ingar eru að reisa skíða- lyftu í Skálafelli. Það er ekkert smámannvirki. Það er enginn visir að lyftu eins og áður hefur þekkst — Þaff er lyfta. Þeir hafa dregið að sumt frá AusturríRi, fengið þaðan teikningar og ýmis legt er til þarf. Aðra fagvinnu kaupa þeir af Landssmiðjunni — sjálfir grafa þeir, steypa og baksa við það, sem ólærð hönd getur vel gert. Þeir spara félagi sínu tug- eða hundruð þúsundir með því að gefa vinnu sína yfir helgina — sumir yfir nóttina með. Þetta er sannur félags- andl- maður og Þórir Jónsson skiða- kappi sem manna mest hefur unnið að lyftunni — og áður tekið drjúgan þátt í byggingu hins glæsilega skála ásamt „aðal manninum" Georg Lúðvíkssyni — voru óþreytandi á að segja „Já, þarna sést til Þingvalla, — þarna sérðu Reykjavík — og það Upp á móti ofar hærra • Lyftan Þegar við komum að skálan- um var lyftan á uppleið — með 4 tonn af steypu. Steypan hafði verið hrærð við skálann af röskri sveit félagsmanna. Kassi settur framan á lyftuna ba-r 4 tonn í serm upp h-líðina. Steyp- sézt austur um allt land í góðu skyggni“. Og Einar bætti við. „Og Skálafell sézt af Bárðar- bungu á Vatnajökli“. Það var hreykni 1 röddinni. Enda hafa þeir félagar nokkuð að hreykjast Dýpsta holan var ZVi m sunnudaginn voru í Skálafelli jarðýtur, steypubíl-1 og loftbor. Samanlögð leiga tækjanna var 3000 kr. á klukkustund. En skíðamennimir sjálfir hafa ekki talið eftir sér stundirnar. Allt að 30 saman hafa þeir unn- ið hverja frístund að verkinu — stundum lagt nótt við dag svo áfram miðaði ört. Lauslega áætlað hafa þegar verið unnar 1700 sjálfboðaliða- stundir við lyftuna, sem meta má á minnsta kosti 42 þús. kr. Það væri ekki úr vegi að minn- ast þess þegar menn heimsækja Skálafell, hvað félagsandi og samstilltur vilji áhugamanna get ur gert. Þegar svo er unnið, rík ir hinn rétti og létti andi yfir öllu. Það fundum við eftir heim- sóknina í fjallshlíðina, við kom- una í eldhús skálans og hugur- inn var bundinn þessu þegar við ókum frá og sáum ýtuljósin klifra hærra og hærra — nálgast hópin sem beið steypunnar við næstsíðasta hlið fyrstu skíða- lyftu á íslandi. , — A. St.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.