Morgunblaðið - 06.11.1960, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.11.1960, Blaðsíða 16
íe MOF c n v o t 4 niÐ Skrifs tofus túlka Óskum að ráðg skrifstofustúlku. Til mála kemur hálfdags síarf. — Upplýsingar um fyrri störf og menntun, sendíst afgr. Mbl. fyrir 11. þ.m., merkt „1882“. 14-16 ára piltur óskast til sendiferða, strax. Upplýsingar hjá skrifstofustjóra. Búnadarbanki íslands ATVINNA Starfsstúlka óskast strax í kjötverzlun, Gott kaup. — Upplýsingar í síma 22649 eða 32947. Sérverzlun til sölu á góðum stað í bænum með hagkvæmum greiðsluskil málum, ef samið er strax. Uppl. á skrifstofunni, en ekki í síma. BANXVEIG PORSTEINSDÓTTIR hrJ. Laufásvegi 2. TIL SÖLU Lincoln Premier 1957 fjögurra dyra Hard-top, ekinn 14 þúsund mílur. Bifreiðin verður til sýnis við sendirá,ð Bandaríkj- anna, Laufásvegi 21. Volvo 1960 Svo til ókeyrð VOLVO-fólksbifreið 1960, 2ja dyra, er til sölu á kostnaðarverði. Gjörið svo vel að senda fyrirspurnir í Pósthólf 535, Reykjavík, fyrir 12. nóv- ember, merkt: „Volvo — 1960“. r r U tvarpsnotendur athugið Önnumst viðgerðir á útvarpstækjum í heimahúsum. Hringið í síma 35124 Radíóverkstæðið VÉLAR & VIÐTÆKI Bolholti 6 — Sími 35124 Veitingastofa Höfum til Ieigu veitingastofu á góðum stað í bæn- um með mikil og örugg viðskipti. Uppl. á skrifstof- unni, ekki 1 sima. MÁLFI.1TTNINGS - OG FASTEIGNASTOFA Siguiður Reynir Pétursson, hrl. Agnar Gústafsson, hdl. Björn Pétursson, fasteignaviðskipti. Austurstræti 14. II. hæð. Sjötug í gaer Hólmfríður Kristjáns dóttir frá Arnardal GÓÐ KONA og gegn, Hlómfríð- ur Sigríður Kristjánsdóttir frá Arnardal við Djúp vestur varð sjötug 5. nóv. s. 1. Hún fæddist 5. nóv. 1890 (Ekki 8, nóv., svo j sem segir í ættartölu Arnardals- ættar og leiðréttist það hér með). Hólmfríður er sprcttin af traustum og merkum ættstofni og er því kona kynborin í fyllstu i merkingu þess orðs. Ættir henn- j ar eru vestfirzkar langt fram í j horfnar aldir og velkunnar um byggðir Vestfjdra og enn víðar. Foreldrar hennar voru heiðurs | hjónin, Anna Guðmundsdóttir og ! Kristján Bjarni Guðmundsson, sem lengst af sína hjúskapartíð átti heima á Flateyri í önundar- firði — og þar er Hólmfríður fædd. — Anna var dóttir Guð- mundar í Breiðdal, Guðmunds- sonar, hreppsstjóra á Hóli á I Hvilftarströnd, Pálssonar, hrepps ; stjóra á Höfða í Dýrafirði, en I Kristján Bjárni var sonur Guð- mundar, Jónssonar, prests á 1 Álftamýri og Hrafnseyri, Ás- geirssonar, prests í Holti í ön- i undarfirði. — Lengra þarf ekki ! að rekja ættir Hólmfríðar til að sjá, að hún á til góðra og göfugra að telja í bæði kyn. Á bernsku- og uppvaxtarárun- um hlaut Hólmfríður ágætt upp- eldi og sæmilega uppfræðslu í heimahúsum, en um barnaskóla nám í þeirri merkingu, er síðar tíðkaðist, var ekki að ræða. Þótt ! eiginleg skólaganga væri engin, er Hólmfríður ágætlega vel að sér, enda prýðilega gefin og hefir frá barnæsku verið lestrar- og fróðleiksfús. — Á unglingsárun um þráði hún að leggja fyrir sig hjúkrun, en þröngur efnahagur þvergirti henni leiðina til reglu legs náms, er að starfi þessu lýtur. Þótt svona færi, tókst henni samt af eigin rammleik að afla sér nokkurrar þekkingar í hjúkrunarfræðum; og um þriggja ára skeið, var hún hjúkrunar- kona á Sauðárkróki. Fyrsta árið þar starfaði hún hjá Sigurði Páls syni, lækni, en tvö hin síðari hjá Jónasi Kristjánssyni, þeim mæta manni og þjóðkunna lækni. — Þau þrjú ár, sem Hólmfríður dvaldi á Sauðárkróki, gat hún sér gott orð og aflaði sér al- mennra vinsælda í hjúkrunar- starfinu, sem hún vann af alúð og nærfærni að dómi þeirra, sem til þekktu. Árið 1914 giftist Hólmfríður Sveini Sigurðssyni frá Hnífsdal, atorku- og höfðingsmanni, en þá eiginleika átti hann ekki langt að sækja, því að faðir hans var Sigurður Þorvaldsson, útgerðar maður og kaupmaður í Hnífsdal og seinna á Langeyri. Fjögur fyrstu hjúskaparár sín bjuggu þau á Flateyri, en þar stundaði Sveinn bakaraiðn, en til þeirrar iðnar hafði hann lært á Isafirði. Árið 1918 fluttu þau hjónin frá Flateyri til Arnar- dals og hófu þar búskap á jörð innj Heimabæ, sem þau strax við komuna þangað hófu að stækka og endurbæta. Innan tíð ar, máttu þeir, sem um Amar- dal fóru, glöggt sjá þess merki, að Heimabær var vel setin jörð og þar bjó dugnaðar og ráðdeild ar fólk. Bæði íveruhús og gripa hús voru byggð upp að nýju frá grunni og var vandað til þeirra bygginga, svo sem tök voru á. Jafnframt búskapnum rak Sveinn lengst af nokkra útgerð og keypti fisk til verkunar og veittu þessi umsvif hans ekki svo fáum í byggðarlaginu at- vinnu. — 1 kringum þennan at- vinnuveg svo og rekstur búsins, var tíðast mannmargt á Heima- bæ. Hafði þetta mikla umsýslu | í för með sér fyrir húsfreyjuna j og færðu henni ærinn starfa, sem , margri konu hefði reynst ofraun. Auk þess varð barnahópurinn brátt stór. En Hólmfríður reynd , ist þessum vanda vaxinn, enda I lagin og útsjónarsöm búkona og ! bónda sínum samhent í hvívetna. I Bæði unnu þau hjón hörðum! höndum og lögðu stundum nótt I við dag, til að sjá sér og sínum j farboða. Ekki létu þau samt erf- j iðið fyrir daglegu brauði beygja | sig. Þau gáfu sér góðan tíma til að sinna menningarmálum. | Þegar þau Sveinn og Hólmfríð , ur hófu búskap í Arnardal, var | þar enginn skóli fyrir börn. Arn j ardalsbændur urðu að senda 1 börn sín yfir fjörð og koma þeim fyrir í Hnífsdal eða ísafjarðar kaupstað, ef þau áttu ekki að, fara á mis við tilskilda lögboðna fræðslu. Þetta áttu hjónin í | Heimabæ erfitt með að sætta sig við, og þau reru að því öll- um árum, að skóli yrði settur á | stofn i Arnardal. Fengu þau kom ið því til leiðar, að ráðinn var j kennari í byggðina. Sjálf lánuðu j þau stofu tjl skólahaldsins og nutu sveitungar þeirra, sem börn áttu á skólaskyldualdri, góðs af þessari framtakssemi. í kennslu stofunni á Heimabæ var kehnt í fjóra vetur, en á sama tíma var unnið að því, að reist yrði skóla J hús á staðnum. Hólmfríður beitti sér mjög fyrir framgangi | máls þessa. — Tveim árum síðar en hún kom í Arnardal, átti hún frumkvæðið að því, að þar var | stofnað kvenfélag, sem nefnt var „Birnan“. Hólmfríður var for- maður félagsins frá upphafi og i æ síðan meðan hún bjó vestra. Kvenfélagskonurnar gerðu skóla máljð að baráttumáli og lögðú fram fé til að greiða fyrir lausn þess. Og með tilstyrk kvenfélags ins var skólinn reistur. Félagið greiddj þriðjunginn af byggingar bbbbbbbbbbbbbLLibbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbb i b Innihurðalamir ia Útihurðalamir Blaðlamir Kantlamir Yfirfelldar lamir ggingavörur h.f. Siml 356' Ldugavey b b b b b b b b b b b Sunnudagur 6. nóv. 1960 , verði skólahússins og þótti það að vonum rausnarlega gert. Skóli þessi reis af grunni 1926 og var vígður sama ár og tekin i notkun. Hið nýja skólaíiús var ekki hátimbruð bygging. Þar var hvorki hátt til lofts né vítt til veggja. Skólinn var aðeins ein, rúmgóð kennslustofa ásamt litl— um sal til að iðka í leikfimi og til félagslegra starfa. En þrátt fyrir smæðina, hefir skóli þessi orðið að ótrúlegu gagni í byggð arlaginu. Msð tilvist hans varð reglulegt skólahald börnunum í Arnardal að veruleika og jafn- framt myndaðist þar sérstakt skólahverfi með eigin skólanefnd. Hólmfríður átti lengstum sæti I nefnd þeirri og bar jafnan hag og velferð skólans fyrir brjósti. Hólmfríður Kristjánsdóttir lét einnig ýmis önnur félags- og menningarmál til sín taka. Hún hefir ætíð verið bindindissinnuð og haft áhuga á bindindisstarf- semi. I Arnardal stofnaði hún barnastúku, sem hlaut nafnið „Neisti" nr. 80. Við stofnun stúk unnar naut hún aðstoðar Guð- mundar Mosdals hins kunna lista manns í tréskurði. Hólmfríður var gæzlumaður „Neista“ í 13 ár, og vann hún í þessu forustuhlut I verki gott starf í þjónustu göf ugs málefnis. Á margt fleira markvert mætti drepa í sambandi við störf Hólm fríðar að félags- og menningar- málum. En hér verður látið stað ar numið, því að ekki átti þetta að verða nema stutt afmælis- grein, til að minnast þess lítil- lega, að þessi mannkostakona á sjö túgi að baki. En aldur þenn an ber hún vel og enn er hún kvik í fasi og skýr í hugsun sem fyrr. Arnardalshjónin, Hólmfríður og Svéinn, brugðu búi 1957 og fluttu til Reykjavíkur. — Nú búa þau að Víðihvammi 30 í Kópavogi. Þar eiga þau ágætt og gott heimili. Arnardalshjónin hafa átt því láni að fagna að eignast góð og mannvænleg börn, sem gerzt nafa nýtir þegnar svo sem þau eiga kyn til. Börnin eru þessi: Viktoría (fósturdóttir Hólmfríð- ar, en dóttir Sveins), gift Ingólfi Sigurðssyni, verkstjóra; María, gift Þórólfi Jónssyni, byggingar meistara; Sigurður (fórst með e. s. Goðafossi, þegar honum var sökkt 10. nóv. 1944); Kristján, stýrimaður, í þjónustu strand- gæzlunnar, Halldóra, hjúkrunar kona, gift Guðmundi Sigurjóhs syni, slökkviliðsmanni; Anna, gift Daníel Johansen, bifvéla- virkja; Ólafía, hjúkrunarkona, gift Knúti Bjarnasyni, múrara- meistara; Unnur, búfræðingur frá Hólum, starfar við Atvinnu* deild Háskólans. Þ. G. I. Félagslíf Aðajfundur. Tennis- og 'Badmintonfélags Reykjavíkur verður i dag kl. 2 e,h. í Tjarnarkaffi uppi. Aðalfundur Sundráðs Reykja- víkur verður haldinn laugardaginn 19. nóv. kl. 15 í réttarsal lögregl unnar. Venjuleg aðalfundarstörf. Sundráð Reykjavíkur Sundmót t. R. fer fram í Sundhöll Reykja- víkur þriðjudaginn 15. nóv. kl. 20,30. —- Keppt verður í: 100 m bringusund karla 100 — skriðsund karla 50 — baksund karla 100 — skriðsund drengja 50 — skriðsund drengja (14 ára og yngri) 50 — bringusund drengja 100 — skriðsund kvenna 100 — bringúsund kvenna 50 — bringusund telpna 3x100 m þrísund karla. Þátttökutilkynningar skulu ber ast Guðmundi Gíslasyni, Goð- heimum 6 fyrir 8. nóv. Sunddeild í. R. Kvennaflokkur Ármanns tilkynnir. — Stúlkur, sem á- huga hafa á fimleikum, mæti í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar Lindargötu 7 n.k. mánudag kl, 8—9 síðdegis. Glímufélagið Armann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.