Morgunblaðið - 06.11.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.11.1960, Blaðsíða 12
12 MORGVN BLAÐIÐ Sunnudagur 6. nóv. 1960 Utg.: H.f. Ai-vakur Reykjavílt. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar; Valtýr Stefánsson (óbm.) Sigurður Bjarnáson frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók.: Arni Óla, sími 33045. Auglýsmgar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22180. Askriftarg]ald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. ÁSGRÍMSHÚS FNN hefur það borið fyrir mig, að ég sæi ljóslií- andi landslag komið inn í stofuna til mín, eftir að dimmt var orðið. Er mér það minnisstætt, að eitt sinn horfði ég glaðvakandi á fall- andi foss, eins raunverulegan og væri hann úti í sjálíri náttúrunni. í annað skipti sá ég inn í dalverpi með grænu grasi, sem stóð mér svo lif- andi fyrir sjónum, að ég gat virt mjög gaumgæfilega fyr- ir mér, hvert einstakt strá“. Þannig komst Ásgrímur Jónsson að orði í bók þeirra Tómasar Guðmundssonar, „Myndir og minningar".. í>að var alveg sama hvar þessi mikli og minnisstæði listmál- ari var, landið fylgdi honum eftir á för hans bæði i draumi og vöku. Svo sterk- um böndum var hann bund- inn ættjörð sinni og í verk- um hans lifir hún með ljósi sínu og skuggum. Það má segja, að Ásgrímur hafi elt ljósið í list sinni. Góður vinur hans sagði okk- ur í gær þessa smásögu aí honum: Þeir voru staddir austur á Þingvöllum og Ásgrímur hafði málað fimm vatnslita- myndir af sama mótífinu á skömmum tíma. Þá tók hann allar myndirnar nema eina og eyðilagði. Vinur hans spurði, hvers vegna hann hefði gert þetta. Hann svar- aði: — Ég var ekki ánægður með ljósið í þessum mynd- um, en ég held það dugi i þessari hér — og með hana fór hann til Reykjavíkur. Þannig umgekkst Ásgrím- ur Jónsson ævintýrið í land- inu, í myndum hans urðu skuggarnir einnig að ljósi. Því er þetta rifjað upp hér, að í gær var opnað Ás- grímssafn í íbúð listamanns- ins að Bergstaðastræti 74. — íbúðin er einföld en þó hin vistlegasta og njóta verkin sín vel í þessum stofum, þar sem meistarinn sat einu sinni á tali við landið, sem var komið í heimsókn að vitja góðs vinar. Þá hefur margt verið skrafað í þessu hús;, bæði við fjöll, fossa og strá. Á þessum stað eiga mynd- irnar heima. Hingað eiga margir eftir að koma og varpa af sér hversdagsslen- inu. Og hingað eiga ungir listamenn eftir að sækja sér veganesti, áður en þeir leggja á brattann. En því miður eiga þeir ekki kost á að kynnast listamanninum persónulega, hógværð hans, prúðmennsku, virðingu hans fyrir list sinni og sjálfum sér. Tómas segir um Ásgrím. „Ég hygg það.ekki ofmælt, að Ásgrímur Jónsson sé einn sannasti og indælasti per- sónuleiki, sem ég hef haft af að segja“. — Það er bót í máli að verk Ásgríms heima á Bergstaðastræti anda þess- um „indæla persónuleika". Ásgrímur Jónsson var fyrsti íslendingurinn sem gerði málaralist að aðal- starfi. Á því sviði var hann merkur brautryðjandi. Hann ákvað ungur að verða mál- ari og lét engar torfærur hindra sig í því. Hann átíi djörfung sem var yngri mönnum bæði hvöt og at- hvarf. Sjálfur hafði hann sprottið úr jarðvegi, ólíkum þeim sem við eigum nú að venjast: „Á bernskuárum mínum heyrði ég víst sjaldan eða aldrei minnzt á listmálara og kynntist ekki myndlist aí eigin sjón, fyrr en ég var orðinn fulltíða maður og kominn til Kaupmannahafn- ar. En alltað einu undi ég öllum stundum, er ég mátti, við að festa á blað þær myndir úr náttúrunni, sem mér voru hugleiknastar og það var eiginlega mesta furða, hvað ég gat orðið mér úti um mikinn pappír til þeirra hluta, en sjálfsagt hef ég haldið eins spart á honum og mér var unnt“. Þess mættu ungir lista- menn minnast, þegar þeir hugsa um erfiðleika sína og hversu andsnúin og ósann- gjörn veröldin getur stund- um verið, að þeirra hlut- skipti hefur ekki orðið að eiga í styrjöld út af pappírs- bleðli. Nú virðist nokkur skriður vera kominn á það mikla hagsmunamál ^ myndlistar- manna, að „Listasafn ís- lands“ taki til starfa, og hef- ur ríkisstjórnin lagt fram frumvarp til laga um safnið. Þegar það rís af grunni og verður íslenzkri myndlist til þeirrar upplyftingar sem efni standa til, hefur einn af1 mörgum stórum draumum Ásgríms Jónssonar rætzt. En að hinu skulum við þá jafn- framt stuðla, að Ásgrímshús verði ætíð eftirsóknarverður staður fyrir þá sem vilja kynnast lífi og starfi þessa stórbrotna brautryðjanda ís- lenzkrar málaralistar. Þar | átti hann fund við ævintýrið og þar skildi hann eftir ljós- ið sem landið gaf honum. I A. ★ Þeir sem ÞAÐ et víðar en hér á Is- landi að skólaæskan reykir. Extrabladet í Kaupmanna- höfn sendi nýlega einn blaða manna sinna til að tala við nemendur eins gagnfræða- Þaff er gott að fá sér reyk. Við förum inn til drengjanna. Sami formáli og áður og sama spurning: — Hve margir ykkar reykja daglega? Sjö hendur eru hiklaust rétt- ar upp. í þessum bekk reykja 7 af 13 drengjum. Þeir hafa allir fengið leyfi foreldra sinna til að reykja. Fjórir reykja pípur — um einn 50 gramma pakka á viku. Hinir reykja sígarettur, aó' meðaltali fimm á dag. Þegar við förúm að rabba við drengina, kemur í Ijós að þeir — Það kemur fyrir að ég smeygi mér út fyrir skólalóðina í löngu frímínútunum og fái mér reyk.... — Væri það að þínu áliti til bóta ef stærri unglingarnir fengju leyfi til að reykja, t. d. í matartímanum? — Það væri áreiðanlega lil bóta. Við erura margir, sem teljum það til góðs að fá sér „smók“.... — Þykir þér ekki leiðinlegt að hafa byrjað að reykja? Bæöi kostar þetta peninga og er ó- hollt. Og nú er miklu erfiðara að hætta.... — Ég vinn sjálfur fyrir tó- bakinu. Flestir félaga minna og ég vinna sem sendisveinar. Ivan ber út blöð. Hann fer á fætur kl. 4 á hverjum morgni.... — Hefur þú nokkurn tíma heyrt minnst á lungnakrabba? — Jú, það hef ég. Við höfum} séð kvikmynd um það hér 1 skólanum. Það er óhugnanlegt. En hvað, svo til allir fullorðnir reykja.... — Reykja stúlkurnar í ykkar bekk? — Ó, já. Svona helmingur þeirra. Vantar fræðslu Það er reykt. Og það er reykt í öllum skólum. Skólastjórar og kennarar reyna að sjálfsögðu að halda því í skefjum. En bannið eitt nægir ekki til að binda endi a reykingarnar. Hvað á þá að WWW'Xfj Þeir reykja ýmist pipur eða sígare ttur. rétti upp hendurnar skólanna, og segist honum svo frá: Við skýrum unglingunum frá því að við séum komnir með leyfi skólastjóra og á- hættulaust sé að segja satt frá. — Hve mörg ykkar reykja daglega, spurðum við í einum bekknum. Enginn réttir upp höndina. Með einni undantekningu höfðu allir reynt að reykja — en eng- inn þeirra reykir lengur. — Um tíma reykti ég allt að tvær sígarettur á dag, segir einn drengjanna. En hversvegna ætti ég að reykja, þegar ekkert bekkjarsystkina minna gerir það? Félagar mínir reyktu I næsta bekk sem við heim- sækjum eru stúlkurnar og drengirnir ekki í sömu stof- unni þessa kennslustund. svara flestir spurningunum á sama hátt. Við látum því Bjarne svara fyrir alla sjö. — Hve lengi hefur þú reykt, Bjarne? — Svona um það bil í eitt ár. í byrjun reykti ég sígarettur. Nú reyki ég eingöngu pípu.... — Hversvegna byrjaðir þú að reykja? — Vegna þess að félagar mín- ir reyktu. Bæði í nágrenninu, heima og hér í skólanum. Eg vildi ekki vera öðruvísi en þeir.... — Hvenær kveikir þú í fyrstu pípu dagsins? — Á leiðinni í skólann. En ég sé alltaf um að slá úr pipunni þegar ég nálgast skólann.... — Reykir þú ekki í skólan- um? — Að minnsta kosti ekki niðri á salernunum. Það er of hættulegt. Nokkrir eldri drengj- anna halda þar vörð. Og ef maður er tekinn, þá kemst skólastjórinn í málið.... — Hefur þú aldrei reykt í skólatíma? gera? Skólastjóri Voldparkens Skole segir: — Fyrst og fremst þarf fræðslu. Við verðum að halda áfram að segja bömunum að þótt við fullorðna fólkið hegð- um okkur heimskulega, þurfi þau ekki að herma það eftir okkur. Skólarnir þurfa að fá enn meira fræðsluefni. Skynsamlegar kvikmyndir og skynsamlegir bæklingar, sem i beinum orðura að það sé vit- laust að byrja að reykja — því tóbakshungur kemur ekki af sjálfu sér eins og hungur eða þorsti — vegna þess það sé að minnsta kosti ekki hollt, og vegna þess að það gleypir ó- hemju fé. Peninga, sem annars gætu orðið að „skellinöðru“, bif hjóli, bifreið eða einhverju öðru sem menn óska sér. Að minu áliti ættu jafnvel elztu skóia- börnin ekki að fá leyfi til að reykja. Við verður að gera allt til að halda reykingunum niðri — og það gerura við varla með því að leyfa þær....

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.