Morgunblaðið - 15.11.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.11.1960, Blaðsíða 12
12 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 15. nóv. 1960 isstlrlftMfr Utg.: H.f. Ai-vakur Revkjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Kitstjórar- Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsmgar: Arni Garðar Kriutinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innaniands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. ÞING A.S.I. TV/B" E Ð F E R Ð eftirfarandi mála mun vekja mesta athygli á því þingi Alþýðu- sambands íslands, sem hefst í dag: í fyrsta lagi munu menn fylgjast með því, hvort kommúnistar gera tilraun til þess að hindra inngöngu Landssambands ísl. verzlun- armanna með ofríki og lög- brotum. Alkunnugt er af blaðaskrifum, að LfV upp- fyllir öll skilyrði til þess að verða aðili að Alþýðusam- bandinu, en samt sem áður láta kommúnistar í það skína, að þeir muni gera til- raun til að hindra aðild heildarsamtaka verzlunar- fólks að ASÍ, með beitingu meirihlutavalds, hvað sem líður lögum og rétti. Sér- staklega mun vekja athygli, hvort Framsóknarmenn styðja kommúnista í þessum tilraunum til að beita verzl- unarfólk ofríki. í öðru lagi er svo megin- mál þingsins, þ. e. a. s. kjara- málin. Miðstjórn Alþýðu- sambands íslands hefur sent frá sér tillögur í þeim mál- um og hafa kommúnistar þar lagt til að fara hina gömlu og úreltu verkfallaleið, sem þeir þó sjálfir hafa lýst yfir, að ekki hafi bætt kjör laun- þega hér á landi á síðasta áratug eða lengur. Lýðræðis- sinnar benda aftur á móti á aðrar leiðir, sem líklegri séu til að færa launþegum kjara- bætur og hafa þær verið margræddar hér í blaðinu. Það sem fyrst og fremst mun skilja á milli í kjara- málunum, er það, hvort efna eigi til pólitískra verkfalla, sem fyrirfram er vitað að gætu einungis skaðað laun- þega, eða hvort reyna eigi að ná bættum kjörum með skynsamlegum vinnubrögð- um, samvinnunefndum vinnu veitenda og launþega, vinnu- hagræðingu o .s. frv. Er eng- um vafa undirorpið að á þennan hátt væri hægt að ná verulegum kjarabótum, en hinsvegar einsýnt að verk- fallastefna kommúnista muni engum færa bætt kjör. Kommúnistar fara ekkert dult með það, að þeir telji að nota beri alþýðusamtökin til þess að ná pólitískum áformum, en kjarabaráttan skipti þar ekki máli. Ritstjóri Þjóðviljans hefur þannig tal- að um verkföllin, sem knúið hafi ríkisstjórnir til að breyta um stefnu. Hann hef- ur beinlínis lýst því yfir, að tilgangur verkfallanna hafi ekki verið að bæta kjör verkalýðs, heldur að ná póli- tískum markmiðum í þágu kommúnismans. Og einn af fylgjendum kommúnista um langa hríð hefur lýst því yf- ir, að stefna leiðtoganna væri sú að nota verkalýðsfé- lögin til að koma sjálfum þeim í valdastöður í þjóðfé- laginu, en hagur alþýðunn- ar skipti engu máli. — Fram hjá þessum staðreynd- um komast kommúnistar ekki með nokkru móti. Kommúnistar hafa sjálfir lýst því yfir, að hin gamla verkfallabarátta, sem hér hefur ráðið ríkjum, hafi ekki bætt haga verkalýðsins. — Þannig segja þeir einnig, að framhald hennar muni sízt til þess fallin að bæta kjörin. En þeir telja, að einskis megi láta ófreistað til þéss að knýja lögleg stjórnarvöld til að breyta um stefnu og til þess á að reyna að nota verkalýðsfélögin. En þeir sem ætla að nota verkalýðsfélögin í þessum pólitíska tilgangi. hafa einnig lýst því yfir, að sú stefna uppbóta, hafta, ráða og nefnda, sem hér ríkti fyrir viðreisnina og þeir hyggjast innleiða á ný, ef þeir geta komið því við, hafi alls ekki bætt hag þjóðarinnar heldur jafnvel skert hann. Á allra vitorði er að nágrannaþjóðir okkar hafa sótt jafnt og þétt fram til bættra lífskjara frá styrjaldarlokum, en á sama tíma hafa kjörin ekki batnað hérlendis. Ástæðan til þess er auðvitað sú, að hér hefur verið fylgt rangri stjórnar- stefnu. Þannig er hin póli- tíska barátta kommúnista einnig beinlínis andstæð hagsmunum verkalýðsins. Á hinn bóginn er svo Ijóst, að hin nýja og frjálslynda efnahagsstefna mun mjög auka þjóðarframleiðsluna og afköst á öllum sviðum. En samhliða aukinni þjóðarfram leiðslu skapast bætt aðstaða fyrir verkalýðinn til að fá kjarabætur. Þess vegna er það frumskilyrðið að við- reisn atvinnulífsins takist. En jafnframt er svo ljóst að með samstarfsnefndum at- vinnurekenda og launþega, ákvæðisvinnufyrirkomulagi og margháttaðri vinnuhag- ræðingu er þegar hægt að bæta kjörin verulega. Að því á barátta verkalýðsins að miða. Bandarískir listsigrar austan járntjaldsins T V E IR bandarískir lista- menn hafa undanfarið kom- ið fram austan járntjaldsins, í Rússlandi og Póllandi, og hlotið fádæmagóðar viðtök- ur. Hér er um að ræða píanó snillinginn Byron Janis, sem var á tónleikaför um Rúss- land og lék m. a. í Lenin- grad, Kiev, Odessa, Minsk og loks í Moskvu, og hinn unga leikara Hal Holbrook, sem kom fram í Varsjá í Pól- landi, en sérgrein hans, ef svo mætti segja, er að fara með valda kafla úr verkum Marks Twains, búinn gervi hans. •k Lék Gershwin fyrir Rússa Fréttaritarar segja, að tón- leikaför Janis hafi verið slík samfelld sigurganga, að fátítt sé. Hámark ferðarinnar var þó hinir einu tónleikar, sem hann hélt í Moskvu, en þar voru við- staddir allir helztu tónlistar- menn og tónlistarfrömuðir horg- arinnar. Lék Janis nt. a. píanó- konsert eftir bandaríska tón- skáldið George Gershwin, en það mun vera í fyrsta sinn, sem Rússum gefst kostur á að heyra hljómsveitarverk, eftir það tónskáld. Og þeir urðu greinilega mjög hrifnir —• og klöppuðu ákaft, þegar eftir fyrsta þátt. Og að verkinu loknu linnti ekki lófatakinu í nær hálfa klukkustund. Hinn 28 ára gamli píanósnillingur komst ekki hjá að leika .aukalög — þótt aðeins væri gert ráð fyrir að hann léki þetta eina verk með hljómsveitinni, sem síðan átti eftir að flytja fleiri verk. — ★ — Janis er þriðji bandaríski tón- listarmaðurinn, sem heimsækir Sovétríkin á skömmum tíma. Hinir voru hinn kornungi píanó- snillingur Van Cliburn og óperusöngvarinn George London frá Metropolitan-óperunni. Báð- ir vöktu hina mestu hrifningu hjá rússneskum áheyrendum, en fréttamenn segja, að þeir hafi þó auðheyrilega orðið langhrifn- astir af Janis — og séu slík fagnaðarlæti sem á hljómleikum hans næsta fátíð. ★ í gervi Marks Twains Leikarinn Holbrook brá sér í gervi háðfuglsins Samuels Clemens, sem betur er þekktur undir rithöfundarnafninu Mark Twain — og vann hugi og hjörtu Varsjárbúa. Á sýningum sínum fékk hann þá mestu við- urkenningu, sem hægt er að fá á leiksviði í Varsjá — taktfast, dynjandi lófatak og hávært fótastapp. — Þess má geta, að Holbrook er fyrsti Bandaríkja- maðurinn, sem mælt hefur á enska tungu á pólsku leiksviði, síðan fyrir heimsstyrjöldina. Holbrook hélt tvær sýningar sama daginn. A þeirri fyrri voru einkum stúdentar úr Var- sjár-háskóla, sem nema enska tungu, en kvöldsýninguna sóttu fyrst og fremst listamenn og listvinir og opinberir embættis- menn. Mátti ekki á milli sjá hvor áheyrendahópurinn fagn- aði listamanninum innilegar. Hal Holbrook býr sig í gervi Marks Twains, eins ov hann «r um sjötugsaldur. Þykir honum takast að verða ótrúiega líkur skáldinu — og flytja verk þess mætaveL . . V ' . |500 lestir af TNT EINS og kunnugt er ríkir nú samkomulag með stér- veldunum um það að gera ekki tilraunir með kjarn- orku- eða vetnissprengjur. — Hins vegar eru, t. d. í Bandaríkjunum, við og við gerðar ýmsar tilraunir með „venjuleg“ sprengiefni. — ★ — Á meðfylgjandi mynd (efri hiutanum) sést t. d. mökkurinn af sprengingu, sem gerð var í Nevada- eyðimörkinni fyrir skömmu — og á neðri hluta myndarinnar sést gígurinn, sem myndaðist við sprenginguna. Sprengd ar voru 500 lestir af TNT- sprengiefni. Var þessi til- raun gerð í sambandi við fyrirhugaða hafnargerð norður í Alaska — en ætl- unin er að sprengja fyrir höfninni með kjarnorku- sprengjum. — ★ — Þetta var mikil spreng- ing — en þó jafngilti hún aðeins mjög lítilli kjarn- orkusprengju — allt að 40 sinnum minni en sú, sem varpað var á Hiroshima á sínum tíma. Nú eru hins vegar til kjarnorkusprengj ur, sem eru mörgum sinn- um öflugri. Björgulegt við Djúp ÞÚFUM, 11. okt. — Alltaf er snjó laust hér og þíð jörð. Allir fjall- vegir eru auðir og greiðfærir. Þorskafjarðarheiði er enn góð yf irferðar. Fjöldi báta hefur stundað rækjuveiðar hér á innfjörðum Djúpsins síðustu daga. Smokk- veiði er ennþá stunduð dálítið og er slíkt óvenjulegt. Góður fisk afli er hjá bátum í útdjúpinu og má því segja að björgulegt sé sem fyrr hér við Djúp. Búið er að taka hrúta á hús, en annað sauðfé er úti. Skurðgrafa sú sem unnið hefur hér í sumar er nú hætt störfum. — P. P. SIGLUFIRÐI, 11. nóv. — Elliði landaði í gær 115 tonnum, sem veidd voru á heimamiðum. Nokkrir bátar stunda róðra héð- an og hefur afli verið sæmileg- ur, yfir fjórar lestir í róðri. — G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.