Morgunblaðið - 15.11.1960, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.11.1960, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 15. nóv. 1960 MORGUNBLAÐIÐ 23 Kosningar til danska þjóðþingsins í dag Fyrst og fremst kosið um skattamálin Kaupmannahöfn, 14. nóv. A MORGUN fara fram kosn- ingar til danska þjóðþings- ins, hálfu ári áður en kjör- tímabil rennur út. Síðast var kosið 14. maí 1957. Kosið er nú um 178 þing- sæti, en sem sakir standa skiptast þau svo: Sósíaldemó- kratar hafa 70 þingsæti, Radi kalar 14, Ihaldsmenn 30, A LAUGARDAGINN var hið nýja veitingahús KLUBB- URINN opnað boðsgestum. — Klúbburinn er til húsa á tveimur efri hæðum hússins, sem stendur á Borgartúns- horninu við Lækjarteig 2. Vegna fyrirhugaðrar opnun- ar var blaðamönnum og öðru tignu fólki boðið til dýrlegr- ar veizlu, þar sem lostæti og Ijúffengir drykkir voru á boðstólum. Klúbburinn hefur verið mjög umtalaður í bæn- um, þar eð spurzt hafði út, að þar væri allt með nýstár- legu sniði. Fyrsti sjússinn. Kl. 13.50 var fyrsti sjússinn framreiddur í Klúbbnum, yfir skenkiborð austurlenzka barsins. Segja má, að þetta hafi veriS sögulegur atburður, því að ef allt fer með líkindum á Klúbburinn eftir að verða mikilvægur þáttur í samkvæmislífi íslendinga. Hall- dór Gröndal, framkvæmdastjóri Naustsins, hlaut þann heiður að þiggja fyrsta sjússinn, en hann er fyrrverandi yfirmaður þeirra Birgis Árnasonar og Bjarna Guð- mundssonar, sem eru forstöðu- menn Klúbbsins. Tvær hæðir. Eins og fyrr segir, er Klúbb- urinn á tveimur hæðum. Á neðri hæðinni eru fjórir ákaflega vist- legir veitingasalir. Þar er svo nefndur „orientalskur" eða aust rænn bar, en nafn sitt hlýtur hann vegna sérstakrar skreyting ar. >á er komið inn í veiðr mannastofu eða „fjeldhytte“. Þar eru spýtt kálfskinn strengd fyrir glugg, en bjamarfeldir, há af zebrahrossi o. s. frv. á veggj- um og gólfi. Arinn er í horni, sem gestir geta ornað sér við Næst eru setustofa, þar sem eink ar þægil. setgögn faðma gesti að sér. Þá er komið í samkvæmis- sal allatóran. Þar verður sér- bar og hægt að aðskilja salinn algerlega frá öðrum hlutum hússins. Þar verða ítalsk- ir matréttir fram bomir. Sér- staklega athygli vekur geysistór veggmynd fyrir stafni. Hún er er.sk klippmynd, límd saman úr mörgum málverkum og Ijós- myndum frá Ítalíu. Blómasalur. Á neðri hæðinni er veltinga- salurinn. Þar er geysistórt dans- Vinstri 46, Réttarsambandið 9, kommúnistar 5, Sósíalíski þjóðflokkurinn, flokkur Ak- sels Larsens 1, Slésvikur- flokkurinn 1 þingmann og utan flokka er einn kjörinn I Færeyjum og annar í Græn- landi. Talið er að kosningar þess- ar verði einhverjar hinar mikilvægustu í Danmörku um langt árabil. Kosninga- baráttan hefur verið allhörð gólf og pallar með veggjum, þar sem gestir sitja við stóra glugga, en úr þeim er unaðslegt útsýni yfir flóann. Þar vaxa blóm og tré upp úr gólfum, og Ijósker veita fallega birtu um laufbíöð- in og blómalampana. Ragnar Þórðarson, sem er einn af eigendum Klúbbsins, átti tal við fréttamenn á laugardaginn. Skýrði hann frá ýmsum hlutum í sambandi við veitingahúsa- rekstur og taldi, að brýn pörf væri á að koma hérlendis á sams konar venjum og erlendis tíðk- uðust varðandi samkomuhús. Skúli Norðdahl, arkitekt, hef- ur haft mestan veg og vanda um allt fyrirkomulag, en auk hans hefur hinn danski arkitekt, P. Benzon, átt þátt að teikningu staðarins. Eins og kunnugt er, stóð Benzon að mestu fyrir teikn ingu á fyrirkomulagi SAS-hótels ins í Kaupmannahöfn. Disley Jones réði mestu um innandyra- skreytingu. og sjónvarpi var nú beitt í fyrsta sinn í dönskum kosn- ingum. Þeir, sem fylgjast bezt með dönskum stjórnmálum segja, að engin ný atriði, sem nokkru veru legu máli skipti hafi komið fram í málflutningi frambjóðenda í kosningabaráttunni síðastliðinn mánuð. £eir telja, að stefnumis- munur flokkanna verði sífellt ógreinilegri og því muni breyt- ingar á fylgi þeirra verða litlar, nema ef til vill á fýlgi flokk- anna lengst til hægri og vinstri. Skatta-kosningar Allir lýðræðisflokkarnir eru' sammála um stefnuna í utanrik- is- og varnarmálum, enda hefur þau mál litt borið á góma í kosn ingabaráttunni. Fyrst og fremst er nú kosið um skattamálin. Ihaldsmenn og vinstri flokkur- inn lögðu fram á síðastliðnu ári áætlun um mikla skattalækkun, eða sem svaraði 800 milljónum danskra króna. Áætlunin náði ekki fram að ganga, en skattar voru þó lækkaðir um 250 millj- ónir. Vinstri flokurinn og íhalds- flokkurinn taka þessa áætlun nú upp í stefnuskrá sína í kosninga- baráttunni, að vísu örlítið ' breytta. En stjórnarflokkarnir boða einnig skattalækkun. í stefnu- skrá, sem Viggo Kampmann, for sætisráðherra hefur lagt fram fyrir hönd samsteypustjórnarinn ar er m. a. gert ráð fyrir hlutfalls legri lækkun tekjuskatts og nokk urri lækkun skatta á aukatekj- um. » Hins vegar eru stjórnarflokk- arnir mjög andvígir hinum miklu skattalækkunum, sem stjórnar- andstaðan boðar. Þeir segja að það fé, sem menn ekki borgi í skatta, fari þá í eyðslu, ef til vill óþarfa eyðslu og mikil hætta sé á að við það skapizt verðbólga. Hagur Dana er nú með ágætum, Atvinna er nægileg — hefur jafn vel borið við að skortur væri á ’ vinnuafli, verðlag er yfirleitt stöðugt og þjóðin á töluverðan ! gjaldeyrisforða í bönkum. Bank- [ ar styðja stefnu stjórnarinnar f þessu máli. Öllum þeim, er glöddu mig á ýmsan hátt á afmæli mínu færi ég beztu þakkir mínar. Megi Guð blessa ykkur öll. Margrét Guðmundsdóttir, Barmahlíð 36. Mínar innilegustu þakkir sendi ég öllum þeim nær og fjær er glöddu mig með heimsóknum, skeytum, blóm um og gjöfum á mræðisafmæli mínu 9. nóv. Guð blessi ykkur öll. Guðmundur Sæmundsson, Rauðalæk 4. Lokað í dag frá kl. 12—4, vegna jarðarfarar Konan mín, móðir og amma MAGDALENA GUÐMUNDSDÓTTIR andaðist að morgni 14. þ.m. — Jarðarförin auglýst síðar. Jón Jónatansson, Margrét Jónsdóttir og börn Klúbburinn tekinn til starfa Nýstárlegt veitingahús opnaði um helgina JÓN EIRÍKSSON, andaðist að heimili sínu, Njálsgötu 59, sunnudaginn 13. nóvember. Gróa Jónsdóttir, Kristján Jóhannsson Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum að móðir min, tengdamcðir og amma, JÓHANNA G. GlSLADÓTTIR andaðist 14. þ.m. Jónas Th. Guðmundsson, Guðrún Jóhannsdóttlr og sonarsynir, Hjallavegi 19 Maðurinn minn SIGURGEIR ÓLAFSSON Nýjabæ, Garði, iézt að heimili sínu 14. þ.m. Laufey Jónsdóttir GUDRtJN ÓLAFSDÓTTIR Þingeyri lézt í Landspítalanum 10. nóv. sl. — Útförin hefir farið fram. — Þökkum sýnda hluttekningu og hjálp veitta hinni látnu í veikindum hennar. Ólafur Jónsson og börn Útför móður okkur ANDREU GUOLAUGAR KRISTJÁNSDÓTTUR fer fram frá Fossvogskirkju, miðvikudag 16. nóv. kl. 1,30 Anna Oddsdóttir, Ingibjörg Oddsdóttir Kristján Oddsson, Steingrímur Oddsson Útför litla drengsins okkar HÁLFDÁNS ÞÖRIS sem lézt að slysförum 9. þ.m. fer fram frá Fossvogs- kirkju miðvtkudaginn 16. þ.m. kl. 10,30 f.h. Þórdís Hansdóttir, Hálfdán Helgason Hjartans þökk fyrir auðsýnda samúð og hjálp, í sam- bandi við veikindi og andlát JÓNlNU JÓHANNSDÓTTUR Skipasundi 54 Sérstakar þakkir færum við systrum og móðursystur er veittu ómetanlegan stuðning. — Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd nánustu aðstandenda. Þórður Þórðarson Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför HERMANNS ÓLAFSSONAR Halldóra Daníelsdóttir, börn og tengdabörn Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug, við andlát og jarðarför móður okkar BÓELAR ERLENDSDÓTTIR frá Hlíðarenda Börn hinnar látnn Þökkum þeim, sem minntust KJARTANS EYJÓLFSSONAR trésmiðs, Lindargötu 41 við útför hans 11. þ.m. og sýndu honum vináttu í veik- indum hans. Aðstandendur Þökkum inniiega öllum þeim, er auðsýndu okkur sam- úð og vináttu við andlát og útför föður okkar og tengda- föður GUÐMUNDAR MAGNÚSSONAR, skipstjóra, Skothúsvegi 15, sem andaðist 29. f.m. Svanhvít Guðmundsdóttir, Gunnar Davíðsson Guðm. 1. Guðmundsson, Rósa Ingólfsdóttir Ég þakka innilega öllum nær og f jær auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför fósturbróður míns STEINDÓRS SVEINSSONAR Hofsnesi, Öræfum Guð blessi ykkur öll. Bjarni Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.