Morgunblaðið - 15.11.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.11.1960, Blaðsíða 20
20 MORCTnVPT 4ÐIÐ Þriðjudagur 15. nóv. 1960 spilunum. Eg bara stokkaði þá lestrarefni mitt. Fyrirsögnin fyr og valdi svo þann fallegasta og féll svo í arma hans í yfirliði ... En það var rétt eins og skáld- sagan mín ætlaði að verða að spásögn. Mamma fékk bréf frá Dolores Costello. „Þér vilduð víst ekki senda okkur hana Di- önu dálítinn tíma 1 sumar?" spurði hún. Við höfum kappnóg pláss og hefðum ekki nema gam an af að sjá hana. Mér finnst hún ætti að fá að kynnast honum pabba sínum“. Ekki man ég hvernig ég frétti um þetta bréf, en einhvemveg- inn fékk ég að vita um það, og mig langaði afskaplega til að hitta pabba. Og úr því að Dolor- es skrifaði svona bréf. hlaut hann líka að langa til að sjá mig! Og svo var Lionel frændi, lítil hálf- systir, Deedee, tveggja ára, og hálfbróðirinn, John yngri. Mamma aftók þetta með öllu. Eg bað og bað, en hún þverneit- ! aði. Það væri engin ástaða til þess að lofa pabba að hafa nein áhrif á mig núna. Eg væri of hrifnæm, og auk þess væri ég að minnsta kosti allt of ung til að fara alla leið til Kaliforníu eins míns liðs. Eg umhverfðist alveg. Þaut inn í svefnherbergið mitt, grenjandi: „Eg skal drepa mig!“ Eg þaut út að glugga, sem var á sjöundu hæð upp yfir Austurána, en var í vafa um, hvort ég ætti að kasta mér út eða ekki. Mamma greip í mig í mestu skelfingu. Um kvöldið vom komnar jám grindur fyrir gluggann minn. Mamma gerði grein fyrir þessu. Eg veit vel, að þú varst bara að þykjast kisa mín. Þú hefðir aldrei stokkið út. En þú gætir vel misst fótanna ,og dottið út. Þegar ég horfði á þessar járn grindur. kvöld eftir kvöld, réð ég ráðum mínum. Ef mamma ætl aði að geyma mig sem fanga, eins og Greifann af Monte Christo, þá skyldi ég brjótast út. Eg skyldi strjúka til pabba í Hollywood. Eg trúði jafnöldru minn, Marjorie Wilder fyrir leyndarmálinu. Marjorie var al- veg á því, að það gæti verið gam an að strjúka að heiman. Eg safnaði svo saman dálitlu af pen ingum, sem mamma skildi eftir hér og þar, setti niður í tösku þrjá kjóla og tvær teikningar, sem ég þóttist vita, að pabbi yrði hrifinn af, sundföt og sólgler- augu, og svo læddist ég út úr hús inu rétt fyrir myrkur. Mamma var innilokuð í skrifstofunni sinni og Harry var ekki kominn heim. Við gengum svo tvær saman gegnum Central Park, á leið til strætisvagnastöðvarinr.ar við Timestorgið, hvor með sína tösku og einbeittan huga. En hálftíma seinna, þegar við vorum að þramma í myrkrinu, litum við upp og þá stóðu tveir lögreglu- þjónar fyrir framan okkur. Svona fór um sjóferð þá! En þetta varð til þess, að ég var send til dr. Florence Powder maker, sem var sálfræðingur í Brearley. V. Mamma var öskuvond. Hún æddi fram og aftur eins og vit- laus manneskja. — Hvernig dirf istu að segja henni, að þér líði illa heima hjá þér? Þú hefur allt, sem þú vilt hendinni til rétta. Sjáðu bara fataskápinn þinn — hann er fullur af kjólum! Þú gengur í beztu skóla. Ferð til Evrópu á sumrin. Engu barni líð ur betur en þér. Ekki leið mér líkt því eins vel, þegar ég var lít U. Harry Tweed sat þögull og tott aði pípuna sína, en leit öðru hvoru upp úr kauphallasíðunni í TIMES. — Michael, sagði hann — Reyndu að jafna þig. Ef hún hefur sagt henni þetta, þá er það af því að henni finnst það. Mamma sneri sér að Harry. — Veiztu kannske allt, sem hún sagði henni? Því er ekki að neita, að ég hafði sagt Powdermaker sálar- lækni sitt af hverju. Hún hafði verið góð við mig og hughreyst andi. Þetta var í fyrsta sinn sem nokkur fullorðinn hafði sýnt á- huga á mér og nennt að hlusta á mig. Hún hafði upp úr mér marg falt meira en mér hefði nokkurn tíma getað dottið í hug að segja óviðkomandi manneskju. Eg sagði henni, að mamma mín og stjúpi rifust, að ég sæi mömmu lítið og pabba fengi ég ekki að sjá, að bræður mínir væru í skóla og kennslukonan mín ætti heima utan hússins, og ég hefði engan til að tala við. Eg ætti eina vinstúlku, sem héti Innes James, sem ætti heima í næsta húsi, en mamma vildi ekki sjá hana og svo hefði hún líka allt af nóg að hugsa heima hjá sér. Eg sagði dr. Powdermaker, að ég hefði megnustu óbeit á fötunum, sem mér væri skipað að vera í; ég vildi fá síðari kjóla og hærri hæla og svo permanent, því að mér leiddist slétta hárið á mér, en mamma segði alltaf nei, við öllu sem ég bæði hana. Eg gæti ekki þolað flauelskjólana hennar mömmu, sem hún vildi endilega láta sníða upp handa mér, og ég þyldi ekki baðherbergið fullt af gufu, þegar Minnie væri að reyna að ná af þeim gljáanum. Eg sagði lækninum líka, hvemig dagurinn lið hjá mér. morgunverður með Harry, skóli og svo eftir skólann fyrst bað og svo lestur urudir morgundaginn, án þess að tala við nokkra sálu fyrr en um kvöld mat. Ef mamma hafði gesti til kvöldverðar, varð ég að dúsa í herberginu minu og fékk matinn sendan á bakka. Stöku sinnum var farið með mig niður til þess að kynna mig fyrir einhverjum höfðingjum, og þar stóð ég svo við í svo sem tíu mínútur, til að læra að vera dama, en var svo send upp aftur. Eg sagði líka frá löngu kvöldunum, þegar mamma var innilokuð við skriftir sínar og Harry sat í setustofunni og las einhver málskjöl, en vinnu konurnar skemmtu sér með lög reglumönnunum, vinum sínum, í eldhúsinu, en ég vissi ekki hvað ég ætti af mér að gera. — Og hvað gerirðu þá? spurði dr. Powermaker. — Eg fer upp í herbergið mitt og les lexíur. Það var nú ekki satt. Eg var að ljúga að henni, af því að ég skammaðist mín fyrir að segja hvað ég var raunveru- lega að gera. Eg stóð fyrir fram an spegil og mátaði kjóla og reyndi að gera hárið á mér hrokk ið með þvi að bera munnvatn í það, og svo lék ég, að ég væri frú du Barry, með fallega biðla allt í kring um sig — þeir voru svo margir; já næstum jafnmargir — Þakka þér fyrir, góða min, sagði dr. Powdermaker. Svo hringdi hún til mömmu. Hér voru sýnilega vandamál á ferð, sem kröfðust nánari umræðna. Gæti hún komið í skólann og tal að við hana? Mamma gulnaði í framan. — Gott og vel, sagði hún við mig. — Farðu upp í herberg ið þitt. Þú ert víst búin að verða þér nægilega til skammar! Harry!, bætti hún við. — Þú verður að fara og tala við þessa vitlausu kellingu. Eg geri það ekki! Svo skellti hún sér niður í stól inn og horfði á mig, og ég varð mest hissa að sjá tár í augum hennar. — Það eru meiri vand- ræðin hjá manni með þessa krakka . . . Svo stóð hún allt í einu upp og þaut út. — Michael! Harry þaut upp úr sæti sínu með áhyggjusvip á andlitinu og elti hana. Eg lædd ist út, hægt og hægt, og fór upp í herbergið mitt. Ekki vissi ég þá, að Robin og einn skólafélagi hans í Colorado Springs höfðu gert með sér sjálfsmorðssamning. Robin át stóran skammt af svefn pillum, en á síðasta augnabliki varð félagi hans hræddur og þaut til læknis, sem svo dældi upp úr maganum á honum og úr þessu hafði orðið voða hneyksli. Ekki veit ég, hvað dr. Powder- maker sagði við Harry, né heldur hvað hann sagði henni. En einn daginn var ég köll'ið inn til mömmu og mér var tilkynnt, að þau Harry hefði ákveðið, að ég skyldi fara í heimavistaskóla. Eg hefði verið ofmikið innan um fullorðna og ofmikið ein mins liðs. Eg þyrfti að hafa nóg fyrir stafni og vera innan um nógu margar stúlkur á svipuðum aldri og af svipuðum stigum. Eg átti nú að farr í Garrison Forest- skólann, rétt utan við Baltimore. Hann var lítill, hreinlegur og ætlaður úrvalsfólki, en þar var nóg til að hafa af fyrir sér með: tennis, sund, dans, tónlist — mér mundi ekki þurfa að leiðast. — Já, mamma, svaraði ég auð- mjúk. — Mér fellur það sjálf- sagt vel . . . Öll breyting nlaut að verða til batnaðar. Eg var þrettán ára, að nálgast fjórtán, og reyndi nú að venjast lífinu í skólanum, en það var ekki svo auðgert fyrir mig, eins og allt var í pottinn búið, að venjast heimavistarskóla. Eg hlýddi skipunum mömmu og sendi henni mánaðarlega skrá yf ir þær bækur, sem ég hafði lesið svo að hún gæti lagt dóm á ir þessari skrá var þannig: „Skrá yfir bækur þær, er ég hef lesið í nóvembermánuði 1934“, og með al innihalds hennar má nefna Ivanhoe og Móðurina eftir Max- im Gorki — sú síðarnefnda svo sorgleg, að ég grét yfir henni. Með þessari skrá skrifaði ég auðvitað bréf, sem sýnir, að ég var óvægin leikdómari. í því stóð meðal annars: „í vikunni sem leið sá ég kvikmynd, sem hét Óhemjan. Mér fannst hún fyrir neðan allar hellur, og Katharine Hepburn ýkir aiveg óskaplega! Hún hefur einhverja verstu rödd, sem ég get hugsað mér — alveg eins og strákur! Og svo er myndin sjálf nauða ómerkileg!“ — Eg vona, að þú verðir hrifin af að heyra, að ég kaupi nú bara tvö kvikmynda- tímarit hálfsmánaðarlega ... Eg lét þess ekki getið, að ég hafði séð Katharine Hepburn áð- ur, og að það var í mynd, sem hét | Hjónaskilnaður, og að pabbi lék þar á móti henni. Eg horfði á SUÍItvarpiö Þriðjudagur 15. nóvember 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8,30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 „Við vinnuna*': Tónleikar. 14.40 „Við, sem heima sitjum" (Svava Jakobsdóttir B.A.). 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (15.00 Fréttir. — 16.00 Fréttir og veður- fregnir). 18.00 Tónlistartími barnanna (Jón G. Þórarinsson). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Daglegt mál (Öskar Halldórsson cand. mag.). 20.05 Utbreiðsla berklaveikinnar fyrir aldamótin og stofnun Heilsuhæl isfélagsins; fyrra erindi (Páll Kolka læknir). 20.30 Hljómsveit Ríkisútvarpsins leik- ur i hátíðasal háskólans. Stjórn- andi: Bohdan Wodiczko. Einleik ari á fiðlu: BjÖm Olafsson. a) Pólónesur eftir Oginski-Pal- ester. b) Konsert í A-dúr fyrir fiðlu og hljómsveit (K219) eftir Mozart. c) Sinfónía nr. 1 í C-dúr op. 21 eftir Beethoven. 21.40 Upplestur: „Undir Skuggabjörg- um“ smásaga eftir Kristján Bend er (Valdimar Lárusson leikari). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Sönglög eftir Ipréderic Chopin (Alina Bolechowska, Bohdan Paprocki, Andrzej Hiolski og Krystyna Szczepanska syngja. — — Söngtextar verða lesnir í ís- lenzkri þýðingu Þorsteins Valdi- marssonar). 23.00 Dagskrárlok. Miðvikudagur 16. nóvember 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. —• 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónlelkar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (15.00 Fréttir. 16.00 Fréttir og veðurfr.) 18.00 Utvarpssaga barnanna: „A flótta og flugi" eftir Ragnar Jóhannes- son; VI. (Höfundur les). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. —- Tónleikar. 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Framhaldsleikrit: „Anna Karen« ína“, skáldsaga eftir Leo Tolstoj; Oldfield Box færði í leikritsform fyrir útvarp: II. kafli. Þýðandi: Aslaug Arnadóttir. — Leikstjóri: Lárus Pálsson. Leikendur: Ævar Kvaran, Valdimar Lárusson, Her dís Þorvaldsdóttir, Jónas Jónas- son, Jón Sigurbjörnsson, Kristín Anna Þórarinsdóttir, Arndía Björnsdóttir, Anna Guðmunds- dóttir, Rúrik Haraldsson, Harald ur Bjömsson, Rósa Sigurðardótt ir o. fl. JL Skáldið og ntamma litla 1) Reyndu nú að liggja líka á bak- 2) Já, það er sjálfsagt, en held- 3) .... það komi hvítur blettur inu, svo að þú verðir dálítið sól- urðu ekki, að .... eftir skuggann af bókinni? brenndur á brjóstinu .... k á á And mark DRIVES HIS CANOE TOWARD HER/ WHIL'E MARK RACES TO 1* , AAEANWHILE EVE, | SAVE EVE BLAKELY FROM. ífeatíy WITH ALL HER STRENGTH, i DESTRUCTION, ANDY TEARS STRUGGLES AGAINST THE j AROUND THE LAKE TOWARD TERRIFIC PULL OF THE t CURTAIN FALLS y HIGH WATERFALL... 5 Meðan Markús flýtir sér áleið-1 Andy meðfram vatninu aði öllu afli að komast út úr straumiróður í áttina til hennar. is jil að bjarga Evu, hleypur | Tjaldfossum. En Eva reynir af iðu fossanna. Og Markús rær Iíf-| 20.35 Tónleikar: „L’Arlesienne", hljóm sveitarsvita eftir Bizet (Sinfóniu hljómsveitin i Bamherg leikur; Ferdinand Leitner stjórnar). 20.50 Erindi: Guðspeki og nútímalífs- viðhorf (Sigvaldi Hjálmarsson blaðamaður). 21.10 Einleikur á píanó: Sónata í e- moll op. 7 eftir Edvard Grieg (Finn Nielsen leikur). 21.30 Utvarpssagan: „Læknirinn Lúk- as“ eftir Taylor Caldwell: VII. (Ragnheiður Hafstein þýðir og les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 „Rétt við háa hóla": Úr ævi- sögu Jónasar Jónssonar bónda Hrauni i Oxnadal ,eftir p uðnl. L. Friðfinnsson; III. (Höf. les). 22.30 Harmonikuþáttur, sem Högni Jónsson og Henry J. Eyland sjá um. * 23.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.