Morgunblaðið - 15.11.1960, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.11.1960, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 15. nóv. 1960 MORGUNTtr 4fílÐ 15 Xristmann Guðmundsson skritar um. BÚKMENNTIR Deilt með einum eftir Ragnheiði Jónsdóttur. ísafoldarprentsmiðja. Sigrún Guðjónsdóttir myndskreytti. „Einfaldar svipmyndir úr líf- inu sjálfu“, kallar höfundur smá sögur þessar í formála. I for- málanum er skáldkonan raunar að afsaka, að hana skorti hæfi- leika til að láta sögurnar „ger- ast í stílnum", eins og hún kemst að orði. Ég fæ nú ekki skilið, að slíkt þurfi nokkurra afsak- ana við, því að enn hafa íslenzk- um rithöfundum ekki verið sett nein lög um það, hvernig þeim beri að skrifa sögur sínar. Fyrstu sögurnar þykja mér nokkuð bragðdaufar. „Teflt við Ægi“, „Skuldaskil**, „Hann sagðist elska mig“ o. fl. Efni hinnar síð- ustu er þó frumlegt og gott, en tekið of lausum tökum að mínu áliti. Fyrri hluti sögunnar „En samt sem áður“ minnir fuhmik- ið á ævintýri eftir annað íslenzkt skáld, og síðari hlutinn minnir á margra aðra rithöfunda. — „Degi hallar“ er einnig heidur léleg saga, en úr því fer skáld- konan að ná sér á strik. „Einka- dóttir móður sinnar" er sóma- samlega gerð og „Hillingar“ for vitnileg, þótt höf. hafi láðst að gera langa bið og ríkmannlega einveru Þrúðar á Felli nógu trú lega. „Ljós var loginn sá“, er saga, sem margir hafa skrifað, en höf. kemst þó allvel frá sinni útgáfu af henni: Konan, sem óskar sér allsnægta og svíkur því þann, sem hún elskar til að giftast ríkum manni. „Hún hét Pálina" er hins vegar snilldar- lega gerð smásaga, frumleg og rituð af skilningi og kunnáttu. Dágóð saga er einnig „Blómin sofa“, byggingin þó helzt til ó- skýr, einkum í upphafi. „Tyrk- neskt bað“ er snoturt riss, en vel hefði mátt gera meira úr Grafaranum, því að tilkoma hans var ágæt hugmynd. „Lítill lokkur“ er viðkunnanleg smá- saga, en ekki ýkja frumleg. Allir kannast við efnið: Sveita- drengur ríðandi á staðri meri í rigningu á leið í kaupstaðinn, þar sem hann vonast eftir að sjá stúlkuna, sem hann hefur orðið skotinn í — og sér hana við hlið annars manns. Rennb'aut fermingarföt og ægileg sorg. — Drengurinn er allt í einu orðinn að karlmanni, sem lætur ekki eftir sér að gráta á förnum vegi, en slær í aumingja merina og hefnir sín þannig á henni sak- laustri fyrir eigin ófarir. Frú Ragnheiður hefur skrifað margar góðar barnabækur, og smásagan „Mamma hjálpar“, er um litla tlepu, dável skrifuð, en efnismeðferð ekki sannfærandi. Þótt ég sé allur af vilja gerður, fæ ég ekki skilið, hvað fyrir höf. vakir í sögunni „Draumur um veruleika“. Sj&lf endar skáld- konan söguna með spurningunni: „Hvort areymir han.a ennþá? Eða er veruleikinn draumur og draumunnn veruieiki7' Eg get ekki lagt dóm á það. en hitt veit ég, að þama er ágætt söguefni, er. of kæruleysislega unnið. Betri skiI hefur höf. gert sögunti „Blaði flett“, sem er tæknilega vel úr garði gerð. 1 sögunni „Brákaður reyr“ tekst skáld- konunni verulega upp; par er farið með efnið af leikni og kunnáttusemi, enda er sögukorn þetta eitt hið bezta í bókinni. Það minnir mig á góða skáld- sögu eftir frú Ragnheiði, er ég las eitt sinn og nefndist „Arfur“. „Drengurinn minn“ er fallegt sevintýri, vel og hófsamlega rit- að. Og „Á morgun" er íerða- sögubrot, sem lesandinn verður að fyrirgefa höfundinum vegna þess, sem gott er í bókinni. Ragnheiður Jónsdóttir Ferðabók IV. bindi, eftir Þorvald Thoroddsen. Jón Eyþórsson bjó til prent unar. — Halldór Pétursson teiknaði vignettur. — Út- gefandi: Snæbjörn Jóns- son & Co. Það var þarft verk og gott að ráðast í nýja útgáfu af Ferðabók Thoroddsens. Og svo vel er frá verkinu gengið, að það er útgáf- unni til mikils sóma. Jón Ev- þórsson virðist hafa unnið sinn hluta starfsins samvizkusamlega. Hann skrifar stuttan eftirmála framan við bókina, þar sem drepur á ýmsa forvitnilega hluti henni viðvíkjandi. Segir hann þar m. a. að formáli hans að fyrsta bindinu (sem væntanlega hefur þá verið aftan við það?) hafi þótt vera í stytzta lagi, og afsakar sig með því, að Ferða bókin, þótt gagnmerk sé, geti ekki talizt aðalverk höfundarins og því ekki ástæða til að kryfja vísindastörf hans til mergjar í sambandi við útgáfu hennar framyfir það, sem hann gerir sjálfur í seytjánda kafla þessa bindis. Skal enginn dómur á þessa staðhæfingu lagður, en þvi ber ekki að neita, að stuttur for- máli er betri en langur, ef hið sama er sagt í báðum. Sá hátt- ur hefur verið tekinn upp hér á íslandi, að hafa t. d. blaðaum- sagnir um bækur sem allra lengstar, en sem betur fer hafa aðrar menningarþjóðir ekki tek ið upp þennan sig. Meðal þeirra flestra myndi enn talinn kost- ur að vera stUttorður og gagn- orður. Jón Eyþórsson bendir einnig á, að engin samstæð útgáfa sé til af ritum Þorvaldar Thorodd- sen, enda þótt rösk hundrað ár séu liðin frá fæðingu hans. Það er íslendingum lítill heiður að halda svo slælega uppi minningu merks vismdamanns og góðs rit höfundar; sem enn er í bezta máta læsilegur, að bækur hans séu hvergi fáanlegar. Úr því ex að nokKvu bætt með þesari fall egu útgáfu. Þareð ég er ekki visindamað- ur, get ég ekki dæmt um þá hlið bókarinnar af þekkingu, en hinu sé ég enga ástæðu til að leyna, að verkið allt er skemmti legt aflestrar. T. d. er ferðunum um Norðurland, sem höf. fór sumrin 1896—7, forvitnilega lýst. Hann hefur góða frásagnargáfu og honum er sérstaklega sýnt um að bregða upp lifandi myndum af landslagi þvi, er hann segir frá. Munu margir hafa skemmt- an af að ferðast um þessi fögru héruð í fylgd hans. Fundvis er hann einnig á ýmsa smámuni til upplífgunar textanum, eins og t. d. þegar hann getur um kerlingu eina, er á Kambsfelli bjó. Hún átti hunda marga, en sótti illa kirkju, og var um hana kveðin visa þessi: Bigga kerling sett var út af sakramenti, tíu því hún tíkum hlynnti, en tíðagjörðum engum sinntl. Og gerir maður sér nokkurn veginn ljósa grem fyrir vegin- um yfir Heljardalsheiði af þess- ari vísu: Heljardals er heiðin níð, hlaðin með ótal lýti, fjandinn hefur í fyrri tíð flutt sig þaðan í viti. Hér er einnig .vst gróðri daM og óræfx a mjög greinargóðan hátt að vonum, getið um hvar gott sé undir bú, talin silungs- veiði og önnur hlunnindi. Þá er kafli uf rannsóknir á I heiðalöndum vestan Langjökuls, býsna skemmtilegur kafli til lestrar leikmönnum og vafalaus girnilegur visindamönnum til fróðleiks. Síðan er Rannsóknar- för til íslands, er höf. fór með Johnstrup prófessor á stúdents- árum sínum sumarið 1876. Könn uðu þeir Mývatnsöræfi, og er þar meðal annarra góðra nluta áminning til íslendinga fyrir sleikjuskap við útlenda menn og er hún enn í fullu glidi (bls. 139). Þá er skýrsla um hæða- mælingar, miklu aðgengilegri en í fljótu bragði virðist, og má þar sjá í metrum og fetum hæð ým- issa fjallskarða, byggða, oæja, hnjúka og fjalla í mörgum sýst- um landsins. Framh. á bls. 11. •jfc- Fyrsta kvik- mynd Ingó Fyrsta kvikmynd hnefa- leikakappans sænska, Ingmar Johannessen, er nú komin í kvikmyndahús í Evrópu. Kvik myndin var tekin í Holly- wood stuttu áður en Floyd Pattersen sló Ingmar niður í Verðlauna- ruglingur Sophia Loren er nú að leika í kvikmyndinni ,,La ciociara", ásamt Vittorio De Sica í Napoli. Fyrir stuttu fór hún í heimsókn til smábæjarins Manuso, en þar áttu að fara fram tvær verðlaunaafhend- ingar, önnur til vísindamanns en hin til listamanns. Sophia var við þetta tækifæri í svo flegnum kjól að hún ruglaði bæði áhorfendur og dómend- ur. Niðurstaða verðlaunaút- hlutunarinnar urðu og þau, að Sophia Loren fékk „lækna verðlaunin", en þekktur lækn ir fékk aftur á móti ,lista- mannaverðlaunin“. ★ Uppsteit gegn Sinatra Hinn nýuppgötvaða stjarna Shirley MacLine á frægð sína að þakka Frank Sinatra og engum öðrum. Það vakti því • Ingo öðru einvígi þeirra um heims- meistaratitilinn í hnefaleik. Myndin fjallar um nokkra sjó liða í Kóreustyrjöldinni og nefnist hún „Ungu hraustu mennirnir". Hlaut hún sæmi- lega góða dóma í Bandaríkj- unum. Aðrir leikendur eru Alan Ladd, Sidney Poitier og James Darren. . Kvikmyndaiðnaður Japana hefur vaxið ört hin siðari ár- in. Hefur hann einkum orðið fyrir áhrifum af amerísk- um kvikmyndum, eins og sjá má glöggt af ritum þeim, sem gefin eru út ársfjórðungslega til að kynna myndirn- ar. í síðasta hefti ritsins eru kynntar 18 myr.dir og fjalla þær einkum um ástir og afbrýðisemi, fjárhættuspil, vændi, stríðssögur og efni tveggja er sótt aftur í aldir. Meðfylgjandi mynd er úr kvikmyndinni „Biossoms of Love“, sem er kvikmynd um ástir og ástarflækjur. Shirley MacLaine mikla athygli, þegar hún lét Frankie lönd og leið og fór sínar eigin götur. Sinatra er sem kunnugt er foringi leik- araklíku í Hollywood og meðal meðlima hennar eru Dean Martin, Peter Lawford, Sammy Davis jr., Tony Curt- is, Janet Leigh, Robert Wagn er og Natalie Wood. Vald hans er því mikið í kvikmynda heiminum. Það var Sinatra, sem uppgötvaði Shirley Mac Laine í ameríska sjónvarpinu og sendi hana til Hollywood. Frankie hrósaði Shirley há- stöfum og spáði henni mikilli framtíð. Vegur hennar hækk- aði stöðugt, en Frankie krafð- ist alltaf meir og meir og drottnaði yfir henni með harðri hendi. Einu sinni varð t. d. Shirley og eiginmaður hennar að hætta við ferðalag til Asíu, því að Frankie þurfti að heimsækja gamla móður sína og krafðist að Shirley stytti henni stundir. Nú hefur Shirley sagt: Hingað og ekki lengra og sleit vinfengi við velgjörðarmann sinn. Henni er það ljóst að hún á honum mikið að þakka, en neitar að verða þræll hans, eins og Dean Martin og Sammy Davis. Shirley leikur aðalhlutverk í fjórum kvikmyndum, einni á móti Dean Martin, tveimur á móti Sinatra og einni á móti Jack Lemmon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.