Morgunblaðið - 17.01.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.01.1961, Blaðsíða 1
24 ssður \ 48. árgangur 12. tbl. — Þriðjudagur 17. janúar 1961 Frentsmiðja Morgunblaðsini agastjorn samningaviðræður Sanníæro um vilja Frakka til fribsam legrar lausnar Alsírmálsins um framtíð landsins. tTtlagastjórnin hefur Túnis, París, 16. janúar. (Reuter/NTB) Htlagastjórn serkja, undir forsæti Ferhat Abb- as, hefur gefið út til- kynningu þess cfnis, að hún sé nú reiðubúin til þess að hcfja samningaviðræður við 6tjórn Frakklands um þjóð- aratkvæðagreiðslu í Alsír Lumumba fluttur Leopoldville, 16. janúar. (Reuter/NTB) ÞRÍR belgískir hermenn létu lífið og níu aðrir voru tekn- ir höndum eftir að átök höfðu orðið milli þeirra og nokkurra stuðningsmanna Lumumba á landamærum Kongó og Rúanda Urundi. — Atburður þessi varð sl. fimmtud., en fregnir af hon- um bárust ekki til Leopold- ville fyrr en í dag. Hinir handteknu höfðu samstundis verið fluttir til Stanleyville, þai- sem hermenn Sameinuðu þjóðanna fengu naumlega varnað því að þeim yrði mis- þyrmt. í gær réðust Balubamenn á járnbrautarlest, sem með voru nokkrir Katangabúar og 120 sænskir hermenn úr liði SÞ. Einn maður lét lífið í átökun- um, og þrír hermenn særðust. Marokkóhermenn komu á stað- inn og komst lestin brátt af stað. Ekki leið þó á löngu áður en hún hafði verið stöðvuð á ný. Stjórn SÞ hefur gefizt upp á að reyna að halda járnbrautar- Eambandi við Kamina og er nú aðeins unnt að komast þangað með flugvélum. — Balubamenn hafa höggvið sundur járnbraut- arteina á ótal stöðum. Læknirinn lézt Enn urðu miklir bardagar í dag í Luena í Norður-Katanga, en þar eru miklar kolanámur. Áttu Marokkómenn SÞ þar í höggi við Balubamenn annars- vegar og lögreglumenn Katanga etjórnar hinsvegar. í gær réð- ust Balubamenn á sjúkrahusið f Luena og særðu yfirlækninn, Motuh sem er belgískur, svo mjög, að hann lézt í dag. Hermenn Lumumba í Man ono, sem þeir telja nú höfuð- Framhald á bls. 23. setið á fundum undanfarna daga og rætt úrslit atkvæðagreiðslunnar í Alsír og Frakklandi um stefnu de Gaulle. Er úrslit þeirrar at- kvæðagreiðslu urðu kunn, sagði talsmaður stjórnarinnar, að þau sýndu bezt að atkvæðagreiðslan hefði verið skelfilegur skrípa- leikur. En nú kveðst stjórnin hafa komizt að þeirri niður- stöðu að „skrípaleikurinn" hafi fært Alsírdeiluna inn á nýtt svið, er gefi mönnum tilefni til að vona að friðsamleg lausn ná- ist á því máli. , W*WMMM| Útlagastjórnin segir það hafa komið greinilega fram í úrslit- um atkvæðagreiðslunnar í Frakklandi, að franska þjóðin óski að leysa deiluna með samningum. Þar sem svo útlaga stjórnin geri sér fyllilega ljósa ábyrgð sína og skyldur varð- andi málið telji hún rétt að lýsa því yfir, að hún sé reiðu- búin til viðræðna um frjálsar kosningar um framtíð landsins. Leggur stjórnin til, að kosning- ar þær fari annað hvort fram undir eftirliti Sameinuðu þjóð- anna, eða að stjórnirnar tvær Frh. á bls. 2. Sveitarstjdrinn drö sér 85 þús. PHNOMPENH, Cambodia, 16. jan. (Reuter) — Norodom Sihanouk, prins hefur fallizt á lausnarbeiðni ríkisstjórnar Cambodia, að því er útvarpið í Cambodia segir. Forsætisráðherrann,1 Pho Proeung, skýrði frá því á þingfundi sl. Iaugardag, að sveitarstjóri nokkur hefði dregið sér sem svaraði 80 millj. „riels"- ( um 85 þús. ísl. kr.) af fé ríkissjóðs. Taldi for sætisráðherrann stjórn sina ábyrga fyrir gerðum manns- ins og lagði fram lausnar- beiðni fyrir sig og ráðuneyti sitt. Myndin er af Astrid prinsessu og Johan Martin Ferner er þau ganga úr Asker-kirkjunni eftir hjónavígsluna. sarmaðurinnfannst eftir nær 9 kist. leit Var þaá Bláa bandinu — Lögregf- an hafði farið í fjölda húsa MAÐURINN, sem framdi líkamsárásina á skólatelpuna vestur við Vesturvallagötu á föstudagskvöldið, var á laug- ardagskvöldið eftir að hann játaði verknaðinn, úrskurð- aður í þriggja mánaða varð- hald og á þeim tíma skal hann undirgangast geðheil brigðisrannsókn. Árásarmað- urinn, Guðmundur Þórðar- son, þrítugur að aldri, hefui ekki áður gerzt brotlegm neitt í líkingu við það af- brot, sem hann framdi á föstudagskvöldið. Gaf góða lýsingu á árásar- manninum Rannsóknarlögreglan fékk til» kynningu um líkamsárásina um klukkan þrjú aðfaranótt föstu* dagsins. Ura klukkan 9 næsta morgun hófst rannsókn málsins og þá jafnframt mjög víðtæk leit að hinum seka. Einnig var talað við telpuna með leyfi læknis, en eins og frami hefur komið gaf hún mjög góða lýsingu af manninum. I Rannsóknarlögreglumenn fóru í hvert einasta hús á stóru svæði kringum árásarstaðinn og spurðu þar alla spjörunum úr. Var þessu haldið áfram langt fram á dag. Teiknuðu myndir eftir lýsingu Síðdegis voru tveir drátt- hagir menn hjá sakadómara- embættinu, þeir Aðalsteinn Guðlasugsson og Halldór Þór- björnsson, fengnir til að teikna myndir eftir lýsingu stúlkunnar. — Þetta hefur ekki áður verið gert hjá rann sóknarlögreglunni. Var enn með læknisleyfi — aðeins skamma stund — leyft að sýna telpunni ýmsar myndir af nokkrum andlitspörtum, nefi, munni, eyrum og svo ?- -? Guðmundur Þórðarson. Hann er að sögn kunnugra maður hæg ur og dagf arsprúður. En þeir sem séð hafa hendur hans nú nýver- ið, segja að á þeim séu brunasár eftir sígarettur, sem hann hafi drepið í á höndum sinum, þegar hann hefur verið undir áhrifum áfengis til að kvelja sjálfan sig. framvegis. Það sem telpan taldi líkt árásarmanninum var siðar skeytt saman og þannig teiknaðar myndir af honum. Komast á sporið v Meðan á þessu stóð komlust rannsóknarlögreglumenn á spor ið í Vesturbænum. Kvöldið, sem árásin var framin, hafði maður undir áhrifum áfengis komið að söluturni einum í Vesturbænunu Lýsingin á þeim manni kom mjög heim við lýsingu telpunn- ar á árasarmanninn, svo það virtist sem þar gæti verið um sama mann að ræða. Það tók dálítinn tíma að graf- ast fyrir um það, hvaða maður þetta var. Hjá Bláa Bandinu fengust m.a. þær upplýsingar að á laugardagsmorgun hefði mao^- ur verið lagður inn á Bláa band- ið og voru rannsóknarlögregru menn sendir eftir honum þang- að. Var á Bláa bandinu Þegar komið var með hann til Framh. á bls. 11. Sekou Toure kjörinn forseti CONAKRY, Guineu, 16. jan (Reuter) — Sekou Touré hefur verið kjörinn forseti Guineu fyr ir næsta kjörtímabil sem er sjö ár. Fóru fyrstu forsetakosninig- ar fram í lamdinu í gær, en engl- inn bauð sig fram gegn Touré. Fékk hann 99,7% atkvæða f Conakry. og álíka mikið magn atkvæða í öðrum landshl,utum. Touré var útnefndur aÆ stjórn arflokknum sem forseti Guineu árið 1958 er landið hlaut sjáif- stæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.