Morgunblaðið - 17.01.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.01.1961, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 17. janúar 1961 ... i *..ja.vfr. MORGUNBLAÐ1Ð .'Biffíig. - .. .— 11 ★ Borg, Miklaholtshr., 16. jan. SKÖMMU fyrir hádegi sL sunnudag sló eldingu nið- ur í íbúðarhús að Neðra- Hóli í Staðarsveit og brann það til kaldra kola á hálfri klukkustund. Baf- straumur barst einnig með vatnsleiðslu, sem lá úr í- búðarhúsinu og í fjósið, og drap þar fimm kýr af átta. Mæðgin, sem voru í húsinu, sluppu hins vegar ósködduð. Piltur varð fyrir raflostl Er eldingunni sló niður í Húsið á Neffrá-Hólf í Stáðarsveit, sem brann og hrundi þegar eldingu Iaust niður í það sl. sunnudag. Húsið er með steinsteyptum útveggjum, en með timburskilrúmum og veggir klæddir innan með timbrL Byggingin. sem sést til hægri á myndinni, er hlaða og við hana var fjósið, þar sem kýrnar 5 drápust. Þetta íbúðarhús var reist 1937, en þá hafði gamla bæjarhúsið að Neðra-Hóli brunnið til kaldra kola, um sumarið. — Þá bjó að Neðra-Hóli Bjarni J. Bogason og kona hans, Þórunn Jóhannesdóttir, sem nú býr á Akranesi. öáBSyftaí (Ljósm.: Sveinbjöm Bjarnason) húsið, var 18 ára gamall sonur hjónanna á Neðra-Hóli, Sigur- jón að nafni, staddur í kjallara hússins. Hann var að dæla vatni og fékk mikið rafmagns högg, en það bjargaði lífi hans, að hann var á gúmmí- skóm og tréskaft var á vatns- dælunni. Sakaði hann ekki að öðru leyti en því, að hann var heyrnarlaus fyrst á eftir, Húsið eldhaf á svipstundu Húsfreyjan á Neðra-Hóli Elísabet Kristófersdóttir var stödd í eldJhúsinu, er elding- unni sló niður. Sviptist þakið af húsinu og varð það eitt eld- haf á svipstundu. Svo mikill þrýstingur varð af eldingunni, að allar rúður sprungu samtim is í húsinu og rigndi glerbrot- unum yfir húsfreyju, þar sem hún stóð á miðju gólfi. Má það teljast sérstakt lán, að hún skyldi ekki skerast eða skaddast á annan hátt. Hún varð heldur ekki fyrir raflosti, þar sem hún var hvergi í nám unda við neitt, sem gat leitt. Húsbóndinn, Jónas Þjóðbjörns son og hinn sonur hans, Jónas voru úti við, er atburður þessi gerðist. Veggirnir molnuðu Hjálp barst fljótlega frá næstu bæjum en litlu sem engu var hægt að bjarga. Slökkvitæki komu frá Vega- mótum, eftir um það bil tutt- ugu mínútur, en þá var mest allt brunnið. Svo mikill var kraftur eldingarinnas, að vegg ir hússins, sem voru úr steinsteypu, molnuðu niður í smátt. Húsið var ein hæð og kjallari, milligerðir all- ar og loft úr tré. Læsti eldur- inn sig óðar í tréð, er þakið sviptist af húsinu, og magnað- ist af vindinum. Fimm metra hár staur, sem stóð skammt frá húsinu, flísaðst einnig í sundur við eldinguna, en loft- net frá útvarpi var tengt við hann. Eins og áður er sagt, voru átta kýr í fjósinu, um það bil tíu metra frá íbúðarhúsinu. Bafstraumurinn barst með vatnsleiðslu út í fjósið og drap fimm kýr, sem lágu við leiðsl- ur í básum sínum. Hinar kýrn- ar stóðu í básunum og sakaði þær ekki. Það vildi einnig til láns, að vindur var á vestan og stóð ekki á fjósið eða hlöð- una, sem einnig er skammt frá bænum. Annars má telja víst, að eldurinn hefði bréiðst þang að út. Slökkvitækin hefðu þá getað komið að gagni, en ó- Fimm kýr drápust víst hver endalokin hefðu orðið. Bræðurnir á Neðra-Hóli vöktu alla nóttina yfir rúst- um íbúðarhússins, ef eldur skyldi koma upp aftur. Jörð- in er ríkisjörð og mun ríkið einnig hafa átt íbúðarhúsið. Hins vegar voru allir innan- stokksmunir eign hjónanna á bænum. Þeir voru lágt vá- tryggðir og varð litlu áf þeim bjargað. Kýrnar voru óvá- tryggðar, eins og víðast í sveit um landsins, og er því tjón bóndans tilfinnanlegt. Reif upp jörð Næsti bær við Neðra-Hól wmmifm- Rannsókn á hlut atvinnu- veganna í þ jóðartekjunum Orðaskipti á Alþingi 'A FUNDI sameinaðs þings í gær urðu nokkur orðaskipti milli Bjartmars Guðmunds- Bonar og Jóns Þorsteinsson- ar, en Bjartmar hafði fram- sögu fyrir þingsályktunartil- lögu um rannsókn á hlut- deild hinna einstöku at- vinnugreina í þjóðarfram- leiðslunni, sem hann flytur ésamt Jónasi Péturssyni. Er tillagan á þessa leið: ' V ★ / Alþingi ályktar aff fela rikisstjórninni að láta fara fram rannsókn á eftirtöldum alriðum: >' 1. Hluta hverrar atvinnu- greinar í þjóðartekjunum, svo sem landbúnaðar, fisk- veiða, iðnaðar og þjónustu- starfa alls konar. " 2. Skiptingu þjóðarinnar eftir atvinnu, þ. e. mann- fjölda sem starfar við hverja atvlnnugrein og framfæri hef ur af henni og hvers konar þjónustustörfum. 3. Heildarf jármagni, sem bundið er í atvinnuvegunum hverjum um sig, notkun rekstrarfjár, þætti ríkis og lánsstofnana í verðmætasköp uninni. Rannsókn þessi verði fram kvæmd af Framkvæmda- banka íslands með aðstoð Hagstofu fslands. Leitazt skal við að láta hana ná yfir nokkurt timabil, t. d. síðast- liðin 10—15 ár. Verðj rann- sókn þessari hraðað eftir föngum, og þegar niðurstöð- ur hennar liggja fyrir, skal birta hana þjóðinni í ljósu og aðgengilegu formL . . * fcJfcF Bjartmar Guðmundsson fylgdi þingsályktunartillögumni úr hlaði mieð ítarlegri ræðu. Að máli hans loknu kvaddi Jón Þorsteins son, níundi landskjörinn þing- maður, sér hljóðs. Sagði hann, að sér dytti ekki í hug, að þessi tillaga vaeri borin fram í alvöru. Hún væri fram borin eingöngu til að koma í veg fyrir, að sin tillaga, um rannsóknir á styrkj- um til landbúnaðarins, yrði aí- greidd. I tillögu Jónasar og Bjartmars væri beðið um svo flóknar rannsóknir, að fullvist væri, að engin þeirra færi fram. Sagði Jón Þorsteinsson að lok- um, að hann vildi mælast tiJ þess við flutningsmenn, að þeir lýstu því yfir, að þeir vildu ekki þessa rannsókn, en flyttu tillög- una til að koma í veg fyrir að hin yrði samþykkt. Bjartmar Guðmundsson tók aftur til máls. Kvaðst hann vitja neita því eindregið, að tiliaga þeirra Jónasar væri borin fram til þess eins að hindra að tililaga Jóns Þorsteinssonar yrði sam- þykkt. En 'hitt væri rétt, að til- laga Jóns Þorsteinssonar, hefði orðið til þess að síðari tillagan var flutt. Flutningsmönnum hennar hefði þótt rétt, að rann- sóknin beindist ekki aðeins að styrkjum til landbúnaðarins, heldiur væri einnig athugaðir um leið styrkir til annarra at- vinnuvega, m. a. til sjávarút- vegsins. er Glaumbær. Þar sprungu rúður og skemmdir urðu á út- varpstækjum og síma. Þess má geta, að í maí í fyrra laust eldingu niður um 1 km frá Neðra-Hóli, og kom hún nið- ur á jarðsímastreng og reif upp jörð á 50—100 m svæði. Eldingar em óútreiknanlegar Blaðið hafði í gær tal af Jakob Guðjohnsen, verkfræð- ingi og spurði hann um straumstyrkleika og eðli eld- inga. Kvað hann straumstyrk- leikann geta verið allt frá 100 amp. upp í 100.000 amp. Tíu þúsund amp. styrkleiki væri f.d. algengur. Mjög erfitt væri að ’segja um, hvaða leið elding færi, og hvernig hún greind- ist. Yfirleitt væri reynt að leiða eldingar til jarðar stytztu leið, þar sem, búast mæ tti við þeim, en þrátt fyr- ir það væri ekki víst að þær færu þá leið, heldur aðra, sem hefði minna viðnám til jarðar. Ef elding félli niður í hús í borg eða bæ, væru litlar líkur til að straumurinn bærist í önnur nálæg hús, þar sem vatnskerfi í borgum og bæj- um væri yfirleitt vel grunn- fengt, og færi eldingin þá stylztu leið í jörðina. Hins ^égar mætti telja víst, að jörð in á Neðra-Hóli váeri mjög slæm, og straumurinn því bor- ist beinustu leið eftir vatns- pípunum út í fjós með þeim hörmulegum afleiðingum, sem þar urðu. „Eldingar eru óút- reiknanlegar eins og konur og hvirfilvindár í Ameríku“, sagði Jakob Guðjohnsen að lokum. £ { Fleiri tóku ekki til máls og var umræðu frestað og tillög- unnj vísað til fjárveitinganefnd ar. — Árásarmaðurinn Frh. af bls. 1 ý yfirheyrslu hjá Sveini Sæmunds syni, yfirmanni rannsóknarlög- reglunnar, kl. laust fyrir 6 á laugardagskvöld, hafði Sveinn haft á borðinu fyrir framan sig teikningarnar, sem þeif Aðal- steinn og Halldór höfðu gert, eft- ir lýsingu telpunnar. _4_ — Þegar maðurinn kom inn til mín, sá ég um leið af teikning- unum að hér var kominn sá, er við vorum að leita að, sagði Sveinn við blaðamann í gær. Maffurinn, Guffmundur Þórff arson, Víðimel 49, sem hefur veriff nokkuð á togurum, ját- affi strax verknaffinn. Hann minntist þess aff hafa hitt telp una á götu, fariff að stimpast viff hana og ðregið hana inn á leikvöllinn, en hvaff síðar gerðist taldi hann sig ekkl muna. Hefffi hann veriff ölvaff ur mjög. Kvaffst hann hafa drukkiff allan föstudaginn og myndi óljóst atburffarásiua þann dag og um kvöldiff. 3ja mánaffa varffhald \ Hvort þaff var af ráffnnm hug gert aff leggjast inn á Bláa banðiff, svo aff hann yrffi ekki á vegi hinna leitandi lögreglnmanna, er ekki vitaff, en allhyggilegt var þaff eins og á stóff. Hefur bann áffur leitaff hælis á Bláa band inu. i i. Eins og fyrr segir, var Gnff- mundur úrskurffaffnr í 3ja mánaffa gæzluvarðhald og U1 geffheilbrigffisrannsóknar. u •| ' Sviftnr ökuleyfi ^ Ekki hefur Guðmundtir komið mikið vi ðsögu í „saka- skránni“. Hjá rannsóknarlög- reglunni var engin mynd tff af honum f myndaspjaldskfS1, önnur en Ijósmynd af myn'ij úr ökuskírteini hans. Á áritiu 1959 var hann sviptur ökil- leyfi um skeið. Hann mun ekki hafa áður verið dæmdur í þyngri refsingu fyrir laga- brot en ökuleyfissviftingu vegna ölvunar við akstur. t-f Þaff er álit þeirra er gjofl þekkja þetta mál, aff telja megi það hreinustu mildi aff telpan skyldi sleppa lifanðL Líffan hennar er eftir atviknm góff. Tvö dagskrármálanna voru tekin af dagskrá, en um hin tvö urðu ekki umræður. Jón PálmaT son talaði af hálfu nafndar um þáiltiLL um byggingarsamvinnu- félög, og Björn Jónsson hafði framsögu fyrir þáltill. um niður- suðuiðnað síldar, er síðan var vísað til fjárveitinganefndar, en umræðu frestað. Eldingar á Akranesi AKRANESI, 16. jan. — Lausl eftir kl. 8 í gærkvöldi laUst eld ingu niður í háspennulínuna hingað og voru mikil ljósleiftur á lofti. Öryggiri í aðveitukerfinu eyðilögðust í þessum hamförum, en hinir snjöllu viðgerðarmenn rafveitunnar brugðu skjótt við og fengum við rafmagnið aftur að hálfri stundu liðinni. —Oddur Roskinn maSur Óskar eftir kynningu við ís- lenzka eða útlenda, reglu- sama og góða stúlku 35—40 ára. Ævilöng kynni um að ræða. Svar sendist afgr. Mbl. fyrir 20. þ.m. merkt: „XX 1961 — 1069“. Mercedes Benz '54 vörubifreið 5 tonn í góðu ástandi. — Skipti möguleg. Opel Record '54 glæsilegur bíll £ topp á- standi, fæst með góðum kjöir um. Aðal-BÍLASALAN Ingólfsstræti 11 Sími 15014 og 23136. Aðalstræti 16 — Sími 19181. Gís/i Einarsson héraffsdómslögraaffur. Málflutningsstofa. Laugavegi 20B. — Sími 19631. HILMAR FOSS lögg. skjalþ. og dómt. Hafnarstræti 11. — Sími 14824.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.