Morgunblaðið - 25.01.1961, Síða 3

Morgunblaðið - 25.01.1961, Síða 3
Miðvik'udagur 25. jan. 1961 MORCVTSBLAÐIÐ 3 STAKSTEIIVAR XJNGUR íslendingur, búsettur á Spáni, rekur nú fyrsta ís- lénzka hótelið á hinni fallegu Costa Brava strönd við Mið- jarðarhafið og hefur gefið því nafnið Hótel Hekla. f bréfi til blaðsins segir hann að stjórn hótelsins hafi tekið þá ákvörðun að leyfa að viss hluti dvalarkostnaðar greiðist í íslenzkum krónum. Magnús er ungur Reykvík- ingur, sonur Kristjáns Magn- ússonar, listmálara, og Klöru Helgadóttur, sem lengi vann á Landssímanum, en þau eru bæði látin. Hann fór til Spán- ar til íistmálaranáms, en kvæntist þar og er þar nú bú- settur. „Residencia Hekla'* er í bænum Tossa de Mar. Um hann segir Magnús í bréfi sínu; Bærinn Tossa de Mar er á Miðjarðarhafsst rönd Spánar, 135 km. sunnan við landamæri Frakk lands. Islenzkt hdtel á Spáni • Mikill ferðamanna- straumur „Tossa de Mar var áður fyrr lítið og óþekkt fiskiþorp. íbúarnir um 1200 manns, öfl- uðu sér um aldaraðir lífsviður væris með fiskiveiðum. Nú á fáum árum hafa orðið þar miklar breytingar og bærinn orðið einn af vinsælustu bað- stöðum hér við Miðjarðarhaf. Hann er staðsettur 95 km. Eitt gestaherbergi á „Residencia Hekla". norður frá Barcelona og 135 km. sunnan við landamæri Frakklands á hinni fögru Costa Brava. Ströndin á að vissu leyti frægð sína að þakka þeim kvikmyndum, sem teknar voru hér og sýndu þá fegurð, sem þessi strönd á yfir að búa. Þúsundir ferða- manna koma nú hingað árlega og þó hótel bætist í hópinn á hverju ári, þá hefur eftirspurn in verið meiri en hægt er að anna. Til að gefa hugmynd um það hve mjög þessi bær hefur stækkað, þá hafa um sextíu hótel verið byggð þar sl. fimm ár. f vetur eru sjö hótei í byggingu og er gert ráð fyrir að þau taki til starfa á kom- andi sumri. Sum þessi hótel eru smá, önnur rúma þrjú til fjögur hundruð gesti. Eitt af þeim hótelum, sem nú hefuf verið opnað, er hótel „Hekla", sem er fyrsta ís- lenzka hótelið hér á Costa Brava. Verður þetta hótel op- ið allan ápsins hring. Þar sem okkur er kunnugt um þá erfiðleika, sem margir eiga við að etja þegar hugsað er til utanferðar, hefur stjóm hótel Heklu tekið þá ákvörð- un að leyfa að viss hluti dval- arkostnaðar hér megi greiðast í íslenzkum krónum og von- um við að þessi ráðstöfun megi létta á margan hátt og lengja dvalartíma þerra, sem hafa hugsað til utanferðar í sumar. Rétt er þó að taka fram, að varla má búast við að fá gistirúm mánuðina júní til septemberloka hafi ekki verið óskað eftir því í síðasta lagi fyrir apríllok. » . Mánuðirnir marz og maí eru góðir mánuðir, þar sem hitinn er þá venjulega ekki orðinn of mikill fyrir þá sem eiu miklum hitum óvanir, enda er mikið um Norðurlandabúa hér þá. Má oftast fá gistingu á þeim tíma hér með tveggja til þriggja vikna fyrirvara". • Alltaf gott veður Fréttamaður átti um helg ina tal við Baldur Jónsson, en kona hans er Hansína Helga- dóttir, móðursystir Magnúsar; Dvöldu þau hjónin einmitt í húsinu sem nú er hótel, seinni hluta síðasta árs og Hansina skrifaði nokkrar greinar frá Tossa de Mar í kvennadálka Morgunblaðsins, meðan þau hjónin dvöldust þar. Sagði Baldur að þetta væri dásam- legur staður, alltaf blíða og gott veður, nema hvað hann gæti rokið upp einn og einn dag, og lægði veðrið þá eftir nokkra klukkutíma. Fullkomnasti togari Breta smíðaður NÝLEGA var hleypt af stokkun- um í Hamborg í Vestur Þýzka- landi stærsta og nýtízkulegasta togara, sem Bretar hafa látiW snnða fyrir sig fram að þessu. Eru þá þó undantekin Fairtry verksmiðjuskipin, sem að vísu eru búin togútbúnaði, en eru í öðrum flokki skipa. Þessi nýi togari verður 1200 tonn og er skuttogari ný og end- urbætt gerð af þýzka togaranum Sagitta sem oft hefur komið hingað til lands. Lord-togararnir Þegar honum var hleypt af stokkunum í Hamborg var hon- um gefið nafnið Lord Nelson. Hann er eign Lord togarafélags- ins í Hull, sem gerir út eintóma Lorda. Er félag það eign Associa- ted Fisheries. Er það undarlegt að um líkt leyti og orðrómur gengur um það, að Ross hringur- inn ætli að kaupa um Associated, er síðarnefndi hringurinn að eignast sennilega fullkomnasta togara, sem hann hefur nokkurn tima átt. Aflakló skipstjóri Skipstjóri á Lord Nelson verð- ur Walter Lewis einn allra mesti aflakóngur Breta. Er þess m. a. getið að hann vann afla- kóngsverðlaun Breta í fyrra, silf urþorskinn. Fullkomin innrétting A þessum nýja togara eru tæki til að frysta hluta aflans, en ætl- unin er þó að meginhluti hans verði ísaður sem hingað til. Skip- ið á að geta sótt á fjarlægustu mið. Brezka blaðið Fishing News, sem lýsir Lord Nelson í síðasta blaði er mjög hrifið af smekk- legri innréttingu skipsins og góð um aðbúnaði skipshafnar. Framkvæmdastjóri Lord tog- arafélagsins er hinn kunni Tom Boyd. Hann segir að þeir hafi látið smíða togarann í Þýzka- landi, vegna þess að þýzku skipa smiðastöðvarnar hafi miklu meiri reynslu af smíði þessara skipa en þær brezku. Spilakvöld HAFNAFIRÐI — Félagsvist Sjálfstæðisfélaganna er í Sjálf- stæffishúsinu í kvöld og hefst kl. 8,30. — Verðlaun eru veitt og síffar heildarverðlaun. Leidsögumanni kennt um brunann VOSS í Noregi, 23. jan. fReuter). Réttarhöld eru hafin hér yfir ferðaleiðsögumanni aff nafni Riisnes, sem talinn er bera á- byrgff á þvi aff eidur kom upp í stóru gistihúsi í Stalheim i júní 1959. í brunanum fórust 25 manns, þar af 18 Bandaríkja- menn og 3 Kanadamenn. Saman viff máliff er slegiff skaðabóta- kröfu fjögurra bandarískra ferffa manna, sem komust lífs af, en misstu verffmætan farangur. ★ Það er ljóst af gögnum máls- ins, að eldurinn kom upp í her- bergi þvl sem leiðsögumaðurinn hafði og er það álit saksóknar ans að kviknað hafi í vegna gá- lausrar meðferðar hans á síga- rettum. Einnig er upplýst að leiðsögu maðurinn hafði drukkið a'llstíft um kvöldið og nóttina og verið fyrirferðarmikill í ölæðinu. Hann mætir fyrir réttinum og segist vera saklaus. Hann kveðst ekki hafa verið í herbergi sínu, þessa nótt sem eldurinn kvikn- aði, heldur í kjallaraherbergi hjá einni starfsstúlku gistihúss- ins og geti eldurinn því ekki ver ið honum að kenna. Ofbýður ábyrgðf rleysið Einn af þingmönnum Fram- sóknarflokksins, Björn Pálsson, flutti ræffu á Alþingi í fyrradag, þar sem hann deildi á flokksbræff ur sína og kommúnista fyrir á- byrgffarlausa stjórnarandstöffu. Ræffuna hélt Björn viff umræffur um staðfestingu bráðabirgffalag- anna um lánamál útvegsins. Lýsti hann yfir stuðningi viff þaff mál og kvað enga ástæðu til aff deila á ríkisstjórnina fyrir þaff, enda ætti hver stjórn að njóta sannmælis. Verffur aff telja þaff nokkur tíðindi, þegar þingmaður sér sig knúin til að deila á flokk sinn og málgögn fyrir ábyrgffarleysi í málflutningi. Er þvi ekki aff furffa, þó að óbreyttum Fram- sóknarmönnum finnist nóg um dekur forystumannanna viff kommúnista. Hótanabréfamálið off blöðin Eftir dóm Hæstaréttar í hiira svonefnda hótanabréfamáli, sem getiff er um í Morgunblaðinu í gær, má ætla að ljúki þeim skrípalátum, sem hafa veriff í kringum þaff mál frá upphafi. Hverskyns kviksögum, ásökuiv um og fáránlegum fullyrðingum var fléttaff þar inn í þann mála- tilbúnaff, reynt aff draga sak- lausa menn inn í máliff og tor- velda framgang þess. Þrjú dag- blaðanna í Reykjavík tóku þátt í þessum skrípalátum og hafa orff- iff sér til mikillar minnkunnar. Skiptir þaff út af fyrir sig ekki meginmáli, en hitt er fullkomiff alvörumál, þegar menn, sem trú- aff er fyrir þeirri ábyrgff aff hafa áhrif á almenningsálit, beita þeirri affstöðu til þess beinlínis aff reyna aff Iæffa því inn, aff réttarfar sé meff þeim hætti, aff ekki sé hægt aff treysta því, að dómsstólar leitist viff aff fram- fylgja lögunum. Jafnframt miff- uðu ásakanirnar svo aff þvi að rýra traust manna á lögreglunni og yfirstjórn hennar og er þaff ekki síffur vítavert, þegar ásak- anirnar eru úr lausu lofti gripn- ar. Svo augljós er þessi Ijóti leik- ur nú orffinn, aff því verffur a3 treysta aff honum sé lokið, meff endakyktum þessa hluta málsins, svo aff framhald þess geti gengiff hindrunarlaust og dómur falliff án óþarfa tafa. Vísdómur Kristins og- Einars Rússneska sendiráffið í Reykja vík er stöðugt aff senda út frétta- tilkynningar um kommúnistaráff stefnuna, sem haldin var í Moskvu fyrir áramótin. f þeirri síffustu segir, aff yfirlýsingin, er áffur hefirr veriff getiff um hér í Morgunblaðinu sé „sameigin- legur ávöxtur af visdómi komm- únista- og vcrkamannaflokk- anna“. Eftir þessu aff dæma hafa flokkarnir allir lagt til nokkurn „vísdóm". Þess vegna leyfum viff okkur aff beina þeirri fyrirspurn til Kristin E. Andréssonar og Einars Olgeirssonar, sem voru fulltrúar íslenzku kommúnist- anna á ráffstefnunni, hver hafi veriff sá „vísdómur", sem þeir lögffu til í nafni íslenzka komm- únistaflokksins. Væntanlega stendur ekki á svarinu, a.m.k. ætti Einar aff geta skýrt frá sínum skoðunum, svo mikiff er málæði hans oftast. Ilitt er svo allt annaff mál, hvort al- menningur á íslandi telur í því fólginn sérlega mikinn „vísdóm".

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.