Morgunblaðið - 27.01.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.01.1961, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 27. janúar 1961 Okumaðurinn var ekki með þeim áfengisáhrifum Hœstiréttur sýknaði mann, sem dœmdur var í héraði HÆSTIRÉTTUR hefur kveð- ið upp dóm í máli ákæru- valdsins gegn Gunnlaugi Bjarnasyni Melsted, er í und irrétti var sviptur ökuleyfi ævilangt. Hafði hann verið undir áhrifum áfengis er hann var tekinn á bíl suður á Hafnarfjarðarvegi í nóvem berbyrjun 1958. Úrslit máls- ins í Hæstarétti urðu þau að Gunnlaugur var sýknaður. * ÍTARLEG RANNSÓKN Dómur Hæstaréttar í máli þessu er mjög ítarlegur. Próf. Jón Steffensen gaf dómendum Hæstaréttar mjög ítarlega og há- fræðilega lýsingu á þeim aðferð- um, sem beitt er við ákvörðun á áfengismagni í blóði, með sér- stöku tilliti til þeirrar rannsókn- ar á blóði ákærða, Gunnlaugs Bjarnasonar Melsted. í dómsforsendum Hæstaréttar segir m. a. á þessa leið: „Að fyrirlagi Hæstaréttar var málið því næst lagt fyrir lækna. ráð þann veg, að óskað var um- sagnar um niðurstöðu vottorðs frá Rannsóknastofu Jóns Steffen sens prófessors, dag. 5. nóvem- ber 1959, svo og um rannsóknar- aðferð þá, sem lýst er í íraman. greindri skýrslu prófessorsins. í ályktun læknaráðs segir: „Læknaráð telur þá aðferð, aem notuð er í Rannsóknarstofu próf. Jóns Steffensen fullgilda til alkóhólrannsókna á blóði, enda er hún mikið notuð. Einnig er deildin sammála því, sem hann segir í bréfi sínu, dags. 5. nóv. 1959, um nákvæmni þess. arar rannsóknar. Slíkar rann- sóknir hafa óhjákvæmilega nokkra skekkju í för með sér og er því hæpið, eins og próf. Steff- ensen tekur fram, að miða við fundið mælingarmagn í blóði, t. d. 0.5%,, eins og engu geti skeik- að við mælinguna. Þá ber og að taka tillit til ann. arra reducerandi efna í blóðinu, sem mælast sem alkóhól, en eru það ekki. Enda þótt þeirra gæti almennt svo lítið, að litlu máli skipti, þá sýnist sjálfsagt að reikna með þeim, þar sem svo glöggt er ástatt sem hér. í bók réttarlæknisfræðing. anna H. Elbel og F. Schleyer (Der Blutalkohol, Stuttgart, 1956) um þessi efni, er á bls. 9 tekið fram, að „eðlilegt" redu- cerandi efni blóðsins nemi 0.03%«. Þegar þau eru dregin frá, Samningafundir um kjör yfirmanna Samningaumileitanir standa yf ir milli Landssambands ísl. út- vegisimanna Oig Farmanna- og fiskimannasambands íslands um kjör yfirmana á bátunum. Var fundur í gærkvöldi og stóð yfir þegar blaðið fór í prentun. Tveir læknar verdi / Stykkishólmi JSTYKKISHÓLMI, 25. jan. — Mikill áhugi er nú fyrir því hér í Stykkishólmi og nær- sveftum, að heilbrigðisyfir- völdin geri nokkra breytingu á skipan læknaembættanna, þannig að embættinu verði skipt, að ráðinn verði sér- stakur læknir að sjúkrahús- inu og hinn læknirinn verði héraðslæknir. ár Embættinu skipt? Mönnum hér um slóðir er fyrir löngu orðið það ljóst að óhjákvæmilegt er að skipta læknisembættinu og leysa hér- aðslækninn undan daglegum störfum sem sjúkrahúslæknir. Læknishéraðið spennir yfir fimm hreppa: Skógarstrandar- hrepp, Helgafellssveit, Mikla- holtshrepp og Eyrarsveit með Grafarnesi, svo og Stykkishólms hrepp. Auk þess er læknirinn oft kallaður til starfa út í eyjar og inn í Klofningshrepp í Dala- sýslu. Ibúar læknishéraðsins eru alls um 2000, svo af því má ráða, að dagleg störf eru mikil fyr- ir héraðslækninn. Hefur em- bætti hans nú verið slegið upp og er umsóknarfrestur um það til 28. þ. m. Stykkishólmsspítali var byggð ur af kaþólskum árið 1935. Er aðkallandi að búa hann betri tækjum og bæta aðstöðu hans í veigamiklu hlutverki á sviði heilbrigðismála kauptúnsins og hinna fjölmennu nærsveita. yrði raunverulegt alkóhólmagn blóðsins 0.4%, í þessu tilfelli. Þessir höfundar taka fram, að þessi reducerandi efni séu meiri í venublóði og meiri að kvöldi dags en endranær. Blóðið var tekið úr venu ákærða að nætur- lagi, og verður því að gera ráð fyrir, að reducerandi efni í því hafi ekki verið undir 0.03%o“. ★ SÝKNUDÓMUR Þegar litið er til þessara læknisfræðilegu gagna, þykir ekki verða staðhæft, að áfengis- magn í blóði ákærða í framan. greint skipti hafi náð þvi lág- marki, sem getur í 3. mgr. 25. gr. umferðarlaga nr. 26/1958. Að svo vöxnu máli og þar sem önn- ur sakargögn eru ekki því til styrktar, að ákærði hafi í nefnt sinn verið með þeim áfengis- áhrifum, að varði við þau ákvæði laga, sem greinir í þess- um þætti ákæru, ber að sýkna hann af ákæruatriði þessu.... “ Samkvæmt þessum úrslitum verður allur sakarkostnaður bæði í héraði og fyrir Hæstarétti lagður á ríkissjóð, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda í Hæstarétti, kr. 3000.- 00 til hvors“. Bridge á Heimdallar TVÍMENNINGSKEPPNI í bridge á vegum Heimdallar hefst mánu dagskvöldið 30. janúar n.k. Stend ur keppnin yfir 3 næstu mánu- dagskvöld, 30. janúar, 6. febrúar og 13. febrúar. Þeir, sem bæstir verða eftir þessi þrjú kvöld, hljóta verðlaun. Væntanlegir þátttakendur til- kynni þátttöku sína til skrifstofu félagsins í Valhöll v/Suðurgötu fyrir laugardagskvöld. Skrifstof- stofan er opin alla daga kl. 4—7, sími; 17102. Tréfótur brotnar 1 GÆR var sjúkrabíll kallaður að Efstasundi 80, en þar hafði orðið slys. Maður var uppi í stiga, og féll niður. Maður þessi er með tréfót og var það tréfóturinn sem brotnaði við fallið. Garðakirkja endorreisf Á SÍÐASTA áiri var hin forna Garðasókn á Álftanesi endur- stofnuð og kosin ný sóknamefnd. Nefndin hefur unnið að undir- búningi þess, að Garðaíkirkja verði endurbyggð og eru nú teikn ingar tilbúnair og framkvæmd- ir munu hefjast með vorinu. Við bygginguna munu starfa vinnu- flokkar innlendra og erlendra þátttakenda. Á sunnudaginn fer fram al- mennur safnaðarfundur að lok- inni guðslþjónustu í félagsheimil inu á Garðaholti. Hefst guðs- þjónustan kl. 4 e.h. og predikar sésra Garðar Þorsteinsson, pró- fastur. Á fundinum verða teikningar af kdrkjunni sýndar og síðan mun séra Ólafur Skúlason, æskulýðsfuiiltrúi flytja ávarp og ctr. Þórir Þórðarson, prófessor, kynna vinnuflokkastarf og sýna skuggamyndir frá slíku starfi. Veitingar verða einnig fram bornair. Leiðrétting í frétt í blaðinu sl. miðvikudag um frumsýningu á leikritinu Þjónar drottins er sagt, að höf- tuiidur þess Axel Zetlitz sé sonur skáldsins fræga Alexandera Kielland, en þar átti að standa sonarsonur. Formannsefni B-listans varn- oð máls á Dagsbrúnarfundi FRAMBOÐSFUNDUR vegna stjórnarkosninga í Dagsbrún, sem fram eiga að fara nú um helgina, var haldinn í Iðnó í gær kvöldi. Þegar Hannes Stephen- sen, núv. formaður félagsins, Skákmót í GÆR fór fram önnur umferð í skákmóti starfsmanna stofn- ana. Úrslit í A-riðli urðu þessi: Veðurstofan 2Vz — Raforkumála skrifstofan 1%; Pósturinn % — Stjómarráðið 1. sv. 3%; Út- vegsbankinn 2 — Hreyfill 1 sv. 2. — SÍS sat hjá. 1 'SNA /5 hnútor | SVSOhnútor ¥ Snjófcoma t 06• X7 Skúrir K Þrumur KutíosM ^ Hitotki/ H Hmt L Lagi Dagskrá Alþingis NEÐRI 1)1.11,1): — 1. Fjárreiður Sölu miðstöðvar hraðfrystihúsanna, þáltill. .— Ein umr. — 2. Fræðlilumyndasafn rikisins, frv. — Frh. 2. umr. — 3. Bj argráðasj óður Islands, frv. — 2. umr. 4. Afengislög, frv. — 1. umr. — 5. Lækkun á byggingarkostnaði, frv. — 2. umr. — 6. Sala eyðijarðarinnar Hellnahóls, frv. — 2. umr. — 7. Sala lands jarðanna Stokkseyri I-III, frv. — 2. umr. Á kortinu í dag má sjá mjög djúpa lægð, um 400 km. suð ur af Vestmannaeyjum. Hreyf ist hún norður og var gert ráð fyrir að hún mundi valda austamroki hér á landi í gær kvöldi og nótt. í Vestmannaeyjum voru 13 vindstig kl. 14 og orðið hvasst víða annars staðar á land- inu. Þíðviðri var um allt land kl. 14, hiti 4—6 stig á lág- lendi og 2 stig á Grímsstöð- um. Til samanburðar má geta þess að í Bandaríkjum Ame- ríku er frost suður undir Mexikóflóa. Veffurhorfur kl. 10 í gær- kvöldi. Suðvesturland og SV-mið: SA-rók fyrst en snýst í SV- rok upp úr miðnætti, heldur lygnari á morgun, skúrir. — Faxaflói og Faxaflóamið: A- og NA-stormur fyrst, en S eða SV-trok þegar líður á nóttina, lygnari á morgun, skúrir. Breiðafjörður og Breiðafjarðarmið: NA-rok og rigning í nótt, hægari S og SA firðir og Vestfjarðamið. NA- rok, ofsaveður á miðum, rign ing. Norðurland til Austfjarða og Norðurmið til Austfjarða- miða. A- eða SA stormur og rigning í nótt en S-stormur og bjart veður á morgun. Suð- austurland og Suðausturmið: S- og SV-rok í nótt, hægari á morgun, skúrir. hafði sett fund, gaf hann fram- sögumanni A-listans, Eövarff Sigurffssyni. orðið, Eðvarð sagði Dagsbrún hafa verið að undirbúa sig til sóknar síðustu 2 árin gegn kjaraskerð- iagum, en verðlækkanir, skatta- ívilnanir, fjölskyldubætur o.þ.h. hefði ekki nægt til að vega upp á móti þeim. Kaupið ætti nú að vera 15.7% hærra en það væri. Sagði hann nefnd hafa mælzt til þess við ríkisstjórnina, að farin yrði leið verðlækkana, en ella yrði að setja fram kauphækkun- arkröfur. Sagði Eðvarð fyrst um svör stjórnarinnar: „Svörin voru nánast engin“, en skömmu síðar: „eða a.m.k. í engu jákvæð“. Nú yrði að krefjast beinna kaup- hækkana. Þá kvað Eðvarð „yfir- stéttina“ hafa „rakað saman hundruðum milljóna" á því að efla verðbólgu. Kauphækkun hefði nefnilega alltaf komið á eftir verðhækkunum, aldrei öfugt, og þær kauphækkanir hefðu launþegar neyðzt til að knýja fr«un. Vegna ummæla í Verkamanna- blaðinu um að verkamenn hefðu verið um 4 ár að vinna upp tap sitt í verkfallinu 1955, sagði Eðvarð, að ekki skipti máli, hvort hér væri logið um eitt, tvö eða þrjú ár, heldur sá slæmi hugs unarháttur sem lýsti sér í því að gefa í skyn, að ekki væri víst að verkföll borguðu sig alltaf. Þá tók til máls framsögumaður B-listans og efsti maður hans, Jón Hjálmarsson. Kvað hann alla geta verið sammála um það, að toaupið þyrfti að vera hærra, en menn greindi á um hvaða leiðiir væru heppilegastar til þesis. Sagð ist hann draga í efa, að leið beinna kauphætkkana væri verka mönnum til góðs. Reynslan hefði sýnt, að eftirtekja hennair hefði oft orðið sorglega rýr. Benti Jón einniig á, að Eðvarð hefði ekiki minnzít á það, að árangur beinna kauphækikana yrði raunveruleg- ur, þegar fram í sækti. Afleiðing kauphækkunar hefði jafnan ver ið ný verðsferúfa. Jón fevað Eðvarði algerlega sammála að því leyti, að verð- lækkunarleiðin væri nú æskileg usit. Því sagðist hann furða sig á því, að ekkert hafi verið gert til að kanna þá leið annað en að tala einu sinni við rikisstjórnina. Jón kvaðst vilja, að sú leið yrði atihuguð af alvöru, en hingað til hefði engin slík athugun farið fram. Leiðin geti vel verið fær enn, en kauphækkunarleiðina eigi að fara síðast, þegar annað sé þrautreynt. Hún valdi áivallt verðhækkunum. Þá vildi Jón láta athuga, hvort ebki bæri að taka upp stór- aukna ákvæðisvinnu. Hún gæti valdið verulegri tekjuhækkun verkamanna, sem friður yrði um til frambúðar. Árangur þessara tveggja leiða yrði tæpast teikinn af alþýðu aft ur, en kauphækkun gæti leitt af sér varðhækkun, svo að ávinning ur yrði enginn. Þá gagnrýndi Jón það, að samband Dagsbrúnar við vinnu- staði og eftirlit á þeim væri hvergi nógu gott. Að lokum sagði Jón, að þeir sem höfnuðu algerlega þeim leiðum, sem hann hefði bent á, hlytu að stjómast af annarleg- um sjónarmiðum. Fyrir þeim væri baráttan og deilan orðið aðalatriðið en ekki jákvæður árangur. Einn viðræðufundur við ríkisstjómina skæri ekki úr um neitt. Þá vék Jón að því félagslega misrétti, sem ætti sér stað, þegar aðstaða hópa við framboð væri gerð ójöfn með Frh. á bls. 23. Alþingi í gær vom fundir í báðurr deildum Alþingis. Eitt mál vai á dagsfcrá efri deildar, frv. tii laga um lögskráningu sjómanna er var til fyrstu umr. Mælti Jór Árnason fyrir frv.,sem síðan vai vísað til 2. umr. í neðri deild talaði Birgii Finnsson fyrir frv. um siglinga iög og öðru um sjómannalög, er báðum þessum frv. var vísað tii 2. umr. Þá hafði séra Gunnai Gíslason framsögu fyrir frv. um varnir gegn útbreiðslu jurtasjúk dóma. Þingsályfetunartillaga um fjái reiður Sölumiðstöðvar hraðfryst; húsanna, sem var á dagskrá neðri deildar í gær, var tekin aj dagskrá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.