Morgunblaðið - 27.01.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.01.1961, Blaðsíða 10
1C MORCI'TSBLAÐIÐ Föstudagur 27. janúar 1961 Áfengisneyzlan minnkar um 10% ÁFENGISNEYZLA minnkaði um 10% á árinu sem leið, miSað við neyzluna 1950. Hins vegar seldi Áfengisverzlunin fyrir krónur 187,752,315,00 árið 1960, en kL 176,021,137,00 árið áður svo að saian á síðasta ári hefur orðið Yfirlýsing yfir- lögregluþjónsins á Keflavíkurflug- velli ÉG UNDIRRITAÐUR óska eftir að taka fram að marggefnu til- efni að ég sem yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli hefi engin afskipti af lögreglumálum Kefla víkurkaupstaðar önnur en þau sem eðlileg teljast milli tveggja samliggjandi lögsagnarumdæma. Er mér því algerlega óviðkom- andi ádeila lögreglunnar í Kefla vík á bæjarfógetann þar. I>að kernur hinsvegar þráfaldlega fyr ir að starfi mínu og Sigtryggs Árnasonar yfirlögregluiþjóns í Kef) avíkui’kaupstað er blandað saman. Ég vil einnig taka fram að ég var um þriggja ára skeið lög- regluþjónn í Keflavík áður en ég tók við starfi mínu á flug- vellinum. Var ég þau ár starfs- maður Alfreðs Gíslasonar núver andi bæjarfógeta og hefi ekki annað en al'lt gott að segja um hann sem yfirvald. Benedikt Þórarinsson, yfirlögregluþjónn, Keflavíkurflugvelli. 11,7 millj. kr. meiri en árið áður. í fyrra varð áfengisneyzlan 1,71 lítri miðað við 100% aiko- hollitra á mann, en árið 1959 var neyzlan 1,90 lítri. I fréttatilkynningu frá Áfeng- isverziluninni í gær sagði m.a., að síðasta ársfjórðung 1960 hafi sal an orðið minni en á sama tíma í fyrra að krónutölu á öllum útsölu stöðum nema Seyðisfirði. Þar jókst hún um liðlega 100 þús. kr. I Reykjavík varð áfengissalan lið lega tveimur millj minni í fyrra en árið áður — á fyrrgreindu timabili. Þá minnkuðu kaup vínveit- ingahúsa hjá aðailskrifstofunni um helming. Loftleiðir með DC-6 á leigu LOFTLEIÐIR hafa tekið á leigu DC-6 flugvél sem norski útgerð- armaðurinn Braathen er nýbú- inn að kaupa. Flugvélin verður ekki í farþegaflugi hjá Loftleið- um, heldur mun hún höfð hér um hálfs mánaðar skeið til þjálf- unar nýliða. Fer hún að mestu fram undir handleiðslu banda- rískra flugmanna, sem hingað komu gagngert til að þjálfa Is- lendingana. — Þessi flugvél kom hingað frá Bandaríkjunum þar sem hún var keypt fyrir skemmsta. Þetta er flugvél sér- staklega ætluð til vöruflutninga, en ekkj farþegaflugs — og ætlar Braathen mestmegnis að nota hana í leiguferðir bæði innan Eviúpu og til Austurlanda. Ráðstefna um framtíð Kongó Engir fulltrúar Lumumba mœffir *i - g tt§ i o ' m -<s> } SÆNSKIR hermenn hafa att 1 í erfiðri baráttu við menn af I Balubakynstofninum í Kongó. ( Svíarnir eru ekki þar í landi til að berjast, heldur til að I forða bardögum. — Svíarnir l þeysa stondum fram og beita góðum vopnum sínum gegn trjánum til að sýna þeim I svörtu hve áhrifamikil þau I eru. Hér eru Svíar í slíkri , „sýningarsókn“. Leopoldville, 25. jan. (Reuter) JOSEPH Kasavubu, forseti Kongó, setti í dag ráðstefnu í Leopoldville, þar sem mættir voru um 250 leiðtog- ar víða að úr landinu. Skor- aði hann á fulltrúana að ein- beita sér að því að finna lausn á vandræðaástandinu í landinu og koma á friði. — Sagði Kasavubu að bezt JAFFA Fyrsta sending á þessu ári af hinum Ijúfengu JAFFA appelsínum er að koma til landsins. - IJTSELT - \æsta sending er væntanleg 10. febrúar. - LÍTIÐ ÓSELT - BJÖRGWN SCHRAM UMB0ÐS-06 HEILDVERZLUN Sími 24340. hentaði að stofna sambands- ríki Kongó með sameigin- lega yfirstjórn, þó þannig að hvert hérað í landinu hefði að miklu leyti stjórn eigin mála. Skyldu héraðsstjórn- irnar hafa eigin lögreglu og varnarlið, en herinn að öðru leyti lúta ríkisstjórninni. ENGIR FULLTRÚAte LUMUMBA Ráðstefnan var haldin í leik- húsi í Leopoldville. Mættu þar margir þingmenn og fjöðrum prýddir ættflokkaleiðtogar úr innhéruðunum. Engir^ fulltrúar mættu þó frá Orientale og Kivu héruðum, þar sem stuðnings- menn Lumumba ráða ríkjum. Fulltrúum Lunlumba hafði ver- ið boðið til ráðstefnunnar, en þeir afþökkuðu boðið. ÞRJÚ HUNDRUÐ FYRIR EINN Þess í stað bárust boð um það frá Orientale að stjórnin mundi taka af lífi 300 pólitíska fanga, sem þar eru í haldi, ef Lumumba léti lífið í fangabúð- um Mobutus herstjóra. Boðin flutti Gilbert Pongo, fyrrver- andi foringi í leyniþjónustu Mobutus, í útvarpsávarpi frá Stanleyville, höfuðborg Orient- alehéraðs, þar sem hann er nú sjálfur fangi. Skoraði Pongo á Kasavubu að sjá til þess að Lumumba yrði látinn laus og spurði: „Ætlið þér að láta þrjú hundruð manna láta lífið vegna eins manns?“ ÓTTAST UM LÍF SITT Áður hafði verið sagt að Pongo hafi vérið tekinn af lífi eða látizt af völdum pyndinga. Einn af starfsmönnum SÞ skýrði frá því í dag að hann hefði átt viðtal við Pongo í Stanleyville í gær. Hafi Pongo þá verið illa haldinn, en ekki sjáanleg nein merki pyndinga á honum. Sagt var að Pongo hafi látið í ljós ótta við að verða einn þeirra þrjú hundruð fanga, sem hótað ér að taka af lífi. . Ráðstefnunni hefur nú verið frestað til föstudags, meðan full trúar kynna sér þær tillögur, sem fram eru komnar. Talið er að ráðstefnan standi síðan í hálfan mánuð. Fiskverðið rætt á FLiþingi Á FUNDI sameinaðs þings í gær talaði Karl Guðjónsson fyrir þingsályktunartillögu, sem hann flytur ásamt Lúð- vík Jósefssyni, um skipun nefndar til þess að rannsaka þann mismun, sem er á fisk- verði í Noregi og á íslandi. Taldi Karl, að hér væri um svo mikinn mismun að ræða íslendingum í óhag, að óhjá- kvæmilegt væri að fá á því skýringu, í hverju munurinn liggur. Emil Jónsson sjávarútvegs- málaráðherra skýrði frá því, að hann hefði látið rannsaka þessi atriði ítarlega og hefði sér borizt tvær skýrslur um þá rann sókn. Niðurstaða greinargerðar þingsályktunartillögunnar, sem fengin væri við yfirborðslega athugun, fengi ekki staðizt. Það, sem þar væri borið saman og haldið væri fram, að væri að mestu sambærilegt hér og í Noregi, væri þó hreint ekki að öllu leyti sambærilegt. Bornir væri saman ólíkir ,hlutir, ís- lenzkt meðalverð og norskt há. marksverð, en með því móti fengist alls ekki rétt mynd. Þá væri á það að líta, að Norð- menn stæðu miklu betur a 3 vígi við atS selja fiskinn fersk- an og þar af leiðandi fyrir hærra verð. Og ekki væri allt sagt með því að segja, að lægsti tímakaupstaxti sé hærri hjá Norðmönnum en okkur, verkun fisks fari að miklu leyti frarn í eftirvinnu og það hefði sín áhrif. Þetta allt og margs kon- ar önnur aðstaða geri það a3 verkum, að hægt væri að greiða ívið hærra verð fyrir fiskinn X Noregi en hér á landi. Sagði sjávarútvegsmálaráðherra, að málið væri mjög flókið, og ekki væri hægt að ganga eins beint að því og gert væri í þings. ályktunartillögu þeirra Karls og Lúðvíks. Og þær rannsóknir, sem hann hefði látið fram- kvæma bentu til þess, að í raun og veru væri fiskverðið hærra hér en í Noregi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.