Morgunblaðið - 27.01.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.01.1961, Blaðsíða 17
FÖstudagur 27. janúar 1961 MORGUNBLAÐIÐ 17 Guðmundur Arason, bóndi á lllugastöðum — Kveðja BffiNDA- og héraðshöfðinginn Guðmundur Arason á IllugastöS- um á Vatnsnesi andaðist í svefni aðfaranótt sunnudags- 15. jan. sl. Daginn áður hafði hann verið jafnvel óvenjulega frískur og iglaður enda heill heilsu að því er bezt var vitað. En var liðið lík eð morgni. Er það góður dauð- dagi hraustum drengjum fremur en bíða ömurlegrar elli, en ærið sár og sviplegur þeim, er eftir standa. Okkur bárust fréttir af þessum sviplega atburði þegar sama dag og mig setti hljóðan um stund. Með Guðmundi er í val fallinn einn af mínuim beztu vinum og einn hinn traustasti og um marga hluti einn merkasti maður, sem ég hefi kynnzt. Okkur varð hugsað til Jónínu og Auðbjargar og Hrolfs; til Illugastaða, ættaróðals ins, sem þau hjónin höfðu gert að höfuðbóli og til sveitunga hans, Yatnsnesinga, fornkunningja minna og vina, en hann hafði verið forystumaður þeirra og höfðingi. Eg minnist þess er ég kom að Illugastöðum í fyrsta sinn. Það var í júni árið 1944. Eg var þá læknir í Búðardal og hafði fengið sumarfrí. Við ætluð- um í dálítið ferðalag norður og austur á land. Fórum fyrsta dag- inn að Hvammstanga. Gistum þar um nótt hjá góðvinum, Hrefnu Asgeirsdóttur og Daníel Markús- syni, Næsti dagur var sunnudag- ur og skyldi þá haldið kyrru fyr- ir. Um morguninn sagði Daníel: Ættum við ekki að skreppa út að Illugastöðum og heimsækja Guð- mund bónda Arason. Þangað er gott að koma. - Þetta var sam- þykkt og við lögðum af stað skömmu eftir hádegi. Vegurinn út á Vatnsnes var þá sá sami og nú er. Þegar kom út fyrir Sauða- dalsá var farið meðfram fjöru. borði neðan undir klettabrún, út á móts við Bergsstaði. Síðan var ekið eftir melgötum og um mýra drög um stund. Allt í einu segir Daníel: Nú er skammt á leiðar- enda. Þarna sjáið þið heim að Illugastöðum. Og þar gaf á að líta. Skammt fram undan og nokkuð til vinstri blöstu við sjón um reisulegar byggingar í stóru grænu túni. Stórt íbúðarhús úr steinsteypu og aðrar byggingar eftir því. En lengra fram blikaði é hafflöt Húnaflóa, því að veður var blítt, og í fjarska, lengst til norðvesturs, gnæfðu Strandafjöll jn við sjóndeildarhring í marg- breytileik sínum og fegurð. Síðan renndum við í hlað og námum Staðar fyrir framan háar tröppur hússins. Og á tröppunum stóðu húsbændurnir, hjónin Guðmund- ur Arason og Jónína Gunnlaugs- dóttir. Hún stóð á pallinum fyrir framan dyrnar. Kona í meðallagi há, fremur grannvaxin, dökk- klædd, hæglát í fasi og mild á svip. En í þriðju tröppu ofanfrá stóð húsbóndinn, Guðmundur Arason, hin mesta höfuðkempa 8ð vallarsýn, svo hár vexti að höfuð hans bar jafnhátt höfði hús freyju, þótt hann stæði tveim tröppum neðar, og að sama skapi gjörvilegur um annan vöxt. Ekki mátti hann smáfríðan kalla en karlmannlegan í bezta lagi og svo sviphreinan og hlýjan í bragði, eð af bar. Um móttökurnar er það að segja að þær voru í senn höfðinglegar um alla rausn og veitingar og svo alúðlegar og inni legar eins og við værum fremur langþráðir vinir eða ættingjar en ókunnir ferðalangar. Dvöldum við á Illugastöðum lengi dags að þessu sinni í góðum fagnaði. Gekk Guðmundur bóndi með ®kkur um tún og varplönd, lauk upp fyrir okkur töfrum óðals ííns og fræddi okkur um hvað eina er okkur fýsti að vita, ljúfur eg léttur í máli. Þessir voru fyrstu fundir okkar og Illuga- etaðahjóna, e«, sem betur fór, ekki þeir síðustu. I árstoyrjun næsta ár, 1945, hafði ég fengið veitingu fyrir Hvammstangalæknishéraði og leið þá eigi á löngu áður en fund- um okkar Guðmundar bæri aft- ur saman. Hann var í „sjúkraskýl isnefnd“ en hún skyldi hafa um- sjón og eftirlit með læknisbústað og sjúkraskýli á Hvammstanga. Og það var gott að hann var í þeirri nefnd, því að jafnan lagði hann gott til mála, þar sem ann- arsstaðar, og sá glöggt hvar helst var ábótavannt. Oft átti ég leið að Illugastöðum næstu árin og ég ætla að Guðmundur hafi sjald an eða aldrei átt leið til Hvamms- tanga svo að hann liti ekki inn til okkar. Er ekki að orðlengja það, að með okkur og heimilum okkar tókust hin beztu kynni með vináttu, sem ekki fyrntist þótt leiðir skildu og lengra yrði miili funda er ég fluttist frá Hvamms- tanga 1955. Mér fór sem verður flestum, ef erfiðleikar nokkrir steðja að, „hrörnar þöll, sús stendr þorpi á, hlýrat henni börkr né barr“ en „til góðs vinar liggja gagnvegir". ’ Þá var gott að leita til Guðmund- ar á Illugastöðum og þeirra hjóna beggja, því að þar skorti hvorki skilning né samúð og enn síður | getu og vilja til aðstoðar. En ekki skulu þau samskipti nánar rædd, til þess eru þau um margt of mikil einkamál. Hitt skal sagt og ekki undan dregið, að stórum léttari verður minn hlutur í þeim viðskiptum og hætt við að á hallist ef ekki væri staðið und- ir hinum megin. Guðmundur Arason var fædd- ur 1. ágúst 1893 og því aðeins tæp lega 67% árs að aldri, er hann lézt. Hann var borinn og barn- fæddur á Illugastöðum og átti i þar heima alla æfi. Hann var sonur hjónanna Ara Arnasonar og Auðbjargar Jónsdóttur, sem einnig bjuggu á Illugastöðum. Foreldrar Auðbjargar voru Jón Arnason bóndi þar og Ogn Guð- mundsdóttir Ketilssonar. Ogn, i amma Guðmundar Arasonar, var I gagnmerk kona og skörungur. I Hún missti heyrn á þriðja ári og var þá enn eigi orðjn al-tal- andi, og eigi lærði hún framburð I annarra orða en þeirra, er hún I kunni þá. En mál manna tókst henni síðar að skilja af vara- burði. Hún lærði og bæði að lesa og skrifa af eigin ramleik. Faðir hennar, Guðmundur Ketilsson, bóndi á Illugastöðum (bróðir Natans), dáinn 24. júlí 1859, var gáfumaður og skáld gott, dreng- skaparmaður um flesta hluti og svo mikill umbótamaður um bú- skap, að af bar, einkum þó á þeim tíma, enda fékk hann verðlaun frá landbúnaðarfélagi Dana, — mikinn og fagran silfurbikar. — Guðmundur Arason lauk búfræði námi í Hólaskóla tvítugur fið aldri vorið 1913. Hann tók vxð búi á föðurleifð sinni vorið 1917 24 ára að aldri og kvæntist 21. apríl 1919 eftirliíandi konu sinni og náfrænku Ögn Jónínu (fædd 31. ágúst 1894) Gunnlaugsdóttur bónda á Geitafelli Skúlasonar. Þeim varð tveggja barna auðið, sonar og dóttur. Dóttirin, Auð- björg, er gift Jóhannesi Guð- mundssyni frá þverá í Vestur- hópi og búa þau þar; eiga ung börn. Sonurinn, Hrólfur, er heima ókvæntur og barnlaus. Guðmundur gerðist brátt mik- ill búsýslumaður eins og verið höfðu hinir fyrri frændur hans á Illugastöðum. Fetaði þar trúlega í fótspor langafa síns, Guðmund- ar Ketilssonar, enda urðu Iilluga- staðir að glæsilegu höfuðbóli í höndum þeirra hjóna. Hann lét sér mjög annt um hlunnindi jarð ar sinnar, einkum æðarvarpið, sem er bæði mikið og gott. Var unun að sjá með hve mikilli alúð og nærfærni þessi stóri maður gekk um varplöndin, enda virt- ist fuglinn beinlínis þekkja þar húsbónda sinn sem hann fór og bera til hans fullt traust. Hann jók túnið og sléttaði og hýsti jörð ^ína með mikilli prýði. Ibúðar- hús, stórt og vandað af stein- steypu, reisti hann árið 1927 og var það afrek á þeim tíma, eins og vegum og vinnutækni var þá háttað. Hann gerðist snemma á- hugasamur um félagsmál, enda vel til foringja fallinn og til hans leitað af sveitungum og sam- ferðamönnum, sem von var. Hann var hreppsstjóri Kirkju- hvammshrepps og sýslunefndar- maður til dauðadags, átti sæti í hreppsnefnd og var formaður sóknarnefndar. Öll þessi og ýmis opinber störf rækti hann af alúð og samvizkusemi og þeirri Ijúf- mennsku, sem afburðamönnum einum er gefin, enda naut hann almenns trausts,' virðingar og vin- sælda allra sveitunga sinna og samverkamanna. Hann tók talsverðan þátt í al- mennum þjóðmálum og fylgdi jafnan stefnu Sjálfstæðisflokks- ins, enda mun hún hafa verið í mestu samræmi við eðli hans sjálfs. En aldrei lét hann það hafa áhrif á framkomu sína gagn- vart öðrum mönnum, þótt and- stæðingar væru í stjórnmálum. Til þess var hann of mikið göfug- menni. T. d. voru þeir Skúli Guð- mundsson alþingismaður og hann góðir kunningjar og mátu hvor annan mikils, enda er Skúli vit- ur maður og drengur góður. Guðmundur var með allra stærstu mönnum og afrendur að afli. Eru ýmsar sagnir til um afl hans og hreysti, þótt ekki verði þær hér raktar. Hann var vitur maður og greindur, fljótur að átta sig og hverjum manni ráð- hollari. Ræðumaður ágætur, enda fór samán skýr hugsun og orðfærni í bezta lagi. Hann var höfðingi heim að sækja og hrók- ur alls fagnaðar á mannfundum, en þó hógvær jafnan. Hjálpfús var hann flestum mönnum frem- ur og vildi hvers manns vand- ræði leysa. Ometanlegt er að hafa átt þess kost að blanda geði við slíkan mann og er þess gott að minnast. Ögn Jónína, eiginkona hans fylgdi honum trúlega að hverju máli, enda var hjónaband þeirra traust og ástúðlegt. Er nú sár harmur kveðinn að henni og öll- um hans ástvinum, sveitungum og samferðamönnum. En þótt 111- ugastaðir og Vatnsnes allt drúpi nú í harmi, er á hitt að líta, að eftir stendur óbrotgjarn minnis- varði góðra verka og göfugra, sumra sýnilegra, annarra geymdra í hugum og hjörtum þeirra mörgu, sem drengskapar hans nutu. Eg lýk þessum fátæk- legu minningarorðum með inni- legri samúðarkveðju til ástvina hans a.lira og kærri þökk fyrir allt og allt. Farðu heill, vinur. Reykjavík, 23. jan. 1961 Brynjúfur Dagsson t Fæddur 1. ágúst 1893 Dáinn 15. janúar 1961 VATNSNESID er fögur og ein- kennileg sveit, eitt sér um svip allra sveita í Húnavatnsþingi eða öllu heldur Norðurlandi. Þar rísa reginfjöll frá drangaströnd, girt tignarlegum klettabeltum með grænum brekkum og geirum á milli, glitsaumuð silfurtærum smáám og lækjum. Skammt er þar víða milli fjalls og fjöru, en þó blómleg býli. Á miðju nesinu að vestan er flatneskja nokkur niður við sjóinn og allmargir lág- ir varphólmar út af henni, að- skildir mjóum sundum. Þar var í byrjun 19. aldar lítið býli, Illuga- staðir, og þar gerðist þá harmleik ur svikinna ásta, afbrýði og hefnda, er bóndinn, Natan Ketils- son, var myrtur í rúmi sínu ásamt næturgesti og bærinn síðan brenndur. Ungmenni tvö, glæsi- leg að gáfum og líkamsatgjörvi, sem verknaðinn frömdu, létu bæði fyrir höfuð sitt undir öxi réttvísinnar. Eftir lát Natans, hins gáfaða og blendna læknis og bónda, fluttist að Illugastöðum Guðmundur bróðir hans, smiður góður, bú- maður mikill og jarðabótamaður, sem hlaut verðlaunabikar úr silfri frá Det danske Landbos holdningsselskab, og er sá meira en 100 ára gamli gripur geymdur þar ásamt öðrum ættarmunum, því að niðjar Guðmundar Ketils- sonar hafa búið þarna síðan, breytt jörðinni í höfuðból og ætt- aróðal, sýnt því ræktarsemi sem bezt má gera. Dótturdóttir Guð- mundar Ketilssonar, Auðbjörg Jónsdóttir, skörungur mikill og nafnkennt góðkyendi, giftist bróð ursyni manns þess, er vegið hafði afabróðir hennar og tókust með því tengdir og fullar sættir milli þessara tveggja ætta. Sonur henn ar af seinna hjónabandi, Guð- mundur Arason, tók við búi eftir foreldra sína, kvæntist náfrænku sinni, Jónínu Gunnlaugsdóttur, og eru tvö börn þeiíra, Auðbjörg, húsfreyja á Syðri-Þverá í Vest- urhópi, og Hrólfur heima á 111- ugastöðum. Guðmundur bóndi á Illugastöðum er borinn til graf- ar í dag. Enda þótt Guðmundur á Hluga stöðum yrði hverjum þeim manni, er hann sá, hugstæður vegna glæsileika yfirbragðs og vaxtar, þá er varla hægt að minn ast hans án þess að geta um leið óðals hans og atburða þeirra, er þar gerðust. Svo var hugur hans samvaxinn jörðinni og sögu henn ar. Hann var einn af mörgum bændum, sem bætt hafa og prýtt jörð sína mikið, en líka einn af þeim tiltölulega fáu, sem var sannur fulltrúi islenzkrar sveita- menningar á okkar dögum, fjar- sneyddur því að láta glamur, glys og áróður umrótstíma breyta háttum sínum í hugsun eða verki. ‘ Guðmundur á Illugastöðum var manna mestur vexti, 192 sentimetrar á hæð og þrekvaxinn að sama skapi. Hann var svo af- renndur að afli, að á skólaárum sínum hélt hann á tveimur 100 kg matvörusekkjum, sitt undir hvorum armi, upp á hanabjálka- loft í skólahúsinu á Hólum, án þess að taka neitt nærri sér, og eru traustar heimildir að þeirri sögu. Þessi húnvetnski risi var manna hóglátastur og ljúfastur í viðmóti, gestrisinn með afbrigð- um og hjartahlýr, frábær heim- ilisfaðir fjölskyldu sinni, öðrum heimamönnum og skepnum sín- um. Það var ógleymanleg unaðs- stund að ganga með honum í góðu veðri um grænan og renni- sléttan völlinn niður í varpið við túnfótinn, þar sem hann þekkti sumar kollurnar og þær hann, svo að hann gat strokið þeim um bakið. Friðurinn og hjartahlýjan á þessu fágæta heimili á mjóum geira milli hafs og fjalla var enn meiri töfrum tengdur en ella hefði orðið vegna þeirrar sögu, sem ættin og jörðin átti sér. Húsfreyjan á Illugastöðum á sinn hlut í þessum töfrum, hlý og mild eins og bóndi hennar, jafn kvenleg og hann var karl- mannlegur. Samvalin voru þau bæði að menningu og ræktar- semi við óðal sitt. Guðmundur á Illugastöðum naut að vonum virðingar og vin- sælda, var lengi hreppstjóri og sýslunefndarmaður, enda sjálf- kjörinn foringi í sveit sinni, þar sem rótfesta er meiri en í flest- um öðrum sveitum, þótt jarðveg- ur virðist ekki djúpur niður á grunnbergið. Hann var ágætur Sjálfstæðismaður, hófsamur og drenglyndur í afstöðu sinni til landsmála eins og í öllu eðli sínu og háttum. Góður maður er genginn, önd- vegi autt, fátæklegra um að lit- ast meðal Húnvetninga en áður var. — P. V. G. Kolka. fbúð óskast til kaups 5—7 herb. íbúð sem mest sér eða einbýlishús óskast til kaups. — Útborgun getur orðið allt að 400—500 þús. — Seljandi getur fengið leigða íbúðina í allt að eitt ár frá söludegi. Allar nánari upplýsingar gefnar í síma 19191 eða 36101. Dugíeg stúlka óskast í eldhús. Uppl. gefur ráðskonan í síma 14292 Elli- og hjúkrunarheimilið GRUIMíi >» IJtgerðarmenn Við höfum kaupendur að góðum vélbátum af flest- um stærðum. Sérstaklega vantar okkur nú báta ca. 20—30 tonn og gott skip 100 tonn eða stærra. Gamla skipasalan Einar Sigurðsson, Haukur Davíðsson, lögfræðingar Ingólfsstræti 4 — Sími 10309

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.