Morgunblaðið - 27.01.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.01.1961, Blaðsíða 11
Föstudagur 27. JanQar 1961 MORGUNBLAÐIÐ 11 Jón HalIgrímsson bóndi, Hnjúki — sjöfugur í DAG þann 27. janúar er einn af ágætustu mönnum í Húna- vatnssýslu, Jón á Hnjúki, 70 óra. — Vil eg af því tilefni segja fáein orð, þó áður hafi eg nokkuð ritað um þenna vin minn. Jörðin Hnjúkur í Vatnsdal er merkilegt setur fyrir margra hluta sakir. Og ekki sízt vegna þess, að af hnjúknum, sem bær- inn stendur sunnan í, er eitt- hvert fegursta útsýni sem til er á íslandi. Þangað leggja margir leið sína er óska að sjá lands- ins fegursta dal, Vatnsdalinn. Af Hnjúknum sést yfir hann allan. Einnig yfir Þingið, Vest- ur Asa, Skagaströnd og Skaga. Og til norðvesturs sést um Vesturhóp, norðanvert Vatnsnes og til Strandafjalla. Má innan þessa ramma sjá fágæta nátt- úrufegurð og björgulegustu byggðarlög sem fyrir finnast á landi voru. Á Hnjúki í Vatnsdal hefir sama ættin búið næstum 200 ár samfleytt og vonir standa til að þar verði ekki brotalöm á, hina næstu tíð. Hallgrímur Jónsson og Þor- björg Þorsteinsdóttir, foreldrar Jóns bjuggu þarna rausnarbúi um 50 ár. Var á þeirri tíð talið, að á þeim stað væri einhver traustasti og fyrirhyggjumesti búskapur okkar sýslu. Hallgrím- ur var sauðabóndi umfram flesta aðra og lagði rækt við þann atvinnuveg einna lengst af Húnvetningum. Átti lengi stórt hundrað fullorðna sauði á búi sínu. Var orð á því gert að sauðirnir frá Hnjúki þættu feg- urstu og aðsópsmestu kindur, sem fyrir fundust í göngum og réttum. Að öðru leyti samsvar- aði búskapur þessa bónda sauða eigninni. Krafa sjálfsbjargar, fyrirhyggju og manndóms var ríkjandi hugsunarháttur á þessu heimili, eins og gerðist á beztu bænda bæjum á þeim tímum. Jón Hallgrímsson ólzt upp við þann hugsunarhátt og inndrakk hann með móðurmjólkinni. — Hann hefir líka fylgt honum alla ævi og reynzt meðal nýt- ustu og traustustu manna í okk- ar góða héraði. Leiðir okkar Jóns Hallgríms- ‘ sonar lágu fyrst saman á Hól-1 um í Hjaltadal, þar sem við j vorum saman að námi einn vetur. Tókst þá okkar á milli örugg vinátta, sem síðan hefir haldizt. Þar hefir aldrei borið neinn skugga á. Þegar þetta var, þá var Jón 18 ára gamall, en hann vakti fljótt athygli á glímufundum, sem óvenjulegt hraustmenni. En þá þegar fylgdi honum sú stilling og prúðmennska er kom fram í því sem öðru, að hann beitti afli sínu alltaf vel. Eftir að hann varð fulltíða maður munu fáir eða engir hafa vitað um afl hans og ekki hef og heyrt þess getið , að honum hafi nokkru sinni orðið aflfátt. Jón tók við búi af föður sín- Um á Hnjúki og hafði raunar lengi áður verið aðal stoð heim- ilisins á efstu árum föður síns. Hann giftist 1923 Steinunni Jósefsdóttur frá Miðhópi. Er það mikil ágætiskona: fögur, gáfuð og góðkvendi hið mesta. Þau hjón eignuðust eina dótt- ir bama, Guðrúnu, nú húsfreyju á Hnjúki. Er hún gift Sigurði Magnússyni frá Bakka. Búa þau nú rausnarbúi á Hnjúki. Þau eiga 3 efnilega drengi. Jón og Steinunn bjuggu á Hnjúki til ársins 1947, en fluttu þá til Reykjavíkur og keyptu þar íbúð á Eiríksgötu 35. Þau fylgdu í búskap sínum þeim ■ sama sið fyrirhyggju og traustleika, sem ríkti á æsku- árum Jóns á Hnjúki. Öruggar fóðurbirgðir og góð meðferð á öllum skepnum var greinileg- asta einkennið, enda það sem fyrr og síðar hefir verið undir- staða að góðum heimilishag ís- lenzkra bænda. Jón á Hnjúki hafði stórt bú og afurðagott. Allur hans efnahagur stóð föst- um fótum. En þegar mesti böl- valdur íslenzkra bænda, kara- kúlpestin, herjaði Húnaþing og sauðféð sem allt öryggi bygð- ist á, hrundi niður á öllum árs- tímum og öllum aldri, þá var hinum ötula bónda á Hnjúki nóg boðið. Hann taldi ástandið óþolandi og litlar líkur til úr- bóta. Þess vegna tók hann til nýrra úrræða og flutti burt. Var það vissulega ekkert eins dæmi í sveitura. landsins á þeirri tíð. En með sárum söknuði horfðu sveitungar og héraðs- menn á eftir hinni ágætu fjöl- skyldu frá Hnjúki, svo sem og ýmsum öðrum, sem fóru sömu leið. En hér fór betur en víða annars staðar. Ungu hjónin keyptu ættaróðalið þegar líkur þóttu til að pestarfjandinn væri að yfirbugast. Þau fluttu norður og hófu stórmiklar framkvæmd- ir í byggingum og ræktun, og eftir rúmlega 9 ára Reykjavík- urdvöl, fluttu hin eldri sæmd- arhjón aftur á höfuðbólið og hugsa víst ekki til burtfarar aftur. Var heimkomu alls þessa fólks tekið með fögnuði í Húna- vatnssýslu. Og nú í dag þegar ættarhöfðinginn er 70 ára verð- ur áreiðanlega glatt á hjalla og mikill gestafjöldi á hinu merka höfuðbóli, Hnjúki í Vatnsdal. Gestrisnin á Hnjúki er al- kunn um Húnaþing. En hún breyttist ekki neitt, þó að hjón- in þaðan væru búsett í miðri Reykjavík. Á Eiríksgötu 35 lögðu margir Húnvetningar og aðrir vinir leið sína á þeim ár- um. Og þar var þess skammt að bíða að fyrir væru hlaðin borð með alls konar góðgæti. Hitt var þó meira virði, eins og heima á Hnjúki, að alúð og gleðskapur var fljótt í fullkomn asta Iagi. Hjónin bæði eru glað- lynd og fundvís á umræðuefni og Jón hefir meðal margs ann- ars þann hæfileika, að hann er spilamaður ágætur og jafnvígur á bridge og lamber. Á þeim vettvangi mun hann aldrei láta í minni pokann. Jón Hallgrímsson er frekar hlédrægur maður, einkum á op- inberum vettvangi. Var þó nokk uð með í félagslífi innan sveit- ar og sýslu. Meðal annars 1 sveitarstjórn Sveinsstaðahrepps alllengi. En hann er prýðilega greindur og tillögugóður. Hefir líka öruggar og fast mótaðar skoðanir. Sigurður Baldvinsson er um skeið var bóndi á Kornsá sagði við mig: — Jón á Hnjúki er greindasti maður í Vatnsdal. Mér þótti þetta nokkuð mikið sagt, því margir greindir menn voru til samanburðar á þeirri tíð og svo er enn. En Sigurður sagði þetta sem örugga vissu og eg þekkti það, að hann var menntaður maður, athugull og öfgalaus. Sagði því það eitt, er hann taldi sjálfur satt og rétt. Það er svo annað mál, að örð- ugt er að bera saman greind margra manna. Einn metur þetta mest, annar hitt. Og menn irnir eru svo ólíkir um margt. Umsögn Sigurðar sannar þó það sem mér er vel ljóst, að Jón er enginn meðalmaður að gáfna- fari. Hann hefir umgengnishæfi- leika svo sterka, að fágætt er, bæði í viðtali og framkomu. — Hann á létt með að tala þann- ig við karla og konur af öll- um flokkum og stéttum, að all- ir gangi ánægðir frá, en Jón hafi það bezta upp úr samtal- inu sem kostur er. Slíkir menn á því sviði eru ekki á hverju r strái. Til þess þarf sérstæða hæfileika. En hvað sem öllu því líður, þá er þó annað mest virði í fari Jóns á Hnjúki. Það er hans afdráttarlausi drengskapur og það sem mér hefir bezt reynzt: Hans óbrigðula vinátta. Eftir meira en 50 ára náin kynni hef eg aldrei fundið þar á neina sprungu eða séð votta fyrir nokkrum skugga. Slíkir mann- kostir eru alltaf mikils virði og í mínum huga hafa þeir stígið í æðra veldi á síðari ár- um, eftir því sem eg hefi oftar kynnzt margvíslegum gagnstæð- um einkennum í fari annara manna. Jón á Hnjúki er meðal mynd- arlegustu manna: hár og þerk- inn, beinvaxinn og að öllu hinn karlmannlegasti. Stillingu og prúðmenhsku ber hann með sér svo ekki er um að villast. Hann hefir lengst af ævi sinni verið heilsuhraustur maður en síðustu árin hefir út af því brugðið, svo sem oft er þegar á sjötugsaldurinn er komið. — Þjáir hann einkum bilun 1 mjaðmarliðum, sem er einn al- gengasti kvilli vinnulúinna bænda og annara sem mikið og langvarandi erfiði stunda. Nú þegar þessi minn ágæti vinur er 70 ára, þá flyt ég hon- um innilegar þakkir fyrir ótal margar ánægjulegar samveru- stundir norðanlands og sunnan. Eg þakka drengskap hans og vináttu, sem alltaf er ómetan- legt. Honum og hans ágætu konu óska og betri heilsu, en verið hefir um skeið og allrar ham- ingju á þeim ævikafla, sem enn er ófarinn og sem eg vona að verði sem lengstur. Og eg óska honum til hamingju með það, að hann hefir alla ævi verið gæfusamur maður. Þá óska eg líka dóttur hans, tengdasyni og drengjunum þeirra glæsilegrar framtíðar og allrar hamingju. pt. Reykjavík, 26. janúar 1961 Jón Pálmason. Dr. Sigurður Jónsson prófessor — kvebja SVIPLEG voru þau harmtíðindi, er ég fregnaði síðla júlímánaðar síðastliðinn, þá staddur erlendis, að vinur minn og bekkjarfélagi Sigurður Jónsson, prófessor við háskólann í Chapel Hill í Norður- Karólínu í Bandaríkjunum, hefði látizt af slysförum 16. sama mán- •aðar. Var Sigurður á heimleið frá störfum einn í bifreið sinni og mun hafa misst stjórn hennar eða fengið aðsvif með þeim af- leiðingum, er að ofan greinir. Sigurður var fæddur 27. janáar 1919 í Flatey á Breiðafirði, en þar bjuggu foreldrar hans, Jón Sig- urður Sigurðsson, bóndi og póst- afgreiðslumaður, og kona hans, Sigríður Einarsdóttir. Föður sinn missti Sigurður er hann var 5 ára gamall, en hann var sonur hjónanna Sigurðar prests og síðar prófasts í Flatey Jenssonar, Sigurðssonar rektors, er var bróðir Jóns Sigurðssonar forseta — og konu hans Guðrún- ar Sigurðardóttur kaupmanns í Flatey, Jónssonar. Foreldrar móður Sigurðar voru Einar bóndi í Bæ á Bæjarnesi í Múlasveit, síðar í Firði í sömu sveit og kona hans Jensína Jóns- dóttir, bónda á Kirkjubóli á Bæjarnesi, Bjarnasonar. Sigurður ólst upp í Flatey hjá móður sinni til 17 ára aldurs, er hann var sendur til Reykjavíkur til náms. Settist hann um miðj- an vetur 1936 í 3ja bekk Gagn- fræðaskóla Reykvíkinga og lauk góðu prófi um vorið upp í 4. bekk Menntaskólans í Reykjavík, og stúdent úr stærðfræðideild varð hann vorið 1939. Við Sigurður áttum langa sam- leið bæði í skóla og utan, en kynni okkar hófust þá þegar er hann kom til Reykjavíkur 1936. Upp frá því tvinnuðust götur okkar saman um margra ára skeið við nám og varð úr góð vin- átta. Sigurður var sérstæður per- sónuleiki, sem ekki líður þeim úr minni, er kynntust honum til einhverrar hlítar. 1 skóla markaði Sigurður sér þegar í stað sess sem afburða námsmaður, enda óvenju alhliða greindur maður. Málamaður varð hann þegar í upphafi góður, enda segir svo í eftirmælum samkenn- ara nans við háskóla þann, er hann starfaði við, er hann iézt, að hann hafi lesið tólf tungumál. En sér í lagi voru honum þó raunvísindin hugleikin, enda naut Sigurður snemma maklegr- ar viðurkenningar kennara sinna vegna frá'bærra hæfileika á sviði stærðfræði og eðlisfræði. 1 hugs- un var Sigurður einkar skír og fáum hef ég kynnzt, sem hefur verið jafnlagið og honum að gera torskilin viðfangsefni að leik ein- um með umgerðarlausri og rök- rænni framsetningu. Um aðra hluti var Sigurður hinn mesti mannkostamaður, skemmtilegur að eðlisfari og hnyttinn í góðra vina hópi, en þó alvörugefinn og traustur við leik og í raun. Það var því vart tiltökumál þótt Sigurður gerðist við fyrstu kynningu hinn mesti auðfúsugest ur í hópi okkar bekkjarfélaga, enda varð sú raunin á, að jafnan var fyrst leitað í smiðju til hans, er sérstakan vanda bar að hönd- um við námið. Eru mér minnisstæðar margar stundimar, er safnazt var saman og setið kvöld- og jafnvel allt að næturlangt hjá Sigurði í þessu skyni, en hann bjó öll námsár sín í Reykjavík hjá föðursystur sinni, Olöfu, og manni hennar Olafi T. Sveinssyni, skipaskoðun- arstjóra, er nú er látinn fyrir nokkrum árum. Reyndust þau Sigurði eins og umhyggjusamir foreldrar, og hefur dvöl hans hjá þeim ágætu hjónum án efa síðar meir orðið honum farsælt veganesti, en heimili þeirra hjóna heimilisbragur allur og atlæti, var allt til slíkrar fyrirmyndar að af bar. Að stúdentsprófi loknu lagði Sigurður fyrir sig lyfjafræðinám og lauk fyrra hluta prófi í þeirri grein við Lyfjafræðingaskóla Is- lands, haustið 1942. Síðar um veturinn fór hann til Bandaríkjanna til frekara náms og lauk kandídatsprófi (B. Sc.) í lyfjafræði við Philadelphia Col- lege of Pharmacy and Science í Philadelphiu sumarið 1944. Sama haust hefur Sigurður svo framhaldsnám við háskólann í Wisconsin í Madison, og gerir nú efnafræði að aðalnámsgrein sinni. Frá þeim skóla lýkur hann meistaraprófi (M. S.) vorið 1946. Vann hann þar undir handleiðslu dr. Melvins Dunkers, en meist- araritgerð hans nefnist: The Treatment of B-4 Cholesterone-3 Methanol and Mercuric Acetate or in the Presence of Alkaline Catalysts. Þessu næst kemur Sigurður aftur til Islands og tekur við starfi í Reykjavíkur Apóteki. Hugur Sigurðar stóð ávallt til enn frekara náms og sumarið 1948 fer hann aftur til Bandaríkj anna og innritast í efnafræðideild háskólans í Delaware í Newark. Eftir þetta kom hann ekki til Islands aftur nema í flugumynd, enda gerðist hann skömmu síðar bandarískur þegn. Við háskólann í Newark lagði hann fyrst og fremst stund á líf- efnafræði, en aðalkennari hans og leiðbeinandi varð þessu sinni dr. William A. Mosher, forstöðu- maður efnafræðideildar háskól- ans, þekktur lífefnafræðingur vestan hafs. Naut Sigurður styrks við nám þetta frá stofnun, sem tengd er háskólanum. (The Biochemical Research Founda- tion). Er það eftir dr. Mosher haft, að hann telji Sigurð einn efnilegasta nemanda, er hann hafi fyrr eða síðar leiðbeint. Doktorsprófi (Ph. D.) í líf- efnafræði lauk Sigurður haustið 1950. Verklegt viðfangsefni hans til þess prófs fjallaði um efna- skipti í , lífrænum vefjum með geislavirkum efnum, en doktors- ritgerð hans ber heitið: Meta- bolism of Serine and Formalde- hyle in Vivo and ehe Possible Abnormalities Therein in Cancer, Síðar þetta haust gerist Sig- urður kennari en verður síðar prófessor við nýstofnaðan lyfja- fræðingaskóla í Boston, New Eng land College of Pharmacy. Við þennan skóla starfar hann þar til að hann fær kennarastöðu við lyfjafræðideild háskólans í Chapel Hill í Norður-Karólínu haustið 1956, og er gerður að prófessor við þann skóla í júli 1959. Sigurður var ókvæntur og bam laus. Var útför hans gerð 20. júU sl. frá Unítarakirkjunni í Mel- rose í Massachusetts og hann jarð settur í Wyoming kirkjugarði þar í borg. Er systir Sigurðar, Ragnheiður, búsett í Meircse, en hún er gift bandarískum manni, og býr móð ir þeirra hjá þeim. Bróður átti Sigurður, Ásgeir verkfræðing, er dvelur um stund arsakir í Bandaríkjunum ásamt fjölskyldu sinni, og starfar hann í Knoxville í Tennessee. Eg veit, að ég tala fyrir munn allra okkar bekkjarfélaga, er ég votta móður Sigurðar, systkin- um hans og föðursystur, Olöfu, mína einlægustu samúð. Við munum ávallt minnast Sig urðar með þökk fyrir góða sam- fylgd, sem því miður var svo fyrirvaralaust endir á. ívar Daníelsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.