Morgunblaðið - 27.01.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.01.1961, Blaðsíða 12
12 MORGVTSBLAÐ1Ð Föstudagur 27. janúar 1961 iJtg.: H.f Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalotræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. FYRIRSPURNAT ÍMINN. SovétveldiÖ vegur að skugga Pasternaks — með fangelsun Olgu Ivinskayu og dóttur hennar 17yrirspurnatíminn á Alþingi .*• í fyrradag bar þess greini- legan vott, að þessi tiltölu- lega nýi þáttur í störfum Al- þingis, hefur fundið skyn- samlegt og eðlilegt form. — Fyrirspyrjandinn, Eysteinn Jónsson, beindi fyrirspurnum sínum í stuttu máli og án allra málalenginga til ráð- herranna. Ráðherrarnir, þeir Ólafur Thors, forsætisráð- herra, og Gunnar Thorodd- sen, fjármálaráðherra, svör- uðu síðan í stuttu máli og án vafninga. — Fyrirspyrjandi þakkaði svör ráðherranna en stillti sig um að hefja eld- húsumræður, eins og oft hef- ur tíðkazt í fyrirspumar- tímum undanfarin ár. Aðrir þingmenn en fyrirspyrjandi tóku ekki til máls um fyrir- spurnirnar. Þessum nýja svip fyrir- spurnartímans ber mjög að fagna. í þeim þjóðþingum, þar sem fyrirspumartíminn hefur náð mestum þroska, eru ræðuhöld yfirleitt bönn- Uð. Þingmenn koma fyrir- spurnum sínum á framfæri í örfáum setningum og ráð- herrar svara á sömu lund. Þannig getur fyrirspuma- tíminn orðið mjög gagnlegur. ENDURHEIMT LÁNSTRAUSTS A f upplýsingum þeim, sem ** fram komu í síðasta fyrirspurnatíma á Alþingi, voru þær athyglisverðastar, sem komu fram í svari Ólafs Thors, forsætisráðherra, við annarri fyrirspurn Eysteins Jónssonar. íslenzka ríkið hef- »r endurheimt lánstraust sitt. Fulltrúar ríkisstjórnar- innar hafa rætt við stjórn Alþjóðabankans í Washing- ton um allsherjar fram- kvæmdaráætlun, sem ríkis- stjórnin hefur ákveðið að láta semja og möguleika bankans til þess að veita lán til ýmislegra framkvæmda hér á landi, svo sem til hita- veituframkvæmda í Reykja- vík, rafvæðingaráætlunarinn ar, vega- og hafnargerða. — Bankinn hefur þegar sent sendinefnd hingað til lands til þess að kynna sér ástand efnahagsmála almennt og fyrirætlanir um framkvæmd- ir, einkum á sviði raforku- mála, hafnar- og vegagerða, auk aukningar hitaveitunn- ar, sagði forsætisráðherra. Kvað hann vonir standa til þess, að bankinn geti áður en langt um líður veitt lán til aukningar hitaveitunnar og í kjölfar þess láns geti síðar meir siglt lán til ann- arra framkvæmda á grund- velli þeirrar framkvæmda- áætlunar, sem samin verður. Þá ber einnig að fagna því, að forsætisráðherra upplýsti, að ríkisstjórnin hefur jafn- framt kynnt sér möguleika íslands til öflunar fjármagns til arðbærra framkvæmda frá öðrum aðilum, og þá fyrst og fremst í Evrópu- löndum. Hafa viðreisnarað- gerðir ríkisstjórnarinnar skapað algerlega nýtt við- horf í þessum efnum. Eins og kunnugt er var lánstraust þjóðarinnar ger- samlega þorrið, er vinstri stjórnin hrökklaðist frá völd- um. Þýðingarlaust var að tala við alþjóðlegar fjár- málastofnanir um lán til nauðsynlegra framkvæmda á íslandi. Nú horfir þetta allt öðru vísi við. Viðleitni nú- verandi ríkisstjórnar til þess að skapa heilbrigðan efna- hagsgrundvöll hefur endur- reist lánstraust þjóðarinnar út á við. Er þess vegna mjög þýðingarmikið að stjórnin geti haldið áfram að fram- kvæma ráðstafanir sínar af nauðsynlegu öryggi og festu. Niðurrif þeirra myndi þýða nýtt ófremdarástand, þverr- andi lánstraust, nýja verð- bólguöldu og upplausn og vandræði. FJÖLMÖRG VERKEFNI Pngum ríður meira á því en ^ íslendingum að njóta lánstrausts út á við. í landi okkar bíður mikill fjöldi verkefna óleystur. En sökum smæðar þjóðfélagsins ríkir hér stöðugur skortur á fjár- magni til framkvæmda. Þess vegna hefur orðið að byggja margar af stærstu fram- kvæmdunum, sem ráðizt hef- ur verið í í landinu, á er- lendu fjármagni. Meðal fram kvæmda, sem nú eru mjög aðkallandi er áframhaldandi dreifing raforkunnar út um landið, bygging nýrra orku- vera, aukin hagnýting jarð- hitans, bygging nýrra hafna og stækkun eldri hafna og fjölþætt uppbygging atvinnu lífsins víðsvegar um land. ís- lendingum er sérstaklega mikilvægt að geta gert fram- leiðslu sína og bjargræðis- vegi fjölbreyttari en þeir eru nú. Þar með verður afkomu- grundvöllur þjóðarinnar traustari og öruggari. Covétveldið hefur hafið of- ^ sóknar- og níðherferð gegn tveim ógæfusömum kon um, en ljóst virðist, að skot- mark þeirrar herferðar sé skuggi einn — skuggi Boris Pasternaks. Fyrir nokkru var það tilkynnt stuttaralega í Hið endurheimta láns- traust íslenzku þjóðarinnar er þess vegna einn merkileg- asti árangurinn af viðreisn- arstarfi núverandi ríkisstjórn ar. Þeim árangri má ekki spilla með vanhugsuðum og heimskulegum ráðstöfunum, sem engra kjör bæta en leiða hinsvegar stórfellda hættu á efnahagslegu hruni yfir almenning. HLÝNAR 1 LOFTI? A Imennt mun litið svo á, að sú ákvörðun Sovétstjórn- arinnar að láta lausa hina tvo bandarísku flugmenn, sem komust lífs af, er könn- unarflugvél þeirra var skot- in niður yfir Barentshafi í júlí sl, muni hafa þær af- leiðingar að nokkuð hlýni í lofti í alþjóðamálum á næst- unni. Kennedy forseti skýrði frá þessari ákvörðun Sovét- stjórnarinnar á fyrsta fundi sínum með blaðamönnum í fyrradag. Taldi hann þessa ákvörðun vera verulegt spor í áttina til að bæta sambúð Sovétríkjanna og Bandaríkj- anna. Vitað er að Krúsjeff hefur mikinn áhuga á að ná sem allra fyrst fundi Kennedys, og helzt annarra hinna æðstu manna Vesturveldanna. — Hann kallaði sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu á fund sinn nokkru áður en Kennedy tók við forseta- embættinu og átti við hann langar viðræður. Ýmislegt bendir þó til þess, að ekki muni verða úr fundi æðstu manna á næstunni. —■ Dean Rusk hefur skýrt frá því, að hinn nýi forseti hyggist fyrst og fremst hafa samband við erlenda þjóðhöfðingja eftir venjulegum diplomatiskum leiðum, þ. e. a. s. með milli- göngu sendiherra sinna í hin um ýmsu höfuðborgum. Eft- ir framkomu Krúsjeffs á Par ísarfundinum sl. vor er held- ur ekki líklegt að þeir de Gaulle, Macmillan og Kenne- dy séu bjartsýnir á árangur nýs fundar á næstunni. Hins vegar mun Kennedy leggja allt kapp á að draga úr kalda stríðínu og skapa möguleika á bættri sambúð austurs og vesturs. Moskvu, að rithöfundurinn Olga Ivinskaya, sem um langt skeið var samverka- maður, andlegur orkugjafi og nánasti félagi Pasternaks, og dóttir hennar, Irina, hefðu verið dæmdar í 8 og 3 ára fangelsi. Á eftir hefur fylgt herferð í rússneskum blöð- um og útvarpi, þar sem því hefur verið lýst með áköfum orðum, að þær mæðgur hafi framið bókmenntalegar fals- anir, braskað með rithöfund- arlaun Pasternaks, stundað ólöglega gjaldeyrisverzlun o. s. frv. o. s. frv. * TILGANGURINN Tilgangur allrar þessarar herferðar virðist einkum þessi: í fyrsta lagi — að ganga af þeim orðstír dauðum, sem Past- ernak aflaði sér, þar sem ekki var hætt á að koma honum sjálfum fyrir kattarnef, af ótta við almenningsálitið' í heimin- um. — I öðru lagi — að veita þeim rithöfundum öðrum, sem kynnu að ganga með „and- flokkslegar" grillur í kollinum, rækilega viðvörun um, að slík kunni að verða örlög ættingja þeirra og vina, ef þeir haldi sér ekki á mottunni. (Það hefur ekki gleymzt í Kreml, hve marg ir rithöfundar höfðu kjark til að fylgja Pasternak til grafar, enda þótt jarðarförinni væri raunverulega haldið leyndri og aldrei skýrt opinberlega frá því, hvenær hún ætti að fara fram.) — í þriðja lagi virðist til- gangurinn sá, að „endurreisa" að nokkru í hugum fólksins hinn upphaflega „byltingarsinn- aða“ rithöfund Pasternak, með því að klína á Olgu Ivinskayu höfuðsökinni á „villu“ hans á síðari árum, sem hvað berlegast OLGA IVINSKAYA — hrak- yrt og fangelsuð, af því að hún var „uppspretta innblást- urs“ Pastemaks .... kom fram í Nóbelsverðlauna- verkinu „Sivagó lækni“ — en bókin sú hefur verið talin það hættuleg í Sovét, að hún hefur aldrei komið út á móðurmáli höfundarins, þrátt fyrir um- mæli sjálfs Krúsjeffs á sínum tíma um, að sagan mundi gefin ú:. ★ KUNNINGSSKAPUR — ÁST Olga Ivinskaya var fyrir- mynd Pasternaks að aðalkven- persónunni í „Sivagó lækni“. Og það var líka hún, sem þýddi söguna á frönsku — en þannig var henni smyglað úr landi og komið í hendur ítalsks útgef- anda. Hvort hún hefur átt þar beinan hlut að, er ekki Ijóst —. en hún og dóttir hennar, sem handteknar voru í ágúst sl. og dæmdar í byrjun desember, BORIS PASTERNAK. — Þeir beriast við skugga hans .... voru sakfelldar samkvæmt þeirri grein rússneskra laga, sem fjallar um „starfsemi fjand samlega ríkinu“. Ivinskaya hafði þegar aflað sér orðstírs sem ágætur þýðandi og Ijóðrænt skáld, þegar hún kynntist Pasternak, árið 1945. —■ Hún hafði þá verið gift tvisvar — fyrri maður hennar réð sér bana, þegar hinar miklu „hreinsanir" gengu yfir, árið 1938, en hinn lét lífið á víg- stöðvunum í heimsstyrjöldinni síðari. — Pasternak var einnig afar fær og viðurkenndur þýð- andi — og þau Ivinskaya fundu þegar í stað hljómgrunn hvort hjá öðru og sameiginlegt áhuga- mál, þar sem var leikurinn með málið í þýðingum. Pasternak tók fljótlega að dást mjög að hinum miklu og sérstæðu gáf- um konunnar — og það fer víst ekki milli mála, að þessi aðdá. un varð smám saman að ein- lægri ást. — Olga fluttist í hús eitt skammt frá bústað Paster- naks í Peredelkino, útborg Moskvu. Þetta virðist ekki hafa haft í för með sér neina hjóna- bandserfiðleika hjá Pasternak, enda tók frú Pasternak, sem lifir mann sinn, þátt í aðdáun hans á Ivinskayu. Hún, sem ekki fylgdist með í andlegu lífi manns síns, virtist skilja til fulls, hvaða hlutverki Olga Ivin skaya, — „uppspretta innblást. urs míns, líftaug trúar minnar á manninn“, eins og Pasternak sjálfur sagði, — gegndi í lífi hans. ★ RAUNIR OLGU OG DÓTTUR HENNAR Á síðustu árum Stalin-tím- ans var Pasternak gagnrýndur mjög — en ekki þótti þó þor- andi að leggja til harðra árása á skáldið, sem hin sovézku yfir- völd höfðu áður hafið til skýj- anna. Þess í stað var reynt að hitta hann með því að beina spjótunum að Olgu Ivinskayu. Hún var handtekin árið 1948 og sat eitt ár í fangelsi. Sam. kvæmt frásögn brezka rithöf- undarins Ronalds Hingley, sem heimsótti Pasternak skömmu áð- ur en hann lézt, mátti Ivinskaya hvað eftir annað þola pynding. ar. Vildu yfirvöldin knýja fram játningu hennar um það, að að Pasternak væri „erindrek! vesturveldanna". En konan lét ekki kúga sig, og loks gáfust böðlar hennar upp. Hún var þá dæmd í fjögurra ára útlegðar- Pramh. á bls. 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.