Morgunblaðið - 27.01.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.01.1961, Blaðsíða 15
Föstudagur 27. janúar 1961 MORGVNBLAÐIÐ 15 )úní. Veður var þó óhagstætt Ííyrst í stað og veiddist fyrsta (úldin fyrir Norðurlandi því ekki ifyrr en 17. júní, á vestanverð- um Húnaflóa. Eftir það virtust veiðarnar ætla að fara vel af stað. S>ó síldin væri að vísu ekki hæf til söltunar og fór því meginhlut- inn til bræðslu fyrst í stað. Framan af veiðitímanum var síldin aðallega fyrir Norðurland- inu og hélt sig raunar venju fremur lengi þar en síðari hluta vertíðarinnar varð hennar meira vart út af Austurlandinu. Veður var oft óhagstætt, einkum oft miklar þokur, sem torveldaði veiðarnar. Eins og áður var lítið um það, að síldin væði og varð því að leita hennar og veiða með hjálp fiskileitartækjanna. Meginhluti síldarinnar veiddist í júlí og fyrir miðjan ágúst mátti heita, að síldveiðunum væri lok- ið þó fjölmargir bátanna héldu áfram þar til seint í þeim mán- uði. Yfirleitt var síldin, sem veidd ist óhentug til söltunar, bæði vegna þess, að hún náði oft ekki tilskildri fitu og einnig var hún mjög blönduð að stærð og loks var oft langsótt á miðin. Af þessu leiddi, að mun minna magn fór til söltunar en ella og þar af léiðandi meira í bræðslu, sem var að sjáfsögðu mun óhagstæð- ara vegna verðlagsins á afurðun- um úr bræðslusíldinni. Sýnir eft. irlifandi yfirlit 'hvernig síldin, sem veiddist á sumarsildveiðun- um, var hagnýtt (Tafla um sum- arúld). , Ef reiknað er verðmæti síldar Svipað er að segja um síldar- verksmiðjurnar. Var það hvort tveggja, að magnið, sem barst til vinnslu var lítið ef miðað er við | afkastagetuna svo og, að hráefnið. var yfirleitt#lélegt til vinnslu. Tilraun var nú í fyrsta skiptij gerð til að flytja síld frá Austur svæðinu til bræðslanna við Eyja- fjörð. Er hér tvímælalaust tim að ræða athyglisverða leið til betri nýtingar á þeim verksmiðj- um, sem fyrir eru í stað þess að byggja sífellt nýjar verk- smiðjur eftir því, sem síldin kann að flytja sig til. Síldveiðii* Suðvestanlands Undanfarin ár hefir orðið nokkur breyting á síldveiðunum við Suðvesturland í þá átt, að veiðitíminn hefir verið að færast aftur. Á árinu 1&59 var mest veiðin í desember og voru nokkr- ir bátar, sem héldu áfram fram í janúar. Þá voru lítilsháttar stundaðar vorsíldarveiðar svo og seinnihluta sumars og í sept- ember, en á báðum þessum tíma. bilum var um smávægilega veiði að ræða. Aðalveiðitíminn hófst, eins og undanfarið, seinna um haustið, eða í nóvember og stóð út desem- ber og raunar er veiðin með allra bezta móti nú í janúar, en um það verður ekki rætt hér. Síld sú, sem veiddist um haustið var óvenju blönduð að stærð og fitumagni og kemur þetta fram í tölunum hér að ofan ef athugað er hvernig sild- 1960 1959 ísvarin síld tn. uppmælt 0 Til söltunar, tn. uppsaltað 217,653 Til frystingar, tn. uppmælt 16,218 22,163 Til bræðslu miál 647,517 909,605 aflans, þ. e. söluverð aflans upp úr skipi, kemur í ljós, að það mun háfa verið á sumrinu 1960 að meðaltali á hvert skip um 425 þús. kr. Sumarið.1959 var verð- mætið að meðaltali á hvert skip um 700 þús. kr. og er þá reiknað með því verði, sem greitt var sl. sumar. Endurspegla tölur þessar hvorttveggja minni afla en árið áður og þó einkum verulega minna verðmæti vegna þess hversu hlutfallslega minna magn fór nú til söltunar. Skorti mikið á, að saltað væri það magn, sem samið hafði verið fyrirfram um sölu á. Mun salt. síldarmagnið naumlega hafa ver. ið helmingur fyrirframsölunnar. Kom þessi litla saltsíldarfram- leiðsla að sjálfsögðu einnig hart niður á sötunarstöðvunum og var afkoma þeirra því mjög erfið. Hafði þetta einnig óheppileg áhrif á atvinnuástandið á þeim stöðum, sem byggja afkomu sína á saltsíldarframleiðslunni. in hefir verið hagnýtt. 1 saman- burði við árið 1959, sem var líkt því, sem verið hefir undanfarið, fór nú lítill hluti aflans til sölt- unar og einnig hlutfallslega minna til frystingar en hins veg- ar jókst hluti bræðslusíldarinnar verulega. Vafalaust er, að óvenju mikið var af ungri síld á veiði- svæðinu um haustið og skýrir það að nokkru leytl hversu afl- inn var blandaður og ekki vel hæfur til söltunar eða frystingar. En það kom einnig til, að nú veiddist nær öll síldin í hring. nót og reknetjaveiðamar brugð- ust nær því gersamlega. Hring. nótin tekur allt sem lokast inni í henni en reknetin taka aðeins þá síld, sem í möskvunum fest- ist og þess vegna er sú síld yfir- leitt jöfn að tærð. A fyrra ári stunduðu nokkrir bátar hringnótaveiðar með allgóð um árangri með þeirri tækni, sem nú er larið að nota við þær veiðar, þ.e. einkum með notkun „kraftblakkarinnar", sem áður getur. Áþessu hausti fjölgaði þeim bátum mikið, sem þessar veiðar stunduðu og komu nú enn betur í ljós hinir miklu yfirburðir hringnótarinnar yfir reknetin. Annað vað hins vegar uppi á teningnum, að því er flotvörp- una snerti. Á fyrra ári náðist all góður árangur með flotvörpu á síld og töldu menn, að öruggt mætti teljast, að sú veiði væri komin af tilraunastiginu. Reynzl- an í vetur virðist þó benda til þess, að svo sé ekki og enn eigi eftir að leysa ýms vandamá1. í sambandi við þær veiðar áður en þær verði stundaðar aimennt. Vegna þess hversu síldin var misjöfn að stærð og fitu var ekki útlit fyrir, að takast mundi að salta nægilegt magn upp í fyrir- framsamninga og hefði horft til mikilla vandræða ef ekki hefði verið unt að selja nokkurt magn af síld með lægra fitumagni en áður hefir verið. Þá voru einnig á þessu hausti, á vegum Síldarútvegsnefndar, gerðar tilraunir í allstórum stíl með verkunaraðferði á síld, sem ekki hafa veið reyndar hér áður, ef frá er talin smávægileg tilraun, sem gerð var á fyrra ári. Er hér um mjög athyglisverðar tilraunir að ræða, sem munu, ef þær heppnast vel, verða til þess að auka fjölbreytni síldarframleiðsl unnar og gera mögulegt að hag- nýta síld til verkunar, sem hing- að til hefir verið talin óhæf til annars en bræðsju. Mundi þetta því verða til þess að auka veru. lega “verðmæti síldaraflans. Nokkurt magn af haustsíld var flutt út ísvarið til V-Þýzka. lands enda er yfirleitt skortur á síld á þeim markaði á þessinn tíma og þar til Norðmenn hefja sínar síldveiðar seint í janúar eða byrjun febrúar. Má þá oft fá mjög hátt verð fyrir góða og vel með farna síld á þeim mark- aði. Hvalveiðar Hvalveiðarnar hófust að venju seint í maímánuði og stóðu fram undir síðustu viku september. mánaðar. Alls veiddust 379 hvalir, en höfðu verið 371 árið áður. Mest var af búrhval, alls 177 en hitt voru reyðarhvalir þ. e. langreyð- ur og sandreyður. Enginn steypi- reyður var þó veidd að þessu sinni, þar sem fsland hefir gerzt aðili að samkomulagi að alfriða steypireyðina næst árin í Norður-Atlantshafi. Hafa Norð- menn einkum viljað halda því fram að þessari hvalategund væri hætta búin vegna ofveiði, en skoðanir munu annars vera nokk. uð skiptar um það atriði. Eftirfarandi yfirlit sýnir aflann á Útflutt ísvarið, tunnur uppmælt Til frystingar, tunnur uppmælt Til söltunar, tunnur uppsaltað Til bræðslu, mál .................. Atvinna óskast Ungan mann með stúdents- •menntun og nokkra reynslu af skrifstofustörfum vantar atvinnu nú þegar. Æskilegt væri starf til 1. okt. ’61, hálf- an eða allan daginn. Tiiboð mierkt: ,,1. október 1439“ send ist blaðinu fyrir mánudags- kvöld. Malflutningsskrifstofa PALL S. PALSSON Hæstaréttarlögmaður Bankastræti 7. — Sími 24-206 síldveðunum við Suð-Vestur land: Jan. Maí/sept. Okt./des. IöoO Alls 1959 5,617 871 6,138 12,676 321 577 1,969 61,755 64,301 125,293 577 — 33,750 34,327 51,488 833 2,744 62,027 65,604 65,054 T eak-spánn fyrirliggjandi. Verð kr. 45—55 pr. ferm. KRISTJÁN SIGGEIRSSON H.F. Laugavegi 13 — Sími 13879 Sölumaður Iðnfyrirtæki óskar eftir sölumanni er getur annast sölu í Reykjavík og út um land. — Reglusemi áskilin. Tilboð með nauðsynlegum upplýsingum, leggist inn á afgr. Mbl. fyrir 1. febrúar merkt: „Framtíð—1420. Málflutningsskrifstofa JÓN N. SIGURÐSSON hæstaréttarlögmaður Uaugavegi 10 — Sími: 14934 Jóhannes Lárusson héraðsdómslögmaður lögfræðiskrifstofa-fasteignasala Kirkjuhvoli — Sími 13842. Árnason. — Símar 24635 — 16307 Ibúð - Bíll Ný 4ra herb. íbúðarhæð til sölu. Til greina kemur að taka nýlega bifreið sem útborgun. — Upplýsingar í síma 19263 frá kl. 7—10 í kvöld. — Utan úr heimi Framh. af bls. 12. fangelsi — en var leyst úr haldi eftir hið fræga uppgjör Krúsjeffs við' stalinismann. Þegar Olga Ivinskaya var handtekin, tók Boris Pasternak að sér tvö börn hennar, dreng og stúlku frá fyrra hjónabandi. Það er, sem fyrr segir, dóttirin, er dæmd var í þriggja ára fangelsi nýlega, ásamt móður sinni, sem hlaut átta ára fang- elsisdóm. Irina, sem nú er 23 ára gömul, varð, eftir fangelsun móður sinnar, brennidepillinn í lífi Pastemaks, ef svo má að orði kveða, Hún settist í rithöf- undaskóla Maxim Gorkis. Þar kynntist hún ungum, frönskum stúdent. Tókust brátt ástir með þeim, og hugðust þau ganga í hjónaband. En þá brá svo við, að dvalarleyfi hans í landinu var afturkallað — og þrátt fyr- ir bænir og fortölur, varð hann að yfirgefa Sovétríkin — og unnustu með sundurkramið hjarta. — Sjálfsagt hefur Moskvuútvarpið átt við hann, þegar það á dögunum ræddi ákærurnar gegn Irinu og móður hennar og talaði um „erlendan stúdent, sem lét henni og móð- urinni í té fé frá einu hinna vestrænu sendiráða.... “ ★ EF SVO SKYLDI FARA .. Það er vitað, að Pasternak óttaðist það á banabeði sínum, að ill örlög myndu bíða Ivin- skaya-fjölskyldunnar, þegar hann væri allur. Kunnugir herma, að skáldið hafi hafnað Nóbelsverðlaununum vegna þess fyrst og fremst, að hann hafi talið sig geta á þann hátt vernd að móðurina og börn hennar, — ekki vegna þess, að hann hafi óttazt um sjálfan sig. Skömmu fyrir andlát sitt kom Pasterer- nak, með aðstoð ónafngreinds vinar síns, bréfi til hins franska útgefanda síns, þar sem segir m. a.: — Ef svo skyldi fara, sem ég vona að guð láti ekki viðgang- ast, að Olga verði handtekin, mun ég senda þér símskeyti, sem fjalla mun um það, að ein- hver — sem ég til tek — Iiggi í skarlatssótt. Ef þér berst slíkt skeyti, ætlast ég til þess, að allt verði sett á annan endann til þess að bjarga henni — alveg eins og ég veit, að verða mundi, ef um mig sjálfan væri að ræða. Því að tilræði við hana jafn- gildir því, að ráðizt sé á mig . . * SKÁLDSÝN OG VERULEIKI Fréttin um handtöku Olgu Ivinskayu og dóttur hennar barst til vesturlanda löngu áð- ur en hin opinbera tilkynning var gefin út í Moskvu. Fjöl- margir úr hópi vestrænna rit- höfunda og vísindamanna hafa sent Krúsjeff, forsætisráðherra Sovétríkjanna, eindregnar beiðn ir um að beita persónulegum áhrifum sínum til hjálpar hin- um óhamingjusömu — en hins- vegar þótti ekki ráðlegt að skýra frá handtökunni, áður en hún var opinberlega tilkynnt í Moskvu, þar sem talið var, að slíkt væri aðeins líklegt til þess að gera illt verra fyrir þær mæðgur. Olga Ivinskaya er hin lifandi fyrirmynd aðalkvenpersónunnar í „Sivagó lækni“, Larisu. — í bókinni er þessa lýsingu m. a. að finna: — Dag nokkurn fór Larisa Fedorovna að heiman — og kom ekki aftur. Sjálfsagt hefur húa verið handtekin einhvers staðar á förnum vegi. Hún hvarf spor- laust — og hefur sennilega látiS lífið á einhverjum ókenndum stað, gleymd og glötuð sem nafnlaust númer á löngum lista, sem síðan hefur verið stungiS niður, í réttri stafrófsröð, f spjaldskrá eins hinna ótalmörgm útlegðarfangelsa í norðri . . .“ Þessi lýsing á örlögum einnar mannlegrar veru, felur í sér drjúgan þátt skáldskapar Past- ernaks. — Nú er þessi „skáld- sýn“ hans orðin beiskur veru- leiki fyrir þá Olgu Ivinskayu, sem var ekki einungis aðalper- sónan í nafnfrægustu skáldsögu hans, heldur og í einkalífi hans. - ★ - Og nú reynir Sovétveldið að elta uppi hinn dauða með því að beina hefnd sinni gegn þeim, sem enn lifa.... — (Lauslega þýtt) F élagslíi Víkingur, knattspyrnudeild 4. og 5. flokkur: Skemmtifundur verður hald- inn n.k. sunnuadg kl. 16:30. Með- al skemmtiatriða. Kvikmyndasýn ing og m. fl. Nánar augl. í félags- lífi á laugardag. Fjölmennið. — Stjórnin. Jósefsdalur Innanfélagsmót Skíðadeildar Ármanns í svigi verður haldið sunnud. 29. þ. m., í Jósefsdal. Keppt verður í öllum flokkum kvenna og karla. Ef snjór verð- ur eigi nægur í Dalnum, verður mótið haldið upp í Bláfjöllum. Ármenningar ungir sem gamlkr fjölmennið í Dalinn um helgina. Ferðir frá B. S. R. á laugard. kl. 2 oig 6. — Stjómin. Knattspyrnudeild Vals Meistara- og 1. flokkur ■ Fjölmennið á æfinguna í bvöld kl. 7.40. Kaffifundur- eftir æfinguna. — Stjórnin. Þróttarar! Þróttararf M. 1. 2. og 3. fl. eru beðnir að mæta niður í Listamannaskála föstudaginn 27. janúar kl. 8.30 e. h. til að raða upp á blutaveltu félagsins. Mætið vel og stund- víslega. — Stjórnin. Judo Og jÍU jítSU e Næstkomandi þriðjudag hefst námskeið í judo og jiu jitsu fyrir kvenfólk. Þetta er í fyrsta skipti á íslandi, sem að kvenfólk á kost á sértímum í þessum frægu jap- önsku glímum, sem eru mikið iðkaðar erlendis af kvenfólki, til sjálfsvarnar. Æfingar verða á þriðjudögum kl. 9—10 e.h. í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar, Lindargötu 7. Judodeild Ármanns Körfuknattleiksdeild Ármanns Ármanns námskeiðið í körfu- knattleik í 4. fl. (14 ára og yngri) er á þriðjudögum kl. 8:00 í fim- leikasal Gagnfræðaskóla Austur- bæjar. Þjálfarar eru nokkrir beztu körfuknattleiksmenn Ár- manns. Mætið stundvíslega. Nýir félagar velkomnir. (Vegna mis- skilnings var ekki æfing seinast). — Stjórnin. Knattspyrnudeild Vals 3. fl. Farið verður upp í skíðaskál á laugardag. Ferðir frá BSR kl. 2 og 6. Klæðið ykkur vel. Það verð ur fjör í skálanum um helgina. Æfing á sunudagsmorgun kl. 10. — Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.