Morgunblaðið - 27.01.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.01.1961, Blaðsíða 13
Föstudagur 27. janúar 1961 MORGUNBLAÐIÐ 13 Davíð Olafsson, fiskimálastjóri Sjávarútvegurinn 1960 ÞEGAR litið er yfir árið 1960 og þróun mála í sjávarútveginum á því ári er ýmislegt, sem vert er að staldra við áður en kemur að þeim hluta þessa yfirlits, sem fjallar um hina tölulegu hlið, þ e. aflann og hagnýtingu hans. Skal þá fyrst minnst á land- Ihelgismálið. Framanaf árinu Ihéldu Bretar enn áfram að senda Iherskip sín til verndar brezkum togurum hér við land. Samein. uðu þjóðirnar höfðu boðað til nýrrar ráðstefnu í Genf, er fjalla skyldi um það veigamikla atriði, sem hinni fyrri ráðstefnu, sem haldin hafði verið 1958, hafði mistekist að leysa, þ.e. víðáttu landhelginnar og fiskveiðilög- sögunnar. Töldu margir líklegt, að þessari ráðstefnu mundi tak. ast að leysa þennan vanda þannig, að til frambúðar yrði, en það fór á annan veg. Eftir nær sex vikna starf lauk ráð- stefnunni, þannig, að tilskilinn meirihluti fékkst ekki fyrir neinni þeirri tillögu, sem fram kom. Næst því marki komst til- laga sú, sem Bandaríkin og Kanada báru fram, en hún gerði ráð fyrir 6 mílna landhelgi og 6 mílna fiskveiðilögsögu þar ffyrir utan, en þó skyldi þeim þjóðum, sem stundað hefðu veið ar á fimm ára tímabilinu til árs loka 1957 undan ströndum ann. arra landa, vera heimilt að halda þeim veiðiskap áfram á hinum ytri 6 mílum um næstu 10 ár. í>essa tillögu skorti aðeins eitt átkvæði til a_ð ná tilskyld- um meirihluta. ísland greiddi atkvæði gegn tillögunni. Má gera ráð fyrir, að um ófyr- Jrsjáanlegan tíma muni ekki reynast unt að fá alþjóðlegt sem komulag um þessi mál. ■’ Á meðan á ráðstefnunni stóð höfðu Bretar farið með öll fiski skip sín, ásamt herskipunum, af íslandsmiðum. Þegar að ráð- stefnunni lokinni hafði íslenzka ríkisstjórnin tekið þá ákvörðun að gefa þeim brezku togurum tipp sa'kir, sem gerzt höfðu brot- legir við 12 mílna reglugerðina, frá 1. sept. 1958. Undir miðjan maí tilkynnti brezka stjórnin svo, að um næstu þrjá mánuði mundu togarar þeirra ekki njóta verndar herskipa til veiða inn- an 12 mílna og togaraeigendur tilkynntu þá, að skip þeirra skyldu halda sig utan 12 mílna markanna þann tíma. Á þessu varð þó allmikill misbrestur um tíma og urðu af því harðir árekstrar við landhelgisgæzluna, en brezku herskipin gripu þá jafnan inní og hindruðu, eins og áður, störf gæzlunnar. Eyrir miðjan ágúst ákvað ís- lenzka ríkisstjórnin að verða við þeim tilmælum Breta, að taka upp viðræður við Þá um fiskveiðideiluna og hófust þær í Reykjavík hinn 1. okt. Við lok ársins var viðræðum þessum enn eigin lokið. Á meðan viðræðurn ar hafa staðið hafa brezku tog- ararnir haldið sig utan við 12 mílna mörkin. Þróun efnahagsmálanna á und anförnum áratug hefir verið sjávarútveginum mjög andstæð. Sívaxandi verðbólga hafði stöð- ugt þrengt kost þessa atvinnu- vegar, sem er gersamlega háður erlendum mörkuðum um sölu aær allra framleiðslu sinnar. Þrátt fyrir útflutningsuppbætur og aðrar uppbætur, sem fram- leiðslunni voru greiddar á þessu tímabili seig þó sifellt á ógæfu. hliðina, sem kom m. a. fram í gífurlegri skuldasöfnun, mest í fformi lausaskulda eða annarra ekulda til skamms tíma, sem voru eins og millusteinar um háls útvegsins og torvelduðu heilbrigðan rekstur. • Með setningu laganna um efnahagsmál í febrúar 1960, en kjarni þeirrar' lagásetningar var breyting á gengi íslenzku krón- unnar, var horfið af hinni fyrri braut og tekin upp ný stefna í efnahagsmálum, sem leiddi til afnáms allra útflutn- ingsuppbóta á afurðir sjávarút- vegsins. Að fenginni reynzlu þann tíma, sem ráðstafanir þess ar hafa verið í gildi má full- yrða, að ef engin ófyrirséð og óvenjuleg áföll hefðu komið, hefði sjávarútvegurinn nú stað- ið mun betur að vígi en áður og grundvöllur hans verið traust- ari. Erfiðleikar þeir, sem steðjað hafa að seinni hluta ársins, eiga sér aðallega þrjár orsakir. í fyrsta lagi slæm afkoma á síld- veiðunum í sumar, í öðru lagi óvenjulegt aflaleysi hjá togara- flotanum og í þriðja lagi stór. kostlegt verðfall á fiskimjöli og lýsi. af fiski, sem á land kom á árinu. Þetta hefir þó komið misjafn- lega þungt niður á hinum ýmsu greinum útvegsins. Tiltölulega þyngst hefir áfallið orðið fynr síldarútveginn og karfaveiðar togaranna, þar sem annars veg- ar er bræðslusíldin, þar sem af- urðirnar eru hvorttveggja, mjöl og lýsi en hins vegar úrgangur- inn frá karfaflakafamleiðsl- unni, sem nemur um 75% af fiskinum heilum en á þann hlut ann kemur verðfallið. Ofaná ■þetta kom svo það, eins og áður getur, að aflinn á síldveiðunum var ekki mrkill miðað við það hverju til var kostað og þann skipafjölda, sem veiðarnar stund aði og að karfaafli togaranna brást að mestu. Verðlag á öðrum afurðum sjávarútvegsins var yfirleitt stöðugt á árinu og á sumum var um nokkra verðhækkun að nú tíðkast og einnig með tilliti til þess, að á sumrin verður oft að sækja langt eftir síldinni og á haustin er veðurlag oft þannig, að lítil skip mundu eiga erfitt með að athafna sig. Möguleikar þessara skipa til veiða eru því meiri en hinna minni skipa á þessum veiðum. Nokkuð öðru máli gegnir með þorskveiðarnar. Til dagróðra eru þessi skip of stór og dýr í rekstri, þar sem aflavon þeirra er lítið meirí en skipa af stærðunum 60—80 rúml. en hins vegar eru þau dýrari í rekstri. Þau eru aftur hentug til útilegu og ættu eingöngu að hag- nýtast þannig. Þá ættu þessi skip einnig að hafa möguleika til að sækja á fjarlæg mið, eink um við Grænland, og gætu slík ar veiðar komið til greina bæði fyrir og eftir sumarsíldarvertíð ina, og auk þess, að sjálfsögðu yfir sumartímann. Hafa Norð. Unnið vWJ línuna Um fyrstu tvö atriðin verður rætt nokkuð síðar í yfirlitinu en hið þriðja mun rætt lítillega hér. Verðlag á lýsi og fiskmjöli hefir yfirleitt verið allstöðugt undanfarin ár og að því er fisk- mjölið snertir hefir um nokkurt árabil verið um stöðuga verð- hækkun að ræða, ef frá eru tal- in stutt tímabil stöðnunar eða smávægilegra verðlækkana. Á árinu 1959 varð hér skyndi lega og óvænt mikil breyting á. A því ári varð stórkostleg aukning á fiskveiðum við vesturströnd Suður-Ameríku, einkanlega í Perú. Hafði þá verið byggður þar upp afkastamikill fiskmjöls iðrnaður, sem enn var aulkinn mikið. Varð þetta til þess, að skyndilega kom fram á fiskmjöls mörkuðunum aukið framboð mjöls, sem nam hundruðum þús unda smáiesta og fór ekki hjá því, að það hefði stórkostleg áhrif á verðlagið. Verðfallið hófst uppúr miðju ári 1959, en það var þó ekki fyrr en á árinu 1960, sem verðíallið skall með fullum þunga á ís- lenzku frameiðslua. Lækkunin á Ifiskmjölsverðinu frá því íyrir verðlækkunina og til þess, sem það var lægst á árinu 1960, en meginhluti framleiðslunnar seld ist á því verði, nam um 46.4%. Verðlækkunin á lýsinu var ekki eins stórkostleg en engu að síðúr tilfinnanleg. Mun hún hafa numið sem næst 24%. Mun tekjutap útvegsins af þessum verðlækkunum nema hátt á annað hundrað milljón- um króna, en það samsvarar sem.næst 33 aurum á hvert kg. ræða. Þannig hefir orðið lítils- háttar hækkun á verðlagi salt- fisks, bæði óverkaðs og verkaðs, enda hefir verið skortur á þeirri vöru nú um hríð. Þær breytingar, sem orðið hafa til hækkunar, sem allar eru smávægilegar, hafa þó lítið dugað til að vega upp á móti verðlækkunum, sem áður getur. Skipastóllinn Á árinu 1960 hélt áfram hin mikla aukning á fiskiskipaflot- anum .eins og eftirfarandi yfirlit yfir tölu skipanna og rúmlesta menn og Færeyingar árum sam. an stundað veiðar á þeim slóð- um á skipum af svipaðri stærð og oftast með góðum árangri. Á þessu ári bættust fimm nýir togarar í flotann og er það mesta viðbót á einu ári síðan á árum nýsköpunartogaranna. Eðlileg endurnýjun togaraflotans hafði dregizt lengur en æskilegt var og því bar nauðsyn til að stuðla að því, að hér yrði breyting á. Voru fjögur af skipum þesmm um 1000 rúml. hvert, en eitt þeirra tæplega 900 rúml. Skip af þessari stærð eru að sjálf- tölu við árslok 1960 og 1959, sögðu ætluð til veiða á fjarlæg sýnir ljóslega. (Sbr. töflu I) um miðum enda hafa þau mikla TAFLA I. 1960 1959 Tala Rúml. Tala Rúml. Togarar 48 33,470 44 29,006 önnur fiskiskip yfir 100 rúml. 95 14,973 63 10,715 Önnur fiskiskip undir 100 — 651 23,400 630 22,632 Alls 794 71,843 737 62,353 Samkvæmt þessu hefir heild- arrúmlestatala f iskiskipastólsins aukist um rúmlega 15% og á það raunar bæði við um togarana og önnur fiskiskip þ. e. vélbáta- flotann. Hlutfallslega mest hefir þó aukningin orðið á vélbátun- um yfir 100 rúmlestir, en sá hluti flotans jókst um 50% að skipafjölda og um 40% að rúm- lestatölu. Hefir þróunin undan. farin ár gengið í þá átt að stækka bátana og allmikið verið byggt af bátum af stærðun- um 120—150 rúml. Þessi stærð skipa er hentug til síldveiða bæði á sumrin og haustin með þeim tækjum og aðferðum, sem yfirburði yfir hin eldri skip í því tilliti bæði vegna stærðar og ganghraða. Það er svo önnur saga, að einmitt á þessu ári hefir afli togaranna brugðizt hrapar lega og hafa því yfirburði - þess- ara skipa engan veginn notazt Fiskaflinn Á árinu 1959 hafði komið meiri afli á land á íslandi en á nokkru öðru ári og átti það rót sína að rekja til aukningar á afla bátaflotans á þorskveiðum og mikillar aukningar á síldar. aflanum um sumarið. Hins veg- ar hafði togaraaflinn minnkað Davíð Ólafsson verulega samanborið við árið 1958. Svipuð þróun hélt áfram á ár- inu 1960, að því er afla bátaflot- ans snerti en bæði aflinn á síld veiðunum og togaraaflinn voru stórum minni. Tölurnar um afla. magnið 1960 eru að nokkru áætl aðar, þar sem enn liggja ekki fyrir skýrslur um tvo síðustu mánuði ársins. (Sbr. töflu II) í heild varð aflinn 504.400 smál. og er það rúmlega 10% minna en árið áður, en mjög svipað og var 1958. Hér verður þó að taka tillit til þess að mikil aukning hefir orðið á fiskiskipa stólnum á þessu tímabili og var flotinn, sem við veiðar var á ár- inu 1960 nær 15% stærri en á áriou 1959 og nær 25% stærri, en sá sem var við veiðar 1958. Þrátt fyrir hina miklu aukningu fiski- skipaflotans hefir því aflinn orð ið verulega minni en árið 1959 og aðeins svipaður því sem var 1958. - Þær breytingar, sem orðiS hafa á aflamagningu eru marg. víslegar eftir því hvort litið er á magn einstakra fisktegunda eða afla báta og togara. fskyggilegust er sú mikla breyting, sem orðið hefir til lækkunar á togaraaflanum. Hef- ir hann orðið aðeins tæplega 113.000 smál., sem er rúmlega 26% minna en árið áður. Nú var árið 1959 raunar sæmilega gott ár hvað afla togaranna snerti þó mikið skorti á, að það næði árinu 1958, sem var óvenju gott aflaár, en þegar athugað er, að fara verður allt aftur til árs- ins 1947 til að finna ár, sem afli togaranna hefir orðið minni, er augljóst hversu mikill aflabrest urinn hefir orðið. Minnkandi afli togaranna kem ur nær eingöngu fram á karfa- aflanum en hann varð nú að- eins um 50.00 smál. á móti 98.000 smál. árið áður. Endur. spesflast í þessum tölum afla- bresturinn á miðunum við Ný- fundnaland og raunar einnig á karfamiðunum við Grænland. Hin mikla aflahrota við Ný. fundnaland, sem hófst á miðju ári 1958, hafði staðið fram á byrjun ársins 1959, en afli þar fór minnkandi þegar kom fram á árið. Meginhluta ársins 1960 mátti heita, að ördeyða væri á þessum miðum og svipaða sögu var að segja af karfamiðunum við Grænland. Togararnir leit. uðu því meira en áður á heima- mið en þar reyndist afli með eindæmum rýr. Þrátt fyrir mun meiri sókn á heimamiðin á þessu ári en bæði undanfarin ár, reynd ist þorskafli togiranna nær því hinn sami og árið 1959 en 37% minni en 1958. Hins vegar varð ýsuaflinn mun meiri og svo var um ýmsar aðrar fisktegundir, sem þó hafði lítið að segja móti rýrnuninni, sem áður getur. Þess var getið til í yfirlitsgrein um sjávarútveginn árið 1959, að sennilega mætti að nokkru leita orsakarinnar til minnkandi afla togaranna, í útfaerslu fiskveiði- landhelginnar 1958, þar sem þýð- ingarmikil veiðisvæði togaranna hefðu þá orðið innan hinna nýju takmarka. Þróunin á árinu 1960 virðist staðfesta þessa hugmynd. Þessi þróun á afla togaranna hefir vakið menn til umhugsun- ar um framtíð togaraútgerðar | Framh. á b!s. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.