Morgunblaðið - 27.01.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.01.1961, Blaðsíða 20
20 ORCVNBLAfílÐ Föstudagur 27. janúar 19f»x þig eftir klukkutíma á van-dega staðnum. Það var alltaf sami staðurinn við Austurána. Þar stóð hann svo og beið, svo að skuggamyndina hans bar við himin, þegar ég kom að brúnni. Og þá fór ég að hlaupa, og heyrði í eyrum mínum tónlist, sem hvergi var til, og hugsaði; elskhugi minn bíður mín. Hann stóð með báðar hendur á stein- handriðinu og horfði á mig og þegar ég nálgaðist hann, breiddi hann út faðminn og ég hljóp i fangið á honum. Þá sagði hann, rólega: — Elsk- an mín, er Bob að elta þ:"? ■— Nei hjartað mitt. — Gott! komdu þá, elskan mín, og svo leiddi hann mig að bekknum okkar frammi á ár- bakkanum og þar gátum við set- ið og horft á ljósin á hinum bakkanum í dökkum spegli ár- innar. Og svo fór hann með mig þangað sem honum datt í hug, án þess að spyrja leyfis .... En hvað var það við hann, spurði ég sjáilfa mig, sem gerði það að verkum, að ég lét hon- um haldast þetta uppi? Hann var þannig maður, að hann hefði getað farið með mann yfir götuna, móti öllum umferðaljós- um, bara af þvi, að hann vissi, hvert hann var að fara og hvers vegna, og vissuílega mundi eng- inn bíll aka á hann, heldiur myndi hann rekast á bílinn og allt yrði bílstjóranum að kenna, en ekki honum sjálfum .... Var það þessi frekja, þessi einfeldni, þessi tilfinning af yfirvofandi of- beldi í heimi, sem hann var ekk- ^rt hræddur við, af því að hann skildi hann .... var það þetta sem fyrst hafði dregið mig að John Howard? Og nú að Farrel? Hvaða manntegund var það, sem dró mig svona til sín? En meðan öllu þessu fór fram, leið Bob kvalir. — Hversvegna, hversvegna .... hversvegna ertu alltaf með þessum dólg? Hvers vegna þarf ég að hitta Farrel? En í hvert sinn sem Bob kom með svona spurningar, var það eins og að veifa rauðri dulu fram an i mig. Ég gat ekki sagt hon- um þetta, af því að ég vissi það ekki, og það vissi hann senni- lega líka. Einu sinni sagði hann: — Að spyrja þig um þetta er eins og að spyrja litla telpu, hversvegna hún hafi brotið brúð una sína. Maður fær ekkert svar. — Hver veit nema svarið sé til, svaraði ég önuglega, og reidd ist. — Hver veit nema þessi maður geti hrifið mig burt frá umhverfi mínu og gefið mér ein- hverja von aftur. Hver veit nema ég vilji heldur ganga með manni, sem getur farið með mig út að borða og drekka, eins og ég er vön, en með öðrum, sem heldur mér í þessu drepandi fangelsi dag eftir dag, og lætur mig horfa á mann eins og þig, sem hefur ekki efni á að veita mér það, sem mig langar í. Eitt kvöldið, þegar við höfð- um verið að rífast um Farrel, sló Bob mig í andlitið, og það var í fyrsta sinn, sem slíkt skeði. Við höfðum bæði verið að drekka, og ég var ekki sem stöð- ugust á fótunum, ég reikaði aft- ur á bak og datt og lenti með höfuðið á borðfót. Snöggvast hef ég líklega rotazt, en svo fann ég, að ég lá þarna, grátandi. — Æ, í guðs bænum, sagði ég, — þegar ég sagði þér frá Farrel fyrir sex vikurn, hversvegna barðirðu mig ekki þá og hljópst burt frá mér? Hversvegna þurft- irðu að biða með það í sex vik- ur. Hvaða vit var í því? Bob horfði niður á mig. Svo kveikti hann sér í vindlingi. — Ég ætla út að fá mér frískt loft, sagði hann og fór. Mér tókst að brölta á .fætur og staulaðist inn í svefnherberg- ið. Ég skellti aftur hurðinni og sofnaði. Þegar ég vaknaði, klukkustundu seinna, var kodd- inn ataður í blóði. Mér hafði blætt lengi. Læknirinn, sem ég kallaði á, saumaði saman þuml- ungs skurð aftan á hnakkanum á mér. Svo settist ég niður og beið eftir Bob í grimmu skapi. Þagar hann kom inn, sagði ég. — Snáfaðu út. Ég er búin að fá nóg. Út með þig! En ég gat ekki fylgt orðum mínum eftir. Þegar hann leit á mig með þessum gráföla eymd- arsvip, þá stóðst ég það ekki. — Æ, Muzzy, sagði hann. — Ég ætlaði ekki að meiða þig. Veiztu ekki, að þú gætir troðið á hjart- anu i mér, án þess að ég skyldi kveina. Ó, Diana, ég elska þig svo mikið^ að ég get þolað þér hvað sem er. Ég get ekki að þvi gert. Rektu mig ekki frá þér! Ég þiðnaði upp. — Auðvitað meina ég það ekki, elskan mín. Þetta var allt saman hræðilegur misskilningur. Farrel er skepna. Hugsaðu þér bara, hvernig hann kemur okkur til að haga okkur, hvoru við annað. Ég vil ekkért hafa með hann að gera. Það er allt búið að vera. Hvernig gat ég farið að gefa mig að svona skrílslegum manni .... Ég stóð við loforð mitt. Þegar Farrel hringdi lagði ég símann á aftur. Hann hringdi og hringdi aftur. Loksins talaði ég við hann og var stuttorð. — Ég get ekki hitt þig, Tom. Ég vil ek'ki hitta þig oftar. — Þú meinar það ekki, elskan, sagði hann. — Víst er mér alvara. Þetta er búið að vera og ótrúlegast, hvað lengi það hefur staðið. Vertu sæll. Ég skellti símanum á. Hann hringdi aftur. — Vertu sæl, elsk an, í bili,. sagði hann og svo skellti ég á aftur. Nú höfum við ekikert að gera annað en spila plötur og drekka, og horfa á sjónvarp og rífasit og gæta þess að vera aldrei nógu lengi allsgáð til þess að gera okkur Ijóst, hvert stefndi .... Nokkrum dögum síðar, eftir að ég hafði verið að drekka í knæpu með aðlaðandi ungum manni,_ fór ég heim í íbúðina okkar, og heyrði þá raddir inni fyrir. Önnur var Bobs en hin Farrels. Ég stanzaði fyrir utan dyrnar og hlustaði. — Ég elska konuna þína sagði Farrel, — og ég verð að fá hana. Hvað eigum við að gera? — Ég veit ekki, svaraði Bob, furðulega rólegur. — Ég veit ekki hvað við eigum að gera. Hún er konan mín, svo að mér finnsit þú ættir bara að taka saman pjönkur þínar og læðast burt. Láttu hana eiga sig, Tom. Láttu hana í friði. Ég var búin að heyra nóg. Ég opnaði dyrnar. Það fyrsta sem ég sá var glugginn .... möl- brotinn út um allt gólf. Farrell sat í hægindastól lengst burtu í stofunni, rétt hjá sjónvarpstæk- inu. Bob lá á legubekknum. Á borðinu hjá honum voru einar tvær bjórdósir, oststykki, sem hnífur stóð í, og nokkrar tví- bökur. — Hvað gengur á hér? sourði ég. — Og hvernig hefur glugg- inn farið svona? — Halló, Muzzy, sagði Bób, eins og ekkert væri um að vera. — Það yar bara þessi kærasti þinn, sem kom inn um hann. Ég sat hér í mesta meinleysi og var að fá mér bita. þegar hann kom inn um rúðuna með braki og brestum. — Guð minn góður! sagði ég öskuvond. — Heyrðu nú karl minn, ég man ekki betur en ég væri búin að segja þér, að ég vildi ekki sjá þig framar. Farrelí hafði líka verið að drekka, það gat ég heyrt á því, hve seinmæltiur hann var. — Diana, sagði hann, — þú gafst mér ónýta ávísun upp á tiu dali í gær í knæpunni, og ég kom hingað alla leið frá Hyde Park, til þess að bjarga henni fyrir þig.....Og svo geng ég fram hjá knæpunni, og sé þig vera að brosa þar framan í annan mann .... — Og hvað ef svo væri? Ekki var það mér að kenna, að þú skyldir rekast þangað. — Það vissi ég líka vel. Ef þú hefðir búizt við mér, • hefð- irðu verið hérna heima. Hrokinn í honum fór í taug- arnar á mér. — Hlustaðu nú á mig, áflogahundur, hvæisti ég. — Ég hefði hvorki þar né annars staðar beðið eftir þér. Bob var nú loksins orðinn móðgaður, og tók til máts: — Talaðu ekki svona við konuna mína, Farrell. Snautaðu út! Farrell leit á hann. — Það gæti mér ekki dottið í hu;g. Röddin var full fyrirlitningar. — Svo oft er ég búinn að vera héma þegar þú varst hvergi nærri. Eg verð kyrr. Bob greip hnífinn, sem stóð í ostinum. Hann var langur, beittur og óárennitegur. Hann hélt honum í hægri hendi og bar oddinn að lófanum á þeirri vinstri, og hreyfði hann tit og Skáldið og mamma litla 1) Já, en konan hans Jóns sagði, að ég hefði beinlínis komið í veg fyrir að þau fengju sjónvarp. Hvað meinar konan? 2) Þetta segir Jón kerlingunni. Reyndar bað hann mig að lána sér fyrir sjónvarpi, en ég sagði hon- um .... 3) .... að ég væri enn ekki búinn að borga upp pelsinn, sem þú vildir endilega kaupa af því að konan hans Jóns á pels. I HAVEN'T SEEN THE Á BOV VET, BUT MARTHA TELUS ME HE<5 BETTER/ THANKS... I'M FAMISHED, MEANWHILE COME IN, DOCTOR, AND HAVE SUPPER WITH US/ MUCH BETTER, THANKS TO YOU, DOCTOR, HE'S ABOUT WELL / Hann er ' — Komið inn læknir og borðið kvöldverð með okkur! — Já, þakk fyrir . . . Eg er orðinn svangur! Eg hef ekki séð drenginn e'nnþá, en Marta segir I að honum líði betur. — Miklu betur ... Svo er yður fyrir að þakka læknir. að verða frískur! Á meðan frá. Hann leit á Farrell. — Á ég að segja þér nokkuð? sagði hann. — Eg ætla að drepa þig. Eg hef góða æfingu í að kasta hnífum. Og þesisi skal fá að fara beint gegn um hjartað í þér. Eg varð hrædd. — Bíddu ofur- lítið, sagði ég. — Við erum öll uppkomið fó'lk .... Farrell hló að Bob en það var það versta. sem hann hefði get- að gert. Á augabragði kastaði Bob hnífnum, með yfirhandar- kasti eins og hnífkastarar nota, og af öllum kröftum, en svo var guði fyrir að þakka, að hann hitti ekki, heldur skall i veggn- um og þaðan niður á gólf. O, guð minn, hugsaði ég með mér, hér verður einhver myrtur og það verður Bob. Hann hefur ekki roð við Farrell. Eg hljóp æpandi fram á ganginn. — Mart- in, í guðs bænum, þeir ætla að drepa hvor annan hérna inni. Náðu fljótt í lögregluna! Að baki mér heyrðist brotihljóð í gleri og húsgögnum. Eg þorði varla að farw inn aftur. Eg þótt- ist viss um að finna Bob dauðan á gólfinu. En þá heyrði ég þung- an dynk .... og svo varð þögn. Eg læddist inn í dyrnar og gægðist inn. Farrell lá endilang- ur á grúfu með blæðandi sár á höfðinu. Þungi öskubakkinn okk ar, sem var úr gleri, lá hjá hon- um á gólfinu, en askan út um allt. Bob sat á legubekknum og var að reyna að kveikja sér I vindlingi, og með mikinn á- nægjusvip á andlitinu. — Eg gaf SHÍItvarpiö Föstudagur 27. Janúar 8.00 Morgunútvarp. — Bæn (Sér® Jón Auðuns dómprófastur). —• 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón» leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar. — 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir. — 15.01 Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til* kynningar — 16.05 Tónleikar. 18.00 Börnin heimsækja framandt þjóðir: Guðmundur M. í>orláks« son talar um Lólóaþjóðflokkinn í Asíu. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 1930 Fréttir. 20.00 Daglegt mál (Óskar Halldórsson cand. mag). 20.05 Efst á baugi (Umsjónarmennf Fréttastjórarnir Björgvin- Guð- Guðmundsson og Tómas Karls-* son). 20.35 Einsöngur: Bernard Ladysz syng ur óperuaríur. 20.55 Upplestur: t>órunn Elfa Magnús« dóttir les frumort kvæði. 21.10 Tónleikar: Sinfónía nr. 3 I a« moll (ófullgerð) eftir Borodin (Sinfóníuhljómsveit rússneska útvarpsins leikur; Nebolsjín stj.) 21.30 Útvarpssagan: „Læknirinn Lúk« as“ eftir Taylor Caldwell. Hagn« heiður Hafstein. XXXIII lestur, 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 „Blástu og ég birtist þér“; IT. þáttur: Ólöf Árnadóttir ræðir við konur frá ýmsum löndum. 22.30 í léttum tón: a) Ellegaard leikur á harmon* iku með hljómsveit. b) George Hamilton syngur. Laugardagur 28. janúar 8.00 Morgunútvarp. — Bæn (Sér* Jón Auðuns dómprófastur). —• 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tói* leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar. — 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). ' 12.50 Óskalög sjúklinga. Bryndís Sig« urjónsdóttir stjórnar þættinum. 14.30 Laugardagslögin. (15.00 Fréttir), 15.20 Skákþáttur: Baldur Möller flytur 16.00 Fréttir og tilkynningar. 16.05 Bridgeþáttur (Hallur Símonar« son.) 16.30 Danskennsla (Heiðar Ástvald®* son danskennari). 17.00 Lög unga fólksins (Þorkell Helg® son. 18.00 Úlvarpssaga barnanna: „Átt® börn og amma þeirra í skógin-* um“ eftir Önnu Cath.-Westly VIII. (Stefán Sigurðsson kenn« ari les). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Tómstundaþáttur barna og ungm linga. Jón Pálsson flytur. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Tónlpikar: Astardúettar úr óper um (italskir listamenn flytja). 20.35 Leikrit: „Maðurinn, sem seldl konu sína“. David Tutaév samdi upp úr smásögu Anton Tjekhov, Þýðandi: Ölafur Jónsson. — Leilc stjóri: Helgi Skúlason. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.