Morgunblaðið - 27.01.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.01.1961, Blaðsíða 3
Föstudagur 27. janúar 1961 MORCVNPr 4 fílÐ 3 Hekla litla „FYRIR um tveimur og hálf- um mánuði fæddi kona ófull- burða barn að Hólum á Rang- árvöllum. Móðirin hafði Sfðeins gengið með í 6 mánuði. Hún var í heimsókn hjá for- eldrum sínum, en sjálf býr hún á Selfossi". Þetta eru upphafsorð bak- síðufréttar í Mbl. 2. des. s.l. Barnið, sem var aðeins 4 merk ur, er það kom í þennan heim, ólst upp í sjúkrahúsinu á Sel- fossi fram til áramóta undir handleiðslu Kjartans Magnús- sonar sjúkrahússlæknis og hjúkrunarliðs hans. Hekla litla, en það nafn gaf læknisfrúin á Selfossi barn- inu, er nú orðin tæpar 17 merk ur og var hin sprækasta, er blaðamaður Mbl. heimsótti hana og foreldra hennar á Sel fossi fyrir skömmu. Hún heils aði með orgi, spriklandi með fótunum og renndj augunum sitt á hvað um herbergið. — Hún er orðin syfjuð, sagði faðir hennar og ruggað; hénni í körfunni fram og aft- ur. — Gefðu henni snuðið, sagði blaðamaðurinn. — Hún viil ekki snuð, sagk. móðir hennar. — Eg var í vandræðum með að venja mín af snuðinu, sagði blaðamaðurinn. — Sú eldri vildi heldur ekki snuð, sagði faðir hennar. — Hvað er hún gömul — Tveggja ára. — Og heitir? — Katrín Stefanía. — Fær sú stutta að halda nafninu — Eg veit nú ekki, sagði móðir hennar. — Þetta er sögulegt nafn. — Já, sagði faðir hennar, en það getur verið að henni verði strítt á nafninu, einhver gæti til dæmis sagt, að nú væri Hekla farin að gjósa. — Heldurðu að hún verði skapmikil — Já, ef hún líkist þeirxú eldri. — Hekla, sagði systir henn- ar og beygði sig yfir körfuna. — Er hún ekkert afbrýði- söm? Hekla í körfunni sinni. (Ljósm. Þormóðsson). — Var hún nokkuð óróleg hjá ykkur fyrst? — Nei, henni virðist ekkert hafa orðið um umskiptin. Eg fékk að fara inn til hennar á spítalanum, svo hún gæti van ist mér, sagði móðir hennar. — Hún fær danskt þurr- mjólkurduft á fjögra tíma fresti, annað ekki. — Hvenær má hún fá venju legt ungbarnafæði — Eftir miðjan febrúar. — Mig langar til að koma á framfæri þakklæti til allra þeirra kvenna, sem gáfu henni brjóstamjólk, þegar hún mátti ekki fá annað, sagði fað ir hennar. — Og til ljósmóðurinnar, sem tók á móti henni, sagði móðir hennar, Jónínu á Keld- um. ' — Já, hún á líf sitt mörg- um að þakka, sagði faðir henn ar. — Hvað var hún langan tíma í spítalanum? — Þrjá og hálfan múnuð, sagði móðir hennar. — Hún verður alltaf þrem mánuðum eldri en hún á að vera, sagði faðir hennar. — Nema við tökum upp kín versku aðferðina. — Já, þeir telja aldur barns frá því það kemur undir, sagði faðir hennar, það er ekki svo vitlaust. — Svo er bara strákurinn eftir. —Já, sagði faðir hennar, er orðin 17 merkur — Jú, dálítið, sagði móðir hennar. — Það hefur verið gaman fyrir ykkur ag fá litla krílið heim. — Já, það var hátíðisdagur, sagði faðir hennar og hélt áfram að rugga henni. — Eru ekki tilfinningar ykkar öðru vísi gagnvart henni en hinni — Jú, sagði móðir hennar, en okkur þykir auðvitað vænt um báðar. — Hvernig öðru vísi? -— Mér finnst ég verða að gæta hennar betur, sagði faðir hennar, og það á líka við um móður hennar . — Við vorum auðvitað hrædd um hana, sagði móðir hennar. — Eg segi fyrir mig, sagði faðir hennar, að ég má aldrei heyra í henni, þá fer ég til hennar. — En það er ekkert að ótt- ast lengur, sagði móðir henn- x o:.; Þessa mynd tók séra Kári Valsson gegnum glugga á sjúkrahús- iwu í nóvember, þegar Hekla var aðeins 5 merkur. ar, hún er að öllu leyti eins og önnur börn. — Já, ég sé það. — Hún hefur alveg eðlilega skynjun, segja læknarnir. strákurinn er eftir, hvenær sem það verður. Hjónin horfðu brosandi hvort á annað og síðan á Heklu litlu, sem — viti menn — brosti líka. Þá var komið að Sveini Þormóðssyni að mynda fjölskylduna. i.e.s. Móðir Heklu, Sigríður Eria Har- aldsdóttir og faðir hennar Klem- enz Erlingsson með Heklu litfu og Katrínu. Slœm hola vi&gerð UNDANFARNA daga hafa sumir bílar, sem fóru um veginn milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar lent í holu, sem myndazt hafði í veginn sunnan í Digraneshálsin um og náði um 30 om inn í kant inn. Fór langferðavagn þarna út af, eins og áður hefur verið skýrt frá, og síðan munu tveir bílar hafa skemmst eittihvað við aka ofan í hana. Strax og vegagerðin hafði spurnir af holu þessari, var brugðið við. og mun hafa verið gert við hana í gær. STAKSTEIKAR Hortugheit off ekki hortuffheit Einar Olgeirsson er sá maður, sem fyrst og rækilegast hefur á það bent, að kjör launþega á íg. landi hafi ekkert batnað í hálf- an annan áratug meðan þau hafa allt að því tvöfaldazt í nágranna- , löndunum. Yfirlýsingar Einaru ” um það að sú stjórnarstefna, sem hér hefur verið fylgt og verk- fallapólitíkin, sem ráðið hefur ríkjum í verkalýðsfélögunum hafi ekki fært launþegum kjara- bætur, kallar Þjóðviljinn hag- I fræðilegar upplýsingar. I greinargerð, sem vinnuveit- endur hafa sent frá sér, hafa þeir tekið undir þessi orð Einars og á mjög skilmerkilegan hátt rak- ið þróun kaupgjalds- og verð- lagsmála á þessu tímabUi. Þá eru hagfræðilegu upplýsingarnar skyndilega orðnar „hortugheit" skyndilega orðnar „hortugheit" og Þjóðviljinn eys sér yfir at- vinnurekendur með óbótaskömm um. Skyldu ritstjórar Þjóöviljans, sem Einar hefur stjakað til hlið- ar, vera að ná sér niðri á honum nieð því að kalla hugleiðingar, sem hann fyrst vekur máls á, hortugheit. Vegsama óvart viðreisnina f óðagotinu við að reyna að sannfæra Iaunþega um, að at- vinnuvegirnir geti staðið undir liækkuðum kaupgreiðslum, hafa stjórnarandstæðingar gripið tii þess ráðs að segja sjómenn haf» fengið allt að fjórðungs kaup- hækkun við hina nýju samninga. í umræðum um þetta mál segir Tíminn í gær í ritstjómargrein: „Þessar auknu kjarabætur til sjómanna eiga ekki að þurfa að hafa þau áhrif að hagur útgerð- arinnar versni, miðað við sein- asta ár. AHur landslýður veit, að við lok uppbótatimabilsins var hag- ur útgerðarinnar þannig, að víð- ast stappaði nærri gjaldþroti. Síðast í desembermánuði kröfð- ust bæði Framsóknarmenn og kommúnistar þess, að nýjar upp- bætur yrðu veittar útgerðinni og almenningur skattlagður í henn- ar þágu. Þessu var algerlcga neitað og útgerðarmönnum gert ljóst, að þeir yrðu að standa á eigin fótum. Þrátt fyrir þetta segja stjómarandstæðingar nú, að útgerðin geti staðið undir alit að 25% kauphækkunum. Eng inn hefur rækilegar hælt við- reisnarstefnunni, en þeir sem segja, að vegna hennar einnar geti kjör manna batnað um hvorki meira né minna en 25%. Því miður er þetta enn ekki orð- ið sannleikur, en hitt er ábyggi- lega rétt að ekki munu mörg ár líða, þar til hagur alls lands- lýðs batnar a.m.k. sem þessu nemur. Þjóðviljinn hirtir enn Lúðvík I ritstjórnargrein" Þjóðviljans segir um þetta mál: „Er engom efa bundið að hægt hefði verið að ná mun hagstæð- ari samningum ef forysta sjó- manna allra hefði verið nógu sterk, samstaða þeirra góð og nánara samband þeirra við sjó- mennina í verstöðvunum“. Blaðið segir þannig, að við- reisnin hafi ekki einungis bætt kjör sjómanna um fjórðung, held ur hafi hagur útgerðarinnar við efnahagsráðstafanirnar batnað svo mjög, að hægt hefði veriö að ná enn meiri kaupliækkunum. Okkur minnir að Lúðvík Jósefs- son hafi sagt eitthvað dálítið ann- að á fundum L. í. Ú. fyrir ára- mótin. Hann krafðist þá skatta á allan almenning í landinu, til aðstoðar útveginum, svo illa væri hann á vegi staddur. Fyrir þær yfirlýsingar er *óðviliinn enn að borga honum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.