Morgunblaðið - 03.03.1961, Qupperneq 2
2
MORCVJSBLAÐIÐ
Föstudagur 3. marz 1961
*
Iðjufundur í gœrkvöldi
Vesöl frammisfaða
kommúnista
FRAMBOÐSFUNDUR var hald
inn í Iðju, félagi verksmiðjufólks
í Reykjavík, í gærkvöldi, en
stjórnarkosning fer fram þar nú
um helgina.
Formaður félagsins, GuSjón
Sv. Sigurðsson, setti fundinn og
gerði grein fyrir þeim málum,
sem efst eru á baugi hjá félaginu.
Ræddi hann einkum kjaramálin,
og hverjar leiðir væru raunhæf
astar til úrbóta í þeim efnum.
Þá tók Björn Bjarnason til
máls. Kvaðst hann ekki ætla að
halda ræðu, heldur minna að-
eins á, að „konur væru á oddin
um“ hjá A-listanum. Lýsti hann
því síðan yfir, að nú tæki efsta
númer hans Halldóra Danivalds-
déttir, til máls, en hún hafði
ekki beðið um orðið.
Fundarstjóri taldi það ekki í
verkahring Björns að gefa fund
armönnum orðið, en bauð Hall
dóru að taka til máls, ef hún
óskaði. Varð það til þess, að hún
gekk í ræðustólinn. Er skemmst
feiá því að segja, að Iðjufólk
varð undrandi yfir frammistöðu
þessa formannsefnis kommúnista.
Tókst henni með naumindum að
stama því upp, að hún hefði að-
eins verið í félaginu í þrjú ár,
enda var fáfræði hennar um Iðju
slík, að hún taldi kvenfólk vera
33% félagsmanna, en féfck það
upplýst í ræðustól, að konurnar
væru 7ö%. Varð formannsefn-
inu þá að orði: „Nær þrír fjórðu.
Já, það er bara það“. Þjóðviljinn
hafði eftir Halldóru í gær, að
kvenfólk væri tvéir þriðju!
Síðan urðu nokkrar umræður.
Kom þar m.a. frani Ung frú hér
í bæ með skrifaða ræðu um hag
fræðileg efni og unglingur úr
Æskulýðsfylkingunni.
Varaformaður B-listans, Þor-
varður Áki Eiríksson bar saman
kjarabaráttu Björns Bjarnasonar
og núverandi formanns.
Benti hann t. d. á það, að
Iðjufólki hefði verið haldið í 6
vikna verkfalli 1955. Það, sem
raunverulega upp úr verkfallinu
hafðist, var 14,58 kr. kauphækk-
un á viku hjá stúlkunum, þannig
að það tók þær 200 vinnust. eða
tæp 4 ár að vinna upp kauptap-
ið í verkfallinu, sem var 2.916.00
kr. Að auki var vinstri stjórnin á
þessum tíma margsinnis búin að
taka aftur þann falska gróða, sem
verkfallið gaf í aðra hönd. Til-
gangur þess verkfalls var pól-
itískur, enda voru áfangarnir hjá
verkf allsf oring j unum: V erkf all,
vinstri stjórn, verðbólga.
Hins vegar hefði stjórn Guð-
jóns tvívegis tekizt að ná stór-
felldum kjarabótum, án þess að
vinnustöðvun hefði orðið í einn
einasta klukkutíma.
Þá hélt Reinhardt Reinhardts-
son ræðu. Minnti hann á það, að
á stjórnardögum Björns Bjarna-
sonar og félaga hefði Iðja verið
langlægst launaða verkalýðsfé-
lag landsins, enda hefði honum
um síðir verið vikið frá stjórn
fyrir þær sakir og aðrar verri.
Kvaðst hann ekki vita til þess,
að innræti þeirra kumpána hefði
batnað síðan. Þeirra tilgangur
væri að etja verkafólki út í póli-
tísk verkföll, án tillits til þess,
hvað hagstæðast væri fyrir fólk-
ið.
• 1 gær var útsynningur vest
( anlands með slæmum hryðj-
S um af hagli og slyddu. Þótt
S hiti væri 2—3 stig yfir frost
^ mark. Norðanlands og austan
S var fremur hæg SV-átt og
S bjart veður með 1—5 st. hita,
| og var hlýjast á Dalatanga.
^ Ný lægð er suðvestur í hafi,
S um 1000 km frá Reykjanesi.
) Hún hreyfist hratt NNA eftir
Mun veður verða rysjótt þenn !
an sólarhring og heldur fara |
kólnandi. Austan hafs er hlýtt y
í veðri, 12 stiga hiti í Lundún 5j
um. í New York var 1 st. hiti. t
5
Veðurhorfur: V
Suð-vestan kaldi og síðar V
stinningskaldi, skúra- og élja |
veður. {
s
i1
Bátaformenn um allt land
ánægðir með samningana
Listi lýðræðissinna
í Iðju: B-listi
VH) Iðjukosningarnar nú um
helgina er B-listinn borinn fram
af lýðræðissinnum. Hann skipa:
Aðalstjórn:
Form.: Guðjón Sv. Sigurðsson
OHarpa). Varaform.: Þorvaldur
Áki Eiríksson (Amor). Ritari:
Ingimundur Erlendsson (Iðja).
Gjaldkeri: Ingibjörg Arnórsdótt
ir (Svanur, Víkingur). Meðstj.:
Jóna Magnúsdóttir (Andrés),
Steinn Ingi Jóhannesson( Ríma),
Kvöldvaka Hraun-
prýðiskvenna
HAFNARFIRÐI — Á sunnudags
fcvöld næstkomandi halda Hraun
prýðiskonur sína árlegu kvöld-
vöku í Bæjarbíói. Hefst hún kl.
8,30 og verður vel til hennar vand
að og margt til skemmtunar. —
Hafa þessar kvöldvökur slysa-
varnadeildarinnar mælzt vel fyr
ir og jafnan verið húsfyllir á
þeim. Félagskonur sjá að mestu
leyti um skemmtiatriði, en auk
þess koma fram þekktir skemmti
kraftar, svo allir ættu að finna
þarna eitthvað við sitt hæfi.
Guðmundur Jónsson (Nýja skó-
verksmiðjan).
Varastjórn
Þorvaldur Ólafsson (Kassa-
gerðin), Klara Georgsdóttir
(Borgarþvottahúsið), Ingólfur
Jónasson (O. J. & Kaaber).
Endurskoðendur
Eyjólfur Davíðsson (Andrés),
Sigurður Valdimarsson (Rey-
plast), Halldór Christensen
(ísaga), varaendurskoðandi.
Athugusemd
við grein Hauks
Eggertssonar
HÉR í BLAÐINU birtist í gær
grein eftir Hauk Eggertsson, sem
nefndist ,,Má ekki segja sann
leikann um austur-viðskiptin".
Því miður spilltu línubrengl
nokkrum hluta hennar, og þar
sem Morgunblaðið hefur orðið
þess áskynja, að greinin vakti
mikla athygli, þykir rétt að bæta
úr því. Vegna rúmleysis gat ekki
orðið af því í blaðinu í dag, en
í næsta blaði mun meginefni
greinarinnar rakið, og sá hluti
hennar, sem brenglaðist, prentað
ur orðréttur.
FRÉTTAMENN blaðsins á
Akureyri og í Keflavík höfðu
í gær tal af formönnum og
útgerðarmönnum í Keflavík,
Akureyri, Ólafsfirði, Greni-
vík, Flateyri og Húsavík, og
spurðu þá um afstöðu þeirra
til landhelgismálsins. — Þeir
eru yfirleitt á einu máli um,
að óhjákvæmilegt sé að
semja í þessari deilu, og
samningarnir, sem ríkisstjórn
in hefur lagt fyrir Alþingi,
séu framar öllum vonum.
Rétt aS semja
Fréttaritari blaðsins í Kefla-
vík, Helgi S. Jónsson, átti í
gær tal við nokkra af formönn-
um bátanna þar syðra og spurði
þá um afstöðuna til landhelgis-
málsins. Fara svör þeirra hér á
eftir:
Guðleifur ísleifsson, formaður
á Gulltoppi:
— Mér finnst alveg rétt að
gera þetta að svo komnu máli.
Það er gott að endir er bund-
inn á þessa deilu. Það var gott
fyrir alla.
Guðjón Jóhannsson, formaður
á Svan:
— Mér fannst þetta ágætt úr
því sem komið er. Þrjú ár á tak
mörkuðu svæði er ekfcí langur
tími. Nýju svæðin, þar sem
Allur ágóði rennur eins og fyrr
til slysavarna, en þeim málum
hafa Hafnfirðingar jafnan sýnt
góðan skilning og stutt og styrkt
slysavarnadeildina Hraunprýði
þegar leitað hefir verið til þeirra
Er ekki að efa að fjölmenni verð
ur á kvöldvökunni, sem býður
upp á ágæta skemmtun.
Dagskrá Alþingis
DAGSKRÁ sameinaðs Alþingis í dag
kl. 1,30: Lausn fiskveiðideilunnar við
Breta, þáltill. Frh. fyrri umr. (Atkv.-
gr.).
Dagskrá efri deildar í dag: 1. Lista-
aafn Islands, frv. — 3. umr. 2. Korn-
rækt, frv. 3. umr.
Dagskrá neðri deildar í dag: 1. Rétt-
lndi og skyldur hjóna, frv. Frh. 2.
umr. (Atkvæðagr.). 2. Sala eyðijarðar
Innar Þorsteinsstaða í Grýtubakka-
hreppi, frv. Frh. 2. umr. (Atkvgr.). 3.
Matreiðslumenn á skipum, frv. Frh. 2.
umr. (Atkvæðagr.). 4. Búnaðarháskóli,
frv. Frh. 1. umr. (Atkvgr.). 5. Eyðing
svartbaks, frv. Frh. 1. umr. (Atkvgr.).
6. Ríkisfangelsi og vinnuhæli, frv. 3.
umr. 7. Héraðsfangelsi, frv. 3. umr.
Athugasemd frá stjórn
Stúdentafélags Rvíkur
MORGUNBLAÐINU barzt í gær
svohljóðandi athugasemd frá
Stúdentafélagi Reykjavíkur.
I dagblaðinu Tímanum birtist í
gær svohljóðandi klausa:
„Fundur í stúdentafélaginu
haldinn í gærkvöldi, mótmælir
ákveðið svikum rikisstjórnarinn
ar í landhelgismálinu“.
Af orðalaginu verður ekki ann
að séð, en átt sé við Stúdenta-
félag Reykjavíkur og af því til-
efni vill stjórn félagsins taka
fram eftirfarandi:
Landhelgismálið hefur ekki
verið rætt í Stúdentafélaginu,
hvorki á almennum fundi félags
ins né í stjórn þess og því síður
gerðar ályktanir um það. Hins
vegar vill stjórn Stúdentafélags
ins taka fram, af þessu gefna til
efni, að hún er ekki viss um að
Tíminn væri áfjáður að birta
samþykkt hennar í landhelgis-
málinu, ef hún lægi fyrir.
Stjórn félagsins samþykkti ein
róma á fundi í gær að senda
blöðum og útvarpi fyrrgreinda
athugasemd. Með þökk fyrir birt
inguna.
Stjórn
Stúdentafélags Reykjavíkur
grunnlínur eru færðar út, eru
okkur til mikilla bóta.
Óskar Ingibergsson, formaður
á Ólafi Magnússyni:
— Ég vil sem minnst um
þetta segja. Það er bæði gott,
en hefur þó nokkuð illt í för
með sér.
Magnús Bergmann, formaður
á Bergvík:
— Bretinn hefur alltaf ætlað
sér með brambolti sínu að
koma í veg fyrir að meira yrði
að gert í framtíðinni af okkar
hálfu. Hann sá að hann var bú-
inn að tapa 12 mílunum, en með
þessum samningi taldi hann sig
ná þeim árangri, sem hann
ætlaði sér. Vissulega gat þetta
verið verra.
Gísli Jóhannesson, formaður
á Jóni Finnssyni:
— Mér líkar þetta samkomu-
lag vel. Við áttum alltaf að
semja. Með þessum samningum
hafa friðunarsvæðin aukizt, og
12 mílurnar eru viðurkenndar
af Bretum. Einnig er yfirvof-
andi hættu af fiskveiðideilunni
bægt frá bátamiðiun okkar.
Samningar nauðsynlegir
Þá hefur fréttaritari blaðsins á
Akureyri, Stefán E. Sigurðsson,
átt tal við nokkra skipstjóra og
útgerðarmenn frá Húsavík, Flat-
ey, Grenivík, Ólafsfirði og Akur-
eyri og spurt um viðhorf þeirra
til landhelgissamninganna.
Þórarinn Vigfússon skipstjóri
á Hagbarði, Húsavík, sagði:
— Við þurfum að fá 12 mílur
friðaðar fyrir Norðurlandi. Með-
an 3 mílurnar voru í gildi skröp-
uðu togararnir allt hér inn í flóa
og eyðilögðu öll línu- og f æramið.
Eftir að landhelgislínan var færð
út, kom hér aftur fiskur, og hann
er að aukast og mun enn aukast,
ef við fáum að vera í friði. Ég
hef róið hér sl. 3 vetur og í ár er
mín bezta vertíð Nú er ég búinn
að fá 260 skippund.
Páll Pálsson formaður og út-
gerðarmaður í Flatey á Skjálf-
anda: Hinar nýju tillögur ríkis-
stjórnarinnar í landhelgismálinu
munu koma Flateyingum mjög
vel. Hér búa 70—80 manns og
eiga allt sitt undir sjónum og því
sem hann gefur. Ef við fáum að
veiða hér í friði á Grímseyjar-
sundinu, eins og tillögúr ríkis-
stjórnarinnar benda á, þá mun
okkur vel vegna. Undanfarin ár
hafa togararnir eyðilagt fyrir
okkur veiðina, en nú þegar er
sýnilegur árangur af friðuninni.
Þorbj örn Áskelsson útgerðar-
maður í Grenivík sagði:
— Við þurftum að fá frið á
okkar miðum, og úr því að um
samninga var að ræða, þá tel ég
þessa, sem nú liggja fyrir mjög
hagkvæma. Fyrir Norðurlandi og
út af Eyjafirði er góð línu- og
færamið. Þau hafa ekki fengið
að vera í friði undanfarin ár, en
nái tillögur ríkisstjórnarinnar
fram að ganga, teljum við að þeim
sem þær veiðar stunda muni vel
farnast. Og það er ekki minnsta
atriði, að vita sig öruggan með
veiðarfæri og skip fyrir ágangi
togara.
Magnús Gamalíelsson útgerðar
maður Ólafsfirði: — Tvímæla-
laust eru tillögur ríkisstjórnar-
innar í landhelgismálinu til mifc
ils hægðarauka fyrir okkur Ól-
afsfirðinga. Ef við fáum að vera
í friði hér fyrir Norðurlandi með
okkar línu og okkar báta, þá mun
okkur vel vegna. Við eigum við
erfiða sjóa að etja, og það er
nægilegt, þó við þurfum ekki
einnig að berjast við veiðiþjófa,
sem reyna jafnvel að sökkva bát-
um okkar.
Björn Baldvinsson skipstjóri,
formaður Skipstjórafélags Akur-
eyringa sagði: — Þessi samning-
ur yar nauðsynlegur fyrir sjó-
menn fyrir Norðurlandi. Ég vil
séstaklega taka það fram, að
friðun Húnaflóadýpisins var
mjög nauðsynleg. Á vori kemur
fiskurinn upp að ströndinni, og
leitar síðan austur með landinu,
innan þeirra marka sem línan
hefur verið dregin um. Línu- og
færabátar fá þá að vera í friði á
þessu svæði, og það er lífsnauð-
syn bæjanna og sjávarþorpanna
frá Vestfjörðum til Langaness.
Þorsteinn Stefánsson, skipstjóri,
hafnarvörður á Akureyri: — Áð-
ur fyrr kom þorskurinn ætíð upp
að austurströnd Vestfjarðakjálk-
ans og leitaði síðan austur um
Húnaflóadýpið, Skagagrunn og
austur yfir Eyjafjörð og Gríms-
eyjarsund. Ég tel að 12 mílna
friðunarlínan á þessu svæði sé
mjög nauðsynleg og sjálfsögð til
viðhalds sjávarþorpanna á þessu
svæði. Línu- og handfærabátarn-
ir geta fiskað á þessu svæði í rð
og næði, ef togararnir ekki spilla
veiðarfærum bátanna.
Gunnar Níelsson útgerðarmað-
ur Hauganesi, sagði:
— Við hefðum gjarna viljað
færa línuna lengra út, því að hér
út af Eyjafirði hafa togararnir
löngum eyðilagt fyrir okkur veiði
og veiðarfæri, en úr því sem kom
ið er, var nauðsynlegt að gera
einhverja samninga, og þessa
samninga, sem ríkisstjórnin hef-
ur nú lagt fram, tel ég eins heppi
lega og á hefði verið kosið.