Morgunblaðið - 03.03.1961, Page 10

Morgunblaðið - 03.03.1961, Page 10
10 MORGl’NBLAÐIÐ Föstudagur 3. marz 1961 ViSINDICÍOG TÆKNI 4 Gervitunglatækin ÞEGAR hinar risastóru eld- flaugar nútímans bíða þess, að þeim verði skotið upp, bera þær við himin, eins og einhver ógnandi ferlíki frá öðrum heimum. — Og þegar eldflaugunum er skot- ið upp, leysast úr læðingi kraftar, sem skjóta jafnvel hinum huguðustu mönnum skelk í bringu. Jörðin nötr- ar undan heljarátökum eld- flauganna, þegar þær brjót- ast undan yfirráðum henn- ar. Á örskömmum tíma f þjóta eldflaugarnar af stað { og eru horfnar úr augsýn, f áður en maðurinn hefur raun { verulega skilið, hvað gerzt | hefur. Allt er svo stórfenglegt, að ] maðurinn sjálfur hverfur í { samanburði við það. Þó er erfitt að gera sér í hugarlund, að ef lítið stjórn- tæki (gyroscope), sem vegur aðeins nokkra tugi gramma og er samsett úr örsmáum hlutum, væri ekki í eldflaug- unum, yrðu þær eins og hjálparvana börn, sem ekki Útvarpstækið, sem stúlkan er með í eyranu, er nú selt í Bandaríkjunum fyrir 20 doll- ara. Er það gott dæmi um þá þróun sem átt hefur sér stað á ýmsum tækjum, eftir að gervitunglin leika. urðu að veru- létu að stjórn. Ef þær springa ekki á^jörðu niðri þá myndu þær þeytast um eins og púð- ursprengja á gamlárskvöld. Þetta er aðeins smá dæmi um það samræmi, sem á sér stað milli þess stóra og þess smáa í tækni nútímans. Jafnframt því að sumir hlut- ir verða stærri og stórfeng- legri, verða aðrir stöðugt minni og minni og þar af leið andi fíngerðari. Þetta er aðeins eðlileg af- leiðing geimaldarinnar því að eftir því sem tækin eru smærri, því minna rúm taka þau. Er þá hægt að koma fyr- ir fleiri tækjum í gervitungl- unum sem háð eru ákveðnum stærðum. Upphaflega snerist þessi „fíngerning" fyrst og fremst um hluti, sem nota átti við eldflaugar og geim- rannsóknir, en smám saman hefur hún breiðzt út og færst einnig yfir á önnur svið. Þeir sem vinna við að gera þessa smáu hluti, hafa það fyrir máltæki, að svo framar lega sem hluturinn sjáist með berum augum, þá sé hann stór. Þetta er auðvitað orðum aukið, en samt verða menn furðu lostnir, þegar þeir hafa fyrir augum sér eitthvert af hinum smáu og Þessi mynd sýnir lítið rafmagnstæki, sem komast fyrir í venjulegri fingurbjörg. fíngerðu tsekjum, sem nú eru framleidd í stórum stíl. Menn hafa fyigzt með því hvernig útvarpstækin hafa minnkað ár frá ári, og nú er svo komið, að hægt er að stinga þeim beint í eyrun, og láta þau vera þar eins lengi og hver vill. Menn hafa jafnvel framleitt svo lítil sjónvarpssendi og töku tæki, að þeir láta þau fara í gegn- um meltingarfæri manna til þess að rannsaka starfsemi 'þeirra. Það er ávallt þannig, að þegar einhver ný tækni er fundin upp, þá er það eins og þegar steini er kastað í lygnt vatn. Öldurnar breið- ast út í allar áttir. Geimtækn in, sem upphaflega var að- eins tengd gervitunglunum er smám saman tekin 1 notk- un á öðrum sviðum. OUR EVER CHANGING WORLD By OHo O. Binder OUR EVER CHANGING WORLD By OHo O. Binder LIGHTNING IDEAL We/GHTieaSN£BS FOR WEAK HFARTS / : OPERATING ROOA IOp% GERfA-FREB • © Á HVERJUM degi verða um 25.000 eldingar að jafnaði 20 manns að bana. Eidingin fer frá jörðunni og upp í skýin, en þeim slær ekki niður úr skýj- unum, eins og margir halda. Geim-hjúkrun FRAMSYNIR menn segja, að í framtíðinni verði sjúkarhús- um komið fyrir í gervihnött- um, sem ganga umhverfis jörðu, og þar verður hægt að gera „kraftaverk", stunda Iækningar, sem ekki er hægt að gera hér á jörðu. Hjarta- veikir’munu hafa miklu meiri möguleika til að fá bata, þeg- ar þyngdarlögmálið hefur ekki lengur áhrif á þá. Þar á ekki Vegna þess að stjórnkerfi eldflauganna þurfti svo fín- gerð tæki, þá höfum við nú tannbora, sem snúast svo hratt, að sársauki finnst varla. Tannborarnir snúast á sams konar legum og sum stjórntækin í eldflaugunum. Vegna þess að gervitunglin þurftu svo smágerð tæki við útvarpssendingar sínar þá eru nú til smá heyrnartæki, sem gera mörgum það kleyft að heyra raddir og hljómlist, sem þeir gátu ekki látið sig dreyma um að heyra fyrir nokkrum árum. Til þess að stjórna hinum flóknu hreyf- ingum geimflauganna þarf margbrotna rafeindaheila. Þessir rafeindaheilar eru nú notaðir af ýmsum fyrirtækj- um, bönkum eða tryggingar- stofnunum, til þess að létta á hinu þreytandi bókhaldi. _ Þeir eru ekki stæri núna en venjuleg skrifborð, en eiga samt eftir að minnka enn meira. Hin örsmáu segul- bandstæki, sem eru á stærð við eldspýtustokk og notuð hafa verið í gervitunglunum, fara nú að ryðja sér til rúms í viðskiptalífinu. Fram- kvæmdastjórar fyrirtækja lesa bréfin inn á lítil vasa- segulbandstæki, sem einka- ritarar þeirra síðan vélrita eftir. Svona mætti lengi telja, því alls staðar eru gervi- tunglatækin að ryðja sér til rúms, og spurningin er, hvort þessar framfarir réttlæti ekki einmitt alla þá peninga- sóun, sem virðist fara til einakis í gervitunglin. Það virðist þó aðeins vera þann- ig fljótt á litið. Það er ekki hægt að meta þá þekkingu í peningum, sem gervitunglin hafa fært mönnum með mæli tækjum sínum. En við lifum á geimöldinni, þegar ekkert er það stórt, að það sé ekki hægt að gera það stærra og ekkert er það lítið, að ekki sé hægt að gera það minna. að þurfa að óttast alls kyns sýkla, sem gera skurðlæknum oft erfitt fyrír — og geim- geislarnir verða líka notaðir til lækninga. ★ . Afli og atvinna á Dalvík DALVÍK, 1. marz. Enn er sama ▼eðurblíðan og verið hefur, það •em af er þessum vetrL Nokk- urt föl er til fjalla, en snjólaust I byggð, og vegir greiðfærir •ins og á sumardegi. Sjór hefur verið stundaður af kappi allt frá áramótum, og er það eins dæmi í sögu vélbáta- útgerðar á Dalvík. Afli var sæmilegur í febrúar. Segja má, að heildarútkoma línuveiðanna hafi orðið betri en vonir stóðu tu, en flestir smærri bátanna hættu línuveiðum um miðjan febrúar og hafa síðan stundað rauðmagaveiðar. Afli þeirra hef Ur verið góður, en tregur mark- aður. Nokkurt magn hefur þó verið sent með bíl til Reykja- víkur, og fengizt gott verð fyrir. Annar hinna stærri línubáta, Bjarmi, er nú hættur veiðum hér, en býr sig á netaveiðar á Suðurlandi, en Hannes Hafstejn mun halda áfram eitthvað fram eftir mánuðinum. Björgúlfur, sem undanfarið hefur stundað línuveiðar, bæði í Faxaflóa og við Norðurland, hefur nú rekið troll og leggur sennilega út í dag. Togveiði hefur verið afar rýr að þessu, en virðist nú held- ur að glæðast. — Björgvin kom inn í gær með 45 tonn eftir 6 daga útivist, og er það hið mesta, sem hann hefur fengið. Fullyrða má, að þótt heildar- aflamagnið sé ekki mikið, þá hefur útgerðin skapað hér meiri og jafnari atvinnu, en venju- legt er á þessum árstíma. — SPJ. Aflabrögð ESKIFIRÐI, 1. marz. — Á Eski- firði eru nú komnar 752 lestir af fisk í land frá áramótum. Afli Eskifjarðabáta á sama tíma er 640 lestir, og skiptist hann á bát- ana, sem hér segir: Guðrún Þor- kelsdóttir 157; Vattarnes 150, Sel- ey 137; Hólmanes 130; og Björg 66 lestir. Aðkomubátar, sem hér hafa lagt upp hafa fengið 112 lestir. Mjög miklar ógæftir hafa haml að veiðum hér fyrir austan og suðaustan land undanfarinn mán- uð. — G. W. Kynnir sér fræðslumynda- söfn NÝLOKIÐ ER í London þriggja daga ráðsstefnu um gerð og dreifingu fræðslumynda. Meðal fulltrúa á ráðstefnunni var Gest ur Þorgrímsson og fór hann á vegum fræðslumyndasafns ríkis ins. Er það í fyrsta sinn, sem ís- land á fulltrúa á slíkri ráðstefnu. Ennfremur voru viðstaddir sér- fræðingar um kvikmyndagerð frá Frakklandi, Vestur-Þýzkalandi, Ítalíu, Luxemburg, Hollandi, Austurríki, Danmörku, Irlandi, Noregi og Spáni auk áheyrnar- fulltrúa frá UNESCO, menningar og fræðslustofnun Sameinuðu þjóðanna. Á ráðstefnunni voru boriu fram tilmæli um, að sérfræðingar Evrópuráðsins um menningarleg efni kæmu saman af og til og kynntu sér þær fræðslumyndir, sem líklegar væru til þess a3 auka skilning og vinsemd þjóða í milli. Einnig var lögð áherzla á nauðsyn þess, að auðvelduð yrði dreifing fræðslumynda með lækkun eða afnámi tolla. Fulltrúum voru sýndar marg ar nýjar fræðslumyndir, meðan á ráðstefnunni stóð. Að henni lokinni lagði Gestur Þorgríms- son upp í viku ferðalag um Eng land á vegum British CounciJ til þess að kynna sér fræðslu- myndasöfn og möguleika á þvl að fjölga sýningum fræðslu- mynda á íslandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.