Morgunblaðið - 15.03.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.03.1961, Blaðsíða 1
24 síður > 18. árgangur 61. tbl. — Miðvikudagur 15. marz 1961 Prentsmiðja Morgimblaðsins Vildum lögbinda 12 mílur í Genf Lýsum nú yfir óframholdandi útfærsiu, um leið og við fúum þær sumþykktur Styðja framsóknarmenn og kommunistar „kapitalistísku" stjórnarstefnu veraldar ÞAÐ vakti mikla athygli í útvarpsumræðunum í gærkvöldi, að Þórarinn Þórarinsson, ræðumaður Framsóknarflokksins, og Hannibal Valdimarsson, fulltrúi kommúnista, lýstu báð- ir yfir trausti á kapítalistísku stjórnarstefnu veraldar, stcfnu Bandaríkjastjórnar. Hefur þessum flokkum fram að þessu þó þótt nóg um hið íslenzka „auðvald“, svo að það kemur kynlega fyrir sjónir, að þeir skuli vilja innleiða hér sjálft „Ameríkuauðvaldið'*. Hitt er svo annað mál, að frek- legri móðgun hefur áreiðanlega ekki dunið á Kennedy Bandaríkjaforscta á stjórnmálaferli hans en að vera í senn bcndlaður við kommúnisma og kallaður framsóknarmaður. Vantrauststillögu þá, sem til umræðu var, báru stjórnarandstæðingar fram vegna þess að stjórnin hefði svikið hagsmuni þjóðarinnar og bundið hendur hennar um aldur og ævi. Ásökun þessa hrakti Jóhann Hafstein ræki- lega, þegar hann benti á, að á tveimur Genfarráðstefnum hefðu íslendingar barizt fyrir því að fá 12 mílna fiskveiði- lögsögu ákveðna sem alþjóðalög. Ef sú tilraun, sem allir voru sammála um, hefði tekizt þá hefðum við bundið hend- ur okkar. En nú náum við 12 mílunum án þess að binda okkur nokkuð og lýsum því m.a.s. yfir í samkomulaginu við Breta, að við rnunuin halda áfram að vinna að frekari útfærslu fiskveiðilögsögunnar. Jónas Pétursson vék að því, hvort við hefðum átt að leita sam komulags- eða ekki. Taldi hann einsýnt, að það hefði verið rétt, við hefðum vitað að hverju við gengum með samkomulaginu, en hefðum við neitað að semja hefði beðið okkar fullkomin óvissa. Þá ræddi Jónas nokkuð stefnu Frh. á bls. 2 •*/ "1 won'i be abie to look Nelson in Ihe eye again.' Ingemar Johan son kyrrsettur í Eondoríkj- unum Miami Beach, Florida, 14. marz. (NTB/Reuter) INGEMAR Johansson, hnefa leikara, hefur verið synjað um Ieyfi til að fara frá Bandaríkjunum og fengið skipun um að mæta fyrir rétti á miðvikudaginn vegna skattamála hans. Halda yfir- völdin því fram, að Johans- son skuldi yfir eina milljón dala i skatta i Bandaríkjun- um. FuIItrúar hæjarfógetans I Miami Beach biðu hnefaleik- arans í búningsherbergi hans i gærkvöldi, er hann kom frá keppninni við Floyd Patterson. Afhentu þeir hon- um skrifleg fyrirmæli um að dveljast um kyrrt þar til annað yrði ákveðið. Talsmaður innflytjendaeft- irlitsins í New York segir, að skrifað hafi verið til allra flugfélaganna og þau beðin að gera viðvart ef Ingemar Johansson reyni að fara úr landi. IMýjar tillögur Banda ríkja á kjarnorku- 1 ráðstefnunni í Genf Washington, 14. marz. NTB — Reuter. JOHN Kennedy, forseti, til- kynnti í dag, að stjórn Banda- ríkjanna sé staðráðin að gera allt sem unnt er til þess að sam- komulag náist á kjarnorkuráð- stefnunni í Genf, sem hefst 21. marz. Kveðst forsetinn vona að samkomulag náist á heilbrigðum og réttlátum grundvelli um, að stöðvaðar verði tilraunir með kjarnorkuvopn og eftirlit verði haft með þeirri stöðvun. Forsetinn lýsti þessu yfir, eftir viðræður hans og Arthurs Dean, sem verður'formaður bandarísku sendinefndarinnar á ráðstefn- unni í Genf. Hann sagði, að Dean og bandaríska sendinefnd- in hefðu fengið í hendur áætlun, sem ekki aðeins kunni að leiða til þess að menn haetti að dreifa atómvopnum um allar jarðir, heldur kunni hún einnig að hafa mikið að segja fyrir samninga um afvopnun og þar með fyrir Flugvél ferst HELSINGFORS, (NTB-AFP). — 14. marz. — Ein af hinum finnsku kennsluflugvélum loftvarnarráðs ins hrapaði til jarðar í dag rétt utan við Helsingfors og fórst með henni einn maður. Orsök slyssins mun vera sú að flugvélin rakst á háspennustreng. heimsins í fram- frið og öryggi tíðinni. Sendinefndir Breta og Banda- ríkjamanna hafa í tvö og hálft ár rætt við sendinefndir Rússa, sagði forsetinn. Verulegur grund völlur hefur verið lagður að ár- angri með þeim viðræðum, en enn eru óleyst mikil vandamál. Síðustu vikurnar hefur stjórn Bandaríkjanna íhugað vandlega hin tæknilegu og stjórnmálalegu vandamál, sem enn standa í veg- inum fyrir samkomulagi. Árang- ur þessa starfs, sagði Kennedy, eru nýjar tillögur, sem banda- ríska sendinefndin hefur með- ferðis til Genf og sem geta orðið grundvöllur samkomulags sem réttlátt er gangvart öllum aðil- um. — Ég vona, sagði forsetinn að lokum, að tillögur þessar verði samþykktar svo að viðræðendur geti haldið áfram því starfi að koma á fyrsta samkomulaginu á atómöldinni um alþjóðlega af- vopnun og eftirlit. Portúgalir sakaðir um þjóðarmorð í Angóla New York, 14. marz. NTB — AFP. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóð- anna ræddi í dag málefni portú- gölsku nýlendunnar Angola, sem er á vesturströnd Afríku. I for- sæti á fundinum var Adlai Stev- enson, aðalfulltrúi Bandaríkj- anna, en nú feirgu sæti í ráðinu fulltrúar Ghana og franska Kongó. Fulltrúi hins síðarnefnda, Am- manuel Dadet, sagði að ekkert fengi lengur hindrað framgöngu Afríkumanna í Afríku. Hann sagði, að nú væri komið að Sal- azar, einræðisherra Portúgals, að gera sér ljóst að Evrópumenn yrðu að aðhæfa sig þeirri þróun. — í stað þess að gera sér ljóst að við lifum á tuttugustu öld- inni, sagði Dadet, — reynir Sal- alzar að hegða sér eins og við lifum á miðöldum. Dadet ákærði Portúgali fyrir þjóðarmorð í Angola. Hann hélt því fram, að portúgölsku yfir- völdin brenndu þorp og hand- tækju frelsisvini, — jafnvel í i kirkjum. Sagði hann einu leið- ina að taka yfirráð Angóla úr höndum Portúgala og styðja þannig tillögu Líberíu þar að Frh. á bls 23 Ncison og Iok Þorskastríðsins TEIKNINGIN af brezku sjó- liðunum hér fyrir ofan birt- ist fyrir nokkru í kanadíska blaðinu Winnipeg-Tribune, en síðan fékk vestur-ís- lenzka blaðið Lögberg-Heims kringla leyfi til að birta hana. Brezku sjóliðsforingjarnir eru stúrnir á svip að lesa stóra frétt í blaði og horfir Nelson á þá af mynd á veggnum. Fyrirsögnin í blað inu hljóðar svo: Bretland gefst upp fyrir Islandi í þorskastríðinu. Verður öðr- um sjóliðanna þá að orði: — Nú get ég ekki litið framan í Nelson aftur. Vestur-íslenzka blaðið LögJ berg-Heimskringla lætur fylgja svolátandi texta: Vissulega mun það öllum Vestur-íslendingum mikið fagnaðarefni, að hinar fornu vinaþjóðir, Islendingar og Bretar, hafa nú jafnað á- greining sinn um fiskveið- arnar við íslandsstrendur. Bæði dagblöðin í Winnipeg létu £ ljósi ánægju yfir þess- um málalokum í ritstjórnar- greinum, en sum ummæli þeirra um stórþjóðina voru nokkuð skopi blandin. Ekki þykir okkur sæma að taka í þann streng, eins og nú er komið málum, því frændur okkar á Islandi hafa frá upp hafi barizt fyrir þessu máli, sem þeim var svo mikilvægt, með festu, sanngimi og sátt- fýsi og mun þeim fjarri skapi að hlakka yfir sigruð- um andstæðingi. Getum við þó ekki stillt okkur um að birta til gamans „cartoon" úr öðru Winnipeg-dagblað- inu. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.