Morgunblaðið - 15.03.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.03.1961, Blaðsíða 8
8 MORCVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 15. marz 1961 Agnar Þórðarson Nýtt amerískt leikritaskáld í STÓRBORG eins og New York er vitanlega talsverður hópur manna sem fer ekki í leikhús fyrst og femst til að skemmta sér. Það eru hinir vandfýsnu leik húsgestir sem alvarleg leiklist byggir framar öllu á. Þetta fólk fer í leikhús til að sjá nýstárlega hluti og láta koma sér á óvart, og þó að nýjungagirnin geti stund- um leitt út í öfgar þá er það lítil áhætta. Hættan er meiri af því vanabundna og staðnaða. Og þessu fólki hafa auglýsinga flúruð leikhús við Broadway og Times Square heldur lítið að bjóða, því þar er fyrst og fremst miðað við að hæna fjöldann að og sýna „kassastykki“. Með vaxandi kostnaði hefur það orðið æ meir ríkjandi sjónar- mið á Broadway, enda þarf eng- ar smáfúlgur til að koma upp hverri leiksýningu. Er álitið að hún kosti að meðaltali vart inn- an við 5 milljónir króna og þurfi leikrit að ganga upp undir 8 mán uði samfleytt til að vega upp kostnað. Af því leiðir aftur að Broadway tekur ekki nýja og óþekkta menn upp á arma sína, auðmenn hætta ekki fjármunum sínum í svo vafasöm fyrirtæki, og í hendi auglýsinganna verður hvert nafn að hafa gildi. Áhugi hinna vandfýsnu beinist því æ meir frá „stjörnu" björtum leikhúsum á Broadway niður í lítil, dimm og þægindalaus leik- hús í Grenwich Village, þar sem fólk vinnur iðulega endurgjalds- lítið við leiksýningar eða endur- gjaldslaust með öllu. Þar er ekki leiksýning „big business" heldur þörf, ástriða og leit að nýjum veruleika. Samt sem áður er samkeppnin þar hörð og miskunnarlaus, mikið undir góðum samböndum komið, jafnvel „klíkuskap“. Svo fór fyr- ir Edward Albee þegár hann reyndi að koma fyrsta einþátt- ungi sínum á framfæri. Hafði hann gengið með haún manna á milli, en þeir hrist höfuðuð og ekki litizt á unz kunningi hans kom honum á framfæri við kunnngja sinn, leikstjóra í Berlín og þar var The Zoo Story frum- sýnt 28. sept. 1959. Vakti sýning- in mikla athygli leikhússfólks og hlaut góða dóma. Nokkrum mánuðum síðar var það tekið til sýningar í litlu leik- húsi í Grenwieh Village sem vart tekur meir en um 100 manns í sæti, og þar er það enn leikið. The Zoo Story er saga af tveim úr mönnum sem hittast í Central Park. Annar, Peter, snyrtilegt prúðmenni um fertugt situr á bekk og les í bók þegar hinn ber þar að, Jerry, sem er nokkuð yngri, en illa klæddur og undar- legur í háttarlagi. Gengur hann í kringum Peter og virðir hann fyrir sér áður en hann vogar að ávarpa hann ,en loks herðir hann þó upp hugann og spyr Peter hvort hann sé giftur, hvað hann eigi mörg börn og hvort hann eigi uppáhaldsdýr. Samtalið geng ur hálfslitrótt, því að Peter, sem er dæmigerður góðborgari er tregur til að blanda geði við þennan undarlega mann, sem vill fyrir hvern mun segja honum af sjálfum sér, lýsir því hvar hann búi, að það sé grimmur hundur í húsmu sem hafi bitið hann í fótinn og telur upp hvað hann eigi í fórum sínum, en þykir einna mest um það vert að eiga klámkort. Gerist Jerry smám saman svo áreitinn við þennan friðsama sunnudagsgest í lystigarðinum að þeir fara að takast á, þó Peter sé það þvert um geð. Jerry bregður upp hníf og kemur því til leiðar að Peter verður til að reka hann á hol. Jerry deyr brosandi, og þakk látur, eimanaleik hans og von- lausu lífi er lokið, en Peter forðar sér burt skelfingu lostinn stynj- andi: guð minn góður, ó guð minn góður. Hér má skilja margt á tákn- ræna vísu eins og fleira sem eft- ir Albee hefur birzt, en hann leggur þó ekki mikla áherzlu á það. Á þessu ári hafa verið sýnd- ir í Greenwich Village þrír aðrir einþáttungar eftir hann og hafa þeir allir vakið mikla athygli og umtal. í York leikhúsinu sem er held- ur minna en Iðnó var fyrir stuttu byrjað að sýna tvo einþáttunga eftir hann saman, The Death og Bessie Smith og The American Dream. Béssie Smith, ein dáðasta negrasöngkona Bandaríkjanna lézt af völdum bílslyss 1937. Það var komið með hana stórslasaða á spítala í Memphis, en henni var ekki veitt viðtaka þar eð spítal- inn var aðeins fyrir hvítt fólk, og þetta ofstæki olli því að lífi hennar varð ekki bjargað. í leikriti Albees kemur Bessie Smith hvergi fram, enda vakir fyrst og fremst fyrir höfundin- um að lýsa aðstæðunum sem valda slíkum harmleik: þröng- sýni, hræsni og ofstæki. í The American Dream beitir höfundur mest háði og skopi, en í niðurlaginu kemur þó alvara og biturleiki meir í ljós. Deilir Al- bee á hinn dæmigerða Amerikana sem sé dofinn á tilfinningum og hugsi um það eitt að græða pen- inga. Leikritið er samt enginn reiðilestur og upphafið sérlega , fjörlegt og fyndið. Mommy og Daddy sitja í ríkmannlegri stofu. Frúin, drottnungargjörn og fas- mikil les yfir manni sínum sem situr niðursokkinn í djúpum stól, uppgefinn, makráður, náttúru- laus og leiður og til að vera viss um að hann hafi tekið eftir því sem hún hafi verið að segja hon- um lætur hún hann endurtaka það. Á heimilinu er móðir frúar- innar Grandma og hóta þau að setja hana á elliheimili, en gamla konan er alls óbangin við þau og hefur munninn fyrir neðan nefið. Margt skringilegt gerist þar á heimilinu þessa síðdegisstund í stíl Ionesco, en leikritið skiptir dálítið um tón í sam.tali unga Amerikanans og gömlu konunn- ar. Hann er ófær um að elska og þráir að hverfa aftur í öryggi og skjól móðurlífsins, en Albee sér í þessu hættu fyrir samfélagið, þar sem allt snýst um lífsþægindi og að lifa áreynslulausu og vana- bundnu geldlífi. Edward Albee sem er 33 ára er sá sem mesta athygli vekur af nýjum mönnum í amerískri leik- ritagerð um þessar mundir. Hann sameinar andlegt fjör, hugmynda flug og alvarlega íhygli, er fersk ur og fer ótroðnar brautir, og má mikils af honum vænta. New Ýork, 9. marz, Agnar ÞórSarson. Á leið til kirkju Birgðirnar þraut — svo varð að loka verzlunum og veitingahúsum UM SÍÐUSTU helgi var held ur betur glatt á hjalla í Dunoon í Skotlandi. UngiV piltar og stúlkur römbuðu um götur og skemmtistaði í sól- skininu svo hundruðum skipti — þær í litfögrum spariklæðnaði —• þeir m<V5 hvíta báta og hólkvíðar buxna skálmar. Ástæðan var sú, að fimm hundruð sjóliðar af bandaríska birgðaskipinu „Proteus“, sem þá var nýkom ið til Holy Loch skipalægisins, fengu að fara í land til þess að líta í kringum sig og fara á dansleiki, sem haldnir voru sérstaklega fyrir þá. Stúlkurnar urðu óðar og uppvægar, á laugardaginn þyrptust nær þrjú þúsund prúðbúnar ungmeyjar til Dunoon hvaðanæva að úr Skotlandi til þéss að taka þátt í dansleiknum um kvöldið. Strangt eftirlit var haft með unga fólkinu á dansleiknum og þess vandlega gætt, að allt færi fram með friði og spekt og prúðmennsku. Þó var gengið til móts við óskir sjó liðanna um að ljósin yrðu dempuð — þeim fannst held ur óþægilegt að skemmta sér í skjannabirtu neonljósanna. Sv sem .sjá má af meðfylgj andi mynd fór enkar vel á með unga fólkinu og einn sjó liðinn opinberaði trúlofun sína með 17 ára skozkri stúlku, fimm klukkustundum eftir komuna til Holy Loch. Reyndar höfðu þau kynnzt í september og síðan skrifazt á. Um jólin komu þau sér saman um að ganga 1 það heilaga áður en langt um liði og var því ungi maðurinn ekki seinn á sér að draga hring á fingur sinnar fögru, þegar til hafnar kom. fulla af smámynt og bæðu af greiðslufólkið að taka greiðsl una sjálft og varð þá ýmsum hált á heiðarleikanum. Þrátt fyrir verðhækkanirn ar urðu margar verzlanir, og veitingahús að loka þegar um fjögur leytið á laugardag, vegna þess að birgðir voru gersamlega þrotnar. Á sunnudag sóttu nokkrir hópar sjóliðanna messur í helztu kirkjum. í einni þeirra „Holy Church“ beindi prest urinn þeim tilmælum til safn Tvær lun elnn. <jr einn glasi. Verðlag hækkaði. Ýmsir atburðir urðu þó til þess að skyggja á gleði unga fólksins. Nokkur brögð urðu að því að vörur hækkuðu geysilega í verði, jafnvel á nokkrum mínútum, einkum bjor og bíómiðar, vindlingar og sælgæti. Leigubílstjórar nokkrir kröfðust a.m.k. þre faldrar greiðslu fyrir akstur milli Holy Loch og Dunoon. Þegar sjóliðarnir báru fram kvartanir sínar vegna þess, var málið athugað, og kom í ljós að þær höfðu við rök að styðjast, en í stöku tilfellum mátti þó kenna um því, að sjóliðarnir kunnu ekkert með brezka mynt að fara. Var títt, að þeir réttu fram höndina ***** ***** aðarins, að menn tækju hln um ungu mönnum með sama hætti og þeir vildu að þeirra eigin sonum yrði tekið undir sömu kringumstæðum. Ástæð an fyrir þessum tilmælum var fyrst og fremst sú andúð, sem andstæðingar samnings Breta og Bandaríkjamanna um kafbátastöðvarnar í Holy Loch, sýndu sjóliðunum. Þeir héldu útifund á laugardag til að mótmæla kafbátalæginu og um þúsund manns fóru hóp- göngu í sama skyni. Varð það bandarísku sjóliðunum drjúgt myndaefni. Á mánudag var fámennt A götunum í Dunoon — sjólið arnir voru um kyrrt í Proteus við sín venjulegu störf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.