Morgunblaðið - 15.03.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.03.1961, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 15. marz 1961 MORCVISBLAÐIÐ 11 Aukið réttaröryggi fólgið í stofnun saksóknaraembættis FRUMVARP ríkisstjórnar- innar um breyting á lögum um meðferð opinberra mála var til 1. umræðu á fundi ncðri deildar Alþingis í gær. Hér í blaðinu hefur áður verið gerð grein fyrir aðal- efni frv., sem er tvíþætt: 1) stofnað verður embætti sak- sóknara ríkisins, og verður ákæruvaldið í höndum hans en ekki dómsmálaráðherra, svo sem verið hefur, 2) ný skipan verður gerð á emh- ætti sakadómarans í Reykja- vík, sem er í því fólgin, að sakadómarar verða 3—5 og einn yfirsakadómari. — ★ —■ Bjarni Benediktsson dóms- nsálaráðherra fylgdi frv. úr hlaði og skýrði efni þess. Vék hann fyrst að fyrri meginbreyt- ingunni, sem frv. gerir ráð ’jjjjjl fyrir, s k i p u n sérstaks s a k - sóknara, sem að mestu leyti taki við þ v í valdi, er dómsmálaráð herra hefur nú um höfðun refsi mála. — Sagði hann, að 7 sinn um áður hefðu komið fram frv., sem gengu í sömu átt, en aldrei náð fram að ganga. Ástæðan til þess væri fyrst og fremst sú, að nokkur kostnaðarauki yrði sjálfsagt samfara þessari breytingu, sem hér væri lagt til, að gerð væri. Raunar mundi sjálfsagt eitthvað sparast í dómsmálaráðuneytinu, en þó ekki því sem þessum kostnaðarauka næmi. — Sagði dómsmálaráðherra það skoðun sína, að ekki væri horfandi í þennan kostnað fyrir það ör- yggi, sem breytingin hefði í för með sér. Auðsær ávinningur Ráðherrann kvað það mikið vandaverk að ákveða, hvort og hvenær höfða skyldi refsimál, en Ijóst væri, að sá vandi héld- ist óbreyttur, þrátt fyrir breyt- inguna. Og búast mætti við, að íekki verði síður deilt um 'ákvarðanir saksóknara en ákvarðanir dómsmálaráðherra í þessum efnum. En það væri mikill ávinningur að taka ákæruvaldið úr höndum ráð- herra og fela það saksóknara, þótt játa verði, að ráðherra sitji yfirleitt tiltölulega stuttan itíma og sé háður almennri gagnrýni í störfum sínum og að auðveldara sé að koma á hann pólitískri ábyrgð en sak- sóknara, sem skipaður er í stöðu sína eins og aðrir emb- ættismenn með sömu trygging- um og verði þar af leiðandi ekki látinn víkja nema hann hafi brotið af sér í starfi eða sé óhæfur til að gegna því að mati dómstóla. Sá möguleiki sé alltaf fyrir hendi, að pólitískur ráðherra misbeiti valdi sínu. Með þessu væri þó ekki sagt, að mörg dæmi væru um þetta hér á iandi, þótt oft hefðu komið fram ásakanir á hendur ráð- herra í þessa átt. Og sannleik- urinn væri e.t.v. sá, að ekki sé eins mikil hætta á þessu og orð er á gert, því að þótt ráðherra hafi að vísu úrskurðarvaldið í sínum höndum, þá séu verkin yfirleitt unnin af æfðum starfs- mönnum sem líti sömu augum á hlutina og saksóknari mundi gera. Og undir ráðherra sé að jafnaði ekki borið annað en það, sem talið er svo mikið álitamál, að rétt þyki, að æðsti embættismaðurinn fjalli um það. En það væri ekki nóg, að misbeiting ákæruvaldsins sé sjaldgæf, sagði dómsmálaráð- herra. Það væri ekki síður þýð- ingarmikið að koma í veg fyx- ir, að hægt sé að telja almenn- ingi trú um, að misbeyting valds eigi sér stað. Og stjórn- málamaður, sem með þetta vald færi, eigi frekar á hættu að vera sakaður um slíka mis- beitingu en hlutlaus embættis- maður. Almenningur mundi sjálfsagt telja meira réttarör- yggi fólgið í því að fela þetta vald hlutlausum embættismanni en stjórnmálamanni, sem fyrir- fram hefði nær helming þjóð- arinnar á móti sér. Sagði ráð- herrann, að það væru fyrst og fremst þessi sjónarmið, sem að sínu áliti mæltu með breyting- unni, en ekki það, að hann væri endilega viss um, að saksóknari mundi vinna verkin betur en ráðherra hefur gert. En enginn skyldi ætla að fullkominn frið- ur ríkti um starf hans, því að eftir sem áður þyrfti að taka umdeilanlegar ákvarðanir. Frekari endurskoðun nauðsynleg Þá benti dómsmálaráðherra á, að brýna nauðsyn bæri til að endurskoða alla meðferð op- inberra mála fyrir dómurum. Eins og henni væri nú háttað mætti segja að rannsókn dóm- aranna leiddi til þess að þeir fengju ákveðnar skoðanir á sakarefninu og að rannsókn lok- inni gætu þeir verið í þeim huga, að þeir væru ekki færir um að kveða upp hlutlausan dóm, því að um leið væru þeir að kveða upp dóm yfir eigin verkum. Þessi skipan hefði við- gengizt hér á landi vegna þess að við höfum ekki treyst okkur til þess að verja nægilegu fjár- magni til þessara mála. Þessi gamla skipan væri nú orðin úr- elt og veitti sakborningi ekki það öryggi, sem eðlilegt er, að hann njóti. Kvað ráðherrann það ásetning sinn að láta undir- búa nýja löggjöf um þessi at- riði, en slíkur undirbúningur tæki langan tíma og ástæðu- laust væri að draga þá réttar- bót, sem hér væri á ferðinni. Þetta væri þaulrætt og hugsað mál, en hitt miklu flóknara og minna rætt ennþá. Fjölgun sakadómara Síðara meginatriði frv. kvað dómsmálaráðherra þýðingar- minna, en í því fælist heimild til þess að fjölga sakadómurum í Reykjavík í 3—5 og verði einn þeirra yfirsakadómari. Af þessu kynni að leiða nokkum aukakostnað, en hann væri þó hverfandi. Benti ráðherrann á, að réttarstaða þeirra, sem nú starfa sem fulltrúar við emb- ættið væri mjög óviss, og þegar þess væri gætt, að þetta væru annamestu dómarar landsins, væri augljóst, að þeim yrði að skapa a.m.k. sama öryggi og þeim, sem færri dóma kveða upp. í lok ræðu sinnar lýsti dóms- málaráðherra því yfir, að næði þetta frv. fram að ganga, mundi hann bera fram á næsta þingi hliðstætt frv. um borgardómara embættið og e.t.v. fleiri emb- ætti, en kvaðst ekki að svo stöddu reiðubúinn til þess að ræða það mál nánar. Gísli Jónsson varpaði fram fyr irspurnum til dómsmálaráðherra varðandi 2 atriði frumvarpsins. Þórarinn Þórarinsson lét í ljós þá skoðun, að hér væri um að ræða mál, sem telja yrði meðal merkustu mála þessa þings. Þá vék Þórarinn nokkuð að þvi, að dómsmálaráðuneytið hefði ekki nógu mikinn mannafla til þess að geta sinnt ýmsum verkefn- um sem skyldi. Bjarni Benediktsson dómsmála ríöherra svaraði fyrirspuxnum Gísla Jónssonar. Þá tók hann fram, að það væri rétt, að dóms- málaráðuneytið hefði ekki á nógu miklum mannafla að skipa til þess að geta rækt eins og skyldi ýmis verkefni, sem þó yrðu að teljast mjög nauðsynleg, og þessi staðreynd ætti ekki minnstan þátt í því hve lar.gan tíma rannsókn ýmissa mála tek- ur. En það væru þó einkum 2 mál, sem ráðuneytið þyrfti að geta unnið betur að: 1) Hafa þyrfti betra eftirlit með embætt ismönnum. Eins og sakir stæðu væri ekki nógu gott eftirlit með því af hálfu dómsmálaráðuneyt isins, að þau verk séu unnin, sem brýnust eru. Og þar sem fjármálaráðuneytið hefði nú komið á allgóðu eftirliti að því er fjármál embættanna varðaði, þá væri hætta á, að þeir freist- uðust til þess að leggja áherzlu á að halda fjármálunum í lagi, en létu önnur störf sitja á hakanum. 2) Þá þyrfti dómsmálaráðuneyt- ið að hafa á að skipa meiri mann" afla til undirbúnings löggjöf í ríkara mæli en verið hefur. Á hinum Norðurlöndunum væri allsherjarendurskoðun löggjafar og umsjón með löggjöf, sem und irbúin er í öðrum ráðuneytum, eitt aðalverkefni dómsmálaráðu I neytanna. 'siswnr*/ skrifar um: KVIKMYNDIR Stjörnubíó: GYÐJAN Það fara margar sögur og ekki glæsilegar af lífi sumra kvikmyndaleikaranna í Holly- wood og hinni hörðu baráttu sem margir leikaranna hafa orð ið að heyja til þess að ná þar verulegum frama. Hin ameríska mynd, sem hér er um að ræða fjallar á mjög áhrifaríkan hátt um þetta efni. Ung telpa, Emily Faulkner elzt upp með móður sinni í einu af suðurfylkjum Bandaríkjanna. Móðirin sýnir henni litla blíðu og barnið er mjög einmana. Þegar Emily ér orðin fullþroska fara piltarnir að sækjast eftir henni og hún gerist þeim ærið eftirlát. En hún á þá þrá heitasta að verða kvik- myndastjarna. Dag einn rekst hún á drukkinn mann í götu- ræsinu. Það er sonur frægs leik- ara, sem einnig hefur verið of- Stýrimann og II. véSstjóra vantar á bát frá Keflavík, sem veiðir með þorskanet Upplýsingar í síma 1201, Keflavík og 11733, Reykja- vík. H afnarfjörður nágrenni Pökkunarstúlkur óskast strax. Hraðfrystihusið Frost h.f. Hafnarfirði — Sími 50165. — Málarinn Framh. af bls. 15. leið. Maður verður að mölbrjóta allt með annarri hendi og halda hinni um leið fram til þess að þiggja ölmusu. Aðeins ídealistar lenda á gálganum....“ . . . „Væmnin (á opnunardeg- inum) verkaði eins og ópíum. Jafnvel opnunarræðan, sem ein_ mitt hafði áhrif vegna hrokans, væmninnar og lákúrulegrár metnaðargirni, var óhindruð til enda flutt. Þá sagði ég við sjálf- an mig: Borgar það sig í ver_ unni að blekkja fólk, sem gin svona við blekkingunni eins og við jólaköku með rúsínum." ....,,Ég er hundrað sinnum dauður en duft líks míns sáldr- ast eins og eiturský yfir jörðina og smitar jafnvel afskekktustu kima og skúmaskot með fúa og rotnun. Alltaf þar sem nógu margir menningartarfar eru saman komnir, mun ég vera með í hópnurn." — Slík eru þau spaklegu orð, sem blásin voru í brjóst hins nýlátna og aldrei iif- anda Bólusar Krims, sem fædd- ist í dauðateygjunum á einhverri listasamkundu í Schwabing, þessari „hugmynd", sem síðan varð orsök mikilla bollalegginga og deilna um allt land. Þau eru næstum því spámannsleg. ólm. drykkjumaður. Emily eigir þarna tækifæri til að nálgast takmark það að verða kvik- myndaleikkona. Hún tekur manninn, er heitir John Tower, upp úr götunni, fer með hann í gistihús og vakir yfir honum um nóttina. Þau gerast góðir að lokum dáð kvikmyndastjarna. En hún hefur keypt þennan frama dýru verði, því að þegar hér er komið er hún orðin drykkfeld og eiturlyfjaneitandi og svo taugaveikluð að nálgast algert brjálæði . . . Mynd þessi, er sem áður seg- vinir og giftist. Þau eignast eina dóttur, en brátt skilja leið- ir þeirra. John hefur ekki dreg- ið úr drykkjuskapnum og loks fer hann í stríðið. Emmily er ekki þeim vanda vaxin að ann- ast dóttur sína og skilur hana eftir hjá móður sinni. Síðan ligg ur leið Emily til Hollywood. Þar hefst fyrir alvöru baráttu- og harmsaga hennar. Hún lend- ir í misjöfnum félagsskap, tek- ur óspart þátt í taumlausu lífi kvikmyndafólksins þar í borg með öllu sem því fylgir. En henni tekst að vekja á sér at- hygli og fær hlutverk í kvik- myndum en þó ekki alveg án endurgjalds, því hún er fríð og girnileg. Hún hlýtur nú skjótan frama, sem leikkona og verður ir mjög áhrifarík og vel gerð, en það sem öðru fremur mun gera hana minnisstæða er stór- brotinn og sannur leikur Kim Stanley í hlutverki Emely. Hef ég ekki um langt skeið séð jafn frábæran leik í kvikmynd. Fornminjar Framhald af bls. 6. Katanes til Þorfinns jarls og var þar lengi síðan og fóstraði hann, er jarl var ungur, og var síðan kallaður Þorkell fóstri, og var hann ágætur maður. Fleiri voru þeir ríkismenn, er flýðu úr Orkneyjum fyrir ofríki Ein- ars jarls; flýðu flestir til Þor- finns jarls, sumir til Noregs og ýmissa landa“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.