Morgunblaðið - 24.03.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.03.1961, Blaðsíða 2
3 MORGTJyBLAÐlÐ Föstudagur 24. marz 1961 Farmskemmdirnar féllu ekki undir farmsamninginn 1 HÆS’f ARÉTTI er genginn dóm ur í skaðabótamáli, sem Sölu- samband íslenzkra fiskframleið- enda höfðað gegn vátryggingarfé laginu Trolle & Rothe h.f. f.h. eig enda flutningaskiipsins Walburg. Skip þetta tók S.Í.F. á leigu til flutnings á um 600 tonnum af saltfiski frá ýmsum höfnum hér á landi, suður til Ítalíu. Skaðabótamál þetta reis út af óhappi er kom fyrir er verið var að lesta skipið norður á Húsa- víkurhöfn 18. desember 1956. Það var verið að dsela olíu í geymi, þegar allt í einu spýtt- ist olía út um loftleiðslupípu geymisins með þeim afleiðingum að olían skvettst yfir hluta af saltfiskfarminum. Kom í Ijós að 162 saltfiskspakkar höfðu eyði- lagzt. Þegar S.Í.F. greiddi farm- gjaldið hélt það því eftir þeirri fjárhæð sem greiðslu fyrir tjónið á fiskinum. Sú upphæð var £ 690-19-0, og það er fjárhæð súj sem þetta mál snýst um. Það lagaákvæði sem deilt var um í þessu máli er 2. gr. farm- samningsins, hvort ákvæði þess- arar greinar nái til þessa atviks. En í því segir m. a. á þessa leið: „Eigendur skulu vera ábyrgir fyrir vörutapi eða vöruskemmd- tun, eða fyrir töfum á afhendingu varanna aðeins svo fremi sem tap ið, skemmdirnar eða tafirnar hafa orsakazt af rangri eða hirðuleysi islegri hleðslu varanna . . .“ S.Í.F. hafð haldið því fram að 2 gr. farmsamnings ætti hér við, og bæri því skipið ábyrgð á hversu fór. Benti S.Í.F. Bifreið í sjóinn ^issabon, Portugál, 23. marz. (Reuter). NOKKUR hundruð manns söfnuðust saman fyrir utan bústað bandaríska ræðis- mannsins í Luanda, höfuð- borg portúgölsku nýlendunn- ar Angola í gærkvöldi, tóku bifreið ræðismannins og veltu henni í sjóinn. Samkvæmt fréttum portú- gölsku fréttastofunnar Lusitan- ia, safnaðist fjölmenni saman fyr ir utan ræðismannsbústaðinn til að mótmæla framkomu Banda- ríkjanna hjá Sameinuðu þjóð- unum varðandi Angola. Frétta- stofan segir að 15 manna nefnd hafi setlað að ganga á fund ræð jsmannsins, en hann haíi vísað þeim burt. Mannfjöldinn sem safnast hafði saman utandyra réðist þó á bifreið ræðismanns- ins og velti henni í sjóinn. Fulltrúi Bandaríkjanna greiddi atkvæði með því, ásamt fulltrúa Sovétríkjanna og þriggja ann- arra ríkja, að öryggisráðið léti fara fram rannsókn á ástandinu f Angóla. Tillagan náði ekki fram að ganga, þar sem sjö atkvæði þarf til samþykktar. m. a. á að „olíugosið" hafi átt sér stað vegna þess að loft hafi verið á geyminum og hafi hér verið um að ræða vanrækslu skips- manna og hafi hún hún orðið or- sök þess hvernig fór. Hæstiréttur staðfesti dóm Sjó og verzlunardóms í málinu og segir þar m. a.: „Á það verður ekki fallist hjá stefnda (S.Í.F), að farmskemmd- ir þær, sem hér um ræðir, falli undir ábyrgðarákvæði 1. málsgr. 2. gr. farsamningsins. Eftir ákvæði þessu er það skilyrði fyr- ir ábyrgð farmflytjanda á vöru- skemmdum, að þær hafi orsakazt af rangri eða hirðuleysislegri hleðslu varanna í farmrými, og er þar að sjálfsögðu átt við vörur þær, sem teknar hafa verið til flutnings. Nú orsökuðust um- ræddar skemmdir ekki af rangri eða hirðuleysislegri hleðslu þeirra vara, heldur af mistökum við fermingu brennsluolíu í skip- ið og nær ábyrgðarákvæðið ekki til þess tilviks. Að þessu athuguðu, og þegar virt eru önnur ákvæði 2. gr. farm samningsins, sem varðar undan- þágu stefnenda (T og R f. h. skipsins) sem farmflytjenda frá ábyrgð, verður að telja undan- þágurnar svo víðtækar, að þær taki til tilviks þess, er var orsök vöruskemmdanna, og á stefndi (S.f.F.) því ekki rétt til bóta úr hendi stefnenda (vátryggingafé- lagsins) á tjóninu, sem hlauzt vegna þeirra. Af þessu leiðir, að dæma ber stefnda til þess að greiða stefnendum eftirstöðvar farmgjaldsins eða hina um- stefndu fjárhæð með vöxtum eins og krafizt hefur verið, en eftir atvikum og öllum málavöxtum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. ísleifur Árnason, fulltrúi borg- ardómara, kvað upp dóm þennan, ásamt samdómendum Ragnari Jónssyni, hæstaréttarlögmanni og Þorsteini Loftssyni, vélfræðiráðu naut“. D ó m s o r ð : Stefndi, Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda, greiði stefn- anda, Trolle & Rothe h.f. f. h. eigenda m/s Walburg, £ 6917-9-0 með 6% ársvöxtum frá 1. janúar 1957 til greiðsludags innan fimmt án daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lög- um. Iðnaðarmannafélag Akraness 30 ára —® Danskir sjónvarpsmenn dvelj ast um þessar mundir hér á landi til að safna efni. Hér á myndinni sést einn þeirra taka myndir af umferðinni í Lækj- . argötu. a AKRANESI, 23. marz: — Iðnað- armannafélag Akraness er 30 ára á þessu ári, stofnað 19. apríl 1931. Fyrsti formaður þess var Ingimar Magnússon, annar Jó- hann P. Guðnason, þriðji Finn- ur Árnason og fjárði og núver- andi formaður þess er Kjartan H. Guðmundsson. Aðalhvatamaður að stofnun þess var Jóhann P. Guðnason, og hefur hann verið heiðursfélagi þess í áratug. Það er eitt af stofnfélögum Landssam bands iðnaðarmanna. Iðnaðarmenn hér á Akranesi hafa lengst af notið beztu launa- kjara, sem tíðkazt hafa á hverj- um tíma í landinu. Á seinustu 15—20 árum má heita, að búið sé að byggja ný hús eða íbúðir handa nærri hverri fjölskyldu í bænum, auk iðjuvera og opin- berra bygginga, án þess að þurfa að fá iðnaðarmenn að. Félagar eru nú 140 og árgjaldið 200 kr. Eignir félagsins nema alls 200.000 kr. Á öðru eða þriðja starfsári hratt félagið af stað stofnun Iðn- skólans hér. Fyrsti skólastjóri Jóhannes Jóhannesson opnar málverkasýningu Sements- verksmiðjan í tveggja mánaða hreinsun AKRANESI, 23. marz. — Sem entsverksmiðj an er nú að hætta störfum og á að fara 1 tveggja mánaða hreinsun, þar sem vélar allar verða yfirfamar og nauð- synlegar endurbætur gerðar, svo sem á rykbyndingartækjunum. Þetta er hentugur tími til þess ara hluta, því nú stendur vetrar vertíðin hæst. —Oddur KL. 2 á laugard. opnar Jóhannes Jóhannesson, listmálari, sýningu í Listamannaskálanum og sýnir þar 28 olíumálverk. Verður sýn- ingin opin fram á annan páska- dag á venjulegum sýningartíma kl. 10—22. — ★ — Fréttamaður blaðsins leit inn í Listamannaskálann í gær. Lista maðurinn var þá að koma fyrir myndum sínum, klæddur gæru- fóðrinu úr úlpunni sinni, rétt eins og Kjarval á til. En það reyndist árangurslaust að bíða eftir fleiri listamannalegum kringilegheitum, sem í frásögur væru færandi. Jóhannes hafði ein faldlega farið í þetta til hlífðar kuldanum I húsinu, og stóð bara og beið eftir að lagðar væru fyrir hann spurningar um mynd- imar. Sýningarmálverkin, sem stóðu reist upp við veggina, eru flest ný, máluð á undanförnum tveim ur árum. Jóhannes hefur ekki baft sjálfstæða sýningu í Lista- mannaskálanum síðan 1947, en haldið nokkrar minni sýningar annars staðar og tekið þátt í flestum samsýningum hérlendis og þeim erlendis, sem fslending- ingar hafa átt myndir á. Mynd- irnar heita ýmsum nöfnum, þó þær séu ,abstrakt‘, gjarnan tilvitn unum í kvæði. — Nöfnin eru ekki beinlínis skýringar, miklu fremur ur svo fólk geti aðgreint mynd- irnar hverja frá annari, sagði listamaðurinn. Ég held að nöfnin eigi ekki að trufla, þegar þau eru svona valin. , Jóhannes er silfursmiður að fagi, smíðar modelskartgripi hjá skartgripaverzlun Jóns Sigmunds sonar. Aðspurður hvort það starf færi ekki vel saman við list- málun, sagði Jóhannes að þetta tvennt færi ágætlega saman, þar sem í báðum tilfellum væri feng- izt við form, þó alltaf sé erfitt að þurfa að skipta sér. hans var frú Svava Þorleifs- dóttir. Þorgeir Jósepsson hefur setið í stjórn Iðnskólans óslitið frá upphafi. Núverandi skóla- stjóri er Sverrir Sverrisson cand. theol. — Oddur. Jafntefli - Tal Botvinnik EINS OG SKÝRT hefur verið frá fór fjórða skák þeirra Botvinniks og Tals í keppninni um heims- meistaratitilinn í bið á miðviku dagskvöld. Þegar meistararnir mættu aft- ur til leiks í gær, bauð Tal jafn tefli, sem Botvinnik þáði. Eftir fjórar umferðir standa því leik ar þannig að Botvinnik hefur 2’/2 vinning en Tal 1 %. Tefldar verða 24 umferðir og nægja Tal 12 vinningar til að halda heimsmeistaratitlinum, en Botvinnik þarf 12% vinning til sigurs. Togari með rifbeinsbrotinn skipverja í GÆR leitaði brezki togarinn Lock Monteith hafnar hér í R.-vík. Togarinn var þá að koma að utan. Á leiðinni hafði hann hreppt slæmt veður og hafði þá unglingur, sem er talinn aðstoð- armaður á dekki, fengið slæma blytu. Sá grunar fékkst staðfest- ur af lækni að pilturinn hefði rif- beinsbrotnað. Togarinn hélt út aftur síðdegis í gær, en pilturinn var fluttur í sjúkrahús. Annar fyrirlestur sendiherra Kanada DR. Robert A. MacKay, sendi- herra Kanada á fslendi, flutti fyrri fyrirlestur sinn um stjórn- arskrá og stjórnskipan Kanada sl. miðvikudag kl. 5,30 í 1, kennslustofu Háskólans. Viðstaddir fyrirlesturinn voru meðal annars forseti fslands, Ás. geir Ásgeirsson, dómsmálaráð- herra Bjarni Benediktsson, borg- arstjórinn í Reykjavík, Geir Hall grímsson, auk prófessora og ann- arra áheyrenda. Að loknum fyrirlestrinum, sem tók um 40 mínútur, var sýnd kvikmynd frá komu Elísabetar, drottningar Bretlands, til Kanada, er hún setti kanadíska þingið fyrir nokkrum árum. Sendiherra Kanada heldur annan fyrirlestur sinn í dag kl, 5,30 , 1. kennslustofu Háskólans. Öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum. , Enn er háþrýstisvæði um Bretland og Mið-Evrópu, en lægðir á sveimi um vestan- vert Atlantshaf, ísland og Norður-Noreg. Yfirleitt er hægviðrasamt en veðrátta ó- stöðug á lægðasvæðinu. Lægð in yfir Grænlandshafi iþokast austur og getur valdið tals- verðri snjómuggu hér á landi meðan hún gengur yfir. Hiti er 12 st. í París, eins og kort ið ber með sér, 9 í Khöfn, en 2 st. frost í Reykjavík. í N- York er 4 st. hiti og rigning. Veðurspáin kl. 10 í gærkv.: SV-land og Faxaflói og mið in: SV og vestan átt með all hvössum éljum en bjart á milli. Breiðafjörður og Breiðafj,- mið: Breytileg átt og hæg- viðri, dálítil snjókoma. Vestfirðir og Norðurland: Austan gola, víðast úrkomu- laust. Vestfjarðamið og norður- mið: Austan og NA-kaldi, snjó él. NA-land og Austfirðir, NA- mið: Hægviðri, víðast léttskýj að. SA-land, Austfj.mið og SA mið: Breytileg átt eða aust- læg með köflum. Sr. Friðriks Frið- rikssonar minnst f SAMBANDI við andlát og jarð arför séra Friðriks Friðriksson- ar bárust aðstandendum hans og KFUM og K félögunum fjöldi samúðarkveðja bæði erlendis frá og frá fjölda einstaklinga og fél- aga. Meðal þeirra er sendu kransa við jarðarförina var ríkisstjórn- in, bæjarstjórn Reykjavíkur, Kaupmannahafnarbiskup, K.F.U, M. og K. í Danmörku, Mennta- skólinn, Dansk-islandsk kirkesag og fleiri. Þá bárust og félögun- um ýmsar minningargjafir, sem óskað var að rynnu í minningar- sjóð séra Friðriks Friðrikssonar, ef stofnaður yrði. Stjórn KFUM óskar í því sambandi að geta þess, að til er minningarsjóður séra Friðriks Friðrikssonar, stofnaður fyrir nokkrum árum í þeim til- gangi að halda minningu hans á lofti á komandi tímum. Taldi stjórnin því eðlilegast að allar minningargjafir, sem bárust í til- efni af andláti hans, rynnu í þenn an sjóð og kæmu þannig fyrr að gagni, en ef stofnaður yrði nýr og miklu minni sjóður. Enda yrði tilgangur beggja sjóða hinn sami. Skákkeppni í Cullbrinsru- (-• Kjósarsýslu SKÁKKEPPNI í Gullbringu- og Kjósarsýslu um bikar þann, sem Ólafur Thors, forsætisráðherra, gaf til slíkrar keppni fer að þessu sinni fram í félagsheimilinu f Kópavogi og hefst kl. 2 laugar- daginn 1. apríl n.k. Keppt er í tíu m,anna sveitum, Þátttökutilkynningar verða að berast til Umf. Breiðabliks fyrir 30. marz.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.