Morgunblaðið - 24.03.1961, Blaðsíða 23
Föstudagur 24. marz 1961
MORGV N BT/AÐl Ð
23
Sjórnaður á Sval-
baki bráðkvaddur
'AKUBEYRI, 23. marz: Skömmu
eftir að togarinn Svalbakur lagði
*út frá Akureyri i gærkvöldi á-
íeiðis á veiðar, varð þess vart að
einn af áhöfninni hafði hnigið
niður, og var þegar örendur.
Hann hét Ósvald Sigurjónsson,
■kunnur togarasjómaður, var m.a.
lengi skipverji á togaranum Rán,
aneð bróður sínum Guðmundi,
skipstjóra.
Sléttbakur var kominn
skammt út fyrir Svalbarðseyri,
er Ósvald heitinn hné niður, er
Ihann var á leið til hvílu sinnar.
Kneri slcipið þegar til Akureyrar
aftur með líkið, en hélt að því
Ibúnu aftur á veiðar.
Ósvald heitinn var 64 ára að
aldri, ekkjumaður, en lætur eft
ir sig tvo uppkomna syni. Síð-
u.stu áratugina hafði hann átt
Iheima á Akureyri. Hann hafði
verið sjómaður alla starfsæfi
Bína og var viðurkenndur dugn-
aðarmaður. — St.E.Sig.
Rau látinn. #
Berlín, 23. mars, (Reuter).
HEINRICH Rau, viðskipta-
málaráðherra og aðstoðar-
forsætisráðherra A.-Þýzka-
lands lézt í dag. Banamein
hans var hjartaslag og lézt
ráðherrann í skrifstofu sinni.
Rau hafði verið viðskiptamála
ráðherra frá 1955. Hann gekk í
þýzka kommúnistaflokkinn árið
1919 og átti sæti í prússneska
þinginu 1928 þar til Hitler
komst til valda árið 1933. Vann
hann að skipulagningu neðan-
jarðarhreyfingar kommúnista í
Þýzkalandi, en fór síðar til
Spánar, þar sem hann barðist
í borgarastyrjöldinni gegn upp-
reisnarher Francos.
Jeppabíl hvolfdi
KLUKKAN 16, 53 í gærdag rann
jeppabíll út af Hafnarfjarðarveg
dnum, á móts við kirkjugarðinn
í Fossvogi, og hvolfdi þar. Tíu
ára gömul stúlka, Margrét Stein
grímsdóttir, sem var ásamt bif-
ireiðarstjóranum í bílnum, var
flutt á Slysavarðstofuna, þar
sem hún kvartaði um eymsli
í baki, en bifreiðastjórann sakaði
ekki.
— Laos
Framh. af bls. 1
með þátttöku hlutlausra ná-
grannaríkja Laos.
Norodom Sihanou prins, ríkis-
stjóri Cambodia, hefur áður lagt
til að kölluð verði saman 14
ríkja ráðstefna. Krúsjeff forsæt
isráðherra hefur fallizt á skipun
þriggja ríkja eftirlitsnefndar
með þvi skilyrði að 14 ríkja ráð
stefnan verði kölluð saman um
•leið og nefndin tekur til starfa.
En hann vill að ráðstefnan komi
saman í Nýju Delhi en ekki í
Laos.
í fréttum frá Washington er
frá því skýrt að þrátt fyrir
mikla leynd gangi þrálátur orð-
rómur um það að Bandaríkja-
menn séu nú að efla herstyrk
sinn í Austurlöndum til að vera
við öllu búnir ef ástandið í
Laos skyidi versna.
Bandartska flugvélamóðurskip
ið Midway, sem var í heimsókn
í Hong Kong, hélt þaðan í dag
fyrirvaralaust í fylgd með tveim
bandarískum tundurspillum. —
Ekki er vitað hvert ferð skips-
ins er heitið. Þá herma óstað-
festar fréttir að mikið sé um
viðbúnað í ýmsum stöðvum land
gönguliða bandaríska flotans á
Kyrrahafi.
Vamarmálaráðuneytið í Was-
hington hefur engar upplýsing-
ar gefið um viðbúnað þennan
og svara öllum spurningum
blaðamanna með því einu að
ráðuneytið hafi ekkert um mál-
ið að segja.
Hér eru aðalleikendurnir í Fjaila-Eyvindi í hlutverkum sín-
um í öðrum þætti, Kári (Eiríkur J. B. Eiríksson) og Halla
(frú Anna Magnúsdóttir). — Ljósm.: Hannes Baldvinsson.
LetJcféltíff Sifflu-
IftírSar 10 ára
UM ÞESSAR mundir á Leikfélag
Siglufjarðar 10 ára afmæli. Af
því tilefni hefur það efnt til af-
mælissýningar, og varð leikrit
Jóhanns Sigurjónssonar, Fjalla-
Eyvindur, fyrir valinu. Leikstjóri
er Gunnar Róbertsson Hansen, en
með aðalhlutverk fara Anna
Magnúsdóttir og Eiríkur J. B.
Eiríksson. Var það frumsýnt 10.
þ.m. Sýningar hafa verið mjög
f jölsóttar og leikendum og leik-
stjóri fengið hina beztu dóma.
í Siglufirði hefur verið leikið
meira og mnna sl. 50 til 60 ár
og sérstök leikfélög verið stofnuð
tvívegis a. m. k. 1951 var Leik-
félag Siglufjarðar svo stofnað,
og hefur það sýnt 13 leikrit alls.
Leikstjóri hefur Júlíus Júlíusson
oftast verið. Fyrsti formaður fé-
lagsins var Pétur Laxdal, en nú-
verandi formaður er Steindór
Hannesson.
Félagið hefur gefið út vandaða
leikskrá vegna afmælissýningar-
innar. Helgi Vilhjálmsson ritar
sögu félagsins, Gunnar Róberts-
son Hansen ritar skemmtilega
grein um sjálfan sig og kynni
sín af verkum Jóhanns Sigurjóns-
sonar, Jóhann S. Hannesson skrif
ar um Jóhann Sigurjónsson. Enn
fremur er í skránni ýtarleg greiri
um sögu leiklistar í Siglufirði.
Ritið er prýtt fjölda mynda úr
leikstarfsemi í bænum.
7—11,30
LÚDÓ - sextettinn
og
STEFÁN JÓNSSON
Hléið
skemmtiatrið
^ Þar sem fjörið er
mest skemmtir
fólkið sér bezt
Borðpantanir í síma
2 2 6 4 3
— kannsókn
Framh. af bls. 1.
upplýsingum nema um mjög tak
markað svið varna brezka flot-
ans.
Gagnrýni.
Varð forsætisráðherrann fyrir
harðri gagnrýni í þinginu vegna
árangurs rannsókna í njósnamál
inu. Hugh Gaitskell leiðtogi
stjórnarandstöðunnar sagði að sú
staðreynd að njósnahringur gæti
starfað í Bretlandi árum saman
án þess að um hann væri vitað
sýndi hve gjörófær öryggisþjón
ustan væri.
Maemillan játaði að þetta hefði
verið mikið áfall fyrir ríkis-
stjórnina og að athuga þyrfti
starfsemi öryggisþjónustimnar.
— Soames
Frh. af bls. 1
nema í samræmi við álit alþjóða-
dómstólsins, sem verður sam-
kvæmt grundvallarreglum sínum
að ákveða eftir alþjóðalögum
allan slíkan ágreining. Ekkert
bendir til þess að unnt sé að
byggja kröfu um stærri lögsögu
en 12 mílur á nokkrum gildandi
alþj óðalögum".
FYRIRHEIT
Soames kvast sjálfur sannfærð-
ur um að með tilliti til ástandsins
á íslandi hefði verið útlokað að
ná betra samkomulagi en þvl
sem nú er gengið í gildi. Hann
kvað samkomulagið gera tvennt:
Það veitir þriggja ára frest til
breýtinga á skipulagi brezkra tog
veiða, og það veitir einnig fyrir-
heit um framtíðina, sem er al-
gjörlega ótímabundið. „í minum
augum, og ég vona einnig að
áliti félags yðar, er sú fullvissun
ómetanleg stoð við að skapa fram
tíðargrundvöll fyrir fiskiðnaðinn,
sem við erum allir að berjast
fyrir“, segir ráðherrann.
— Mótmæla
Framh. af bls. 3.
eggjageymslur, fara vel með egg,
skoða þau og meta eða pakka
þeim inn fyrir kjörbúðir. Með
samtökum o samvinnu gætu fram
leiðendur þó eflaust gert þetta
auðveldara og kostnaðarminna,
en það ber að v-arast að veita
þeim einokunaraðstöðu til að
hækka allan kostnað og þar með
vöruverðið.
Með þessu frumvarpi telur
stjóm Neytendasamtakanna
stefnt að hagsmunum allra neyt-
enda, og reyndar einnig verulegs
hluta núverandi framleiðenda og
einmitt þeirra, sem hafa bezta
aðstöðu til að bjóða neytendum
nýjust og ódýrust egg. Slík lög-
gjöf er óþörf þjóðarhagsmunum.
Þess vegna er þess fastlega
vænzt, að málið verði tekið af
dagskrá þessa löggjafarþings.
Venzlafólki mínu og öðrum vinum, ungum og öldnum,
þakka ég af £ilúð afmælisgjafir og önnur vinahót 6. marz
sl. — Sérhvert hlýtt handtak og orð, skráð eða töluð,
met ég sem vinargjöf. Skólastjóra, kennurum og húsverði'
Gagnfræðaskólans á Akureyri sendi ég sérstakar þakkir
fyrir samverustundina með þeim í skólanum að morgrii
afmælisdagsins.
Egill Þorláksson
KARL KRISTJANSSON
andaðist í Bæjarsjúkrahúsinu aðfaranótt fimmtudagsins
23. þ.m. — Jarðarförin auglýst síðar.
Guðrún Benediktsdóttir,
Hulda Karlsdóttir, Benedikt Valgeir.
Útför eiginkonu minnar
ODDRÚNAR p. ólafsdóttup
Vesturgötu 125, Akranesi
fer fram laugardaginn 25. þ.m. og hefst með bæn að heim-
ili hennar kl. 2 e.h.
Hallgrímur Tómasson
Hjartans þakklæti fyrir auðsýnda vináttu og samúð
við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og
ömmu,
MARGRÉTAR GUÐMUNDSDÓTTUR
Bræðraborgarstíg 4
Börn, tengdabörn og barnabörn
ARNFRÍÐUR EINARSDÓTTIR LONG
verður jarðsunginn laugardaginn 25. marz n.k. — Útförin
fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði kl. 2 s.d.
Valdemar Long
Einar Long, Asgeir Long,
Systir okkar
BRYNHILDUR JÓHANNESDÓTTIR
andaðist 19. þ.m. — Jarðarför hennar fer fram frá Akur-
eyrarkirkju, laugardaginn 23. marz kl. 2 e.h.
Soffía, Svava, Fanney
Sonur okkar og bróðir
EGILL SNJÓLFSSON
Efri Sýrlæk
lézt af slysförum 19. þ.m. — Útför hans verður frá
Viliingaholtskirkju, miðvikudaginn 29. þ.m.
Oddný Egilsdóttir,
Snjólfur Snjólfsson
og systkini