Morgunblaðið - 24.03.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.03.1961, Blaðsíða 10
MORGVNBLAfílÐ Föstudagur 24. marz 1961 10 Fiskivernd á uttiöfum Viðtal við Gunnar G. Schram Ph.D um doktorsritgerð hans HINN 6. febr. sl. lauk Gunnar G. Schram doktorsprófi í lögum viS háskólann í Cambridge. Hann er nýkominn heim og mun á næst- unni taka við starfi sem ritstjóri Vísis. BlaSamaður frá Mbl. hitti Gunnar að máli fyrir skemmstu og bað hann segja sér frá náotns- ferli sínum og doktorsritgerð. Hún fjallar um efni, sem okkur íslendingum hlýtur jafnan að vera hugstae-tt, þ.e.a.s. hvernig hægt sé með atbeina sjóréttar- reglna að veita fiskistofnum og fiskimiðum á hafinu utan land- helginnar vernd gegn ofveiði. Heidelberg Gunnar segist vera fæddur og uppalinn á Akureyri, en til þess að róa Reykvíkinga xná geta þt-ss, að hann er sannur Vestur- bæingur I föðurætt. Kvæntur er hann Elísu Steinunni Jónsdóttur, og eiga þau tvo syni barna. Stúdentsprófi lauk hann frá M.A. 1950 og lögfræðiprófi 1956. Næsta ár var hann blaðamaður við Morgunblaðið, en haustið 1957 fékk hann Humboldt-styrk- inn þýzka og fór til Heidelberg. Þar nam hann við stærstu þjóð- réttarstofnun Þýzkalands, sem !hét áður Kaiser Wilhelm stofnun in og var í Berlín, en eftir stríð- ið var hún endurreist í Heidel- berg og nefnist nú Max-Planck stofnunin í alþjóðlegum einka- málarétti og þjóðarétti. Auk þjóðaréttar lagði Gunnar stund á stjórnlagafræði. Aðal'kennari hans var dr. Hermann Mosler, fyrrum ráðgjafi Adenauers í þjóðréttarmálum. Vorið 1958 fór Gunnar til Genfar og var þar fregnritari Morgunblaðsins á fyrri sjóréttar ráðstefnunni. Þar fylgdist hann í tvo mánuði með umræðum um landhelgismál og verndun fiski- miða og fékk áhuga á þessu sér- staka sviði þjóðaréttar. Land- helgismálin eru næstum útrædd frá fræðilegu sjónarmiði, en aft- ur á móti hafa reglur um vemd- un fiskimiða lítt verið rannsak- aðar lögfræðilega. Tók hannsíð- na að kynna sér þá þætti alþjóð- legs sjóréttar og þjóðaréttar, sem varða fiskistofnaverndun á út- höfum, utan landhelgi. Þegar hann kom aftur til Heidelberg, flutti hann m. a. fyrirlestra við Max-Planck stofnunina um ráð- stefnuna í Genf. Cambridge Haustið 1958 fór Gunnar svo til Cambridge, en þar er talinn beztur þjóðréttarskóli í Evrópu. — Hvernig líkaði þér vistin þar? — f alla staði vel. Ég var í Sidney Sussex College og sótti fyrra árið tíma hjá 4 prófessor- um, sem eingöngu lesa í þjóða- rétti. — Var mikið um útlendinga við skólann? — Já, þarna ríkti mjög alþjóð- legur blær, því að lögfræðingar hvaðanæva að úr heiminum sækja til Cambridge til náms í þjóðarétti. — Eru nemendurnir allir orðn ir lögfræðingar, áður en þeir koma að skólanum? — Já, þetta er eins konar framhaldsháslkóli og fyrirlesti>- arnir einungis ætlaðir mönnum, sem lökið hafa háskólaprófi. — Hvernig sóttist þér svo námið? — 1958—59 hlýddi ég á fyrir- lestra, sótti vi'kulega seminör, sem fjölluðu um hin fjarskyld- ustu efni á sviði þjóðaréttar, og vann að frumrannsóknum á efni því, sem ég hafði þá þegar valið mér í lokaritgerð. 1959—60 skrifaði ég svo ritgerðina. Doktorsvörnin — Hvernig fer doktorsvöm fram í Cambridge? — Fyrst verður lagadeild há- skólans að samþykkja, að við- komandi megi hefja ritun dokt- orsritgerðar. Er þá miðað við námsárangur hans og þá trú, sem prófessorarnir hafa öðlazt á getu hans og hæfni. Er slíkt leyfi venjulega ekki veitt fyrr en við- komandi hefir verið við háskól- ann einn vetur. Skilyrði "er að doktorsefnið dveljist í þrjá vet- ur við rannsóknir á kjörefni Dr. Gunmar G. Schram sínu í Cambridge. Undanþágu frá því er þó unnt að fá og veitti lagadeildin mér heimild til að vinna að ritgerðinni í tvö ár í stað þriggja. Þegar ritgerðinni er síðan lokið, skipar deildin tvo andmælendur. Vörnin sjálf er ekki opinber. Þá ræða andmæl- endur við doktorsefnið um rit- gerðina, gagnrýna hana Qg biðja um nánari útlistanir og skýring- ar á einstökum atriðum. Að þeirri yfirheyrslu lokinni senda þeir prófráði skólans og lagadeild skýrslu um ritgerðina og frammi stöðu doktorsefnis. Þessir aðilar verða svo að lokum að sam- þykkja, að viðkomandi hljóti doktorsgráðu. — Hverjir voru andmælendur’ þínir? — Dr. C. Parry, lektor í þjóða rétti við háskólann í Cambridge og D. H. Johnson, prófessor við Lundúnaháskóla. Hann er helzti sérfræðingur Breta í sjóréttar- fræðum og var t. d. aðalráðgjáfi brezku ríkisstjórnarinnar á ráð stefnunni í Genf 1958. — Hvað stunda margir nám að jafnaði í þjóðarétti í Cam- bridge? — Þeir eru ekki fleiri en um 2Ö á ári hverju, en til marks um það, hve alþjóðlegur sá hópur er, þá voru þeir á síðasta ári frá 15 löndum. — Taka allir doktorsgráðu í lok námsferilsins? — Nei, flestir lesa undir mag- isterspróf. Síðan var doktorspróf í. þjóðarétti þreytt við háskólann árið 1958. — Því last þú ekki undir magisterspróf? — Það var vegna þess, að prófessor minn R. Y. Jennings fannst þetta vera merkilegt efni, sem lítið hafði verið skrifað um áður, og hvatti mig því til að stefna að doktorsprófi. — Hvað geturðu sagt okkur um efni ritgerðarinnar? — Það felst í heiti hennar, „Conservation of High Seas Fish eries as a Problem of Inter- national Law“, eða „Verndun fiskistofna sem vandamál í þjóða rétti“. Er úthafið afréttur? Um aldir hefur ekki önnur þjóðréttarregla gilt um fiskveið- ar á úthöfum en sú, að þar væri öllum frjálst að fiska, úthafið væri eins konar afréttur, þar sem engin þjóð gæti sett tak- mörkunarreglur um fiskveiðar án samþykkis allra, sem þar gætu átt hlut að máli. Þessi rétt arregla var fullnægjandi, meðan veiðitækni var frumstæð, en vegna hinna miklu og öru fram- fara í veiðitækni hefur sú hætta komið til sögunnar, að mið verði rányrkt og uppurin og fiski- stofnar ofveiddir. Sú hefur enda orðið raunin á sums staðar, eins og við íslendin^ar vitum þjóða bezt. Rá.nyrkja og ofveiði Þetta gerðu menn sér fyrst ljóst á ofanverðrj 19. öld, þegar mjög tók að ganga á fiskistofna í Norðursjó, og voru þá fyrstu fiskiverndarsamningarnir gerð- ir. Slík verndun er nauðsynleg um aðrar veiðar en fiskveiðar, t. d. hvalveiðar, og 1911 gerðu Bretar, Bandaríkjamenn, Rúss- ar og Japanir með sér samning um selveiðar í norðanverðu Kyrrahafi. Síðan hafa um 20 slík ir samningar verið gerðir. Rányrkja síðustu ára hefur gert þörf verndarsamninga mjög brýna, ekki sízt þegar það er haft í huga, að mannkyninu fjölgar nú um 50 milljónir ár- lega, og fiskur er ein mikilvæg- asta og ódýrasta fæðutegund, sem þjóðir heims eiga kost á. Milliríkjasamningar hafa reynzt gagnlegir, en leysa þó ekki allan vandann, því að þjóð- um er í sjálfsvald sett, hvort þær gerast samningsaðilar. Hef- ur t. d. verið mjög bagalegt, að ein mesta fiskveiðiþjóð heims, Japanir, hefur oftlega skorazt undan samningsaðild. Uppsögn tveggja helztu hvalveiðiþjóð- anna á hvalveiðisamningum fyr- ir nokkru en annað dæmi um haldleysi slíkra samninga. Hægfara réttarþróun Segja má þvi, að þjóðréttar- reglur hafi orðið hér á eftir þró- uninni, og ófremdarástand mynd azt, sem brýna nauðsyn ber til að bæta úr. Því var undirritaður. á Genfarráðstefnunni 1958 al- þjóðasamningur um fiskivernd, sem geymir grundvallarreglur um skyldu ríkja til að forðast ofveiði. Fulltrúar fslands og 70 annarra ríkja skrifuðu undir samninginn, en 22 ríki þurfa að staðfesta hann til þess að hann öðlist gildi. Hingað til hafa ein- ungis 3 rJki gert það. Mikill vandi væri leystur, ef hann gengi í gildi. Alþjóðalöggjöf æskileg Mín skoðun er sú, að sam- kvæmt grundvallarreglum laga sé rányrkja fiskimiða úthafsins ólöglegt athæfi og rökstyð ég það sjónarmið í alllöngu máli í ritgerðinni. Allar þjóðir eiga að vísu rétt á að fiska á úthafinu. En rétturinn til fiskveiða þar er sameiginlegur réttur og með of- veiði gengur þjóð á rétt annarra þjóða til þess að nýta þá fiski- stofna, sem ofveiddir eru, og fremur þar með ólöglegt athæfi. Fram til þessa hafa hins vegar fæstir álitið, að unnt væri að telja þjóð, sem liði fiskimönnum sínum að rányrkja úthafsfiski- stofna, seka um brot á grund- vallarreglum þjóðaréttarins. Okkur íslendinga varðar það miklu, sem aðrar fiskveiðiþjóð- ir, að alþjóðleg viðurkenning fá i ist á þessu sjónarmiði, sem hér hefir verið hreyft: að það sé þjóðréttarbrot að rányrkja út- hafsfiskistofna. Hingað til hafg strandríkin, sem viljað hafa vernda afkomu sina, orðið að framfylgja landgrunnslögum og reglugerðum einhliða, þar sem um hefir verið að ræða svæði utan hinnar eiginlegu fiskveiði- landhelgi. Er mönnum þar helzt minnisstæð löggjöf hinna ýmsu Suður-Ameríkuríkja, sem lýst hafa fiskiverndarlögsögu allt að 200 mílur á haf út. En þessar til raunir ríkja til þess að vemda fiskimiðin utan landhelginnar hafa sætt mótspyrnu erlendra fiskveiðiþjóða og leitt til alþjóða deilna. Er fáum það betur kunn- ugt en pkkur íslendingum, en eins og allir vita hefir útfærsla fisk- veiðilandhelginnar verið fram- kvæmd á grundvelli landgrunns- laganna frá 1948. Fram að þessu hefir því hér verið um það að ræða að strandríki hafa í sjálfs- vörn tekið einhliða ákvarðanir um friðun fiskimiða á landgrunn inu. í framtíðinni hlýtur það hins vegar að vera hagur okkar sem annarra þjóða að tryggja friðun arréttinn með alþjóðalögum. Og sú er einmitt meginuppistaða rit gerðarinnar: Hvernig verður það gert og hvernig eiga þær reglur að vera? Ritgerðin. — Hvernig er ritgerðin byggð upp? — Fyrst eru færð að því rö'k, að sú skuldbinding hvíli þegar á ríkjum að forðast ofveiði. Þá í TILEFNI af degi frímerkisins, hinn 11. apríl næstkomandi, mun póst- og símamálastjórnin gefa út tvö frímerki með mynd af Stjórnarráðshúsinu í Reykjavík, (sama mynd og á útgáfu frá 9. des. 1958). Annað frímerkið er blágrátt, kr. 1.50, en hitt rauðbrúnt, 3.00. Frímerki þessi eru prentuð hjá Courvoisier S/A, La Chauxde- Fonds, Sviss, í 50 stk. örkum. Fyrstadagsumslög póststjórnar innar kosta kr. 2.00 en óáprentuð umslög kr. 1.00. Ef viðskipta- vinur sendir sín eigin fyrstadags- umslög til að láta frímerkja þau og stimpla á útgáfudegi, er tekin 50 aura aukaþóknun fyrir hvert umslag, umfram hin fyrstu fimm. Sama gjald er tekið fyrir að Höfðu ekki tíma til að syngja KEFLAVÍK, 21. marz: Karlakór inn Fóstbræður efndi til söng- skemmtunar í Félagsbíói í Kefla vík s.l. sunnudag. Húsfyllir var á söngskemmtuninni en það olli vonbrigðum, að kórinn söng ekki nema hluta af þeim lögum, sem voru á efnisskránni. Gáfu Fóst- bræður þá skýringu á þessu, að þeir hefðu ekki tíma til að syngja öll lögin, þar sem þeir þyrftu að halda söngskemmtun á öðrum stað sama dag. Það sem þeir sungu, líkaði vel. — H.S. eru raktir gerðardómar, er víkja að verndun miða utan landhelgi, og er þar umfangsmestur dómur í máli Breta og Bandaríkja- manna um selveiðar í Berings- hafi, sem upp var kveðinn skömmu fyrir síðustu aldamót. Þá er rætt um kröfur ýmissa ríkja til fiskiVerndarlögsögu á úthafinu og lögmæti þeirra, og alþjóðasamningar um fiskivernd un athugaðir og gagnrýndir. f síðari hluta eru settar fram tillögur um það, hverjar réttar- reglur beri að lögfesta innan þjóðaréttar, svo að fiskistofnar utan landhelgi hljóti nægilega vernd. — Kemur ritgerðin út prent- uð? — Báðir andmælendurnir við doktorsvörnina mæltu með út- gáfu hennar í Englandi en enn þá er allt of snemmt að segja nokkuð um það. — Hvað sténdur þeim helzt til boða, sem lokið hafa doktors- prófi í þjóðarétti? — Sumir taka við störfum I lagadeildum hinna ýmsu alþjóða- stofnana, en algengast mun það vera að þeir hverfi að kennslu- störfum í þessari grein við há- skóla í heimalöndum sínum. — Viltu taka eitthvað sérstak- lega fram að lökum? — Ég vildi gjarnan koma á framfæri þökkum til allra aðila sem styrkt hafa mig til þessa áforms og þá sérstaklega til Vísindasjóðs, British Council og Alexander Von Humboldt sjóðs- ins. — M. Þ. skrifa utan á fyrstadagsumslög, ef um fleiri en 5 er að ræða. Pantanir á fyrstadagsumslög- um þurfa að hafa borizt minnst hálfum mánuði fyrir útgáfudag eða í síðasta lagi 28. marz nk. og skal greiðsla fyrir pöntunina ásamt burðargjaldi og skrásetn, ingargjaldi fylgja. í tilefni af degi frímerkisins mun sérstakur dagstimpill verða í notkun þann dag á Póststofunni í Reykjavík. Hringdi VERSAILLE, 22. marz. (NTB) Samkvæmt orðrómi, sem gengur í París, hringdi Roland Peugeot til manna þeirra, sem sakaðir eru um að hafa rænt syni hans, skömmu áður en þeir voru hand teknir. Segja fréttirnar að lög- reglan hafi fundið minnisbók i íbúð Raymonds Rollands í París, þar sem danska fegurðardísin Ingelise Bodin hafði skrifað i nafn Peugeots meðal þeirra sem hringt höfðu þangað. Upphring ingin á að hafa átt sér stað rétt áður en hin ákærðu héldu til vetraríþróttasvæðisins Megeve, þar sem Roland Peugeot og kona han dvöldu. Saksóknarinn í Versaille, sem hefur með rannsókn málsins að gera, neitar að segja nokkuð um orðróm þennan, en hefur gefið i skyn að minnisbókin sé mjög at hyglisverð. Tvö ný frímerki í tilefni af degi frímerkisins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.