Morgunblaðið - 24.03.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.03.1961, Blaðsíða 6
6 MORGUN BLAÐ1Ð Föstudagur 24. marz 1961 *w'm0rmm\0 skrifar um Haf narf jarðarbíó: HEFND GREIFANS AF MONTE CHRISTO Hin heimsfræga skáldsaga Alex anders Dumas eldri um greifann af Monte Christo (1844) á ennþá miklum vinsældum að fagna, bæði sagan sjálf og gerð hennar fyrir leiksvið og kvikmyndatjald ið. Spenna sögunnar er mikil, atburðarásin hröð og fjölbreytt og þar koma fram margar at- hyglisverðar manngerðir, sem láta sér ekki alt fyrir brjósti brenna til þess að hreppa auð og völd í Frakklandi á fyrstu ár- unum eftir fall Napoleons. í mynd þeirri, sem hér er um að ræða, helzt spenna sögunnar furðuvel, allt frá því er hinn ungi stýrimaður Edmond Dantés, er saklaus handsamaður og flutt- ur í hið illræmda fangelsi á eynni If, þar sem hann dvelst lifandi grafinn í átján ár, og þar til hann kemur aftur á sjónarsviðið í Frakklandi undir nafninu greif inn af Monte Christo og tekst að koma á kné öllum þeim ill- ræðismönnum, sem höfðu leitt yf- ir hann hinar ógnarlegu þjáning- ar fangelsisáranna. — Sú saga verður ekki rakin hér nánar, enda yrði það of langt mál. En víst er um það að þeir sem sjá þessa mynd munu fylgjast með atburðunum af miklum áhuga og skemmta sér vel. Myndin er vel gerð, senurnar margar glæsilegar og íburður í húsakynnum og klæðaburði æðri stéttanna eins og gerðist á þeim tímum, sem um er að ræða. Leik- urinn er einnig mjög góður, en þó áhrifamestur leikur Jorge Mistral í hlutverki greifans af Monte Christo. Er hann karl- mannlegur og glæsilegur maður og sómir hlutverkinu svo sem bezt verður á kosið. Myndin er leikin á spænsku, en hénni fylgir danskur skýring- artexti. Kviknaði í veitingastofu á Eskifirði KVIKMYNDIR Bæjarbíó: HERKÚLES Mynd þessi er ein af hinum svokölluðu „stórmyndum“, þ. e. lögð megináherzla á hið ytra, — breiðar senur með miklum mann- fjölda og rismiklum byggingum, en minna hirt um leikafrek ein- staklinganna. — I myndinni, sem 1 tekin er í litum og CinemaScope, er sagt frá íþróttum og afrekum hins goðum borna Herkúlesar, ástum hans og Iole dóttur Pelias konungs í Iolkos, og því er Jason, hinn rétti ríkisarfi í Iolkas, heimt ir hið fræga gulna reifi, sem falið var í Colchis. Er Herkúles í þeim leiðangri með Jgson, og í þeirri ferð er það, sem hann kemst í kynni við hinar herskáu skjald- meyjar á Lemnos, en um þann þátt ferðarinnar fjallaði gaman- leikurinn ,,Beltisránið“, sem Menntaskólanemendur sýndu hér fyrir skömmu. — Myndinni lýk- ur með því að Jason og menn hans koma heim til Iolkos með gullna reifið og er þá stund reikn- ingsskilanna upp runnin. Konung urinn, föðurbróðir Jasons, sem hafði myrt bróður sinn, fremur sjálfsmorð. Jason tekur við ríkj- um og Herkúles fær sína Iole. Myndir af þessu tagi hafa aldrei hrifið mig, en vafalaust munu margir hafa gaman af að sjá hana, því að hún er stór í sniðum og þar er margt fyrir augað og ýmislegt annað athygl- isvert. Steve Reeres, kraftalegur risi leikur Herkúles, hina fögru Iole leikur Sylvia Koscina, en Fabrizio Mioni, ungur og geð- þekkur maður fer með hlutverk Jasons. Eskifirði, 20. marz. Aðalfundur Framfarafélags Seláss og Árbœjarbletts; Auknar strœtisvagna- ferðir, skólabygging ofl. AÐALFUNDUR Framfarafélags Seláss og Árbæjarbletts var hald inn í húsi félagsins sunnudaginn 19. febr. sl. I stjórn félagsins fyrir næsta ár voru kosin: Guðmundur Sigur jónsson, form. endurkjörinn, Brynjólfur Guðmundsson, vara- form., Svava Bjarnadóttir, fé- hirðir, endurkjörin, Haukur Sigurjónsson, ritari, Kolbeinn Steingrímsson, meðstj. endurkjör inn. Varamenn í stjórn félagsins voru kosnir: Geirmundur Guð- mundsson og Hafsteinn Þorgeirs- son. Húsvörður var einróma end urkjörinn Ágúst Filippusson. Framfara- og menningarmál Þá voru kosnar nefndir til þess að vinna að framgangi hinna ýmsu framfara- og menningar- máli í hverfinu. T. d. skemmti- nend til þess að auka og bæta félagslífið, símanefnd til þess að vinna að því að Bæjarsími Reykjavíkur verði lagður í hverf ið, en landsímastöð er nú starf- rækt með takmörkuðum þjón- ustutíma. Strætisvagnanefnd var falið að reyna að fá auknar strætisvagnaferðir, en ferðir eru aðeins á tveggja tíma fresti, und- antekningarlítið . Þá var rætt um ýms áhugamál félagsmanna, svo sem skólabygg- ingu, sem ekkert sést móta fyrir, þrátt fyrir samþykki bæjar- stjórnar á sl. ári. Rafmagnsmál Selásbúa voru rædd, en rafmagns spennan er alltof lág og eyði- leggur heimilistæki fyrir fólki, svo og sjúkrasamlagsmál Selás- búa, en þeir eru skyldaðir til þess að vera í Sjúkrasamlagi Mosfells sveitar. Aukið unglingastarf Stjórninni var falið að vinna að framgangi þessara mála. Kosin var nefnd til að vinna að auknu unglingastarfi, svo sem tóm- stundiðju o. fl. Þá var Axel Clausen þakkað fyrir hans gáða starf í þágu Barnastúkunnar Sunnu, sem nú hefur starfað í 5 ár við góðan orðstír. Ljósmyndari Mbl. trúði varla sínum eigin augum, þegar hann sá strák nokkurn klifra eins og apa upp símastaur fyr ir framan Mýrarhúsaskólann á Seltjarnarnesi. Áfram mjak aðist hann, fet fyrir fet, greip í sokk, sem var fastur í símavírnum, og renndi sér síðan liðlega niður staurinn. — Það er botti í sokknum, útskýrðu strákarnir, sem stóðu álengdar með hendurn ar í buxnavösunum. Við vor um að slengja sokknum á milli okkar, en einn kastaði of hátt, og sokkurinn festist í vírnum. Sá fimi blés lítið eitt, þegar hann kom til jarðar. En áður en Iangt um leið voru strák arnir farnir að slengja sokkn um aftur. fLjósm. Ól.K.M.) Aðalfundur fé- lags loggíltra rafvirkja- meistara AÐALFUNDUR Félags löggiltra rafvirkjaimeistara var haldinn 15. þ.m. Var fundurinn fjölsóttur, enda er félagsstarf allt með miklum blóma. Á starfsárinu hafa verið haldn ir nokkrir almennir félagsfundir og 43 bókaðir stjórnarfundir. Fé- lagar í F.L.R.R. eru nú um 80. Félagið vinnur að fjölþættum framfaramálum, er stéttina varða. Má þar m. a. nefna löggildingar skilyrðin nýju, sem nú þegar era farin að hafa raunhæfa þýðingu, en hafa kostað áralánga baráttu. Þá hefir félgið beitt sér fyrir aukinni og hagnýtari menntun rafvirkjanema. Telur félagið brýna nauðsyn á, að bæði bók- leg og verkleg menntun rafvirkja nema verði enn stórlega bætt, ella skapist hætta á, að rafvirkjar verði ekki færir um að fylgjast með hinni öru og fjölþættu tækniþróun innan rafmagnsiðn- aðarins, sem hefir í raun og veru algera sérstöðu miðað við flestar aðrar atvinnugreinar og gerir með hverju ári sem líðUr meiri kröfur til þeirra, sem við hann vinna. Á fundinum var endanlega gengið frá reglum um samskipti rafvirkjameistara innbyrðis — codex ethious — og er að því mikill fengur og styrkur fyrir stéttina. Skýrt var frá bréfi er stjórn félagsins ritaði borgarstjóra um athugun á, að löggiltir rafvirkja- meistarar tækju í framtíðinni að sér að annast þann þátt núver- andi verkefna Rafmagnsveitu Reykjavíkur, sem lýtur að verk- legum framkvæmdum. Er mál þetta í athugun. Nýlega tók félagið á leigu fyrir starfsemi sína rúmgott skrifstofu húsnæði á IV. hæð í Tjarnar- götu 4 (Steindórsprent). Úr stjórn og varastjórn áttu að ganga tveir fulltrúar, en voru báðir endurkjörnir. Stjórnina skipa nú: Árni Bryn- jólfsson, formaður; Vilberg Guð- mundsson ritari og Johan Rönn- ing, gjaldkeri. Varastjórn: Siguroddur Magn- ússon, Finnur B. Kristjánsson og Ólafur Jensen. Fulltrúi á fundi Vinnuveit- endasambands íslands var kjör- inn Sigurður Bjarnason. LAUST fyrir klukkan 11 í gær- kvöldi kom upp eldur í viðbygg- ingu við veitingastofuna Nýborg hér í kauptúninu. Er slökkvi- liðið kom á vettvang var all- mikill eidur í húsinu. Eftir um það bil tvo tíma var eldurinn að fullu slökktur. Var þá brunninn stór hluti af við- byggingunni og milliveggur að afgreiðslu veitingastofunnar. Mjög hvasst var af austan og torveldaði það nokkuð starf slökkviliðsins. Eigandi veitingastofunnar, Viggó Loftsson, varð fyrir all- miklu tjóni, þar eð hús og lager var lágt vátryggt. — Talið er að kviknað hafi út frá olíukynntri miðstöð. — G. W. St. * Enn um klettinr við Skeiðhól Eftirfarandj bréf barst mér frá Steina Guðmundssyni á Valdastöðum í tilefni skrifa um „Staupastein": H. H. sendir mér þau til- mæli í Morgunblaðinu í gær, að ég láti í Ijós álit mitt um um.æddan stein. Og því ser.di ég þessar línur. Það i..ua hafa verið um eða rétt eftir síðustu aldamót, sem byrjað var að leggja nokkra vegakafla inn með Hvalfirði. Og var einmitt byrjað við Skeiðhól. Verkstjóri var þá Guðjón heitinn í Laxnesi, fað ir Halldórs Kiljans. Ég vann þá við þessa vegagerð. Við tjölduðum á flötinni rétt hjá steininum og sáum hann því daglega. Ekki man ég til að hann væri þá kall- aður annað en Skeiðhólsklett- ur eða kletturinn við Skeið- hól. Síðar heyrði ég svo nafn- ið Steðji, og svo aftur löngu seinna Staupasteinn, sem virð ist nú hafa fests við hann. Nafnið „Prestur" hefi ég ekki heyrt áður. Þeir eru nú óðum að tína tölunni, sem eitthvað kynnu að hafa heyrt um nöfn á þess um steini frá fyrri tíð. En ég mun reyna að leita fyrir mér, hvort einhver sveitungi minn veit eitthvað frekar í þessu efni, og koma því á framfæri, ef svo er. H. H. sendi ég svo mina beztu kveðju. Hygg ég að þar sé á ferðinnj gamall og góður fyrrverandi sveitungi. • Minning kennd við Jjtaujjastein FERDINAND ' ☆ í tilefni skrifanna um fyrr- nefndan stein, leyfði E. E. Vel vakanda að heyra vísur, sem hann orti einu sinni, er hann ók um Hvalfjarðarveginn og rifjaði upp gömul kynni þar. Minning tengd við Staupastein stendur meðal rekka „Báran stök er aldrei ein“ ekkert til að drekka. Hér var beisli úr kjafti kippt kysst og faðmað stundum Að vörum glasi var þá lyft og varpað beini að hundum. Allt er þetta orðið breytt áfram bílar renna aldrei stanzað, einskis neytt, en allir staðinn kenna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.