Morgunblaðið - 24.03.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.03.1961, Blaðsíða 15
Föstudagur 24. marz 1961 MORGTJNBLAÐIÐ 15 Einar Sigurjónsson vélstjóri — minning MIÐVIKUDAGSMORGUN 8. marz sl. barzt sú sorgarfregn frá m.s. Reykjafossi, að yfirvélstjór- ann Einar Sigurjónsson, hefði Ikvöldið óður tekið út. Skipið var á leið til Reykjavíkur og andæfði igegn stormi og sjó, fyrir sunnan land. Hér er enn eitt dæmi þess, Ihversu stutt er milli lífs og dauða. Ábending til okkar mannanna, að miklast ekki um of af þessa heíms gæðum. Einar Sigurjónsson fæddist að Hvammi undir Eyjafjöllum 6. apríl 1919 og var því tæpra 42 ára gamall. Hann var af merku Ibændafólki kominn, sonur þeirra Sigurjóns Magnússonar bónda í Hvammi og konu hans Sigríðar Einarsdóttur. i Ætt Einars er mikil hagleiks- eett. Þaðan hafa komið margir afbragðs smiðir. Það fór heldur ekki á milli mála, að Einar var völundarsmiður. Þekki ég fáa, eem voru jafnmiklar hamhleyp- ur við störf og hann. Ég kynntist Einari árið 1937. Urðum við þá skólafélagar í Iðn skólanum í Reykjavík. Einar var jþá nemi í Dvergasteini, lítilli smiðju frænda síns. Á námsár- um sínum vann Einar mikið sjálf istætt og öðlaðist fljótlega góða ikunnáttu og leikni í starfi. Hann var á lærdómsárum sínum mik- ill fjörmaður, enda glæsimenni hið mesta og hugljúfi hvers manns er kynnist honum, Einar var söngelskur og starfaði í söng kór Iðnskólans. Hann var og rit- ari í Skólafélagi Iðnskólans, enda hafði hann mjög fagra og sér- stæða rithönd, sem hvarvetna vakti eftirtekt. i Vorið 1939 útskrifaðist Einar úr Iðnskólanum og um haustið urðum við samferða í Vélskólann. Skólabræðurnir urðu ekki marg- ir, því við vorum aðeins 4, sem innrituðumst í Vélskólann haust- ið 1939. Ég minnist enn skóla- setningarinnar og gleði Einars er við skrifuðum upp stundatöflu skólans. Áhugi hans og samvizku semi, samfara hressilegri kímni hafði mjög góð áhrif á okkur fé- laga hans. Aldrei fékkst Einar út að skemmta sér, fyrr en undir búningi að kennslustundum næsta skóladags var lokið, enda stundaði hann námið af kappi og var efstur okkar félaga á prófi úr véladeild skólans. Til marks um það hversu vel hæfur Einar var vil ég geta þess, að vorið 1941, vorið sem hann útskrifað- ist úr Vélskólanum lagði Sveinn Guðmundsson forstjóri Héðins mjög fast að Einari að koma til starfa í teiknistofu Héðins. Lofaði Sveinn að styrkja Einar til frek- ara tæknináms í Svíþjóð að styrj öldinni lokinni. Sveinn var góður kennari okkar í Iðnskólanum og næmur á hæfni nemenda sinna. En Einar hafnaði boðinu. Ég man að ég hvatti hann að taka þessu, en Einar kvaðst ekki vilja vera háður öðrum fjárhagslega. Einar sagði: „ef ég tek þessu þá finnst mér ég vera háður Sveini alla ævi, og það get ég ekki“. Einar greiddi sjálfur allan námskostnað sinn og var fljótur að endur- greiða námslánin, sem hann þurfti óhjákivæmilega að taka til að geta lokið námi. Sumarið 1941 vann Einar á renniverkstæðinu í Héðni. Var þá verið að reisa síldarverksmiðj- ur á Norðurlandi og því gnægð verkefna. Sást nú greinilega, að Einar var ekki síður fær að vinna með hinum stóru rennibekkjum í Héðni en litlu verkfærunum í Dvergasteinl. Afköst Einars við rennibekkinn eru mörgum sem þarna unnu enn fersk í minni. Haustið 1941 taldi Einar sig ekki hafa efni á að stunda nám við Rafmagnsdeild Vélskólans, og ákvað að fresta námi þar. Hann langaði nú að kynnast vélstjóra- störfuMi á sjó og réði sig seint um haustið sem kyndara á e/s Sel- foss. Styrjöldin var þá í algleym- ingi og afar erfiðir tímar sjó- farenda. Styrjöldin markaði líka stór spor í Einar, og mér fannst hann breytast mikið á þeim þrengingatímum. Eftir fyrstu för sína sem kyndari varð Einar 3. vélstjóri á Selfossi og varð nú fnamabrautin bein og greið. Haustið 1944 fékk hann frí frá störfum til að stunda nám í raf- magnsdeildinni og þaðan lauk hann prófi vorið 1945. Hækkaði hann nú sífellt í tign og starfaði á ýmsum skipum Eim- skipafélags íslands. Hann varð 3. vélstjpri á Fjallfossi, 2. vél- stjóri á Tröllafossi, Goðafossi og Gullfossi og nú loks fyrir einu ári skipaður yfirvélstjóri á Reykjafossi. Allir, sem unnu með Einari ljúka lofsorði á hann fyrir framúrskarandi dugnað og óvenjulega góðvild. — Einar var kvæntur Magneu Hallmundsdótt ur og eiga þau 3 börn, tvær dætur 14 og 12 ára og einn son 5 ára. Um leið og ég þakka Einari alla hans góðu vináttu, vil ég á þess- ari sorgarstund votta ekkju hans, börnum og öldrftðum foreldrum mína dýpstu samúð. Örn Steinsson. Aðalhindui FÍH AÐALFUNDUR félagsins var haldinn sl. sunnudag og var stjórn félagsins sjálfkjörin. En stjórnina skipa: Svavar Gests form., Þorvaldur Steingrímsson varaform., Hafliði Jónsson gjald- keri, Elfar Berg Sigurðsson ritari og Poul Bernburg fjármálaritari. — Úr ýmsum áttum Framh. af bls. 12. höggmynd". Að vísu er hér ekki um rússneska hetju að ræða, en hetju samt — í augum „Kreml-verja“ a.m.k. — Það er varla von til þess að þið kennið manninn, les- endur góðir — en þetta á að vera mynd af Patrice Lum- umba, fyrrum forsætisráð- herra Kongó, sem myrtur var með hroðalegum hætti hinn 12. febrúar sl. — Þótt Lum- umba væri enginn væskill á velli að sjá — hár og spengi- legur — var hann grannvax- inn mjög, og alla vega harla ólíkur þessu „vöðvaknippi", sem konúterið á myndinni er að ljúka við að smíða. Oflugt starf Þingeyinga- félagsins NÝLEGA var aðalfundur Félag* Þingeyinga í Reykjavík haldinn í Tjarnarcafé. Formaður félagsins Þorgils Steinþórsson baðst und- an endurkosningu og var Stefán Pálsson kosinn formaður, einnig baðst ritari Indriði Indriðason undan endurkjöri, en hann hefur verið í stjórn félagsins 17 ár samfleytt. í stjórn voru kosnir auk for- manns: Gunnar Árnason, gjald- keri; Sigurður Jóelsson, ritari og meðstjórnendur Jakobína Guð- mundsdóttir og Tryggvi Frið- laugsson. Starfsemi félagsins á liðnu ári var fjölþætt. Út kom á vegum fé- lagsins Sveitalýsing, Norður-Þing eyjarsýslu, en bókaútgáfa um þingeyskt efni hefur verið snar þáttur í starfi félagsins ,og eru þar næg verkefni framundan. Þá var haldð áfram gróðursetn- ingu í landi félagsins í Heiðmörk og ruddur vegur svo hægra væri að koma áburði um landið. Skemmtanir vtíru haldnar á veg- um félagsins, spilakvöld og árs- hátíð, sem var f jölmenn að vanda. Þá hélt félagið skemmtun fyrir eldri Þingeyinga búsetta í Reykja vík. Var þetta nýmæli, sem tókst vel og var skemmtunin fjölsótt. Næsta skemmtun félagsins verð- ur spilakvöld næstkomandi föstudag í Skátaheimilinu. Félagslíl Páskadvöl í ÍK-skálanutr.. Skíðafólk, sem ætlar að dvelja í skála íþróttafélags kvenna um póskana er beðið að vitja dvalar korta mánudag 27. marz í Höddu Hverfisgötu 35 frá kl. 6—8 s.d. LESBÓK BARNANNA CRETTISS A G A 133. „Séð mun ég hafa þá, gem þér leitið að. Skorti yður nú alllítið að finna þá, því að þeir voru hér fyrir sunnan jnýrarnar þær, sem eru til Vinstri handaru. En er þeir heyrðu þetta, þeystu þeir út á mýrarnar. I»ar voru svo mikil fen, að þeir komust hvergi fram og urðu að draga úr hestana og hröktust þar í lengi dags. Báðu þeir illa fyrir þessum förumanni, er þá hafði svo dárað. Öllum þótti nú Þórir hafa fengið af slíkt eða verra en fyrr í þeirra viðskiptum. 134. Á Sandhaugum í Bárðar dal var reimt mjög. Það har til, að Steinvör húsfreyja fór til Eyjadalsár til jólatíða, en bóndi var heima. Um nóttina heyrðu menn brak mikið í skálann og til sængur bónda. Um morguninn var bóndi horfinn, og vissi enginn, hvað af honum var orðið. Grettir hafði spurn af þessu og gerði ferð sína til Bárðar- dals og kom aðfangadag jóla til Sandhauga. 135. Hanm duldist og nefnd- Ist Gestur. Húsfreyja sá, að hann var furðu mikill vexti. Eann beiddist gistingar. Húsfreyja hvað honum mat til reiðu, — „en ábyrgst þig ijálfur”. Hann kvað svo vera skyldu, „mun ®g vera heima**, segir faann, „en far þú til tíða ef þú vilt“. „Illt þykir mér heima að verau, segir hún, „en ekki kemst eg yfir ánau „Eg skal fylgja þér yfiru, segir Gestur. Síðan bjóst hún til tíða og dóttir hennar með henni, lítil vexti Hláka mikil var úti og áin í leysingum. Var á henni jakaför 136. Þá mæltl húsfreyja: „Ófært er yfir ána bæði mönn um og hestum“. „Vöð munu á vera“, kvað Gestur, „og verið eigi hrædd- ar“. „Ber þú fyrst meyna“, kvað húsfreyja, „hún er léttari“. „Ekki nenni eg að gera tvær ferðir að þessu“ segir Gest- ur, og greip þær upp báðar og setti ina yngri í kné móð- ur sinnar. Panamaskurðurinn Sagan um frimerkið, sem breytti gangi sögunnar ÞAÐ er ekki óvenjulegt, að frímerki séu gerð til að minnast sögulegra við burða, en hitt á sér sjaldn ar stað, að þau verði til að grípa inn í rás sögunnar sjálfrar. Það var nú samt frí- merki, sem að lokum hafði veruleg áhrif á það, hvar skipaskurðurinn var grafinn gegn um Mið-Ameríku. Þetta var ósköp venju- legt frímerki, með mynd af eldfjalli. En snjallir menn komu auga á, hvern ig þeir gátu notað það sínum málstað til fram- dráttar. Panamaskurðurinn, sem nú er einhver mesta skipa leið í heimi, á sér mjög merkilega sögu. Hinn frægi franski verkfræðingur, Ferdinand Lesseps, hafði lokið við að láta gera Súesskurð- inn, sem þá var eitthvert mesta mannvirki í heimi. Tókst honum þá að vekja áhuga í Bandaríkjunum, fyrir því að tengja saman Frímerkið sem breytti gangi sögunnar. Karabiskahafið og Kyrra hafið, með því að grafa skurð gegnum Panama- eiðið í Mið-Ameríku. Hann byrjaði á verkinu árið 1880, en erfiðleikarn ir reyndust meiri en svo, að verkið væri þá fram- kvæmanlegt. Verkamenn irnir veiktust af mýra- köldu og dóu umvörpum og 1889 var verkinu hætt. Félagið var þá orðið gjald þrota og í ljós kom stór- fellt fjármálahneyksli, er leiddi til þess, að Lesseps var dæmdur í fimm ára fangelsi. Vegna aldurs hans og fyrri orðstírs, var honum þó sleppt við refs- ingu. Bandaríkjamenn héldu áfram að gera áætlanir um skurðgröft gegn um Mið-Ameríku, og flestir hölluðust að því að grafa skurðinn norðar, — gegn um ríkið Nicaragua. Nefnd, sem bandaríska þingið skipaði til að fjalla um málið, lagði til að skurðurinn yrði grafinn þarna. Það er þá, sem saga frí- merkisins hefst í sam- bandi við þetta mál. Ríkið Nicaragua gaf út frímerki, með mynd af gjósandi eldfjalli. Það var fjallið Momotombo, sem er þeirra Hekla. Margir voru ennþá hlynntir -tillögu Lesseps að grafa skurðinn gegn um Panamaeiðið. Þeir sáu strax, hvernig þeir gætu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.