Morgunblaðið - 24.03.1961, Síða 16

Morgunblaðið - 24.03.1961, Síða 16
16 MORGVNBl ÍÐIÐ Föstudagur 24. marz 1961 íbúðir Hefi nokkrar íbúðir til sölu í fjölbýlishúsi við Stóra- gerði, fokheldar og lengra komnar. Ennfremur nokkur einstaklingsherbergi. Hagkvæmir greiðslu- skilmálar. Allar upplýsingar í Stóragerði 10 3. hæð kl. 10—6. Ósk fermingarbarnsins í ár Kvöld 24. marz 1961 CMMJF& c/ U&lPI&CJIÆlLt GÓTELETTE D’ AGNEAU BERGERE Lambakótilettur bergére. Framreitt með ristaðri skinku, sveppum og strákartöflum (pommos paillo). Ib Wessman Jóhannes Lárusson héraðsdómslögmaður lögf ræðiskrif stof a -f asteignasala Kirkjuhvoli — Simi 13842. BEZT AÐ AUGLYSA I MORGUNBLAÐINC LAUNDROMAT ÞVOTTAVÉLIN Westingfiouse er einhver sú fullkomnasta, sem vol er a. ____ HAGKVÆMIR GRFIP^LUSKILMÁLAR Sölustaöir: ORÁTTARVÉLAR H.F. HAFNARSTRÆTt 23 - SÍMI 18395 KAUPFÉLÖGIN ÚTBOÐ Tilboð óskast í að byggja viðbyggingu og íbúðarhæð ofan á húsið nr. 139 við Laugaveg. Teikninga og út- boðsskilmája má vitja að Laugarásvegi 71, gegn kr. 200.00 skilatryggingu. Skarpliéðinn Jóhannsson, arkitekt Fermingargjafir Stíf undirpils Baby-doll náttföt Sloppar Snyrtitöskur o. fl. Hjá Báru Austurstræti 14 Ósk eiginkonunnar er blómakassi frn f s» c orq c < (T> crq 05 05 I xn 3 —. -1 2 Flóðgátt I skurðinum. Á myndinni sézt eim- reiðin, sem dregur skip- in í gegn. notað þetta frímerki sín- úm málstað í hag. Fylgismenn Panama- skurðar, sendu nú banda- rísku þingmönnunum og öðrum áhrifamönnum, er voru fylgjandi Nigaragua skurði, eintak af frímerk- inu. Um leið bentu þeir á, hversu mikil áhætta það væri að grafa skurðinn gegn um eldfjallaland, þar sem náttúruhamfar- ir og hraunrennsli gæti, hvenær sem væri, eyði- lagt mannvirkið. Þetta varð til þess, að á síðustu stundu skiptu margir um skoðun og snér ust til fylgis við Panama- skurðinn. Árið 1904 var aftur haf- ist handa um skurðgröft- inn gegnum Panamaeiðið, eftir 15 ára hlé. Á þessum árum hafði læknavísind- unum tekist að sigrast á mýraköldunni, og moskí- tóflugunni, sem er smit- berinn, hafði verið útrýmt af því svæði, er skurður- inn lá um. Verkinu mið- aði örugglega áfram og skurðurinn var opnaður til umferðar árið 1914. LESBÓK BARNANNA Panamaskurðurinn sjálf ur er 65 km. langur, en ef með er talin dýpkun út í sjóinn við báða enda verð ur lengdin alls 81,6 km. Minnsta breidd í botni skurðsins er 91,5 metrar og minnsta dýpi 13,5 metrar. Siglingin um skurðinn tekur 8 tíma. í honum eru margar flóð- gáttir og skipastigar: Stærstar þeirra eru þrjár flóðgáttir við Gatun sem á 1T4 tíma lyfta skipun- um 28% metra. Árið 1948 fóru 2392 skip norður í gegn um Panama skurð, og 2286 suður. Stærstu hafskipin kom- ast nú orðið ekki gegn um skurðinn, og áætlanir eru uppi um að stækka hann. Kæra Lesbók! Þakka þér fyrir allar sögurnar og skrítlurnar. Mér þótti gaman að sög- unni um Æsi og Ásatrú, en Grettissaga finnst mér samt ennþá skemmtilegri. Ég vonast eftir annarri fornsögu, þegar hún er búin. Hérna sendi ég þér nokkrar gátur, sem ég vona, að þú birtir fyrir mig. 1. Hvaða réttur er það, sem aldrei er etinn? 2. f hvaða sveit finnast engar kýr? 3. Hvað er það, sem þú hefur oft meðferðis í sól- skini, en sólin getur samt aldrei skinið á? 4. Hvað er það sem all- ir vilja verða, en engir vera? 5. Hve marga nagla þarf í þann hóf, sem vel er járnaður? 6. Hvar var Adam, þeg ar Eva slökkti ljósið? 7. Hvernig stendur á því, að af tveimur.alsystr um er önnur móðursystir mín, en hin ekki? Viltu svo birta ráðning arnar ,sem ég sendi hér með, í næsta blaði. Vertu blessuð og sæl. Haukur Júlíusson, 10 ára, Móbergi, Rauðasandi. Ráðningar ur síðasta blaði Krossgáta: Lárétt: 1. fag; 5. rakki; 6. kría. Lóðrértt: 2. askur; 1, Ari; 4. þil. •—• Skrítlui Auglýsing: Loðkraga tapaði stúlka, sem er með kattarhaus og grænum augum á öðrum endan- um, en skotti á hinum. — ★ — f skólanum. — Hvernig er fleirtal- an af maður? — Menn. — En fleirtalan af barn? — Tvíburar — og allt upp í fimmbura! J. F. COOPER SlOASTI MliHÍKfflil 23. Er það min sök, að til eru hvítir menn, sem haga sér illa?, spurði Córa rólega. „Nei, en það varð stríð", svaraði Magúa, og Bragða refur barðist með móhí- könum í flokki hvíta mannsins. Faðir þinn var höfðingi okkar og hann skipaði svo fyrir, að sér- hverjum indíána, sem drykki eldvatnið, skyldi refsað. Magúa drakk eftir sem áður, og hvað gerði faðir þinn þá? Hann lét binda hinn rauða höfð- ingja og hýða hann eins og hund. Þeirri hýðingu gleymi ég aldrei". Córa minnti Magúa á þau loforð, sem Hey- ward hafði gefið, ef hann vildi leyfa þeim að fara til föður síns. En Magúa glotti háðslega. „Láttu að minnsta kosti vesalings systur mína LESBÓK BARNANNA lausa“, bað Córa. „Já“, svaraði Magúa, „ljós- hærða stúlkan má fara til föður síns, — en með einu skilyrði: Þú átt að vera hjá Magúa um aldur og ævi“. 24. „Nú hefur Magúa aftur samið frið við húr- onana og hann mun flytj- ast heim til grafa feðra sinna. Dóttir hvíta höfð- 3 ingjans á að fylgja honum og búa í kofa Jians, sækja honum vatn og steikja villibráð hans, — og þá mun spjót Bragðarefsins stöðugt standa í hjarta hvíta höfðingjans, föður þíns“. Nú gat Córa ekki stillt sig lengur. „Varmennið þitt“, hrópaði hún og hljóp til hinna fanganna. Magúa 'gekk til manna sinna. Hann talaði við þá á þeirra máli og brátt voru þeir orðnir mjög æstir. Nokkrir þeirra réð- ust á fangana. Heyward snérist til varnar og tókst að hafa tvo fjandmenn- ina undir. Jafnvel Davíð söngvari sló, sjálfum sér til mikillar undrunar, einn rauðskinnann niður. En nú réðist ofsareiður húroni aftan að Heyward og felldi hann til jarðar. Heyward sá hníf indíán. ans glampa yfir höfði sér og bjóst við, að dagar sín. ir væru taldir. f sömu svipan kvað við skothvell ur, krampadrættir fóru um húronann og hann féll dauður niður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.