Morgunblaðið - 24.03.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.03.1961, Blaðsíða 20
20 MORGVNBLAÐIB Föstudagur 24. marz 1961 — ! DÆTURNAR VITA BETOR SKÁLDSAGA EFTIR RENÉE SHANN 15 að allt aetli að leysast á bezta hátt .... Philip leit á hana og varð hrærður af æsku hennar og við- kvæmni. Það var ekki sann- gjarnt, ef dagurinn yrði ekki eins indæll og hún hefði vonað. Hann langaði til að geta gefið henni þessa fullvissu, sem hún var að óska eftir. En hvað sem á gengi gat hann ekki komið sér að því, rétt í bili, að gefa neitt ákveðið loforð. Því að ef hann gæfi henni loforð sitt og hún svo giftist Nigel, gat hann ekki svikið hana og yfirgefið móður hennar. En einmitt nú var hann alls ekki viss um, að hann mundi geta staðið við slíkt loforð. — Komdu þér nú í rúmið og hafðu engar áhyggjur. Hann sat eftir í stofunni, eftir ab hún var farin, og í fyrsta sinn í mörg ár. leyfði hann hugs unum sínum að hvarfla aftur í tímann. Langt aftur í tímann, eftir lifsleiðinni, framhjá ófriðn- um, fæðingu Janets og brúðkaup inu þeirra Margot — alla leið aftur til sumarsins.. . .sumar- dagmorgunsins.... það hlaut að vera orðið meira en tuttugu ár. Hann sá aftur sjálfan sig á þess- ari gönguför í írlandi. Hann hafði farið til Galway og síðan upp með Connemarströndnni, til lítills fiskiþorps, sem hét Round- stone. Og þennan júnímorgun hafði hann farið frá meginland- inu út í litlu eyjuna, sem hét Inishhee. Mjó eg hrörleg brú lá yfir slétt og tært blátt vatnið, sem kom þarna inn frá opnu hafinu. Þá kom móti honum stúlka á fullri ferð á hjóli. Hún hemlaði um leið og hún beygði út á brúna, en það var eins og hemlarnir tækju ekki í. Á næsta andartaki heyrðist brestur og hún rakst á steinriðið. Áður en hann gæti áttað sig, hafði hann reist hana við *g hallaði beygl- uðu hjólinu hennar upp við brúna. — Meiddiriu þig? Hún dustaði rykið af bómull- arpilsinu sínu ýtti úfnu hárinu frá augunum og sagði: — Nei, það held ég ekki.... þótt furðan- legt sé.... — En hjólið þitt hefur ekki lagazt við þetta. — Ég sé það. Hún laut niður til þess að athuga framhjólið, sem var í einni beyglu. — Og svo á ég það ekki einu sinni sjálf, og það gerir illt verra. Eg hef það til láns. Ég er hérna í sumarleyfinu mínu. — Það er ég líka. Hvar held- urðu til? — 1 Letterdyfe. — Er það gistihúsið, rétt áður en komið er inn í þorpið? — Já. Það er vinkona mín, sem rekur það í félagi við aðra konu. — Ég er hjá O’Toller. Það er svo að segja næstu dyr. Augu þeirra mættust og þau brostu hvort til annars. Hennar augu voru þau bláustu, sem hann hafði nokkru sinni séð. Um leið og hann sá hana fyrst, vissi hann með sjálfum sér, að hann mundi aldrei geta gleymt þeim — né henni sjálfri .. Hann gat ekki getið sér þess til, hvert vegir þeirra mundu liggja. Hann vissi ekki einu sinni, hvað hún hét. En hitt vissi hann með sjálfum sér, að- hann mundi verða ástfanginn af henni, og mætti guð gefa, að hennar til- finningar gagnvart honum yrðu eins. — Ég skal hjálpa þér með þetta hjól. — Það gatur orðið erfitt að draga það. — Það gengur einhvernveginn hjá mér. Hann leit á hana aftur. — Þú ert viss um, að þú hafir ekki meitt þig neitt? Hún neri olnbogana og horfði á hnén á sér. — Nei, það er þá að minnsta kosti mjög óvenjulegt ef nokkuð. — Þá hefurðu verið heppin. Þau gengu svo saman en mjög hægt, því að eins og hún hafði þegar gefið í skyn, var vanda- samt að stýra hjólinu og erfitt að koma því áfram. Þau sögðu hvort öðru nöfn sín, og komust að því, að þau voru þarna bæði stödd í sumarleyfi. Hann stillti sig um að segja henni, að hann hefði ætlað að haida áfram til Renvile daginn eftir, og að þetta væri í rauninni gönguför hjá honum, þar sem aldrei var gLst nema eina nótt á hverjum stað. Hún átti ennþá eftir tíu daga, áður en hún þyrfti að fara aftur til London. Hann vissi alveg með sjálfum sér, að hann mundi ekki fara frá Roundstone á undan henni. — Hvað hefurðu fyrir stafni hér? spurði hami. — Ekkert sérstakt. Mary Jarr- att, stúlkan, sem ég kom að heimsækja, kemur út með mér þegar hún getur, en nú hefur hún fullt hús og lítinn tíma af- .lögu. Svo hef ég verið að ganga og hjóla hér í kring. Þetta er dásamlegt landslag. — Mér skilst það. En gætum við ekki kannað það dálnið sam- an? — Það gæti verið gaman. Þetta svar hafði verið henni líkt, hugsaði hann seinna, þegar hann var farinn að þekkja hana betur. Hún var ætíð frjálsmann- leg og hreinskilin í orðum og framkomu. Hún lagði ekki fyrir sig nen kvenleg töfrabrögð, en var þó fyrst og fremst kvenleg. Og viku seinna, þegar þau sátu á stórum .steini niður undir sjón- m, bað hann hennar. — Ég á ekki mikið til enn, því að ég er bara yngri félagi í víxl- arafyrirtæki, en einhverntíma seinna ætla ég að græða og verða ríkur. Ég segi þér þetta rétt fyr- ir forms sakir. En það sem mig langar mest til að segja þér, hvað sem. öllu öðru líður, er það, að ég er afskaplega ástfanginn af þér og vil umfram allt giftast þér. Hann beið eftir svari hennar með öndina í hálsinum. Sumar stúlkur hefðu nú kannske bent á það, að þau þekktust raun- verulega ekki neitt. Eftir nokk- Urra daga kynni gæti hvorugt þeirra verið visst um, að til- finningar þeirra héldust óbreytt- ar. En hann vissi alveg, að hún mundi aldrei segja neitt þvílíkt. Hann vissi, að hún var jafnviss um það og hann var sjálfur, að þessi ást þeirra mundi endast að eilífu. Honum fannst sjálfum skrítið hve viss hann var um þetta. Það var enginn snefill af vafa í huga hans um það að ef þau giftust, yrði hjónaband þeirra hamingjusamt. — Viltu giftast mér, Cynthia? Hún dró ofurlítið við sig svar- ið. Honum fannst eins og hún ætti í einhverju stríði við sjálfa sig. Loksins sagði hún með hljómlausri og daufri rödd: — Ég get það ekki, Philip. Ekki núna fyrst um sinn, að minnsta kosti. Fyrst gat hann varla trúað henni. Hann hafði verið svo viss um, að hún vaeri jafn ástfangin af honum og hann af henni. Og hann var meira að segja viss um það enn. — Hversvegna ekki? Hún leit á hann og bláu augun voru tárvot. — Það má víst kalla það heimilisástæður. Ég á heilsu- lausa móður .... og .... það er víst bezt að segja það eins og það er .... mjög erfiða í um- gengni, sem ég hef allan veg og vanda af. Ég á líka gamla móð- ursystur .... en það gerir nú ekki eins mikið til með hana, því að ég geri ekki annað fyrir hana en senda henni ofurlítinn styrk. Ég er £ góðri atvinnu, eins og þú veizt. Því verð ég að vinna fyrir mér sjálf, enn um sinn, að minnsta kosti meðan mamma lifir. Hann sneri sér að henni, snögg lega reiður. — Er það ætlun þín að segja mér, að þú ætlir að vísa mér á bug vegna mömmu þinnar og frænku? ' — Já, Philip. — Elskarðu mig? — Það veiztu, að ég geri. — Hvað er þá .... Hann starði á hana. — Elskan mín, þú hlýtur að vera alveg frá þér. Þú getur ekki fórnað sjálfri þér og mér fyrir tvær gamlar konur. ■— Mamma er nú reyndar alls ekki gömul. Það var nærri því dottið út Skáldið ocj mamma litla 1) Já, verið þið sæl — og þakka 2) Þið getið verið viss um að það 3) ....að þið hafið verið hér. ykkur fyrir komuna. mun gleðja skáldið, þe^a’- V>or.n fréttir.... Miskunnarleysi McClunes í elagsmálum er alþekkt um gjör- vallt héraðið, og þegar það frétt- ist að hann ætli að berjast við Markús, þyrpast héraðs>'úar til verzlunarstaðaiins. — Já, ég gaf hundin-um þínum áhyggjur af sjálf-um mér, og það mat .... En væri ég í þínum nú þegar! sporum Markús færi ég að hafa úr honum, að haann vildi að hún væri sem allra elzt. Svo gömul, að hún hlyti að eiga skammt eftir. — Hvað gengur að henni? Ég á við .... gætirðu ekki fengið einhvern til að sjá um hana? Hún hlýtur að vera við því búin, að þú giftir þig einhverntíma. Hún hristi höfuðið. — Ég veit ekki. Ég efast bara um, að henni detti nokkurntíma sá möguleiki, og ef svo er, kveður hún hann jafnskjótt nið- ur og vonar, að aldrei komi til neins slíks. — Hún hlýtur að vera heldur betur eigingjörn. — Það má víst frekar segja, að hún sé sjúk. Þetta er hálf- gerð sorgansaga. Hún lenti í bil- slysi fyrir þremur árum. Pa-bbi var við stýrið og hann dó. Mamma varð fyrir áfalli á mæn- una, svo að hún getur ekki stigið 1 fæturnar framar. Ég sat í aftur sætinu og slapp. En frá þessum degi ber ég ábyrgð á mömmu. — Þetta þykir mér sorglegt að heyra, elskan mín. Ég vissi, að pabbi þinn var dáinn ekki alls fyrir löngu. Þú sagðir mér það víst fynsta daginn, sem við hittumst. En ég hafði enga hug- mynd .... — Mér þótti þetta nú enn sorg legra fyrir þá sök, að þau voru að aka mér til staðar, sem mig hafði langað svo mikið að koma á. Hefði ég ekki verið, hefðu þau aldrei farið þessa örlagaríku ferð, þennan dag. ailltvarpiö Föstudagur 24. marz 8.00 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morg unleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.35 Tónleikar — 9.10 Veðurfregnir — 9.20 Tónleik- ar — 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.05 Lesin dagskrá næstu viku 1315 Erindi bændavikunnar: a) Jarðeigna- og ábúðarskipulag eftir Jón Gauta Péturss.on — (Gísli Kristjánsson flytur). b) Utflutningur landbúnaðaraf- urða (Helgi Pétursson). c) Skipulag eggjaframleiðslunnar (Einar Eiríksson). 14.15 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til- kynningar — 16.05 Tónleikar. 18.00 Börnin heimsækja framandi þjóð ir: Guðmundur M. Þorláksson segir frá ferð á heimsenda. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 20.00 Efst á baugi (Tómas Karlsson og Björgvin Guðmundsson). 20.30 „Spænsk Jjóðabók44: Andlegir söngvar eftir Hugo Wolf (Irmgard Seefrid og Eberhard Wáchter syngja). 21.00 „Tannfé handa nýjum heimi": Þorsteinn Jónsson frá Hamri les úr nýlegri ljóðabók sinni. 21.10 Islenzkir píanóleikarar kynna sónötu Mozarts; II: Ketill Ingólfs son leikur sónötu í F-dúr (K280)# 21.30 Utvarpssagan: „Blítt lætur ver- öldin44 eftir Guðmund G. Hagaíin; XII. (Höfundur les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (44). 22.20 Frásöguþáttur: Togarataka við Vestmannaeyjar 23. marz 1914 (Jónas St. Lúðvíksson). 22.40 A léttum strengjum: Útvarps- hljómsveitin í Leipzig leikur; Heinz Rögner og Leo Spies stj. 23.10 Dagskrárlok. Laugardagur 25. marz 8.00 Morgunútv. — Bæn. Morgunleik- fimi: Valdimar Örnólfsson, leik- fimikennari og Magnús Péturs- son píanóleikari. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar. — 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14.30 Laugardagslögin — (15.00 Fréttir) 15.20 Skákþáttur (Baldur Möller). 16.05 Bridgeþáttur (Hallur Símonars.) 16.30 Danskennsla (Heiðar Astvalds- son danskennari). 17.00 Lög unga fólksins (Þorkell Helga son). 18.00 Utvarpssaga barnanna; „Petra litla44 eftir Gunvor Fossum; I. (Sigurður Gunnarsson kennari þýðir og les). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Tómstundaþáttur barna og ung- linga (Jón Pálsson). 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Leikrit: „Kökubúð Krane44 eftir Coru Sandel og Helge Krog. Þýð- andi: Aslaug Arnadóttir. — Leik stjóri: Helgi Skúlason. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (45), 22.20 Ur skemmtanalífinu (Jónas Jón- asson). ao 4S* naneinff. — 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.