Morgunblaðið - 24.03.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.03.1961, Blaðsíða 3
f Föstudagur 24. marz 1961 MOR'CVNBl 4 Ð1Ð 3 ♦ Hus Kroge rhjonanna. Rússneskur njdsnahringur Réltarhöldin í London leiða Ijós hina fulikomnu tækni russneskra njósnara SVO SEM skýrt var frá í blaðinu í gær, var kveðinn upp dómur í njósnamálinu í London sl. miðvikudag. Hin- ir fimm ákærðu voru allir sekir fundnir og hlutu fang- elsisdóma frá 15 til 25 ára. Eru það þyngstu dómar, sem fallið hafa í njósnamáli í Englandi á friðartímum. Réttarhöldin í máli þessu hófust 13. marz sl. Ríkissak- sóknarinn, Sir Reginald Manningham Buller, skýrði þar frá því, að fylgzt hefði verið með hinum fimm ákærðu í sex mánuði áður en unnt var að láta til skar- ar skríða gegn þeim og hefðu Rússum verið veittar ýmsar afar mikilvægar upplýsingar um kafbátavarnir Vestur- veidanna á því tímabili. Þar sem sakborningar báru allir af sér sök framan af réttarhöldunum, varð sak- sóknarinn að leggja fram ýmis gögn í málinu, sem varpað hafa greinilegu ljósi á hinn fullkomna tækniút- búnað, sem rússneska leyni- þjónustan hefur á að skipa. Höfuðpaurinn í njósna- hringnum var Gordon nokk- ur Amold Lonsdale, sem starfaði sem kaupsýslumaður í London. Hann kvaðst vera kanadiskur ríkisborgari, en hið kanadiska vegabréf hans var falsað og þykja allar lík- ur benda til þess að hann sé Rússi, 37 ára gamall og starfsmaður rússnesku leyni- þjónustunnar. Með einhverju móti, sem ekki er fullkunn- ugt, tókst Lonsdale þessum að komast í samband við Henry Frederick Houghton og unnustu hans, Ethel Gee, sem bæði unnu í rannsókn- arstöð brezka flotans í Port- land. Houghton er maður hálfsextugur en ungfrú Gee er 46 ára. Houghton hafði ’ með höndum venjulegt skrif- stofustarf í Portland ,en jafn framt aðgang að ýmsum leyndarskýrslum flotamála- ráðuneytisins. Hann hélt því fram í réttarhöldunum, að Lonsdale hefði kynnt sig sem liðsforingja í bandariska flotanum og ynni hann í nán um tengslum við sendiráð Bandaríkjanna í Bretlandi. Hefði Lonsdale sagt, að hann hefði hug á að afla sér frek- ari upplýsinga um síðustu tilraunir Breta á sviði kaf- bátavarna. Ekki taldi ríkis- saksóknarinn Houghton segja allan sannleikann í þessu efni, en annað hefur ekki sannazt. Leitað í tíu ár í júlímánuði sl. var það sannreynt, að Houghton og ungfrú Gee áttu reglulega stefnumót við Lonsdale kaup sýslumann einhversstaðar í námunda við Old Vic-leik- húsið í London. Þar hafði Lonsdale tekið við upplýs- ingum, sem í ákæruskjalinu voru sagðar „líklegar til að verða andstæðingi að veru- legu gagni“. Það varð einnig brátt upplýst, að Lonsdale heimsótti reglulega hjón ein, sem bjuggu í smáhýsi í Ruis lip, úthverfi Lundúnaborgar. Nágrannarnir gáfu þær upp- lýsingar, að þar byggju hjón- in Peter Kroger og kona hans Helen. Þau héldu því fram til hins síðasta, að þau væru kanadískir ríkisborgar- ar, en höfðu í fórum sínum vegabréf til Nýja-Sjálands. Nú er hinsvegar komið í ljós, að þau eru bandarískir ríkisborgarar, Lorna og Maurice Cohen, sem leitað hefur verið um tiu ára skeið. Höfðu þau flúið frá New York rétt fyrir hand- töku Rosenbergshjónanna og myndir af þeim hjónum fund ust á rússneska njónsafor- ingjanum Rudolph Abel, sem handtekinn var 1957. Á heimili Cohenshjónanna fannst afarsterk sendistöð af fullkomnustu gerð. Mátti nota hana jafnt til að taka við upplýsingum og senda þær í þrjú þúsund mílna fjarlægð. Gat stöðin sent 240 orð á mínútu og breytt þeim jafnóðum í dulmálsskeyti. — Þessi útbúnaður var venju- lega falinn í eldhúsi þeirra hjóna. Ennfremur fundust hjá þeim 9 þús. dalir í banda rískum gjaldeyri og ferða- ávísunum, sígarettukveikjar- ar með leynihólfum, sím- lyklar, svo og tæki til Ijós- myndunar handrita. Geta slik • tæki minnkað filmurn- ar niður í mikromyndir, sem eru ekki stærri en venju- legur punktur í lesmáli. í réttarhöldunum hefur enn fremur komið í ljós að rúss- neskir njósnarar bera dul- málslykla á mjög þunnum. hvítum pappírssneplum, serrf eru svo eldfimir, að þeir hverfa á einu andartaki, sé logandi eldspýta borin að þeim. Auk þess hafa þeir efni sem geta gert mikró- myndir ósýnilegar og jafn- framt sterkar smásjár á stærð við sígarettur. Fylgzt me'ð þeim í 6 mánuði í réttarhöldunum reyndi Lonsdale að taka á sig sök Cohenhjónanna, en það hafði ekki tilætluð áhrif, þar sem flest sönnunargögnin fund- ust á heimili þeirra. Er tal- ið, að þau hafi annazt send- ingu allra upplýsinga til Rússlands og auk þess skriffinsku njósnahringsins. Hin ákærðu hafa því öll verið dæmd sek fyrir njósn- ir og samsæri. Hlýtur Gordon Lonsdale 25 ára fangelsi, Cohenhjónin 20 ára fangelsi hvort um sig og Houghton og Ethel 15 ára fangelsi hvort. Sem fyrr segir, hafði brezka leyniþjónustan fylgzt með starfsemi þeirra um sex mánaða skeið þar til þau voru handtekin 7. janúar sl. Þá hafði Lonsdale fyrir skömmu fengið í hendur frá ungfrú Gee mikrófilmur af 230 blaðsíðna nýrri leyni- skýrslu brezka flotamálaráðu neytisins, þar sem fjallað. var um árangur nýjustu rann- sókna á sviði kafbátavarna. Neytendasamtökin mótmæla STJÓRN Neytendasamtakanna hefur ritað landbúnaðarnefnd N.d. Alþingis bréf, þar sem lagzt er eindregið gegn frumvarpi því, 6em nefndin hefur lagt fram um breytingu á lögum um fram- leiðsluráð o. fl. nr. 59/1960. Ef frumvarpið yrði að lögum, myndi Samband eggjaframleiðenda fá einkasölu á eggjum í heildsölu. Stjórn Neytendasamtakanna tel- Ur víst, að samþykkt frumvarps- ins myndi vekja að vonum mikla óánægju meðal neytenda. En jafnframt myndi slík löggjöf vera mjög óæskileg frá þjóhags- legu sjónarmiði. Nægir að benda á nokkur atriði þessu til stuðn- ings: Útlokun samkeppni Tilgangur einkasölu eða ein- okunar fer aldrei á milli mála. Hann á að tryggja þeim, sem hana hefur, hið hæsta verð og hinn mesta ágóða, sem fáanlegur er, með útilokun allrar sam- keppni. í greinargerð frv. er einnig sagt beinum orðum, að slíkt þurfi að gera til að tryggja framleiðendum það, sem þeir kalla „jafnast og eðlilegast verð“. Getur engum dulizt, við hvað er átt með þeim orðum. Framleiðendur fjarri markaði Stundum sparar einkasala og einokun framleiðslu- og dreifing- arkostnað, svo að jafnvel neyt- endur njóta einhvers brots af því. En hér er þessu öfugt farið. Höfuðástæða fyrir nauðsyn einka sölu er af framleiðendum sögð sú, „að framleiðendur eru yfir- leitt langt frá markaðsstað". Og vissulega er það rétt athugað, að fengist einkasala, gerði þetta ekki svo mikið til. Eggin yrðu að vísu dýrari og eldri, er þau væru boð- in neytendum, en samkeppni við einkasöluna væri þá orðin lög- brot, sem strangt yrði tekið á. Þær ástæður, sem framleiðendi tilfæra skv. greinarg. frv. fyn. nauðsyn einkasölu vegna hags- muna neytenda, eru með öllu óraunhæfar. Það þarf enga einica sölu eða einokun til að dreifa eggjum skipulega, starfrækja Frh. á bls. 23 Ríkisábyrgðir og Ásfjall h.f. Kommúnistar hafa á Alþingi flutt þingsályktunartillögu um, að skipuð verði sérstök rann- sóknarnefnd, sem rannsaki við- skipti hlutafélagsinS Ásfjalls i Hafnarfirði og Axels Kristjáns- sonar út af togaraútgerð og ríkis- ábyrgðir í sambandi við togara- kaup. Útgerð þessi hefur orðið gjaldþrota eins og svo margar aðrar togaraútgerðir, t. d. allar á Austúrlandi undir æðstu stjóra Lúðviks Jósefssonar. Rikissjóður mun tapa verulegu fé vegna ábyrgða, eins og hann hefur gert annars staðar þar sem líkt hef- ur farið. Morgunblaðið mælir ekki bót þeim hætti, sem hér hef- ur verið á hafður um ríkisábyrgð ir og skapað hefur rikissjóði æ of- an í æ stórfelt tap og stuðlað að hvers kyns vandræðum. Þvert á móti leggur blaðið megináherzlu á að þannig sé búið að atvinnu- vegunum að þeir geti þegar vel árar safnað veruiegum sjóðum til endurnýjunar og uppbygging- ar og verði þá ííka að standa sjálf ir undir skuldbindingum sínum og geti ektoi velt ábyrgðinni yfir á ríkissjóð. Hitt verður ekki talið drengilegt að ráðast að þessu eina fyrirtæki og krefjast rann- sóknar á rekstri þess á sama tíma og líkt hefur farið með fjölmörg önnur fyrirtæki. Annað hvort virðist eiga að rannsaka rekstur þessara fyrirtækja í heild eða þá að láta við það sitja, sem orðið er, en láta óhöppin sér að kenn- ingu verða. En þá skýtur nokk- uð skökku við um afstöðu stjórn arandstæðinga, því að ríkisstjórn in hefur gert tillögur um að hafa annan og heilbrigðari hátt á við veitingu ríkisábyrgða en verið hefur á sukktímabili vinstri stefnunnar, en þá snúast stjórn- arandstæðingar öndverðir og vilja viðhalda hinu algjöra ábyrgðarleysi. Ferðamál enn í Morgunblaðinu í gær er birt- Ur athyglisverður útdráttur úr skýrslu Fraikkans Georges Le- Brec, sem hér hefur dvalið og rannsakað aðstæður til a'ð auka atvinnu íslendinga af ferðamönn- um. Mikið hefur nú verið rætt um þetta efni og virðist tímabært að láta nú hendur standa fram úr ermum. Orðin eru þegar nægi lega mörg, nú vantar framkvæmd irnar. í tillögum Frakkans er athyglisvert nýmæli, Hann vill einbeita kröftunum að ákveðnum ferðamannasvæðum i stað þess að dreifa þeim svo að lítið gagn •erði að. Fljótt á litið virðist I ga þessi mjög athyglisverð „g ekki ætti að vera óviðráðan- legt kostnaðarins vegna að hrinda henni í framkvæmd. Er þetta kommúnismi? Tíminn er alltaf af og til að kenna Morgunblaðinu um að hafa „komið kommúnistaorðinu á blaðið“. I Alþýðublaðinu í gær er grein, þar sem vitnað er í eftirfarandi orð úr leiðara Tím- ans árið 1951: „Á þetta var bent vegna þess tilefnis að málgagn kommúnista hafði farið svívirðilegum orðum um dómstólinn í Haag og haldið því fram að smáþjóðir ættu að einskisvirða hann. Úrskurður hans í landhelgisdeilu Norð- manna og Breta hefur nú sýnt, hver ávinningur það er fyrir smá þjóð, að slíkur dómsstóll er til. Kommúnistar hafa hinsvegar 6.-it hér eins og oftar, að þeir reyna að óvirða og eyðileggja allt það sem eytour öryggi og rétt smáþjóða og munu flestir geta rennt grun í af hvaða ástæðum það er“. Ef þetta var kommúnismi 1951, hvað er það þá 1961?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.