Morgunblaðið - 24.03.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.03.1961, Blaðsíða 22
22 MORCT’yBLAÐIÐ Föstudagur 24. marz 1961 \ Leikni Svíanna með knött- inn færði þeim sigur Plötuðu þeir oft ísl. liðsmennina með slíkum smábrögðum og það svo hastarlega að ísl. leikmenn- irnir vissum stundum ekki hvar knötturinn var. Beztur Svíanna var Kjell Jarl enius, enda er hann reyndasti maðúr liðsins og hefur 19 lands leiki að baki fyrir Svíþjóð. Agne Svensson átti og mjög góðan leik og skemmtilegan og voru mörg af skotum hans frábær. Einn Sví anna Bengt Andersen er 2ja m maður á hæð. Hann skipar sér og i flokk með hinum tveim sem liðsmaður í sérflokki. Annars er liðið skipað jöfnum mönnum, en aðeins einn hlekkur er veikur. Það er*markvarzlan. Báðir mark verðirnir eru — að minnsta kosti í þessum leik — veikari en við var búist. Skal þess getið að Brusberg er hlaut heimsmeistara titil 1958 kom ekki með liði sínu í þessa för eins og ákveðið hafði verið. Svíinn er kominn í dauðafæri. knöttinn f'" Svíar fá vítakast. Dómari var Hannes Þ. Sigurðs ' son, og var dómur hans mjög vafasamur á köflum. Sýndi hann og smámunasemi sem gekk fram af liðsmönnum beggja liða og öllum áhorfendaskaranum. Missti hann að verulegu leyti leikinn úr höndum sér er á leið. —A. Gunnlaugur slær af honum (Myndirnar tók Sv. Þorm.). Bragg reyndi við 4,85 m. Don Bragg, Olympíumeist- arinn í stangarstökki, er nú í Tokíó og keppti á miklu inn anhúsmóti þar í gær. Komst hann upp í háar hæðir og gerði tilraun til heimsmets. Reyndj hann við 4.85 metra og munaði aðeins hársbreidd að hann færi þá hæð að sögn fréttamanna. Heimsmetið er 4,81 og á hann það sjálfur. Don Bragg flaug yfir 4,70 m létt og leikandi og lét síð an hækka í 4,85 m. Jafn leikur framan af Framan af var leikurinn jafn og höfðu íslendingar forustu í mörkum framan af. En er á leið hálfleikinn fóru Svíarnir að taka leikinn meir í sínar hendur og hálfleik lyktaði 13:10 þeim í vil. í síðari hálfleik náðu Svíar enn fastari tökum á leiknum. Byggð ist það mest á því að Valsmenn byggðu allan sinn leik á léns- mönnunum Pétri og Gunnlaugi. Það gaf góðan árangur fyrst í stað en smám saman fór að draga af þeim og eins fóru Svíarnir að átta sig á leikaðferðinni. En það a3 ekki fór verr fyr ir Valsmönnum hvað lokaúr- Sheffield og Leicester skildu enn jöfn Sheffield United og Leicest- er skildu enn jöfn er þau mætt ust i gær ffimmtudag) til að útkljá hvort liðanna skal mæta Tottenham í úrslitaleik bikarkeppninnar ensku. Ekkert mark var skorað í leiknum, þrátt fyrir framlengl ingu leiktíma. Áður höfðu lið t in mætzt — og leik verið fram / lengt þá einnig — en liðinl skildu jöfn. I Ákveðinn er annar leikurt milli liðanna n.k. mánudag ogl fer hann fram á velli Birming 7 ham City. J / kvöld Þeir unnu styrkt lið Vals meb 29:24 I FYRRAKVÖLD léku hinir sænsku handknattleiksgestir Valsmanna fyrsta leik sinn að Hálogalandi. Mótherjar voru gestgjafarnir s e m styrktu lið sitt með Gunn- laugi Hjálmarsssyni ÍR og slit snerti var, að hinir ungu piltar Vaís, komu mjög á ó- vart er Svíarnir fóru að ein- beita sér að Pétri og Gunn- laugi. Má þar einkum nefna Sigurð og Gylfa. Af íslenzku leikmönnunum átti þó Gunn laugur langbeztan leik. Hann var lengst af driffjöður isl. liðsins og sýndi leik fyllilega sambærilegan við það bezta er hjá Svíunum sást. Svíarnir sýndu yfirburði í heild einkum hvað leikni með knöttinn snerti. Kom í ljós breitt bil milli þessara tveggja liða hvað þetta snertir. Er sýnilegt að Svíarnir hafa lagt mikla rækt við knattleiknina, enda færði hún þeim mörg markanna. Var oft mjög gaman að sjá knatt- leikní þeirra og ýmis smábrögð sem byggðust á knattleikni. Fyrirliðarnir skiptast á fánum félaganna. , Pétri Antonssyni FH. Leik' lyktaði með sigri Svíanna 29:24 og vöktu þeir athygli fyrir sérstaka fimi í knatt- meðferð og var sigur þeirra verðskuldaður vel. Gunnlaugur hugðist sennilega senda Árna Njálssyni knöttinn inn á línu. — Árni greip ekki — en knötturinn rataði beint í mark Svía. Landsfeikir viö Svía og Dani fara fram a páskunum ÍSLENZKA landsliðið í körfuknattleik fer utan 1. apríl n.k. og leikur tvo lands leiki sem báðir fara fram í Danmörku. Hefur tekizt að koma á eins konar „litlu Norðurlandamóti“ með þátt- töku Dana, Svía og íslend- inga. Leika íslendingar í þessari för landsleik við báð ar þesssar þjóðir. Liðið fer utan sem fyrr segir 1. apríl. Strax daginn eftir eða 2. apríl mæta fs- lendingar Svíum í landsleik sem fram fer í Næstved. Hinn 3. apríl mætast Dan- ir og íslendingar í landsleik sem fram fer í Kaupmanna- höfn. Svíar og Danir mætast í landsleik 1. april og fer hann fram í Hróarskeldu. •----- Finnar féllu frá Upphaflega var ákveðið að íslendingar léku við Dani og Finna í þessari för. Finnar hafa nú hætt við komu sína til Kaup mannahafnar en eftir alllangar samningatilraunir tókst að fá Svía til að koma í staðinn. • --- Skemmtileg för Þetta er nýstárleg för fyrir körfuknattleikslandsliðið. Áður hefur liðið keppt við Dani og þá unnu Danir með 3 stiga mun. Framfarir hafa orðið mikl- ar — einkum hjá íslendingum — síðan. • --- Síðasti leikur fslendinga Liðið íslenzka leikur síð asta leik sinn hér fyrir utan- förina annað kvöld að Háloga landi. Mætir liðið þá úrvals- liði Bandaríkjamanna á Kefla vikurflugvelli. Mættust þesssi sömu lið fyrir skömmu i jöfn um og afar skemmtilegum leik enda er hér um tvö mjög góð lið að ræða. Er ekki að efa að áhugamenn um körfu- knattleik sem er sífellt að fjölga munu fjölmenna til að sjá ísl. landsliðið í Ieik. Síð- ast er liðin mættust unnu Bandaríkjamenn með 55:53 svo jafnari gat leikurinn vart orðið. / fáum orðum sagt A Fyrsta skóflustungan • ' fyrir nýjum skautaleik- vanginn t Innsbruck, sem byggöur verður vegna vetr- ar Olympíuleikanna er þar veröa haldnir 196 4, hefur. verið tekin. Það var versl- j unarmálaráöherra Austurrík is sem hélt á skóflunni. íleimsmeistar;’- keppni í knattspyrnu ALLT er nú komið í fullan gang með undirbúning og undan. keppni að heimsmeistarakeppn. inni í knattspyrnu, en lokakeppn. in fer fram í Ghile 1962. S.l. sunnudag vann ísrael Eþiópiu með 3 gegn 2 í leik sem fram fór í Tel Aviv. Næst mæta ísraelsmennirnir ftölum. Þá mættust í gær (fimmtudag) Costa Rica og Mexieo. Costa Rica sigraði með 1—0. Þetta var fyrri leikur landanna. Síðari leikur. inn verður í Mexico City 12. apríl. f kvöld leika sænsku hand knattleiksmennirnir við Rvík urmeistarana Fram. Fer leik urinn fram að Hálogalandi. Á sunnudaginn leika þeir við landsliðið og fer sá leik ur fram í íþróttaliúsinu á Keflavíkurvelli. Forsala að- göngumiða er hafin, hjá bóka búð Lárusar í Vesturveri, Nýju bílastöðinni í Hafnar- firði og hjá Fons í Keflavík. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.