Morgunblaðið - 24.03.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.03.1961, Blaðsíða 12
ts MORGVTSELAÐIÐ Föstudagur 24. marz 1961 Utg.: H.f Arvakur. Reykjavík. Fratnkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. FLUTNINGSKOSTNAÐUR MJÓLKURINNAR OF HÁR IJændur á Suðurlandsundir- ® lendinu hafa oft látið í ljós óánægju sína á aðal- fundum Mjólkurbús Flóa- manna undanfarin ár með hinn háa flutningskostnað mjólkurinnar til búsins. — Þrátt fyrir það hefur hvert árið liðið á fætur öðru án þess að nokkrar sérstakar ráðstafanir væru gerðar til þess að draga úr kostnaðin- um eða a.m.k. rannsaka möguleika þess. Á síðasta aðalfundi Mjólk- urbús Flóamanna var sam- þykkt tillaga frá Lárusi Gíslasyni, hreppstjóra í .Mið- húsum í Rangárvallassýslu, þar sem fundurinn sam- þykkti að skora á stjórn Mjólkurbús Flóamanna að láta sem fyrst fara fram nákvæma rannsókn á því, hvort ekki sé hægt að láta lækka kostnaðinn við mjólk- urflutningana, án þess að dregið sé úr þeirri hag- kvæmu þjónustu, sem búið veitir bændum nú. Stjórn Mjólkurbúsins hef- ur nú fyrir nokkru orðið við þessari ósk aðalfundarins og skipað nefnd í fyrrgreindu augnamiði. Verður að vænta þess að hún taki málið til ítarlegrar rannsóknar og að einhver árangur verði af störfum hennar. í samtali, sem Mbl. átti við Lárus Gíslason fyrir skömmu, kemst hann m.a. þannig að orði, að höfuðor- sök þess að svo mikil ó- ánægja hefur ríkt með mjólk urflutningana meðal bænda sé sú, að Mjólkurbú Flóa- manna hafi ekki getað skilað verðlagsgrundvallarverði til bænda fyrir mjólkina undan- farið. Kemst hann síðan að orði á þessa leið í fyrr- greindu samtali: „Það er hinsvegar krafa, sem ég tel að bændur eigi. Það er einnig skoðun mín, að með hagkvæmum rekstri á flutningunum megi kom- ast langt með að ná grund- vallarverðinu. Byggi ég þetta fyrst og fremst á sam- anburði við flutninga á mjólk annars staðar á land- inu“. Það sætir vissulega engri furðu, þótt bændur á Suður- landi, sem sitja að beztu mjólkurmörkuðum landsins, séu óánægðir með það að fá ekki það verð fyrir mjólk sína, sem gert er ráð fyrir í verðlagsgrundvelli landbún aðarafurða. Lárus Gíslason bendir á það í samtalinu við Morgunblaðið, að það sé skoðun hans og margra ann- arra bænda á Suðurlandi, að hægt sé að gera mjólkur- flutningana miklu hagkvæm- ari og ódýrari. Það er því vel farið, að nefndin hefur verið skipuð og ætti að mega vænta þess að ekki líði á löngu áður en þar til einhver árangur sést af störfum hennar. LIÐSKÖNNUN KOMMÚNISTA 17" ommúnistar hlaupa nú hús úr húsi og vinnu- stað frá vinnustað með undirskriftarskjöl sín. Al- mennt hafa þessi plögg hlot- ið nafnið Moskvuvíxillinn. Upp á þann víxil biðja kommúnistar íslendinga nú að skrifa. En hvað er það í raun og veru sem kommúnistar eru að biðja um með þessari undirskriftasöfnun sinni? Þeir eru að biðja íslenzku þjóðina um það, að hún lýsi því yfir, að hún vilji engan þátt eiga í því með öðrum vestrænum lýðræðisþjóðum, og nágrönnum sínum, að j tryggja frið og öryggi í heiminum. Þeir eru að biðja um það, að ísland sé ein- angrað, vinalaust og óvarið. Þeir eru að biðja um það að ísland sé opið og auðvelt herfang hvaða ofbeldisaðila, sem þóknast að hremma það, hvenær sem er. Þetta er það sem kommún- istar eru að undirbúa og biðja um, þegar þeir biðja um uppáskrift íslendinga á Moskvuvíxilinn. En með undirskriftasöfnun kommúnista er fleira að ger- ast. Þeir eru með henni að framkvæma liðskönnun á íslandi. Á fundinum í Gamla bíói um daginn var því lýst yfir af hálfu komm- únista, að undirskriftaskj öl- in yrðu ekki gerð opinber. Fólk þyrfti þess vegna ekki að óttast að það yrði á al- manna vitorði, að það hefði skrifað upp á Moskvuvíxil- Viðgerð á Konungiega leikhúsinu r * ~ A meðan verður að draga mjög úr starfseminni, a. m. k. hölft ar NU STENDUR fyrir dyrum að framkvæma gagngera við- gerð og endurbætur á Kon- unglega leikhúsinu í Kaup- mannahöfn. Þetta hefur lengi staðið til, en hingað til verið látið nægja að gera bráðabirgða-viðgerðir, þar sem þær allsherjarendurbæt- ur á leikhúsinu, sem taldar eru nauðsynlegar, munu kosta óhemjumikið fé og jafnframt valda verulegri röskun á starfsemi leikhúss- ins. Þannig er gert ráð fyrir að loka verði hinu svonefnda „Gamla leiksviði“ hússins, meðan viðgerð fer fram, en hún tekur varla skemmri " tíma en hálft ár. Þó verður væntanlega ekki hafizt handa fyrr en að lol nu starfsárinu 1961—’62. inn. En auðvitað hyggjast kommúnistar sjálfir nota þá vitneskju, sem þeir fá með undirskriftasöfnuninni sjálf- um sér í hag. Yfirgnæfandi meirihluti ís- lenzku þjóðarinnar vill áreið anlega ekki taka þátt í þess- ari liðekönnun kommúnista. Hún á ekkert skylt við ís- lenzka hagsmuni. Tilgangur hennar er sá einn að styrkja aðstöðu hins alþjóðlega kommúnisma og hins fjar- stýrða útibús hans hér á landi. ÓSIGUR KOMM- ÚNISTABANDA- LAGSINS í FRAMA andalag kommúnista og Framsóknarmanna hef- ur beðið enn einn ósigur innan verkalýðssamtakanna. Bifreiðarstjórar í Reykjavík hafa sýnt þannig, að ekki verður um villzt, að þeir vilja ekki binda bagga sína með Moskvumönnum og Framsókn. Úrslitin í stjórn- arkosningunum í Frama báru þess glöggan vott. Sameiginlegur listi komm- únistabandalagsins hlaut nú 158 atkvæði í stað 232 at- kvæða í kosningunum til Al- þýðusambandsþings á sl. hausti. Lýðræðissinnar hlutu nú 266 atkvæði en 227 atkvæði á sl. hausti. Straumurinn liggur frá kommúnistum og Framsókn. Fólki# kýs baráttu fyrir raunhæfum kjarabótum en fordæmir hið pólitíska verk- fallsbrölt niðurrifsbandalags- ins „Konunglega“ — gerist gamalt og lúið . . . ★ Mun kosta milljónir Nú loks liggur fyrir sam þykki þingsins um það, að veitt verði fé til þeirra við- gerða, sem taldar verða nauð synlegar, en ekki hefur farið fram rannsókn á því enn, hve miklar þær verða — og því er ómögulegt að gera sér grein fyrir kostnaðinum. ■— Það eitt er víst, að hann mun nema mörgum milljón- um. — Ekki er hægt að vinna að þessu að neinu verulegu leyti í einu sumar- leyfi, og þess vegna mun reynast nauðsynlegt að loka leikhúsinu, það er að segja „Gamla sviðinu", en stjórn hússins vonast til, að það þurfi ekki að standa lengur en hálft ár. — Á meðan er hugmyndin að leggja meiri áherzlu en áður á leikferðir út um landið — og e.t.v. verður leigt húsnæði fyrir sýningar leikhússins annars staðar í Höfn, meðan verið er að lappa upp á „Konung- lega“. Leikhúsið, eins og það er, nú, var vígt árið 1874, svo, ekki er að undra, þótt það sé farið að láta eitthvað á I sjá. I Hetjudýrkun — rússneskum Séeinil SOVÉTMENN virðast hafa talsverða tilhneigingu til persónudýrkunar — þrátt fyrir fordæmingu Krúsjeffs á slíku í hinni frægu ræðu, er hann úthúðaði Stalin gamla, og í ýmsum öðrum ræðustúfum sínum. — Þetta kemur m.a. í ljós í málverk- um og höggmyndum „ríkis- viðurkenndra“ listamanna í Rússlandi. — Þeir, sem hið opinbera þar eystra vill l telja afreksmenn- og hetjur, skulu birtast í málverkum og höggmyndum sem þrekn- ir og vöðvamiklir krafta- karlar — allt eins þótt móð- ir náttúra hafi verið svo að- sjál og ósvífin að gefa þess- um ,,hetjum“ aðeins væskils- legan pappírsbúk. — ★ — Á meðfylgjandi mynd sést rússneskur höggmyndasmið- ur, G. Bogatiryeva-Kononova, leggja síðustu hönd á „hetju- Framh. á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.