Morgunblaðið - 08.04.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.04.1961, Blaðsíða 2
2 MORGVWBLAÐIÐ Laugardagur 8. aprft 1961 Almenna bókafélagið gefur úf í dag: „Hafið" og skáld „Á Ströndinni" 1 . NA/ShnHor S*SVSOhrMor X SnjHm • OS/M 17 SSártr K Þrumur 1 -y y vv II H HaS 1 L&LauS § Þetta kort er mjög einíalt að gerð. Aðalhæðin er yfir Grænlandi, en þaðan gengur breiður hryggur milli 1010 mb línanna suðaustur um Bretlandseyjar. Sitt hvorum megin hryggjarins er lægðar- svæði, annars vegar yfir Norðurlöndum, en hins veg- ar yfir vestanverðu Atlants- hafi. Engar teljandi breyting- ar á þessu veðurlagi eru fyrirsjáanlegar þennan sólar- hring. Veðurhorfur við Faxaflóa. A-kaldi léttskýjað. , Moore fBotaíoringi tekur við stjórn varnariiðsins Fræðiritið söguna VIÐ TELJUM þessar bækur verð skulda fulla athygli fólks, sagði Baldvin Tryggvason fram- kvæmdastjóri Almenna bókafé- lagsins í samtali við blaðamenn í gær, er hann skýrði frá fyrstu bókum A.B. á þessu ári: Hafinu eftir Unnstein Stefánsson og skáldsöguna Á ströndinni, í þýð- Ingu Njarðar P. Njarðvík. Hafið, sem er alþýðlegt fræðslu rit eftir Unnstein Stefánsson er tæplega 300 blaðsíðna bók og er hin fyrsta, sem Unnsteinn skrifar. Jafnframt er þetta fyrsta haf- fræði sem út kemur á íslenzku. Hún skiftist í tvo megin kafla og fjallar fyrri hluti hennar almennt um haffræði, en síðari hluti um hafið umhverfis ísland. Unn- steinn Stefánsson helgar bókina minningu föður sins, Stefáns Þorsteinssonar. f formála segir höf. frá því að hann hafi við samningu bókarinnar „víða leit- að fanga bæði í erlendum og inn lendum ritum“. I>á segir hann að kaflinn um hafið umhverfis fs land sé „að miklu leyti byggður á óprentaðri ritgerð um íslands- haf“. Blaðamenn ræddu við Unn stein á þessum blaðamannafundi og gat hann þess m.a. að í kaflan um um hafið umhverfis landið, komi ýmislegt nýtt fram þar að lútandi. f bókinni eru 130 mynd ir, sjókort og uppdrættir til skýr ingar. Þar er t.d. mjög falleg lit mynd af sjávarbotninum umhverf is landið. Bókin er prentuð í Prentsmiðjunni Eddu. Höfundur bókarinnar, Un’n- steinn Stefánsson, er þjóðkunnur fyrir rannsóknir sínar. Hefur hann síðasta áratuginn stjórnað mörgum rannsóknarleiðöngrum við fsland og auk þess tekið þátt 1 hafrannsóknum erlendis. Unn- steinn er Austfirðingur að ætt. Hann varð stúdent 1942, tók meistarapróf í efnafræði við Ríkis háskólann í Wisconsin í Banda- • DIETRICH BUXTEHUDE (1637—1707): Magnificat an- ima mea fyrir 5 radda kór, strokhljóðfæri og sembaló. • JOH. SEBASTIAN BACH (1685—1750): Ich ruf zu dir, herr Jesu Christ, Sálmforleik- ur. Jesu, meine fremde, Mót- etta fyrir 5 radda kór, Toccata og fúga — D-moll. • HUGO DISTLER (1908—1942) Dauðadans (úr „Geistliche Chormusik" op. 12, nr. 2) fyrir blandaðan kór og tal. Þannig hljóðar efnisskráin, sem Pólýfón-kórinn býður styrktar félögum sínum að hlusta á n.k. sunnudagskvöld kl. 9 í Krist- kirkju, Landakoti og 4 önnur kvöld. Auk þess verða einir al- mennir híjómleikar með samskon ar efnisskrá á sama stað, en enn hefur dagurinn ekki verið ákveð- inn. Ingólfur Guðbrandsson, söng- stjóri, skýrði blaðamönnum frá því í gær, að ekkert verkanna. hefði verið flutt áður af íslenzk um kór, svo vitað sé. Auk kórsins leikur kjaminn úr Musica Nova í fyrsta verkinu, eða alls 7 strok- hljóðfæraleikarar. Þá leikur ung ur orgelleikari, Haukur Guðlaugs ríkjunum árið 1946, og hefur frá því í ársbyrjun 1949 starfað sem sérfræðingur í sjórannsóknum við Fiskideild Atvinnudeildar Há- skólans. Unnsteinn Stefánsson hefur áð ur ritað almikið um haffræði, bæði á íslenzku og ensku. Hafa ritgerðir hans ýmist birzt í ritum Unnsteinn Stefánsson d- Alþjóða hafrannsóknarráðsins eða komið út sérprentaðar á veg um Fiskideildar Atvinnudeildar Háskólans. Skáldsagan Á ströndinni eftir Nevil Shute, sem er febrúarbók A.B. fjallar um endalok mann- kynsins. Sagan gerist í Suður- Ástralíu og lýsir fólki, sem býð ur dauðans, algers dauða alls lífs á jörðu. Kjamorkustyrjöld hefur geisað á norðurhveli, og hel rykið berst hægt suður á bóginn með vindum loftsins. Hvernig lif ir mannkynið síðustu mánuði sína? . son í tveimur Bach-verkunum. Sagði Ingólfur, að Haukur hefði stundað orgelleik s.l. 4 ár við tón listarháskólann í Hamborg og væri mikill virtuos á hljóðfæri. ★ í siðasta verkinu kemur Láms Pálsson leikari fram í hlutverki dauðans, ásamt nokkrum söngvur um kórsins, og hefur hann æft þá sem flytja talið. Textinn er úr Liibecker Totentanz frá 1463, sem Johannes Klöcking færði til nú tímamáls. Söngtextinn er úr „Der Cherubinische Wandermann" eft ir Angelus Silesius, sungið á frum málinu. Sagði Ingólfur Guð- brandsson að Hjörtur Kristmunds son, bróðir Steins Steinarrs, hefði þýtt dauðadansinn á íslenzku og væri það mergjaður kveðskapur. Væri hann allur, um 40 vísur, birt ur í efnisskránni. ★ Að lokum skýrði söngstjórinn blaðamönnum frá því, að kórinn væri búinn að tilkynna þátttöku í samkeppnismóti í Wales, Inter- national Eisteddfod Llangollen, sem haldið verður 11.—16. júlí. Tækju um 40 þjóðir þátt í mótinu og væri keppt í kórsöng, þjóð- dönsum, hljóðfæraleik, þjóðlaga- keppni o.fL Á ströndinni birtist fyrst árið 1958 og var næstum samstundis kvikmynduð. Var myndin kjörin í fyrra bezta bandarízka kvik- mynd ársins. Er hú* enn ókom- in hingað, en verður trúlega sýnd hér í umar. Nevil Shute er einhver mest lesni rithöfundur Bretlands í dag. Hann andaðist á s.l. ári rúmlega sextugur að aldri. Shute var lífs- reyndur maður, var hermaður í báðum heimsstyrjöldunum. Hann hefur skrifað fjölda bóka, sem margar hafa orðið metsölubækur, þó. að engin þeirra hafi orðið eins fræg og Á ströndinni. Happdrætti SÍBS 1 FYRRADAG var dregið í 4. flokki Vöruhappdrættis SÍBS, um 855 vinninga að fjárhæð alls kr. 954.500,00. Hæstu vinn- ingarnir komu á eftir farandi númer: 200.000 þús. kr. 11233 — Um- boð Fáskrúðsfjörður. 1000.000 krónur 14598 — Um- boð Vesturver. 50.000 þús. kr. 57 — Umboð Vesturver. 10.000 kr. 8513 — 14537 — 18303 — 22204 — 22574 — 30968 — 39605 — 41729 — 43764 — 44928. FÖSTUDAGINN 7. april var gerður samningur á milli ríkis- stjóma Bandaríkjanna og ís- lands um kaup á bandarísk- um landbúnaðarafurðum gegn greiðslu i íslenzkum krónum. Samninginn undirrituðu Tyler Thompson, sendiherra Banda- ríkjanna, og Guðmundur f. Guð- mundsson utanríkisráðherra. Hér er um að ræða sams kon- ar samning og gerður hefur ver- ið undanfarin fjögur ár við ríkis- stjórn Bandaríkjanna. í hinum nýja samningi er gert BANDARÍSKUR flotaforingi að nafni Robert B. Moore nrun taka við yfirstjórn varn arliðsins á íslandi í júní n.k. af Benjamin Willis, flugliðs- foringja þeim, sem stjórnað hefur varnarliðinu að undan- förnu. ráð fyrir kaupum á hveiti, mais, byggi, hrísgrjónum, tóbaki, soyu- og bómullar-fræsolíum, sítrónum og sítrónusafa fyrir alls 1,74 milljónir dollara eða 66 milljónir króna. Andvirði afurðanna skiptist í tvo hluta. Annar hlutinn, 75% af andvirðinu, gengur til lán- veitinga vegna, framkvæmda hér á landi. Hinn hlutinn sem er 25% af andvirðinu, getur Banda- ríkjastjórn notað til eigin þarfa hér á landi. Frétt frá ríkisstjóminni. Var frá þessu skýrt í tilkynn- ingu frá utanríkisráðuneytinu 1 fyrradag. Jafnframt þessu mun Moore flotaforingi flytja aðalstöðvar sínar (Headquarters Barrier Forces Atlantic) frá Nýfundna- landi til íslands, en gert er ráð fyrir því að flotinn hafi að fullu tekið við varnarstöðvunum 1. júlí 1962. Moore flotaforingi á langan og frækilegan hermennskuferil atS baki. Hann tók þátt í bardög- um á Kyrrahafssvæðinu á stríðs- árunum, sérstaklega þótti fram- ganga hans góð í hinum frægu orrustum um Tarawa-eyjaklas- ann á Kyrrahafi og eyna Leyta í Fillippseyjum. Hann var á sl. ári skipaður yfirmaður Atlantio Barrier Forces í Argentia á Ný- fundnalandi. SlasaSur maður fluttur frá Þorlákshöfn KLUKKAN hálf-sex í gær var sjúkrabifreið send austur yfir fjall og niður á Þorlákshöfn til þess að sækja slasaðan mann. Maðurinn, Færeyingur að nafni Tróndur (Þrándur) Jen- sen, á togaranum Pétri Halldórs syni, hafði fengið gilskrókinn í höfuðið, þegar hann var að vinnu sinni um borð. Kom Pét- ur Haildórsson þegar upp að Þorlákshöfn, og var Tróndur sóttur um borð í báti. Sjúkrabifreiðin kom til Reykia víkur með sjúklinginn kl. laust fyrir 11 í gærkvöldi. Hafði hann aldrei misst meðvitund og var lagður inn f Landakotsspítala. Blaðið átti tal við sjúkrahúsið um miðnætti og fékk þær upp- lýsingar, að maðurinn hefði kinn beinsbrotnað og myndi ekkl alvarlega slasaður. Aflabrögð í Sandgerði FRÁ áramótum hafa í Sandgerði alls borizt í land 6110 lestir af fiski úr 730 róðrum. Á sama tíma í fyrra var aflinn 7419 lest- ir úr 905 róðrum. Hæstu bátarnir eru Hamar með 486 lestir úr 49 róðrum, Smári með 454 og Muninn með 441 lest, báðir úr 48 róðrum. Páll og Halldór * með Gullfossi f gærkvöldi kl. átta fór Gullfoss frá Hafnarfirði áleið- is til Hamborgar, en það er eldgömul siglingaleið, því að fyrr á öldum sigldu Ham- borgarkaupmenn til Hafnar- fjarðar með varning sinn. Með skipinu var m. a. dr. Páll ísólfsson. Dansk-Islandsk Samfund í Kaupmannahöfn hefur boðið honum að flytja erindi á vegum félagsins 14. þ. mán. Erindið fjallar um íslenzk þjóðlög og íslenzkt tónlistarlíf nú á dögum. Máli sínu til skýringar mun dr. Páll láta flytja af tónböndum ís- lenzk þjóðlög og þjóðlagaút- setningar íslenzkra nútíma- tónskálda. Að ölkrm líkindum mun dr. Páll flytja sama fyr- irlestur 1 Lundi. — Hann er væntanlegur heim aftur hinn 24. þ. mán. Þess má geta hér, að Dansk- Islandsk Samfund veitti í fyrra styrk til þess að gefa út stórt orgelverk eftir dr. Pál. Var það Introduction og Passacaglia, sem flutt hefur verið víða um heim, og höf- undurinn hefur sjálfur leikið hér, í Finnlandi og 1 Svíþjóð. ★ Þá var með skipinu Halldór Kiljan Laxness. Blaðið spurði konu skáldsins i gærkvöldi, hvert för Halldórs hefði ver- ið heitið. Hún kvað það óá- kveðið; hann færi til Þýzka- lands og Danmerkur, og e. t. v. til Rúmeníu og ítalíu. Hann væri vanur að fara vor og haust til meginlandsins til þess að hitta menn að máli, sem hann þyrfti annars að standa í bréfaskiptum við. Með þessum ferðum reyndi hann að vega upp á móti því að búa svona langt frá Evrópu. Pólýfónkórinn heldur hljómleika í Kristkirkju Haukur Guðlaugsson leikur á orgel (Birt án ábyrgðar). Bandarískar landbúnað- arvörur fyrir ísl. krónur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.