Morgunblaðið - 08.04.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.04.1961, Blaðsíða 13
Laugardagur 8. april 1961 MORGIJTSBL 4 ÐIÐ 13 RÉTTA EFTIR SIGURÐ A. MAGNÚSSON ÞÆÐ VAR sólbjartur marzmorg unn í Istanbul (Miklagarði), lííið gekk sinn vanagang, menn gerðu að gamni sínu og hlógu dátt, jafn vel niðri á hafnarbakkanum þar sem fjöldi fólks hafði safnazt saman til að taka ferjuna yfir til eyjarinnar Yassiada í Marm arahafi, eyjarinnar þar sem rúm Iega 400 sakborningar eru geymdir bak við gaddavírsgirð ingarnar og dregnir fyrir dóm dag hvern. Sakborningarnir eru fyrrverandi ríkisstjórn Tyrklands þingmenn Lýðræðisflokksins og ýmsir samstarfsmenn hans á síð ustu árum. Réttarhöldin hafa staðið í heila fimm mánuði og eiga langt í land ennþá. þó dóm stóllinn sitji á rökstólv.m frá kl. 9 til 6 daglega. Mannfjöldinn sem fór með ferj unní til Yassiada þennan morgun var í kringum 800, en gestafjöld inn er daglega einhvers staðar smilli 600 og 1000. Aðsóknin er svo mikil að það tekur allt upp í tvo mánuði að fá sæti í réttarsaln- um að undangengnu miklu um- stangi. Samt flytja allar þrj£r út varpsstöðvar Tyrklands daglega hálfs annars tíma skýrslu af gangi réttarhaldanna sem allur landslýður hlustar á. Hvað er það sem dregur fólkið til Yass- iada? Eflaust fyrst og fremst for vitni. Menn vilja sjá hina gömlu valdhafa í sínum nýju hlutverk um, og svo vilja þeir auðvitað kynna sér starfsaðferðir hinna nýju valdhafa. Það er tæplega fært vafageml ingum að komast með ferjunni til Yassiada. Á hafnarbakkanum er þrefaldur varnargarður her- manna og eftirlitsmanna sem skoða öll skilríki í krók og kring, og þukla menn þar á ofan hátt og lágt í leit að vopnum eða öðr um hættulegum gripum. Mynda- vélar erú bannaðar, og ekki má taka með sér neinn mat, því hann kynni að innihalda eitur sem gæti komizt í hendur fanganna. En þar sem heimsóknin til Yassi- ada tekur heilan dag er mönnum séð fyrir viðurværi á eynni gegn vægu gjaldi. Siglingin tók rúman klukku- tíma með viðkomu á annarri ey þar sem dómararnir stigu um iborð. Þeir eru fimmtán talsins, en aðeins níu þeirra áitja á dóm bekknum hverju sinni. Þegar við lentum við bryggjuna í Yassi- ada blöstu við okkur rammgerar þyggingar og margslungnar gaddavírsgirðingar, en meðfram etígnum upp að dómshúsinu var raðað nokkrum tugum hermanna úr landher, flugher og flota. Þeir höfðu allir hríðskotabyssur til reiðu. Dómssalurinn er gríðarstór. Meðfram tveim veggjum eru hækkandi áhorfendabekkir (fólk Ikemur fyrst og fremst til að horfa, «i í miðjum sal er stórt afgirt svæði með rúmlega 100 Któlum fyrir sakborningana. Hægra megin þeirra sitja verj endur, en fyrir enda salsins sitja níu dómarar og saksóknari ríkis ins ásamt aðstoðarmönnum, all ir klæddir viðhafnarmiklum skikkjum. Fyrir framan dómar ena sitja skrifarar hæstaréttar. Á veggnum fyrir ofan þá er stór hausmynd af Kemal Atatiirk og einkunnarorð réttarins: „Adalet miilkun temelidir" (Réttlætið er grundvöllur ríkisins). Þegar áhorfendur voru komnir í sæti sín, sem voru númeruð eft ir kúnstarinnar reglum, var um hríð hljóð í salnum og allir biðu með eftirvæntingu hins æsandi sjónarspils. Svo 'heyrðist takt- fast fótatak hermanna á stein- steyptri stéttinni fyrir utan, og andartaki síðar komu fangarnir í ljós milli þéttra raða af her- mönnum. Þeir gengu í einfaldri fylkingu og fyrir þeim fór Bayar fyrrverandi forseti, þá kom Mend eres fyrrverandi forsætisráðherra og síðan um hundrað manns í við bót, meðal þeirra tvær konur. Fangarnir röðuðu sér í sætin hljóðlaust og skipulega, enda hafa þeir haft fimm mánaða dag lega æfingu. Dómur var settur og dómfor seti tók til máls. Kvað hann rann sókn þess ákæruatriðis, sem fjall að hafði verið um undanfarna daga, vera lokið, en endanleg niðurstaða væri aðeins fengin í máli eins sakbornings, annarrar konunnar. Hún var fundin sýkn saka, og varð svo mikið um að henni lá við yfirliði. Aðrir sak- borningar máttu vænta úrskurð ar innan viku. Síðan las dóms forseti nöfn þeirra manna sem hverfa mættu úr salnum, og reyndust það vera allir nema sex: Bayar og Menderes, Aygun fyrr verandi borgarstjóri í Istanbul og foringi flokksdeildar Lýðræðis- flokksins í borginni, Yetkiner fyrrveran diéhraðsstjóri Istan- bulhéraðs, Sahin lögreglustjóri í einu hverfi Istanbul og Argur hershöfðingi sem var herstjóri í Istanbul og síðar í Ankara. Hann var einn af örfáum hers- höfðingjum sem hlýddu stjórn Menderes. Það varð hlé á réttarhöldunum meðan sakborningarnir tindust út, en skömmu síðar heyrðist enn fótatak hermanna og inn kom nýr hópur, rúmlega 100 manns talsins. í fylkingarbroddi var öll rkíisstjórn Menderes, síðan ýmsir þingmenn og starfsmenn Lýðræðisflokksins og loks stór hópur fyrrverandi lögregluþjóna. Næsta mál á dagskrá var atburð irnir í Istanbul 28. apríl til 27. maí í fyrra, þegar fjölmargir há- skólastúdentar voru ýmist lim- lestir eða drepnir í uppþotum. Fyrrverandi ríkisstjórn sat á fremsta bekk við hliðina á Bayar og Menderes. Þar gat að líta ýmsa þekkta menn, m.a. Zorlu fyrrverandi ut anríkisráðherra, sem er hataður heilu hatri fyrir hroka sinn og spillingu. Ráðherrarnir höfðu flestir hor azt verulega, en mér var tjáð af manni sem heimsótti Yassiada í október að útlit þeirra væri betra nú en þá. Zorlu virtist einna verst á sig kominn. Síðan hófst vitnaleiðslan, og voru leiddir fram stúdentar og prófessorar frá háskólanum í Ist anbul, sem lýstu í löngu og til finningaríku máli viðburðunum sem urðu undanfari byltingar- innar. Meðan á vitnaleiðslunni stóð var Menderes einu sinni kallaður upp, og talaði hann að því er virtist með fullkominni ró. Nokkrir lögregluþjónar fengu líka að koma með athugasemdir þess efnis að þeir hefðu ekki gert annað en skyldu sína. Hvað gat fámennt lögreglulið gert and- spænis trylltum múg annað en skjóta? spurðu þeir. Verje'ndur fanganna tóku ekki til máls nema í eitt skipti. Þá var varpað fram spurningu sem virtist vera út í hött, enda bað dómforseti verj- endur að halda sér við efnið. Vitnaleiðslan var langdregin og lítið spennandi, því vitnin voru sífellt að lýsa sömu atburðum með sáralitlum tilbrigðum, og dómsforseti var stöðugt að á- minna þau um stuttorðar frásagn ir með engum árangri. Hið eina sem rauf leiðindin var að á hálf tíma fresti gengu herflokkar í salinn og höfðu vaktaskipti við girðingu sakborninganna með Adnan Mendercs miklum fótagangi. Var það þó heldur þreytandi tilbreyting og virtist fara í taugarnar á föngun um. Framandi réttarfar Þessi réttarhöld hljóta að koma þeim einkennilega fyrir sjónir sem aldir eru upp við vestræna réttarhefð. Enginn sem til þekk ir efast sennilega um, að Bayar, Menderes og gæðingar þeirra voru ótíndir bófar meðan þeir sátu að völdum. Þeir tóku sína eigin gröf og verðskulda mál- sókn. En það er sjálfur málatil- búnaðurinn sem er okkur svo framandi. Valdhafarnir fyrrverandi eru sakaðir um brot á stjórnar- skránni, og samkvæmt tyrknesk- um lögum varðar það dauða- refsingu. Slík lög eru út af fyrir sig kynleg í landi þar sem stjórn arskrár eru jafnfallvaltar og gengi krónunnar. En látum það vera, Tyrkir hafa nú einu sinni svona skrýtin lög. En inn í sak- argiftir, sem eru hreinlega stjórn arfarslegar, er svo fléttað hrein- um sakmálum, eins og t. d. á- kærunni á hendur Menderes fyr- ir aðild að fóstureyðingu. í blöð um, útvarpi og ..lls kyns áróðurs pésum er því einkum haldið að almenningi að Bayar og Mend- eres hafi stundað óhófslifnað og kvennafar, eins og það væri mergurinn málsins í málsókn- inni á hendur þeim. Á ferjunni voru t. d. allir vegir þaktir Ijósmyndum af Bayar, Mender- es, Zorlu og öðrum kumpánum þeirra í hópi magadansmeyja og gleðikvenna. Þessi siðgæðisum- vöndun er vægast sagt kynleg í landi sem er þekkt að mjög sveigjanlegu siðferði á öllum sviðum. Salkborningunum er borið á brýn að hafa ýtt undir trúarlegt afturhald í landinu og fært sér í nyt áhrif „prestanna" (hod' sjanna) yfir fáfróðum almúg' anum. Hafl þeir með þessu fram- ferði gert að engu umbætur Atatiirks fyrir 40 árum. Þetta er sennilega rétt, en varla getur slíkt varðað við lög. Ennfremur eru þeir sakaðir um að hafa rof ið einingu þjóðarinnar og skipað henni í tvær fjandsamlegar fylk ingar. Þetta er sennilega líka rétt, en í lýðræðisríkjum hefur slíkt hingað til ekki verið talin höfuðsynd. Pólitísk réttarhöld Um það er víst engum blöð- um að fletta að réttarhöldin á Yassiada eru fyrst og fremst af pólitískum rótum runnin, og sem slík bera þau sterkan keim af réttarfari kommúnistaríkjanna. Þetta kemur berlegast fram í áróðri blaða og útvarps, sem fjalla um mál hinna sakfelldu eins og þeir hafi þegar verið dæmdir og fundnir sekir. Þó slíkt sé ekki óþekkt í vestræn- um ríkjum, þá er það andstætt lýðræðislegu réttarfari. Þeir sak- borninganna, sem kunna að verða sýknaðir, hafa þegar týnt mannorði sínu fyrir atbeina þess áróðurs sem rekinn er dag- lega í blöðum og útvarpi. Orsakirnar til þessarar lát- lausu áróðursherferðar eru öðr- um þræði kátlegar. Hinum nýju valdhöfum er ljóst, að Menderes á enn sterk ítök meðal hinnar fjölmennu bændastéttar, og þeir hafa einsett sér að eyða þess- um áhrifum. Margir Tyrkir sögðu mér daprir í bragði að þetta værí ekkert áhlaupaverk. Það eru nefnilega tugir þúsunda bænda í Tyrklandi sem trúa því statt og stöðugt að Menderes sé hálfgildings dýrlingur, og geng- ur þessi trú svo langt að um hverja helgi, þegar hlé er á rétt arhöldunum á Yassiada, er hann sagður taka sig upp frá eynni með yfirnáttúrlegum hætti og ríða í loftinu yfir sveitir Tyrk- lands á hvítum hesti. Segja sum- ir að hin naumlega björgun Menderes í flugslysinu í Englandi fyrir nokkrum árum eigi sinn stóra þátt í þessari kynlegu trú tyrkneskra bænda. Þegar ég innti tyrkneska kunn ingja mína eftir áliti þeirra á væntanlegum afdrifum sakborn- Celal Bayar inganna, töldu flestir að hluti þeirra yrði aflífaður. Sumir töldu öruggt að Bayar, Men- deres, Zorlu ásamt ýmsum sam ráðherrum þeirra og öðrum minni spámönnum yrðu hengdir. Aðrir töldu víst að hin illræmda rannsóknarnefnd yrði hengd eins og hún leggur sig ásamt Men- deres og nokkrum ráðherrum öðrum. Menn bjuggust yfirleitt við þetta fimm til fimmtán dauða dómum. Þegar ég spurði hvers vegna, var viðkvæðið oftast hið sama: Það verður að gera þetta vegna þjóðarinnar, það verður að gefa fordæmi, sýna mönnum 'hvað það er hættulegt að virða stjórnarskrána að vettugi. Sic transit . . . Það var einkennilegt að sitja i réttarsalnum á Yassiada og horfa yfir þennan sundurleita og dapurlega hóp sem fyrir rúmum tíu mánuðum var einráður í landinu og hafði líf þjóðarinnar í hendi sér. Það var alvarleg á- minning um hinn klassíska fall- valtleik veraldlegs gengis: Sic transit gloria mundi. En það var jafnframt kaldrifjuð ábending á hinn heimsfræga skrípaleik rétt- lætisins: sá sem hefur valdið veldur réttinum. Þessir sakfelldu menn hafa enga von, hver sem sök þeirra kann að vera, vegna þess að þeir hafa týnt valdinu sem á sínum tíma gerði þá að vörðum réttlætisins. Mér kom í þessu sambandi í hug ljósmynd sem ég sá af tilviljun 1 herskóla í Ankara. Hún hékk á vegg sem helgaður var ýmsum frægum við burðum í lífi Atatiirks og sýndi hann í hópi nokkurra helztu samherja sinna. En það var ný- búið að líma hvítan pappírsmiða yfir eitt andlitið. Mér var sagt að maðurinn bak við pappírsmið- ann væri Celal Bayar. Hann var á sínum tíma náinn samstarfs- maður Ataturks, en er nú sak- aður um að hafa svikið hug- sjónix hans. Það var kaldhæðni örlaganna að Bayar var geymdur í þessu sama herbergi í herskól- anum í Ankara fyrst eftir að hann *Var handtekinn. Dagur frímerkisins ÁKVEÐIÐ hefur verið að til- einka frímerkjunum einn dag á þessu ári og kallast hann „Dag- ur Frímerkisins“. Dagurinn, sem valinn hefur verið, er 11. apríl n.k. Tilgang- urinn með þessu er að minna menn og þá sérstaklega æskuna, á gagn og nytsemi frímerkjanna. Siður þessi tíðkast með mörgum þjóðum og hefur náð vinsældum þannig að víða koma út sérstök frímerki í tilefni þessa dags. Að þessari kynningarstarfsemi hér- lendis standa Félag Frímerkja- safnara í . samvinnu við Frí- merkjaklúbba Æskulýðsráðs Reykjavíkur og með aðstoð is- lenzku póststjórnarinnar. Skólastjórar barnaskólanna í Reykjavík hafa heitið málinu stuðningi sínum með því að láta fara fram þennan dag ritgerða- samkeppni í efstu bekkjum skól anna um verkefnið: Hvaða gagn gera frímerkin? Ennfremur hefur Fræðslumála stjómin mælt með því við skóla stjóra barnaskóla utan Reykja- ví-kur að þeir hlutist til um að ritgerðasamkeppnin fari fram í barnaskólum um allt land. Dags ins verður ennfremur minnst með erindaflutningi í Rókisút- varpinu. Póststjómin hefur lát- ið gera sérstakan póststimpil og verður hann í notkim á Pósthiis- inu í Reykjavík þennan dag. Framkvæmdanefndin, en 1 henni eru Guðmundur Árnason frá Félagi Frímerkjasafnara og Jón Pálsson frá Æskulýðsráði Reykjavíkur, hefur látið gera smekkleg umslög í tilefni dags- ins og verður aðalútsölustaður þeirra í anddyri bókaverzlimar Almenna bókafélagsins í Austur stræti næstu daga og daginn siálf an. Kosta þau kr. 2.00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.