Morgunblaðið - 08.04.1961, Side 23
Laugardagur 8. apríl 1961
MORGVNBLAÐIÐ
23
Kœrur á Albani
fylla heila bók
ISkógar-
þröstur
til sjós
AKRANESI, 5. apríl. — Á
annan páskadag bar svo við
vestur á Köntum á vélbátn-
um Sigurfara í vestangarra og
hríðarveðri, að einn hásetinn,
Einar Kristjánsson, sem var
að vinna á þilfarinu, sá hvar
skógarþröstur sat í hnipri aft
ut a dekkinu. Einar gekk
strax til hans oð sá, að fugl-
inn var steinstofandi og senni
lega að fram kominn af
þreytu. Hann bar skógarþröst
inn ofan í lúkar í hlýjuna, þar
sem matsveinninn, Guðmund- l
ur Guðlaugsson, tók hann í
vörzlu sína. ' Fyrsta daginn
fékkst hann ekki til að éta,
en morguninn eftir var hann
farinn að ná sér og spekjast
svo, að hann tók til matar
síns ásamt skipverjum og hef-
ur haldið þeim vana síðan,
þessa þrjá daga, sem hann'
hefur dvalizt í skipinu. Á
nóttunni sefur þrösturinn í
koju hjá Einari, sem barg lífi
hans á seinustu stundu.
— Oddur.
Ekki
„(iamsi spítalinn“
'AKUREYRI. — Þess skal getið,
tað annað húsanna, sem brann
á Akureyri í fyxradag, og sagt
<var, að nefnt vseri „Gamli spít-
alinn“ í daglegu máli er í raun-
inni ekki gamla sjúkrahúsið,
Iheldur viðbygging við það, sem
Gigurgeir Jónsson byggði fyrir
60—60 árum og var notuð fyrir
verkstæði. Seinna var viðbygg-
ingin svo notuð sem íbúðarhús.
— St. E. Sig.
*— Brezk stórblöð
Framh. af bls. 1
Welch segir, að þessar viðræð
ur við togaraeigendur geti orðið
mjög örlagaríkar. Hann sagði
blaðamönnum, að einn tilgangur
inn með verkfallinu væri að
sýna öðrum löndum svo sem
Danmörku, Færeyjum og Græn-
■landi að það gæti verið hættu-
•legt fyrir þau að fylgja fordæmi
Islendinga, í að stækka fisk-
veiðilandhelgina. Þá gætu þaU
átt á hættu að missa fiskmark-
aðinn í Grimsby.
ýfcr Afstaða togaraeigenda
í fréttatilkynningu togara-
eigenda í Grimsby um þessa
síðustu atburði segir að þeir
hafi verið eins vonsviknir og
yfirmenn og áhafnir vegna samn
ingsins við Islendinga, en samn
ingurinn hafi verið samþykktur
og staðfestur af báðum ríkjun-
um og yrði ekki breytt með
neinum aðgerðum sjómanna eða
útvegsmanna.
Togaraeigendur segjast hafa
'gefið brezku stjóminni dreng-
skaparheit um að virða ákvæði
Parísarsamningsins 1956, sem
heimilar íslendingum fiskland-
anir í Bretlandi.
Þeir benda og á það, að þörf
sé fyrir íslenzka fiskinn i Bret-
landi, engu síður en fyrir afla
brezkra togara.
•jc Ekki rétta ieiffín
Times í London fordæmir
verkfallið í forystugrein í dag.
Blaðið segir m.a.: „Sjómenn á
íogurunum virðast álíta að
brezka stjómin hafi brugðizt
þeim með samþykki togaraeig-
endanna og þeir vilja ekki láta
undan möglunarlaust. Þó er það
meir ofsi en skynsemi sem ræð-
ur þessum aðgerðum þeirra.
Það er allri togaraútgerðinni
fyrir beztu að alþjóðalög séu
virt á sviði fiskveiðanna og það
er ekki rétta leiðin til þess að
svíkja samninga.
Belgrad, 7. aprfl. (Reuter).
JÚGÓSLAVNESKA stjórnin
gaf í dag út sérstaka bók
upp á 142 blaðsíður, þar sem
kommúnistastjórnin í Alban-
íu er ákærð um margs kon-
ar ástæðulausa áreitni og
fjandskap í garð Júgóslava.
Meðal annars er því haldið
fram, að Albanir skipuleggi
landráðastarfsemi og undir-
róður í Júgóslavíu og hyggi
á landvinninga í Suður-
Júgóslavíu.
675 skemmdarverkamenn
Segir í ákærubók þessari að
framkoma Albaníukommúnist-
anna 'sé með öllu óviðunandi og
óafsakanleg í samskiptum ríkja.
Sem dæmi er það nefnt að vitað
sé að 675 skemmdarverkamönn-
um hafi verið smyglað inn í
Verkfðll oð hefj-
Qst í Ðanmörka
KAUPMANN'AHÖFN, 7. apríl
(NTB). — Allt bendir t£5 þess
að stór verkföll skelli & i Dan-
mörku í næstu viku. Heftsr það
komið í ljós að starfsmenn við
járniðnað og við samgöngutæki
í Danmörku hafa fellt tillögur
sáttasemjara um lausn kjarádeil
unnar sem staðið hefur nú frá
áramótum.
f járniðnaðinum vinna 95 þús-
und manns og við samgöngutæk-
in 40 þúsund manns. Samgöngu-
starfsmennirnir geta nú byrjað
verkfall sitt á þriðjudaginn en
járniðnaðarmennirnir í lok
næstu viku. Þetta eru þær starfs
greinar sem einna verst gegnir
í þjóðfélaginu að stöðvist.
Hinsvegar munu starfsmenn í
ýmsum öðrum greinum svo sem
í klæðaverksmiðjum og bygging
ariðnaðinum hafa samþykkt til-
boð sáttasemjara.
Leiðrétting
á afmælisrabbi
f VIÐTALI við Karl Friðriksson,
brúarsmið og vegaverkstjóra, í
blaðinu í gær, slæddust inn sokkr
ar villur.
Þar var sagt að Karl væri
fæddur í Bakkakoti í Víðidal, en
á að vera Hvarfi í Víðidal.
Sagt er að það að leggja upp-
skipunarbátum á hlið upp að
klöpp hefði verið kallað að
„vandleggja", en á að vera
„vambleggja".
Sagt er að stillansar í Skíða-
dalsá hefðu hrunið, en þeir
skekktust svo þá varð að rifa.
Leiðréttist þetta hér með.
Telpan á sleðannm
ÞAÐ var ranghermi, sem sagt var
á baksíðu blaðsins á fimmtudag,
að litla telpan, sem fótbrotnaði
hafi komið á sleða „brunandi
fram úr sundi út á götuna og
fyrir bifreið". Telpan var á leið
heim til sín eftir Sogaveginum
á sleða, en bifreiðin, sem hún
varð fyrir, kom akandi á eftir
henni. Bíistjórinn vissi svo ekki
fyrr en bíllinn skall á telþunni
og sleðanum. Skyggni var slæmt
þetta kvöld.
RACNAR JÓNSSON
hæstaréttarlögmaffur
Lögfræðistörf og eignaumsýsia
Júgóslavíu frá Albaníu. Þá er
sagt að 615 sinnum hafi komið
til árekstra á landamærum ríkj-
anna og í þeim hafi 12 júgó-
slavneskir landamæraverðir fall
ið en 22 særzt.
Gamla Stalín-stefnan
Blaðafulltrúi Júgóslavíustjóm-
ar sagði er hann birti bókina,
að þessi áreitnisstefna Albana
hefði fyrstu árin verið studd af
Stalín og enn virtist sem hún
fengi stuðning frá ýmsum komm
únistarík j anna.
Útgáfa þessarar ákærubókar
þykir bera þess vott, að sam-
búðin milli Júgóslavíu og komm
únistaríkjanna fari nú enn einu
sinni versnandi. Er talið að það
sé afleiðing af ályktun leyniráð-
stefnunnar í Moskvu í nóvember
sL þar sem Júgósiavar voru
fordæmdir fyrir „endurskoðun-
arstefnu“.
Allir bíða
eftir svari
GENF, 7. april (Reuter). — Full-
trúi Breta á ráðstefnunni um
bann við kjarnorkusprengjutil-
arunum skýrði frá því í kvöld, að
hsnn myndi að öllum líkindum
fljúga heim til Lundúna og bíða
þar eftir svari Rússa við tillög-
um Vesturveldanna.
Enn einn fundur ráðstefnunn-
ar var haldinn í dag, en hann
stóð aðeins þrjár mínútur, enda
hafði enginn neitt að segja. Full-
trúar Vesturveldanna sem lögðu
tillögur Sínar fram á fyrsta degj
réðstefnunnar hafa síðan beðið
eftir svari rússneska fulltrúans.
En hann hafði heldur ekkert að
segja í dag og var greinilegt að
hann sjálfur bíður ásamt full-
trúum Vesturveldanna eftir
Svarinu frá Moskvu.
— Raubi flotirm
Frh. af bls. 1
þá sem Rússar fremdu á Lithá-
um.
Neita aff sigla brott
Herskipið sem hinn ungi Lithái
stjórnaði var 300 tonna kafbáta-
birgðaskip frá Klaipeda í Lit-
háen. Það lá í allan dag fyrir
akkerum í sænskri landhelgi.
Sænskir lögreglumenn fóru út í
það og skipuðu áhöfninni að
sigla brott, en þeim var þá svar-
að að samkvæmt rússneskum sjó
lögum mættu þeir ekki sigla skip
inu, þar sem yfirmaður þess væri
, í landi. Voru þeir ófáanlegir til
að hreyfa skipið. í áhöfninni eru
12 menn.
— Ný tegund
Framh. af bls. 6.
gert með tvöföldu átaki. Mb.
Straiymnes tók í frá sjó, en enn
fremur var talíu komið fyrir í
klöpp og jarðýta á veginum
látin taka í. Tókst að koma
skipinu á flot um miðnætti.
Verkinu stjórnaði Marsellíus
Bernharðsson, skipasmíðameist-
ari á Isafirði, og fórst honum
það vel úr hendi. Mun verða
gert við Gunnhildi, sem er 59
lestir, smíðuð 1957, í skipasmíða
stöð hans.
★
Að þessu sinni komu belgirnir
þannig að gagni, að ekki þurfti
að óttast, að skipið sykki á leið-
inni til ísafjarðar, eftir að lagt
hafði verið í mikinn björgunar-
kostnað. Eru allir aðilar sam-
mála um, að belgir þessir séu
hið mesta þarfaþing.
Að lokum má geta þess, að
ekki hefði verið hægt að bjarga
Gunnhildi annars staðar við Ós-
hlíðina en á þessum stað "bg
öðrum tiL
- Verzlunarbankinn
Frh. af bls. 24
staklinga með 1,5 millj. króna
stofnfé. Hefur sparisjóðurinn
alla tíð verið til húsa í Hafnar-
stræti 1, sem hefur reynzt hinn
mesti happastaður, að því er
Egill Guttormsson sagði, við-
skipti farið vaxandi með ári
hverju, þangað til sparisjóður-
inn var orðinn stærsti sparisjóð
ur landsins í árslok 1958. Hent-
aði sparisjóðsformið þá ekki
lengur hinni umfangsmiklu starf
semi, og stjórn hans sneri sér
til ríkisstjórnarinnar á öndverðu
ári 1960 og óskaði eftir því að
heimilað yrði að breyta spari-
sjóðnum i verzlunarbanka. Fékk
málið sérlega góða fyrirgreiðslu
ríkistjórnarinnar og var stofn-
fundur bankans 4. febr. s. L í
dag er svo hinn nýi banki form-
lega opnaður í nýjum húsakynn-
um- .. •
Að lokum sagði Egill Guttorms
son: — íslenzk verzlunarstétt
fagnar því að Verzlunarbaniki
íslands h. f. tekur til starfa. Hún
væntir þess að hann verði í
framtíðinni öflug lyftistöng fram
taks og framfara í landinu.
Lífeyrissjóffurinn
flýtnr meff,
Þá skýrði Hjörtur JónsSOR,
formaður Lífeyrissjóðs verzlun-
armanna frá þvi að Lífeyrissjóð
ur verzlunarmanna flytji nú með
Verzlunarbanka íslands h. L í
hin nýju húsakynni og fái skrif-
stofu á 3. hæð. Mundi lausafé
sjóðsins verða ávaxtað í Verzl-
unarbankanum, eins og hann
hefði frá stofnun Verzlunarspari
sjóðsins 1956 verið í nánum
tengslum við hann. Sjóðurinn
telur nú um 25 millj. kTÓna.
Vegna þess hve sjóðurinn er
ungur, hefur ekki enn komið til
neinna verulegra bótagreiðslna
úr honu-m ennþá, nema greiddur
er barnalífeyrir vegna sjóðfélaga,
sem látizt hafa. En sjóðfélagar
hafa þegar notið sjóðsins í rík-
um mæli, þar eð um 300 þeirra
hafa fengið fasteignaveðslán,
samtals 17 millj. króna. Stjórn
sjóðsins skipa: Hjörtur Jónsson
formaður, Guðmundur Ámason,
Barði Friðriksson, Guðjón Ein-
arsson og Gunnlaugur J. BTÍem.
Framkvæmdastjóri sjóðsins er
Ingvar V. Pálsson. ^.0-...
Mínar hjartans þakkir til vina og vandamanna fyrir
gjafir, heimsóknir og hlýjar heillaóskir á sextugs afmæli
mínu. I
Guðlaugur Sigurðsson, Stýrimannsstíg 8.
Innilegustu þakkir færi ég öllum ástvinum mínum og
kæru vinum, sem heiðruðu mig með heimsóknum og góð-
um gjöfum. — Einnig þeim, sem sendu mér skeyti otg
töluðu við mig, þvert yfir landið á 80 ára afmælisdegi
mínum 2. aprfl sl. — Góður guð blessi ykkur öll.
Elín Andrésdóttir fyrrv. handavinnukennari
Hjartanlega þakka ég vinum og vandamönnum, sem
glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á
áttræðisafmæli mínu. ,
Guð blessi og launi ykkur öllum.
Sigríður Þorbjörg Snorradóttir
frá Sólheimum SandgerðL
Maðurinn minn,
FINNBJÖRN HERMANNSSON
ísafirði,
lézt í Sjúkrahúsi ísafjarðar, hinn 7. þ.m. — Jarðarförin
verður ákveðin síðar.
Elísabet G. Jóelsdóttlr
Dóttir mín og systir okkar
FRÍÐA ÞORLEIFSDÓTTIR
Kirkjuvegi 11B, Hafnarfirði,
andaðist 5. apríl í Landakotsspítala. Útförin verður gerð
frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði, mánudaginn 10. aprli
kl. 2 e.h.
Þorleifur Teitsson,
Gróa Þorieifsdóttir, Valgerður Þorleifsdótttr,
Teitur Þorleifsson, Guðmundur Þorleifsson.
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vináttu vlB
andlát og jarðarför mannsins míns og föður okkar
ÞÓRÐAR ÞORSTEINSSONAR
Reykjum Skeiðum.
Ennfremur þökkum við lækni og hjúkrunarliði Sjúkra
húss Selfoss góða hjúkrun í veikindum hans.
Guðrún Jónsdóttir og börn.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og jarðarför mannsins
míns, föður okkar, sonar og bróður
GUÐBJÖRNS ARNASONAR
Einnig þökkum við læknum og hjúkrunarliði Bæjar-
sjúkrahússins góða umönnun í veikindum hans.
Helga Gísladóttir og synir, Guðrún Magnúsdótttr,
Þórunn Árnadóttir, Unnur Árnadóttir,
Gísli Árnason, Magnús Árnason.