Morgunblaðið - 08.04.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.04.1961, Blaðsíða 12
12 MORGXJISBLAÐIÐ Laugardagur 8. aprfl 1961 JEorjPlEÍíl&Mfo Utg.: H.f Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (óbm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónssön. Leshók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Augiýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 3.00 eintakið. ABYRGÐARLAUST ATFERLI Pngan þarf að undra, þótt ^ óánægju verði vart meðal brezkra togarasjómanna vegna samkomulagsins um lausn fiskveiðideilunnar. Svo hagstætt er þetta samkomu- lag íslendingum. Hitt sætir nokkurri furðu, að ábyrgðar- lausir hávaðamenn, eins og Dennis Welch, skuli fá því áorkað, að yfirmenn á brezk- um togurum hefji mótmæla- verkfall vegna samnings- bundinna fisklandana ís- lenzkra togara í Bretlandi. Takmark þessa mótmæla- verkfalls er fyrst og fremst það, að rift verði samningum Islendinga og Breta um fisklandanir íslenzkra,.togara í Bretlandi. Togaramenn hyggjast með öðrum orðum fá rift samningum milli land anna með hreinum ofbeldis- aðgerðum. Brezkir togaraeigendur, samband flutningaverka- manna og ábyrgir aðilar í Bretlandi hafa látið í ljós andúð sína á þessu tiltæki togaramanna. Má því óhikað gera ráð fyrir, að mótmæla- verkfall þeirra muni renna út í sandinn, án þess að ná tilgangi sínum. Ríkisstjórn íslands og íslenzka þjóðin fögnuðu því að fiskveiðideil- an leystist og möguleikar sköpuðust á góðri sambúð og samskiptum við brezku þjóð- ina. Yfirmenn á brezkum togurum vinna því illt verk og ábyrgðarlaust með mót- mælaverkfalli sínu gegn fisklöndunum íslendinga. — Brezkar húsmæður þurfa á íslenzka fiskinum að halda. Þessi viðskipti íslendinga og Breta standa á gömlum merg og hafa verið báðum þjóð- tmum til hagsbóta. HVERJIR ERU NASHYRNINGAR ? ¥ eikrit Eugéne Ionescos, NaShyrningarnir, hefur vakið mikla athygli hér í bæ og umtal. í fréttaauka í út- varpinu flutti ungur rithöf- undur erindi um skáldið og verk hans og var þar ýmis- legt vel athugað. En rithöf- undurinn flaskaði a. m. k. á einu atriði. Hann gætti sín ekki, eða e.t.v. hefur hann gætt sín of vel. Hann sagði að Nashyrningarnir væri á- deila á nazisma nútímans, eins og hann komst að orði. Auðvitað er þetta rétt, að svo miklu leyti sem hægt er að tala um nazisma lengur. Hann gekk sér til húðar í stríðinu og hefur ekki birzt síðan, nema í því sem kallað var McCarthyismi og nú sem afurganga í gervi kommúnismans. En rithöf- undurinn minntist ekki á það höfuðatriði, að Nashyrn- ingarnir eru auðvitað hvöss ádeila á kommúnisma nú- tímans. Þess vegna á leikrit- ið nú svo brýnt erindi við almenning. Morgunblaðið segir ekki að þessi rithöfundur sé kommúnisti. Hitt vill það benda á, að hann verður vart tekinn alvarlega meðan hann fer undan í flæmingi og neitar að horfast í augu við sannleikann. Það verður engum til afsökunar né sálu- bótar, þó hann óttist ís- lenzku nashyrningana, sem eru þess reiðubúnir að ræna hvern þann mann skálda- nafni, sem fellur ekki flatur fyrir ofbeldi þeirra. Það er ekki mikil reisn yfir því að þora að nefna nazisma í sambandi við verk Ionescos, en ekki kommúnisma. Fyrir unga höfunda á íslandi í dag er engin áhætta að vera and stæðingur nazisma. Það eru allir. Hitt getur kostað eitt- hvað að segja sannleikann um kommúnismann. LEIKLIST ARGAGN RÝNANDI í VANDA Ýmsir hafa haldið því fram, að leiklistargagnrýnandi Þjóðviljans geri sér far um að vera sanngjarn og ópóli- tískur. Ef svo væri mundi hann tæpast geta starfað innan um þá „nashyrninga“, sem Þjóðviljanum ráða. — Enda hefur það oft sýnt sig, að hann er síður en svo hlutlaus gagnrýnandi. I leik- dómi sínum um „Nashyrning ana“ kemur hann enn einu sinni illa upp um sig. Hann segir m.a.: „Þó að Ionesco skopist jafn an óþyrmilega að gervilífi smáborgarans, er stefna hans skilgetið afkvæmi borgara- legs þjóðfélags og ber dauðann í brjósti sér“. Vonsviknir nem- endur í Moskvu •Ma NEMENDUR frá Somali- landi, sem fengir voru til að fara til náms við Pat- rice Lumumba Yináttuhá- skólann í Moskvu, eru aft- ur komnir heim, vonsvikn ir á kommúnismanum. Háskóli þessi, sem tekur á móti nemendum frá Asíu, Afríku og Suður- Ameríku, var opnaður í október sl. Ef trúa má rússnesku blöðunum, bár- ust þegar 40.000 námsum- sóknir, en aðeins var unnt að taka á móti 500 nem- endum í byrjun. En frá- sögnum af gangi þessa nýja skóla ber ekki sam- an og fara þær eftir því frá hverjum þær eru runnar. Tuttugu nemend- ur frá Somalilandi eru sannarlega ekkert hrifnir. Einn þeirra er Ahmed, 25 ára Serki, hávaxinn og greindur. Hann var við nám í Róm sl. sumar, er nem- andi, sem bjó í næsta her- bergi við hann, reyndi að Auðvitað þorir þessi hátt- virti gagnrýnandi hvergi aðl minnast á kommúnisma 1] sambandi við verk Ionescos.l Hann fer að dæmi rithöfund-i arins, sem að framan er nefndur og talar um nazisma einan saman. En hvers konar bónda- beygja er þetta? Hvernig get ur þessi harðvítuga ádeila Ionescos á nazismann verið „skilgetið afkvæmi borgara- legs þjóðfélags11, sem ber dauðann í brjósti sér. Hafa ekki kommúnistar einmitt reynt að halda fram að slík stefna héti nazismi? Hér rekst eitt á annars horn. En ef við gætum betur að, er ástæðan augljós. Ionesco er ekki kommúnisti. Hann hef- ur um langan tíma verið einn helzti andstæðingur kommúnista meðal skálda- og menntamanna Evrópu og leiðtogi í hinum frjálslyndu samtökum þeirra, Frjálsri menningu, sem m.a. hefur barizt hatrammlega gegn kommúnismanum og ofbeldi hans, ekki sízt þegar Ás- geir Hjartarson hélt að sér höndum meðan kommúnistar murkuðu lífið úr Ungverjum og felldu dóminn yfir Past- ernak. sannfæra hann um að hon- um bæri að fara til Moskvu. Og um mánuði seinna til- kynnti nágranninn Ahmed að hann hefði hlotið námsstyrk og afhenti honum farseðil og farareyri til Austur-Berlínar, en þar átti hann að fá vega- bréfsáritun til Moskvu. Falleg bygging Þegar til Austur-Berlínar kom varð einhver dráttur á árituninni. Þarna varð Ah- med að bíða í heilan mánuð, en fékk næga peninga fyrir uppihaldi hjá Rússum og eyddi þeim í Vestur-Berlin. En þegar hann loksins kom til Sovétríkjanna, blasti raunveruleikinn við. Ahmed segir að háskólabyggingin hafi verið mjög falleg. En nemendumir bjuggu í heima- vist langt frá skólanum og tóku ferðirnar í skólann þá 45 mínútur með neðanjarðar- lest. Þeir sváfu átta saman í níu fermetra herbergi í lé- legum rúmum. Þarna var vetur, en ekkert heitt vatn, engar dyr fyrir salernunum og aðeins ein illa búin les- stofa fyrir 900 nemendur. Þeir voru í fæði í matsölu verkamanna, því í fyrstu var þeim mjög skammtaðir pen- ingar og máltíðir dýrar. Svo var einnig hitt, að því er Somalimennirnir segja, að öll betri veitingahúsin eru lokuð negrum. / Njósnir Fyrsta árið námu þeir ein- ungis rússnesku auk daglegr ar fræðslu um kenningar kommúnisansk —■ Þeim var skylt að sækja stjórnmála- fundi og fagnaði. Áróðrinum var sífellt beint að þeim. — Komsomol (samtök ungra kommúnista) stjórnaði lífi þeirra, hvort sem þeir vildu eða ekki. Meðlimir Komso- mol fylgdust með öllum gerðum þeirra. — Ahmed komst að því að viðræður við þá voru ekkert annað en spurningar um fortíð, áhuga- mál og stjórnmálaskoðun gestanna. Spurningum gest- anna var hinsvegar ekki svarað. Þeir voru spurðir ná- kvæmra spurninga um vini sína og venjulega lauk þess- um yfirheyrslum með ósk um að þeir tækju að sér að njósna um meðnemendur sína. Ahmed telur að um fimmti hver nemandi hafi verið njósnari, vegna þess að því fylgdu 1.500 rúblur á mánuði aukalega. Kynþáttaofsóknir Ennþá verri voru þó kyn- þáttaofsóknirnar. Á nemenda dansleik var Ahmed eitt sinn að dansa við rússneska náms mgy, þegar Komsomol-piltur dró hana burtu og sagði: Við viljum ekki að þú dansir við negra. Ahmed fór í vonzku, en fyrir utan dansstaðinn var ráðizt á hann og hann lam- inn. Bréf til nemendanna og frá þeim voru ritskoðuð og reynt var að koma í veg fyr- ir samvinnu þeirra. Þannig neituðu yfirvöldin að viður- kenna samtök afrískra stúd- enta, sem áttu að vinna að samstöðu Afríkubúa. Var það gert á þeim forsendum að samtök sem þessi ættu engan rétt á sér úr því engin ein- ing ríkti í Afríku. Nóg boðið Eftir að hafa traðkað á þessum samtökum, hvöttu Framh. á bls. 15 1 Vírv áttuháskólanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.