Morgunblaðið - 08.04.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.04.1961, Blaðsíða 24
Iþróttir Sjá bls. 22 JlIúrjpníMaMfo 78. tbl. — Laugardagur 8. apríl 1961 SUS-síða Sjá bls. 17. Bati fyrir innri kraft hins sjúka 1 GÆR var hér í blaðinu rætt við ungan mann, Frið- björn Guðmundsson, sem hefur gengið við hækjur og verið lamaður á neðri hluta líkamans, en læknaðist á einni nóttu og gengur nú óstuddur. í þessu sambandi snerum við okkur til heimilislæknis Frið- bjarnar, Jónasar Sveinssonar, og spurðum hann hvað hann segði um þetta tilielli. Jónas kvaðst hafa mjög mikinn áhuga á þessu. Tilfellið sé að mörgu ieyti alveg einstakt. Hann sé manna glað- astur að heyra um þetta og óski Friðbirni til hamingju. Ef frásögnin af atburðinum er rétt, þó er hér á ferð eitt af þeim tilfellum, þegar bati komi fyrir innri kraft sjúklingsins. Mundi hér vera um að ræða functionalis neurosis, sem kallað er. Aldrei hefði fimdizt neitt að mænu eða heila sjúklingsins og læknar hér hefðu aldrei fundið neitt athugavert við líkamlega heilsu hans. Sagði Jónas að í ráði hefði ver- ið að senda Friðbjörn til dr. Buch til frekari rannsóknar, en meðan beðið var eftir að úr því gæti orðið, hafi tilraim verið gerð til að senda hann enn einu sinni til Hveragerðis, þar eð ekki var hægt að fá rúm fyrir hann hér á sjúkrahúsi nema með bið. Skemmdorverk i Tungotu Frá hádegi á þriðjudag til miðvikudagskvölds hefur ver- ið framið skemmdarverk húsinu á Túngötu 2, sem ver- í ið er að rífa. Allir gluggar, J sem hægt var að losa, höfðu verið teknir, og þeim staflað úmi í húsinu. Einhver hefur svo komizt inn í húsið á fyrr- greindum tíma og mölvað all- ar rúðumar. Hafði verið geng ið á röðina og allar rúðurnar brotnar með barefli. Ef einhver hefur orðið var við mannaferðir í húsinu á þessum tíma, þá er hann / beðinn um að láta rannsókn-J arlögregluna vita. I Verzlunarbankinn opnar í Bankastræti Tekur til starfa i dag 1 DAG opnar Verzlunarbanki íslands h.f. í nýjum húsa- kynnum í Bankastræti 5 og tekur um leið við öllum skuldbindingum Verzlunar- sparisjóðsins, sem hættir sam tímis starfsemi sinni. -Mun bankinn annast alla innlenda bankastarfsemi, svo sem inn- „Húsgögn 1961“ UM það bil tvö þúsund manns haja skoðað sýninguna „Hús- gögn — 1961“, sem Félag hús- gagnaarkitekta opnaði á Lauga- vegi 26 miðvikudaginn fyrir páska. Sýningin hefur vakið mikla at hygli, enda kennir margra grasa á henni. Þar eru sýndar fjölmarg ar gerðir húsgagna, sem ekki hafa verið til sýnis eða sölu áður hér á landi. Auk þess eru á sýn- ingunni ýmsir listmunir aðrir, Sýning á Laugavegi 26 er opin daglega frá kl. 2—10 og henni lýkur á sunnudagskvöldið. Þann dag verður opið frá kl. 10—10 að kvöldi. -«> Hamingway lánsviðskipti í sparisjóð og hlaupareikning, kaup- og sölu víxla og tékka og ávís- ana og innheimtustörf. Banka stjóri er Höskuldur Ólafsson. f gær skoðuðu fréttamenn, for ystumenn samtaka verzlunar manna og fleiri gestir hið nýja húsnæði bankans, sem starfar á þremur hæðum í Bankastræti 5, en þar hafa staðið yfír breyt- ingar á húsnæðinu síðan í haust, sem töfðust vegna eldsvoða á annan mánuð. Arkitektarnir Gunnlaugur Kristinsson og Gunn laugur Halldórsson hafa teiknað innréttingar, sem eru ákaflega vandaðar og fara vel. Yfirum- sjón með verkinu hafði Böðvar Bjarnason, húsasmíðameistari. Sprengdi af sér sparisjóðsformið Egill Guttormsson, formaður bankaráðs, skýrði m. a. svo frá við þetta tækifæri, að hlutafé bankans sé nú 10,2 millj. króna, en bankaráði sé heimilt að bjóða út aukið hlutafé að upphæð 2 millj. króna á fyrsta starfsári bankans og muni það útboð gert næstu daga. Bankinn er stofnað- ur fyrir forgöngu ábyrgðarmanna Verzlunarsparisjóðsins, en spari sjóðurinn var stofnaður 4. febrú ar 1956 fyrir forgöngu 310 ein- Framh. á bls. 23. Botvinnik hefur peð yfir 9. SKÁK þeirra Tals og Bot- vinniks um heimsmeistaratitilinn var tefld í Moskvu í gær, eftir að henni hafði tvívegis verið frestað vegna lasleika Tals. Tal sem hafði svart fékk erfiða stöðu upp úr byrjuninni og átti í vök að verjast allan tímann unz skákin fór í bið. Hafði Botvinnik þá peð yfir og allgóðar vinnings- líkur. Staðan í einvíginu er nú 4%—3% Botvinnik í hag. Bið- skákin verður tefld í dag og næsta skák á mánudag. Færðin FÆRT var um Holtavörðuheiði í gær, og þurfti ekki að ryðja hana. Skafrenningur var í Hval- firði og uppi í Norðurárdal, en það kom ekki að sök. Áætlunar- bílar fóru um heiðina, og flutn- ingsbílar óku norður í land. öxnadalsheiði er hins vegar ó- fær, en reynt verður að opna veginn á þriðjudaginn, ef veður verður þá gott. — Hellisheiði er öllum fær. Bankaráð og bankastjóri I Verzlunarbankans. Talið frá | vinstri: Pétur Sæmundsen, við t skiptafræffingur, Egill Gutt- ormsson, stórkaupmaður, for' maður ráðsins, Höskuldur Ól-1 afsson, bankastjóri og Þorvald | ur Guðmundsson forstjóri. Þeir hafa allir átt sæti í stjórn ' Verzlunarsparisjóðsins frá upp hafi. Kvillar og pestir BLAÐINU hefur borizt skýrsla frá skrifstofu borgarlæknis um farsóttir í Reykjavík vikuna 19.—25. marz, og er hún birt hér á eftir. Listinn er gerður eftir skýrslum 48 starfandi lækna f bænum, en að sjálfsögðu leita ekki nándar nærri allir til lækn is, sem hinar smávægilegri pestir hrella. Til samanburðar eru í svigum tölur frá vikunni næstu á undan. Þess má geta fyrir ófróða, að iðrakvef er fínt heiti á maga- pínu, hvotsótt er e.k. hálsbólga, sem stafar af ólagi á hvítu blóð- kornunum, og að munnangur er sveppasjúkdómur í munni. Munn angur er ekki sama og kossageit, eins og sumir halda. Síðarnefndi1 kvillinn e dómur. Hálsbólga Kvefsótt .. Iðrakvef .. Influenzt ,. Hvotsótt .. Hettusótt Kveflungnat Munnangur bakteríu-húðsjúk- 199 (184) 163 (117) 25 (27); 16 (3) 1 (6) 17 (10) ga .. 7 (7) 2 (2) A.B. fær rétt á nýrri Hemingway-bók t SAMTALI við blaðamnenn í gær skýrðu þeir fró því forráða- menn Almenna bókafélagsins, Baldvin Tryggvason og Eiríkur Hreinn Finnbogason, að AB hefði hlotið útgáfurétt á næstu bók Nobelsskáldsins Hemingway. Rithöfundurinn hefur að vísu Varðarkaffi í Valhöll « dag kl. 3-5 síðd ekki enn afihent handritið til setningar og útgáfu. Hann hafði að vísu gert það, en svo tók hann það aftur og er nú að fara yfir það. Kaflar úr þessari nýju bók skáldsins birtust í Life og vöktu þá að vonum mikla at- hygli og deilur. Sagan fjallar um nautabana og heitir á ensku Spænskt sumar. Það er einn liður í útgáfurétti bókarinnar, að hún á að koma út hér í íslenzkri þýðingu um leið og hún kemur á frummálinu. Þessi bók verður hin fyrsta sem kemur fram fyrir almenn- ingssjónir síðan Hemingway hlaut þókmenntaverðlaun Nobels hér á árunum. Ein versta ver- tið í Eyjum BLAÐIÐ átti í gær tal við fréttaritara sinn í Vestmanna eyjum og spurffi hann um aflabrögffin. — Þau eru engin, var svar iff. — — Hvaff fengu bátarnir mörg tonn í síffasta róffri? — Hér er nú yfirleitt taliff í fiskum effa pundnm, ekki í tonnum. Annars fengu bát- arnir þetta niffur í eitt tonn, sumir voru meff 6—7 tonn, en affeins einn fékk viffbragff. Þaff var Hilmir, sem fékk 20 tonn. Heita má, að stein- dautt sé á miffunum, og eru Vestmannaeyingar orffnir harla vonlitlir um að úr ræt ist héffan af. — Er ekki lokadagur 11. mai? — Jú, kannske í almanak- inu, en flestir eru nú orðiff hættir á vertíff áður. Margir Ieggja bátum sínum í kring- um 20. þ.m. — Svo aff útlitið er hálf- svart? — Ekkert hálf, bara al! Fullt útit er fyrir, aff þetta verði ein versta vertíff hér um áratugi. Þetta er alvar- legra mál, en meginlandsbú- ar gera sér kannske Ijóst. Flestir bátarnir hafa fengiff um 100 tonn, örfáir yfir 200, en sumir eru innan viff 100 tonn. Hjá færabátunum er al- ger ördeyffa. Hér fer allt sam- an í ógæfunni: Seint var byrjaff aff róa, síffan ótíff, og að lokum kemur enginn afli í netin. Svo brást páskahrot- an ofan á allt annaff. Er aff furða, þótt viff eyjarskeggjar séum svartsýnir um þessar mundir?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.