Morgunblaðið - 08.04.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.04.1961, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 8. aprH 1961 DÆTURNAR VITA BETUR SKÁLDSAGA EFTIR RENÉE SHANN --:--------- 24 ----------- — Já, ég hef verið það í nokk- urn tíma. — Hvað gengur að þér? spurði Philip. ■— Þú mundir ekki skilja það. — Er það alvarlegt, mamma? . — Gæti hugsazt. Margot tók óhreinu glösin ofan af arinhill- unni. Æ, í guðs bænum, við skul- um ekki vera að tala um þetta. Ég er alveg viss um, að þið eruð bæði svo uppfull af ykkar eigin áhyggjum að þið hirðið lítið um, hvað um mig verður. Til hvers var Nigel að hringja þig upp í kvöld, Janet? — Til að segja henni, að hann yrði að vera kominn til Washing- ton, 16. ágúst, sagði Philip ró- lega. Margot snarsneri sér að þeim. — Þú ætlar þó ekki að fara að gifta þig og fara með honum, Janet? — Jú, það vildi ég helzt, mamma. — Og þér er náttúrlega alveg sama þó að þú sjáir mig aldrei aftur? — Nei þetta er nú oflangt geng ið, Margot, sagði Philip. — Þarftu að láta eins og þú sért á leiksviði? Því í fjandanum ætti hún svo sem ekki að geta séð þig oftar? — Af því að sennilega er ég mjög alvarlega veik. Getur vel hugsazt, að ég deyi. Orðin voru komin út úr henni áður en hún vissi af. Það hafði aldrei verið ætlun hennar að tala svona. En allt í einu hafði hún séð heim- sókn sína til dr. Weingartner sem vopn til þess að fresta brott- för Janets, enda þótt hún vildi ekki fyrir sitt auma líf segja þeim, að hann væri geðsjúkdóma læknir, því að það myndi engin áhrif hafa á þau. Að minnsta kosti ekki Philip. Hann myndi bara sneiða að henni og spyrja, hvort hún vissi ekkert betra við peninga hans að gera en eyða þeim í slíkan hégóma. Hann mundi sennilega skellihlæja og segja að kannske gæti læknirinn gert hana liðlegri í umgengni við manninn hennar. Þessi bjart- sýni sem hún hafði öðlazt hjá lækninum, var nú alveg rokin út í veður og vind, og hún ef- meira um þessi veikindi hennar aðist næstum um, að hún gæti nokkurntíma komið aftur. En hún. vildi nú samt reyna dr. Weingartner. Hún ætlaði að fara til hans aftur eftir hálfan mán- uð eins og hann háfði stungið upp á við hana. — Hverskonar sérfræðings fórstu til? spurði Philip. — Sendi Lenigan þig til hans? — Nei, enda fór ég alls ekki til Lenigans. Ég hef enga trú á honum. Ég fór beint til þessa manns, eftir tilvísun vinkonu minnar einnar. — Góða mamma, segðu okkur, hvað að þér gengur, sagði Janet. —Þetta er hræðilegt! Auðvitað gæti ég alls ekki farið frá þér al- varlega veikri. Það veiztu, að ég mundi aldrei gera. Ég yrði heldur aðfresta brúðkaupinu mínu. En það er bara ____ Philip var orðinn reiður, þvi að hann vissi alveg upp á hár, að annaðhvort væri Margot að ljúga eða þá stórýkja. — Ég sting upp á, Janet, að þú bíðir með þessa frestun á brúðkaup- inu þangað til við vitum eitthvað mömmu þinnar. Auðvitað tala ég tafarlaust við þennan sérfræðing hennar. Margot sneri sér að eigin- manni sínum með leiftrandi augu. — Svo að þú trúir mér ekki, eða hvað? Ætli það sé ekki af því, að þú vilt ekki trúa mér? Þú vilt, að Janet giftist og flytji til Washington. Þú hefur aðeins hennar vegna hangið hér hjá mér en undir eins og hún er farin, yfirgefurðu mig. Þú .... Hún hneig niður á stólinn, greip höndum fyrir andlitið og tók að snökta. — Ég held þú þyrftir frekar taugalæknis en venjulegs læknis, sagði Philip kuldalega. Margot leit upp og horfði á hann, og fékk þegar grun um, sér til mikillar hræðslu, að hann vissi einhvernveginn, hvaða læknis hún hefði verið að vitja um daginn. En svo þóttist hún viss um, að það vissi hann ekki, heldur hefði þetta bara verið til- viljun. En það styrkti hana að minnsta kosti í þeim ásetningi að segja honum alls ekki frá því — segja yfirleitt engum frá því. Hún hafði tekið þagnarloforð af Sally. Og við Priscillu hafði hún ekki sagt annað en það, að hún hefði farið til læknis. Nú ____ sérfræðings. Það var ekki nema satt, ef út í það var farið. Dr. Weingartner var vitanlega sér- fræðingur .... í geðlækningum. Janet horfði á móður sína og hafði það helzt á tilfinningunni, að allur heimurinn vaeri að hrynja kring um hana. Hún gekk til hennar, laut niður að henni og lagði höndina á öxl hennar. Jæja, þá voru að minnsta kosti allir aðilar búnir að leggja spil- in á borðið! Hún tók enn að geta sór til, með vaxandi kvíða, hvað gæti gengið að mömmu hennar. Henni datt í hug, ekki síður en föður hennar, hvort hér væri ekki eitthvað orðum aukið, og bað þess með sjálfri sér, að svo væri. Því það vissi Janet af fyrri reynslu, að móður hennar hætti til að gera úlfalda úr mýflugu og ótttast það versta. Og svo hlaut það að vera núna. Bara að hún vildi hætta þessum ofsa- lega gráti! — Mamma, ég giet ekki horft á þig svona eyðilagða, sagði hún blíðlega. — Hættu að gráta, elsku mamma. Philip horfði á konu sína, og furðaði sig á því, hve lítt hann lét hrærast af þessum tárum hennar — og fregninni, um að líklega væri hún sjúk og óvissu hennar um, hvað að henni gengi. Hann var annars ekki tilfinn- ingalaus maður. Og þrátt fyrir bágborið samkomulag þeirra hjóna, var Margot þó konan, sem hann hafði gengið að eiga og móðir barnsins hans. Hann bað þess heitast að losna við þessa óvild, sem hann bar til hennar.. og hún til hans. N Snemma á sjúskaparárum þeirra hafði hann óskað, að sam- komulag þeirra væri betra en raun var á, og gerði að minnsta kosti nokkrar tilraunir til að sleppa við rifrildið, sem þau áttu stöðugt í. Hann var jafnvel til- leiðanlegur til að viðurkenna, að órétturinn væri ekki allur henn- ar megin. En svo fékk hún stundum reiðiköst sem hann gat alls ekki þolað, og það, hve gjarnt hennf var til að koma af stað rifrildi, æsti upp allt, sem verst var til í honum. Hversvegna gat hún ekki sagt þeim blátt áfram og rólega, að hún hefði leitað til sérfræðings? Þá hefðu þau vorkennt henni og sýnt henni samúð — og verið miklu tilleiðanlegri til að trúa sögunni. En að nota það við til- raunir sínar til að spilla fyrir hjónabandi Nigéls og Janets, og svo finna upp á þessu, að hann mundi yfirgefa hana, ef Janet færi til Washington .... Það tók út yfir allan þjófabálk! Gat hún ekki látið sér detta í hug, að þetta væri einmitt öruggasta leiðin til að koma skilnaði þeirra í kring? Hvaða maður með fullu viti mundi láta svona uppþot gott heita? — Æ, segðu eitthvað, pabbi! 'sagði Janet. — Hún verður enn- þá veikari, ef þetta heldur svona áfram. — Ég er þegar nógu veik! æpti Margot í æsingi. — Ég á við, að það getur gert þig ennþá veikari. — Ætli ykkur sé ekki nokkum veginn sama um það, báðum tveim? — Þetta veiztu, að er ekki satt, mamma. — Að minnsta kosti honum föður þínum. Philip andvarpaði. Hefði ekki Janet verið þarna viðstödd, og í svona döpru skapi, hefði hann Vafalaust jánkað þessu. En þess í stað sagði hann nú hóglega: — Sjáðu nú til, Margot. Reyndu nú að taka þig saman og stilla þig. Það er engin stund til þess nú að koma með neinar ásakan- ir. Ef þú ert veik, hef ég vitan- lega áhyggjur af því og við verð um að gera það, sem hægt er til að bæta úr því. Hvern talaðirðu við í dag, elskan? — Skiptir það nokkru máli? — Vitanlega. Sem eiginmaður þinn vil ég tala við þann hinn sama og fá að vita, hvað að þér gengur. — Þetta er Þjóðverji, sem heit ir Weigartner. — Gott og vel. Gefðu mér ’símanúmerið hans á morgtrn, svo áð ég geti fengið viðtal við hann. Margot gaf frá sér skjálfandi andvarp og stóð á fætur með erfiðismunum. Hún rétti út höndina, til að styðja sig við ar- inhilluna. Víst leit hún illa út, hugsaði Philip. En eftir svona ofsakast var það ekki nema skiljanlegt. Samt gæti nú gengið eitthvað að henni. Að minnsta kosti virtist hún hafa verið nógu hrædd um það sjálf til þess að fara til sérfræðings. — Ættum við ekki að fá okk- ur eitthvað að borða? reyndi Janet að segja, til þess að segja eitthvað. — Ég vil ekkert; ég ætla beint í rúmið. — Gott og vel, góða mín. Ef þú vilt það heldur. Ég skal fara með þér og sjá um, að vel fari um þig. Kannske viltu fá eitt- hvað að borða, þegar þú ert búin að jafna þig, og þá skal ég koma með mat á bakka handa þér. VII. Nigel borgaði reikninginn og leit á Sharman yfir borðið. — Ég vil ekki vera að reka á eftir þér, en nú verð ég að fara. Sharman dreypti á kaffiboll- anum með óþolandi rósemi. — Ég er alveg að verða búin. Én þetta er gott kaffi. Áreiðan- lega það bezta í allri París. Nigel datt í hug, hvort hann gæti skilið hana eftir eina við borðið. Nei, það gæti ekki geng- ið. Ekki stúlku, sem leit út einS og Sharman, í yfirfullu veitinga- húsi í París. En hann vildi bara óska að hún gæti flýtt sér ofur- lítið. Hún brosti til hans yfir borðið. — Þér væri illa við að missa af þessari flugvél, er það ekki? — Ég ætla mér alls ekki að missa af henni. — Nei, vitanlega. Hún and- varpaði. — Sumar stúlkur eru heppnar. — Og sumir piltar! — Ertu þá vonlaus um að verða eins heppinn sjálfur? — Hvað áttu við? — Mig minnir, að þú segðir mér í gærkvöldi, að Janet ætti í einhverjum erfiðleikum með að fá að giftast þér, vegna foreldra sinna. — Bara vegna hennar mömmu sinnar. Pabbi hennar er alveg á okkar bandi. — Ef þú vildir giftast mér, væri mér sama þó að fimmtíu mæður reyndu að spilla því. — Það gætu þær vel gert, efi þær væru eins og mamma Jan- ets. Jæja, vildurðu nú ekki vera væn og klára þetta kaffi? — Sjálfsagt. SBlItvarpiö Laugardagur 8. apríl 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón- leikar — 10.10. 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 7.2, 25 Fréttir og tilk.) 12.50 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14.30 Laugardagslögin. (15.00 Fréttir). 15.20 Skákþáttur (Baldur Möller) 16.05 Bridgeþáttur (Hallur Símonar- son) 16.30 Danskennsla (Heiðar Astvaldsson danskennari). 17.00 Lög unga fólksins (Jakob Möller) 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Petra litla“ eftir Gunvor Fossum; VI. (Sigurður Gunnarsson kennari). 18.30 Tómstundaþáttur barna og ung- linga (Jón Pálsson). 18.50 Tilkynqingar. 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Tónleikar: Sir Thomas Beecham stjórnar Konunglegu fílharmoníu hljómsveitinni í Lundúnum við flutning þriggja vinsælla hljóm- sveitaverka. a) „Spánn“ eftir Chabrier. b) „Suðureyjar“ (Fingalshellir« inn) eftir Mendelssohn. c) „Mærin fríða frá Perth“ eftir Bizet. 20.30 Leikrit: „Þrjár álnir lands“; Ma* Gundermann samdi með hliðsjón af sögu eftir Leo Tolstoj. I>ýð«* andi: Bjarni Benediktsson frá Hof teigi. — Leikstjóri: Lárus Páls* son. Leikendur: Þorsteinn Ö. Step hensen, Helga Valtýsdóttir, Helgf Skúlason, Helga Bachmann, Gest- ur Pálsson, Valdimar Helgason, Ævar Kvaran, Jón Aðils, Valur Gíslason, Guðrún Stephensen* Steindór Hjörleifsson og Erlingur Gíslason. (Áður útvarpað í maf 1959). 21.45 Tónleikar: Dúett í A-dúr fyrir fiðlu og gítar eftir Granyani — (Leonid Kogan og Ivanov-Kram- skoy leika). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Úr skemmtanalífinu (Jónas Jón- asson). 22.40 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. Skáldið og mamma litla 1) — Ó.... Ég skil ekki hvað það á að þýða, að láta mig fara í bað fyrir hádegi.... 2) .... þú veizt ósköp vel, að eftir hádegi segir þú sjálf.... 3) .... að það hafi verið alveg óþarfi. a r L ú A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.