Morgunblaðið - 08.04.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.04.1961, Blaðsíða 1
24 síður með Karnalesbók mpm^Iá^i^ 48. árgangur 78. tbl. — Laugardagur 8. apríl 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsina stórblöð fordæma togaraverkfallið í Hull og Grimsby Hugsanlegt oð deilan leysist um helgina [>fc Óbyrlega er nú farið að blása fyrir verkfallsmönnum í Grimsby og Hull, að því er segir í fréttaskeytum frá Beuters-fréttastofunni í gær. '-}|f- Að vísu hélt verkfallið enn áfram í gær og náði orðið til 30 togara í Hull og 180 fiskiskipa af ýmsum stærð- um í Grimsby. \fc En tvö af kunnustu stórblöðum Breta fordæmdu verk- fallið í dag. 'jt Þau voru Times, mikilsvirtasta blað Breta og Daily Mirror, stærsta og útbreiddasta blað heims. fo Deily Mirror segir í stuttu máli, að verkfallið sé alger- lega óréttmætt og ábyrgðarlaust. fík- Þá eru þau ummæli höfð eftir Mr. Cyril Osborne, íhalds- þingmanni Grimsby, að líklegt sé að verkfallinu ljúki um helgina. Osborne, sem var staddur í London sagðist vera á leiðinni til Grimsby. Þar ætlaði hann að tala bæði við togaraeigendur og verkfallsmennina sem eru áhafnir togara og fiskiskipa. ^ í einkaskeyti frá London segir, að engum manni í Eng- landi komi til hugar, að verkfallið verði leyst á nokk- urn hátt á kostnað íslendinga. Engum kemur annað til hugar, en að samningurinn við ísland muni standa ó- haggaður eftir og að íslendingar haldi áfram.að landa fiski í brezkum höfnum. ^f Líklegast er talið að verkfallið verði leyst með einhverj- um umbótum í kaupi eða aðbúð togarasjómanna. it: Háðsglósur við höfnina í>að var púað í gær af hafn arbakkanum í Hull á eftir þrem ur brezkum togurum, sem sigldu úr höfn til veiSa og gerðust þannig fyrstir til þess að brjóta verkfallið. Mikill kurr var í mannfjölda, sem safnazt hafði saman við höfnina, er skipin voru að búa sig af stað og kváðu við háðsglósur og haturs- óp. Togararnir sem sigldu úr höfn voru: „Cape Spartel", „Lord Willoughby" og „Arctic Crusad- er". VerkfalLsverðir gerðu ekk- ert til að hindra siglingu skip- anna, þar sem skipstjórar þeirra voru ekki félagsbundnir menn. Samt ríkti mikil óánægja með þetta hjá togarasjómönnum, en ekkert var aðhafzt og engu valdi beitt, enda öflugur lögregluvörð- ur við höfnina. * 2500 í verkfalli í Grimsby í Grimsby er verkfallið iniklu víðtækara en í Hull. í Hull nær verkfallið aðeins til togara, en í Grimsby til mest alls fiskiskipaflötans. I Grimsby hafa 2500 sjómenn lagt niður vinnu og 180 skip eru stöðvuð. I morgun gerði Grimsby-togar- inn „Boston Vanguard" aðra til- raun til að komast á veiðar og brjóta verkfallið. En þá hlupu fimm hásetar af toogaranum á síðustu stundu í land. Eigendur togarans segja, að þeir muni ekki gera fleiri tilraunir til að sigla togaranum. Hvorki togaraeigendur né fiski kaupmehn eiga neina aðild að verkfallinu. — Fiskikaupmenn segja, að verkfallið muni engin éhrif hafa á fiskmarkaðinn næstu 10 daga, því að togararn- ir halda áfram að koma inn af fjarlægum miðum. Ástæðan fyr- ir hinu háa verði sem íslend- ingarnir fengu fyrir afla sinn var ekki fiskskortur, heldur hin frábæru gæði íslenzka fisksins. *• Aðvörun til Dana! Togaraeigendur í Grimsby segja að í kvöld hafi byrjað við- ræður við Dennis Welch um lausn deilunnar. Framh. á bls. 23. Rauði flotinn missti skipherra Stecg á land í Sví- þjóð og bað um hœli STOKKHÓLMUR, 7. apríl (Reut er). — Lítið skip úr rússneska flotanunt sigldi i nótt iim i sænska landhelgi, nærri upp í flæðarmál eyjarinnar Gotlands í Eystrasalti. í morgunsárinu sáu menn á ströndinni, að bátur var settur út og róið í land. Verkfallið er ein- göngu kjamdeila ÞAÐ HEFUR oftsínnis komið í samningum frá 1956 leyfi til ljos af fréttum af verkfalli tog að landa árlega fiski í Bret- aramanna i Grimsby og Hull, landi fyrir 1,8 millj. sterlings að landhelgissamningarnir séu pund. Þannig voru löndunum aðeins notaðir sem tylliástæða þeirra takmörk sett og hags- fyrir verkfallinu. Annað muni munir brezkra togaraeigenda búa að baki og þá fyrst og verndaðir. KJARADEILA Ef afli brezku togaranna minnkar þá snertir það fyrst og mest áhafnir togaranna. fremst að togarsjómennirnir vilji nota þetta í almennri- kjarabaráttu sinni. KEMUR VEL AÐ FA ÍZLENSKA FISKINN Málið er skýrt nokkuð íÞess vegna eru það einkaskeyti til Mbl. frá Lon- fyrst og fremst yfirmenn á don í gær: togurum og áhafnirnar sem Það er eftirtakanlegt, segir hefja mótmælaaðgerðir. Nú í skeytinu, að togaraeigendur vilja þeir fá einhverja sams- eru ekki mótfallnir fisklöndun konar tryggingu og togaraeig- um fslendinga. Þeir lýsa því endur fengu 1956 fyrir því að meira að segja yfir, að íslend- kaup þeirra og kjör versni ingar hlaupi undir bagga þeg- ekki. Um þetta og ekkert ann ar fiskmarkaðurinn er tregast að snýst verkfall þeirra og það ur. fslendingar komi aldrei verður eingöngu Ieyst sem með fisk til Bretlands þegar hver önnur kjaradeila. Hvorki aðflutningurinn er mestur, að Dennis Welch né neinum oðr eins þegar virkileg þörf er um kemur til hugar að samn fyrir aflann í Bretlandi. ingnum við ísland verði nú íslendingar hafa samkvæmt breytt. Pólitískur flóttamað'ur Skipherrann steig á land, og lét vísa sér til næsta hreppstjóra. í fyrstu gekk erfiðlega að skilja manninn, þar sem hann talaði framandi tungumál og kunni að- eins fáein orð í þýzku. Þó fór það ekki milli mála, að hann ósk aði eftir að fá hæli í Svíþjóð sem pólitískur flóttamaður. Maðurinn var nú fluttur til bæjarins Hemse á Suður Gota- landi og þangað komu fulltrúar sænsku öryggisþjónustunnar. Þeir fengu að vita, að skipherr- ann væri 25 ára gamall, af lit- háískum ættum og hefði hann nú tekið ákvörðun að flýja ógnar- stjórn kommúnismans og kúgun Framh. á bls. 23. Þessa viku hefur verið 6- venjulega gott skiðafæri og fagurst vetrarveður á Hellis- heiði. Kennarar í mörgum skólum bæjarins hafa líka fall ið fyrir þeirri freistingu að leyfa krökkunum að skella aft ur skruddunum í einn dag og brugðið sér með þá á skiði. Á fimmtudag var Flengingar- brekkan ofan við Skíðaskál- ann í Hveradölum iðandi af sprækum krökkum. Þar vora komin börn úr Mýrahúsaskól anum á Seltjarnarnesi. Og i dagslok streymdu þau eldrauð í andliti af sólskininu og alvcg uppgefin i bílana. Ljósmyndari Mbl., Ól. K. M., tók þessa mynd af hluta af krakkahópnum, ásamt kenn urunum Pálli Guðmundssyni og Unni Agústsdóttair. Welch spáir lausn Seint í gærkvöldi barst Mbl. sú frétt frá Grimsby að Dennis Welch hefði lýst því yfir að loknum f undi með togaraeigendum í borg- inni, að „það gæti verið að endanlegu uamkomulagi verði náð í deilunni á morg un, laugardag". Sagði Welch, sem nú var óvanalega létt yfir, að fundurinn með full trúum togaraeigenda hafi verið langur og vinsamleg- ur. o Júgó- slavarveiÖar við ísland? UM sl. mánaðamót skýrði norska stórblaðið „Aftenpost en" frá því — eftir blöðum í Færeyjum og Belgrad- blaðinu „Politika" — að Júgó slavar séu nú að vinna að áætlunum um að hefja all- umfangsmiklar fiskveiðar á norðanverðu Atlantshafi, — fyrst og fremst við Færeyj- ar og ísland og síðar einnig á Grænlandsmiðum. Samkvæmt þessum fréttum, hyggjast Júgóslavar smíða tvö til þrjú hraðskreið, nýtízku-fiskiskip með slíkar veiðar fyrir augum, og ef reynslan af þeim verður góð, kvað fyrirhugað að smíða a. m. k. 18 skip á 5 ára tímabili til veiða á fyrrgreindum miðum — og reikna þá Júgóslavar með um 22 þúsund tonna afla á ári, sem er mun meira en þeir veiða nú á nálægum miðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.