Morgunblaðið - 08.04.1961, Side 9
Laugardagur 8. apríl 1961
MORGU NBLAÐIÐ
9
Búnaðarþing hefur
veigamiklu hlut-
verki oð gegna
Rœtt við Egil Jónsson, bónda og héraðsráðunaut
BÚNAÐARÞINGI er nýlega
lokið eftir rúmlega þriggja
vikna setu. Það fékk til með-
ferðar milli 60—70 mál en
lauk afgreiðslu tæplega 50
mála. Að sjálfsögðu eru sum
þeirra ekki ýkjaveigamikil
en önnur hafa grundvallar-
þýðingu fyrir íslenzkan laud-
búnað.
Við skulum af þessu tilefni
Bnúa okkar til eins yngsta bún-
eðarþingsfulltrúans, Egils Jóns-
eonar, héraðsráðunauts og bónda
eð Seljavöllum í Hornafirði.
Hann er aðeins þrítugur að aldri
en hefur þó setið 6 búnaðarþing,
var kjörinn'þangað 24 ára gam-
•11 og mUn vera yngstur eða
með yngstu fulltrúum, sem til
þess þings hafa verið kjömir.
Við skulum fyrst spyrja Egil
um þýðingu búnaðarþings og
gildi þess fyrir íslenzkan land-
búnað og þar með þjóðarbúið í
heild. Um það farast honum orð
á þessa leið:
Gömul
og fastmótuð stofnun
— Búnaðarfélag íslands er
stofnað árið 1899 í sinni núver-
andi mynd. Þessi aldur gefur til
kynna að hér er um mjög fast-
mótaða stofnun að ræða. Búnað-
arfélag íslands og búnaðarþing
sem er árleg samkoma fulltrúa
þess, eru þær stofnanir, sem hafa
ihaft mest afskipti af þróun mála
í íslenzkum landbúnaði eftir að
verulegra framfara fór þar að
gæta. Mörg veigamestu lög, sem
eett hafa verið til stuðnings land
búnaðinum, hafa fyrst komið
frá búnaðarþingi. Með afgreiðslu
þess og síðar Búnaðarfélags ís-
lands hafa margar af veigamestu
breytingum, sem gerðar hafa
verið á sviði landbúnaðarins, og
sem breyttir tímar ávallt krefj-
ast, komið til framkvæmda.
Þar að auki má geta þess. að
búnaðarþing er einskonar aðal-
fundur Búnaðarfélags íslands.
Eins og landsmönnum er Ijóst,
rekur Búnaðarfélag Islands
mikla þjónustu fyrir bændastétt-
ina og er í ýmsum atriðum fram-
kvæmdaaðili af hálfu hins opin-
bera. Af þessu má sjá, að bún-
aðarþing hefur veigamiklu hlut
verki að gegna fyrir landbún-
aðinn og þar með þjóðfélags-
heildina. Þetta á ekki hvað sízt
yið á síðari árum, þegar þess er
gætt, að áhrif bænda innan Al-
þingis hafa farið þverrandi.
— Nú langar okkur til þess
eð spyrja þig, Egill, nokkuð um
gang einstakra mála á búnaðar-
þingi og hver þeirra þú telur
þýðingarmest.
— Ég á þar sæti í jarðræktar-
nefnd og þess vegna eru mér
kunnust þau mál, sem sú nefnd
fær til afgreiðslu, þótt að sjálf-
6ögðu hafi allir þingfulltrúar af-
ekipti af þeim málum, sem fyrir
þingið koma í heild, þótt hvert
búnaðarþing afgreiði jafnan
tnörg mál, t. d. tæp 50 að þessu
sinni, eru það þó fyrst og fremst
nokkur veigamikil mál, sem
sctja svip sinn á störf og gildi
þingsins hverju sinni.
— Hver mundr þú, frá þínum
bæjardyrum séð, telja veiga-
mestu málin, sem komið hafa
fyrir þetta þing?
Uppgræðsla öræfa.
— Það myndi að líkindum
vera málið varðandi uppgræðslu
öræfa íalands. Eins og mönnum
Egili Jónsson
er Ijóst, er ekki nema tiltölulega
lítill 'hluti landsins gróinn og á
það bæði við um landrými er
telst í byggð og öræfi og óbyggð
ir landsins. Á síðari árum hafa
rannsóknir og athuganir beinzt
að þvi, hvort hægt sé að koma
gróðri í þetta land. Og vissulega
eru þessar rannsóknir á þann
veg, að ástæða er til mikillar
bjartsýni. Búnaðarþingi var það
vel Ijóst, að hér er mikið verk
að vinna og ennfremúr hitt að
ýmis framkvæmdaatriði verða
að liggja fyrir áður en til stór-
vægilegra átaka kemur. Ber í
því sambandi sérstaklega að at-
huga, hivaða grasastofna veljia
skal til sáningar, hvert er heppi
legast áburðarmagn og áburðar
hlutfall, sem að sjálfsögðu hlýt-
ur að vera mjög misjafnt eftir
því hvernig landið er, sem græða
skal upp. Þess vegna lagði bún-
aðarþing sérstaka áherzlu á. að
hinn raunverulegi grundvöllur
fyrir því, hvernig þetta starf
skyldi unnið, yrði sem fyrst
fundinn. Það mun áreiðanlega
fáa íslendinga fram að þessu hafa
dreymt um það, að hægt væri
að græða auðnir landsins. Vera
má þó, að sú kynslóð, sem landið
byggir í dag, eigi eftir að sjá
svartar auðnir hyljast grónum
grasvelli.
Kornræktin
Að þessu sinni bar kornrækt-
armálið hátt á búnaðarþingi, eins
og oft áður. Það sem jafnan hef-
ur bagað því að þetta mál fengi
þann stuðning af opinberum að-
ilum sem nauðsyn krefur, er
að áhugann hefur vantað hjá
bændunum sjálfum. En einmitt
þetta atriði hefur breytzt mjög
nú á allra síðustu tímum. Bún-
aðarþing lagði því á það sérstaka
áherzlu, að það kornræktarfrum
varp, sem á sínum tíma var sent
frá búnaðarþingi til Alþingis
yrði nú lögfest. Þetta frumvarp
heimilar aðeins um það bil hálfr
ar milljón króna útlát fyrir rík-
issjóð. Það má í raun réttri segja
að það geri aðeins ráð fyrir því.
að gefa svar við þeirri spurn-
ingu hversu miklu hlutverki
kornrækt getur gætt í búskap
bænda í þessu landi. Það atriði
er að sjálfsögðu útilokað að fá
vitneskju um nema kornrækt
verði rekin með nýtízku tækni
hvað vélar og verkfæri snertir
á nokkrum stöðum á landinu.
Svo virðist í fljótu bragði sem
létt ætti að vera fyrir fæti með
afgreiðslu þessa máls innan Al-
þingis. Háum upphæðum er var-
ið árlega til niðurgreiðslu á inn-
fluttu korni og mikill gjaldeyrir
fer til kornvörukaupa. Það
virðist því vera tiltölulega auð-
velt, jafnvel þótt skilningur á
landbúnaðarmálum almennt
væri ekki fyrir hendi, að sjá hve
mikið þjóðhagslegt gildi það hef
ur, ef unnt er að taka upp korn
rækt sem fastan lið í búskap
landsmanna.
Jarðræktarfrs .ikvæmdir
Þriðja málið, sem ég vil geta,
er erindi sent frá landbúnaðar-
ráðuneytinu og er álit stjórn-
skipaðrar nefndar um endur-
skoðun á lögum um jarðræktar-
og húsagerðarsamþykktir í sveit
um. Samkvæmt þeim lögum hefst
að verulegu leyti sú ræktunar-
alda, sem farið hefur um sveitir
landsins síðasta áratug. Ýmsar
breytingar, og þá fyrst og fremst
miklar verðsveiflur, hafa valdið
því, að rekstur ræktunarsam-
bandanna hefur ekki gengið svo
hagkvæmlega sem skyldi. Með
afgreiðslu sinni á þessu máli fór
búnaðarþing að vissu leyti inn
á nýjar leðir. Það lagði til að
myndaður skyldi sérstakur lána
| Framh. á bis. 16.
íbúð óskast
1—2 herbergi og eldhús óskast fyrir erlendan mann
til allt að 2ja ára. Tilboð sendist afgr. Mbl., sem
fyrst, merkt: „íbúð—1710“.
SÝNING
á eftirprentunum franskra málverka í Bogasal Þjóð-
minjasafnsins er opin daglega til 10. ágúst frá kl.
2—10 e.h.
Alliance francaies
4-6 herb. íbúð
óskast til leigu strax eða fyrir 14. maí. Æskilegt að
íbúðin sé sem næst Skólavörðustíg.
Helgi Hjartarson — Símar: 14361 og 37578
I*1 -■ * .K - - > i m Efcl K-
KLUBBURINN
Laugardagur
-tr LÚDÓ-sextettinn
hefur aldrei verið betri en nú
★ STEFÁN JÓNSSON syngur
★ Matur á boðstólum frá 7.
Borðpantanir í síma 22643.
Nauðungaruppboð
sem fram átti að fara í dag á v.b. Pálmari N.S. 11,
fer ekki fram, en er frestað þar til föstudaginn 21.
apríl 1961 og verður þá tekið fyrir í skrifstofu borg-
arfógeta kl. 3 síðdegis.
Borgarfógetinn í Reybjavík
Loka dansœfing
Vélskólans verður haldin í sal Sjómanna-
skólans í kvöld og hefst kl. 21.
Góð hljómsveit. Síðustu forvöð að skemmta
sér á vetrinum.
Nefndin
Sfúlka óskast
í eldhús Kleppsspítalans. — Upplýsingar
hjá ráðskonunni í síma 34499 frá kl. 15
til 17.
bbbbbbbbbbbbbtbbhhbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbb
Mm
fia«ss,oprsprcjtdi‘
Stakar sprautukönnur
ggingavörur h.f.
Siml 35ð?7
taogoveg 178
b
b
b
b
b
b
b
b
.b
co-cr