Morgunblaðið - 08.04.1961, Qupperneq 8
8
MORGVNBL4Ð1Ð
Laugardagur 8. apríl 1961
Sr. Jes A. Gíslason
Mínningarorð
ÞANN 6. febrúar sl. andaðist í
sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum,
séra Jes A. Gíslason, nær 89 ára
að aldri. Útför hans var gerð 15.
febrúar.
Með séra Jes er fallinn til mold
Sir einn mætasti og sérstæðasti
fultrúi eldri kynslóðarinnar í
Eyjum. Maður, sem svo mjög
setti svip á bæjarlífið þar í marga
áratugi, að enn um langa framtíð
mun hans minnzt. Fáir hafa með
meiri einlægni og ást fjallað um
sögu Eyjanna en einmitt hann.
Bernskubyggð hans átti hug hans
allan og henni vann hann trú-
lega öll sín störf meðan kraftar
entust. Þar markaði hann djúp
spor manndóms og menningar,
er seint munu mást eða með
öllu gleymast.
Séra Jes Anders var fæddur
28. maí 1872 í Jónshúsi í Vest-
mannaeyjum. Foreldrar hans
voru þau hjónin Gísli kaupmað-
«r Stefánsson stúdents í Selkoti
undir Austur-Eyjafjöllum Ólafs-
sonar gullsmiðs þar, og Soffía
Andersdóttir, sem ættuð var af
Austurlandi annars vegar og úr
Noregi hins vegar. Þau eignuðust
10 börn og er nú eitt þeirra á
lífi, Guðbjörg, gift Sæmundi Jóns
syni fyrrum útgerðarmanni í Eyj
um, nú búsett í Reykjavík.
Séra Jes ólst upp hjá foreldrum
sínum og bjuggu þau við sæmileg
efni eftir því, er þá gerðist. Var
Þó sparsemi og fyrirhyggja i
fyrirrúmi. Hann lærði undir
skóla hjá Þorsteini lækni Jóns-
syni í Eyjum og gekk undir próf,
13 ára gamall. Að því loknu hófst
námsferill hans í Latínuskólan-
um í Reykjavík og var hann þar
í heimavist. Hann lauk presta-
skólanámi 21 árs að aldri, en var
þá of ungur til að taka vígslu.
Vann hann þá sem umferðakenn-
ari í Austur-Landeyjum í tvo vet-
ur og við verzl.störf í Hafnarfirði
í eitt ár. Hann var annar elzti
stúdent á landinu, hefði orðið 70
ára stúdent 30. júní n.k., elztur
er Árni tónskáld Thorsteinsson.
Á hvítasunnudag (24. maí) árið
1896, vígðist séra Jes til Eyvind-
arhóla undir Austur-Eyjafjöllum.
Er hann lézt, voru um það bil
65 ár liðin frá prestvígslu hans
og var hann elzti prestvígður mað
ur með þjóðinni.
Það sama ár, 28. maí, kvænt-
ist hann Ágústu Eymundsdóttur
frá Skjalþingsstöðum í Vopna-
firði Eymundssonar, en hún var
bróðurdóttir Sigfúsar bóksala í
Reykjavík og dvaldi á heimili
hans frá tíu ára aldri. Þeim hjón-
um varð sjö barna auðið. Tvö
þeirra dóu 1 æsku, en Guðný dó
14/8 ’57, 56 ára. Á lífi eru: Sólveig,
gift Haraldi rafvirkjameistara Ei-
ríkssyni, Anna, gift Óskari bygg-
ingafuUtrúa í Eyjum Kárasyni,
Friðrik, fimleikakennari í Eyj-
um, kvæntur Magneu Sjöberg, og
Ásdís, gift Þorsteini íþróttaiull-
trúa Einarssyni.
í Eyvindarhólum bjuggu þau
séra Jes og Ágústa í átta ár. Þar
dvaldi hjá þeim móðir Ágústu,
Guðný Pálsdóttir, sem þá var
orðin ekkja og dó hún þar. Einn-
ig dvaldi með þeim, Sigurlín,
systir Ágústu, og var hún hjá
þeim upp frá því og til dauða-
dags.
Síðasta árið í Eyvindarhólum
þjónaði séra Jes einnig Mýrdaln-
um og fluttust þau hjónin þang
að með skyldulið sitt. Þau bjuggu
að Hvammi í Mýrdal í þrjú ár.
í fardögum árið 1907 fluttust
þau svo til Vestmannaeyja og
áttu þar heima upp frá því. Þar
reistu þau stórt og myndarlegt
hús, er nefnt var Hóll, og stendur
það skammt frá Hlíðarhúsum
(áður Jónshús), þar sem móðir sr.
Jes, Soffía, bjó um langan aldur.
Séra Jes gerðist bókari hjá
mági sínum, Gísla J. Johnsen,
sem rak í Eyjum umfangsmikla
verzlun og útgerð um alllangt
skeið, svo sem kunnugt er. Síð-
an stundaði séra Jes í mörg ár
kennslu við barnaskólann og allt
þar til, er hann varð sjötugur. Þá
var hann formaður 'skólanefndar
barnaskólans og bókavörður bæj
arbókasafnsins. Af öllum störfum,
er hann vann, mun kennarastarf-
ið hafa verið honum ánægjuleg-
ast. Hann var mikill áhugamað-
ur um íþróttir allt frá því, að
hann var ungur maður, og tók
einnig virkan þátt í félagsmálum.
Fyrir þau störf var hann kjörinn
heiðursfélagi ýmissa félaga þ. á.
m. Stórstúku íslands. Stjórnmál
lét hann einnig til sín taka. Hann
var einarður og ötull baráttumað
ur síns flokks, Sjálfstæðisflokks-
ins, og sat mörg ár í bæjarstjórn
V estmannaeyj a.
Konu sína missti séra Jes, 13.
ágúst 1939, eftir 43 ára sambúð.
Var honum að henni mikill miss-
ir og eftirsjá, enda var Ágústa
hin mikilhæfasta kona og manni
sínum ómetanleg stoð í störfum
hans, jafnt utan heimilis sem
innan. Eftir lát hennar, naut hann
aðhlynningar barna sinna og
tengdabarna. Var það honum mik
ið gleðiefni, að njóta samvista við
þau.
Séra Jes var maður hár vexti,
beinvaxinn og grannur. Bjartur
yfirlitum og höfðinglegur. Alla
tíð var hann léttur í spori og lið-
legur í hreyfingum. Lengst af æv
innar fór hann svo til daglega í
gönguferðir út fyrir bæinn og
hljóp þá oftast drjúgan spöl.
Hann var maður fróður vel og
víðlesinn. Ræðumaður var hann
með afbrigðum góður og ritfær
ágætlega. Hann kom því oft fram
við hátíðleg tækifæri, þegar
mönnum var í mun að vanda vel
til efnis. Þó var hann í eðli sínu
hlédrægur maður og hafði sig
lítt í frammi. Gjarnan fór hann
lítt troðnar slóðir og sérvitur um
margt, svo sem hann sagði sjálf-
u frá.
í öllu dagfari var hann prúður
og hæglátur, virðulegur alvöru-
maður, en sérlega gamansamur,
ef svo bar undir, og orðheppinn.
Af öðrum toga skapmikill og ó-
væginn, af hinum mildur og hlýr.
Hann gerðist snemma starf-
samur bindindismaður og varð
forystumaður Góðtemplara bæði
undir Fjöllunum og í Eyjum.
Kom þar fram skapfesta sú, er
ætíð einkenndi hann, og sem að
sjálfsögðu átti sinn þátt í því
hversu farsæll maður hann var.
í engu máli mun hann hafa verið
hálfur maður. Því málefni, er
hann tók tryggð við, gaf hann sig
allan.
Hann skrifaði sérstaklega
fallega rithönd og bar hún vott
um sömu snyrtimennskuna, er
ætíð var áberandi í fari hans.
Þegar ég var ungur að aldri,
átti ég þess kost, að dvelja þrjú
sumur á Hóli, hjá séra Jes og
Ágústu, móðursystur minni. Heim
ili þeirra hjóna var mótað af
myndarbrag, alúð og hugprýði,
hlýleika og þægilegri glaðværð.
Þar undi ég hag mínum vel.
Á sunnudagsmorgnana fékk ég
oft að fara í gönguferðir með séra
Jes og það var mér hin bezta
skemmtun. Þá varð ég margs
vísari.
Einnig fékk ég að fara með hon
um í úteyjar, ásamt fleira fólki,
og þau ferðalög voru ævintýri
líkust. Ég minnist þess, að í einni
slíkri ferð þótti mér þó meira
en nóg um hve séra Jes hafði
vakandi auga á öllum mínum
gjörðum og gætti þess, að ég færl
mér ekki að voða. Ég var fjör-
kálfur, sem vildi fara minna ferða
óhindraður og hugsaði ekki um
hættur. Oft hefi ég hugsað um
óað síðan, hve heilræði han*
voru sönn og að þau voru byggð
á reynslu þess manns, sem öðrum
fremur þekkti til staðhátta.
Eftir veru mína í Eyjum, hefl
ég alla tíð síðan verið séra Jea
þakklátur fyrir leiðsögn hans,
fyrir það hversu létt hann tók á
bernskubrekum mínum og hve
greiðlega hann leysti úr vanda-
málum líðandi stunda. Og ég
held, að hann hafi haft gaman af
þessu öllu. Góðlátlegt bros hana
gaf það til kynna.
Það er víst, að ailtaf hefur hug-
ur séra Jes staðið til Vestmanna-
eyja þau ár ævinnar, sem hann
dvaldi þeim fjarri. Oft hefur
hann horft til þeirra í löngun og
þrá, eins og reyndar kemur fram
í þessum orðum hans: „-----og
virti fyrir mér Eyjarnar mínar
bláar af fjarlægðinni, úti við sjón
deildarhringinn". Hann var stað-
ráðinn í því, að komast þangað
alfarinn hið fyrsta er hann gæti.
Það þarf ekki að renna líkum að
því, hvað slíkum manni hefur
verið það mikilsverð gæfa að
mega lifa þar og starfa svo langaa
dag, sem raun bar vitni.
Mörg hin síðari ár, var séra
Jes því næst blindur, en gat þó
farið ferða sinna lengst af. Hins
vegar gerði sjónleysið það að
verkum, að hann gat ekki, sem
skyldi, sinnt þeim hugðarmálum
sínum að skrifa eitt og annað,
loks þegar hann að öðru leyti
hafði tíma og næði til þess.
Hann var orðinn aldinn að ár-
um og vissi því gjörla hvert
stefndi. Þeirri staðreynd mætti
hann með sama hugarfari og ró-
semi, sem og öllu því, er á daga
hans hafði drifið í blíðu og stríðu.
f hans augutn hefur ekkert ver-
ið sjálfsagðara og jafnframt eðli-
legra, en að hann yrði brátt kall-
aður til þeirrar ferð,ar er öllum
er fyrirbúin. Og þeéar sú stund
rann upp, kvaddi þessi aldni höfð-
ini vini sína, vandamenn og Eyj-
arnar góðu, og bað þeim blessun-
ar Guðs.
Hann var kominn í sátt við allt
og alla, og var því ferðbúinn. Og
hann hvarf á braut frá þessu lífi
í þeirri von og trú, að förinni
væri nú stefnt til blárra eyja
bjartari heima.
Guðjón Halldórsson.
bbbbbbbbbbbbbtbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbb
b
b
b
b
b
b
b
b
b
b
b
_b
Steinbora;
3 m/m — 38 m/m
ir
WM . .. Siml 55697
Béjyggmgcavorur n.T. Laugaveg 178
i HEIMZ I
VARIETÍES
BARNAMATUR
í gSösum og pökkum
HEINZ merkið tryggir
yður fyrsta flokks
vörugæði
. allir þekkja
llllrar
VARIETIES
. JOHNSON&
Sr. Friðrik Friðriksson
„Verið ávalt glaðir vegna sam-
félagsins við Drottin." Fil. 4,4. —
ÞEGAR vér lesum mannkyns-
söguna, fáxxm vér að kynnast
mönnum, sem með persónuleika
sínum og afrekum mörkuðu óaf-
máanleg spor á leið kynslóð-
anna, öld af öld. —
í samtíð vorri hafa komið
fram slíkir menn. — Líf þeirra
sýnir, að þótt aldnir renni, lýsa
verk þeirra til vitnisburðar. .—
Komandi kynslóðir munu sjá góð-
verkin, — eins og stendur í fjall-
ræðunni og vegsama föðurinn í
himnunum. —
Einn þeirra manna er séra
Friðrik Friðriksson. — Héðan í
frá og meðan kristinn æskulýð-
ur á sér bólstað í landinu mun
hans minnzt sem eins mesta vel-
gjörðamanns þjóðarinnar frá
fyrstu tíð. —
Það er stór stund að kveðja
slíkan mann við hinnztu vegar-
mót þessa heims. — Vér eigum
þau forréttindi fram yfir þá. sem
áður voru og eftir koma, að hafa
kynnzt honum persónulega, tal-
að við hann, hlustað á hann,
eignast hann að vini. — Og það
leiftraði af hlýjum og innileg-
um persónuleika hans. — Ávallt
var hann glaður vegna sam-
félagsins við Brottin. Gleði hans
hafði töfrandi áhrif. — Menn
urðu glaðari, bjartsýnni og trú-
aðri í návist hans. — í sporum
hans óx fagur gróður, sem gaf
ávöxt Guði til dýrðar. — Hann
helgaði krafta sína hinni kristi-
legu alheimshreyfingu ungra
manna, æskulýðnum, hinni ungu
kirkju. — Guð gaf honum hæfi-
leika til þess að vinna stórvirki.
— Hann hreif unga fólkið með
hinni látlausu framkomu, hinu
glaða hjarta. — Og þótt leiðir
skildu og æskusveitir hans færu
um víða vegu, gleymdist ekki
vináttan eða vegarnestið, sem
hann gaf. — Þegar hann varð
níræður streymdu heillakveðjurn
ar til hans frá vinum innan lands
og utan.
Margan æskumanninn hefir
hann blessað, og nú er hann
blessaður og Guði falinn. —
Frá Æskulýðssambandi kirkjunn
ar í hinu forna Hólastifti beragt
honum kveðjur og þakkir. —.
Mættum vér ávalt muna trúar-
gleði hans og vera boðberar þess
kærleika, sem blessar samferða-
manninn og hjálpar honxxm á
lífsins braut til hinztu stundar.
— Pétur Sigurgeirsson.
Rauðmagaveiðar
á Skipaskaga
AKRANESI, 5. apríl.
SEX eru þegar búnir að legeja
rauðmaganet, fjórir að sunnan-
verðu Skagans og tveir að vest-
anverðu undan Kalmansvík, þ.
e. a. s. undan gamla Elínarhöfða
hverfinu. Rauðmagaveiði er frek
ar treg eim sem komið er. —
Oddur.