Morgunblaðið - 08.04.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.04.1961, Blaðsíða 10
10 r MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 8. apríl 1961 Svaf hjá svíni í brjár nætur RANNSÓKNARSTÖRFIN geta leitt vísindamennina til þess að velja sér hina undar- legustu refckjunauta! Þannig fór t.d. fyrir Frank- lin Privette, að hann varð að sofa í svínastíu þrjár nætur 1 röð til þess eins að vera við- staddur þegar gyltan yrði létt ari. Privette þessi var að búa sig undir að skrifa doktorsrit- gerð í smáverulíffræði við læknadeild Stanfordháskóla. Hann þurfti að fjarlægja nokkna af grísunum frá móð- urinni, áður en þeir næðu að sjúga hana. Tilgangurinn með þessu óvanalega tiltæki var að rannsaka, hvernig móteitur myndast í líkamanum. Mót- eitrið er ein herzta vörnin, sem dýr — þar með taldir menn — hafa gegn sjúkdómum. Hjá flestum dýrum ganga slík mót eiturefni í erfðir. f*ó eru nokkrar undantekningar, og eru svínin ein af þeim. Privette hefði eins vel get- að notað hesta, kýr, kindur eða jafnvel geitur við rann- sóknina. En honum virtist auðveldara að eiga við grísina en nýfæddan kálf eða fola, og þeir eru líka fleiri undan sömu móður. Privette fór því á stúfana og fékk lánaða „ólétta" gyltu frá Redwood City og flutti hana í dýrahúsið við tilrauna stöðina í Stanford. í þrjár nætur samfleytt svaf hann í svefnpoka i námunda við hana, svo að haun gæti fylgzt með því, þegar hún yrði léttari. i Fyrsti grísinn fæddist kl. þrjú , þriðju nóttina. Privette vakti með ungu f jölskyldunni, þar til tólf grísir voru fæddir. Hinn síðasti kom í heiminn um klukkan níu næsta morg- un. Sex grísir voru settir i sótt hreinsaða poka til þess að að- skilja þá frá móðurinni. Og síðan hófst rannsóknarstarf vísindalegum tilgangi Privettes. Fyrst þurfti að ge!a grísunum næringu, en ekki mátti það vera mjólk, bví að hún inniheldur móteitur. Fram úr þessu réð barnalækn ir, dr. June Allansmith, sem fann upp hæfilega blöndu úr soj abaunam j ólk. En ekki var allt fengið með þessu' því að nú var ekki hægt að koma blöndunni i grísina gegnum túttu. Loks var það ráð tekið að útbúa litla pípu með plastslöngu á endanum, og gekk það greið- lega. Síðar var notuð stór sprauta með svipaða totu, og eftir fáeina daga voru grísirn- ir farnir að totta túttu á venju legum barnapela. Það er ekki lítið verk að gefa sex óværum grísum, þó svo að allt gangi að óskum. >ví var það, að Privette fékk sér til aðstoðar annan barna- lækni, dr. Vincent Messian, sem einnig fékkst við rann- sóknir við háskólann. Til þess að afla sér meiri þekkingswr á uppruna mót- eitursins og starfsemi líkam- ans til að verjast sjúkdómum, varð Privette að örva mót- eiturmyndunina. Þetta gerði hann með því að gefa grísun- um eina bakteríutegund og sprauta í þau annarri. Eftir það var gerð hver til- raunin af annarri á grísunum til þess að fá úr því skorið, hvaða vefir líkamans það eru, sem mynda móteitrið, er herj ar svo aftur gegn sjúkdóm- unum. Með því að fjarlægja úr grísunum smáhluta af vefn- um gerði Privette sér vonir um að geta fylgzt með fyrstu móteiturmyndununum í vefja fmmunum. Til samanburðar tók Pri- vette þrjá af grísunum, sem hann hafði skilið eftir hjá móðurinni, og kom þeim í snertingu við einn af sýklun- um. Þó að móteitur móður- innar hafi hér áhrif, taldi hann, að hún hefði ekki fyrr komizt í kynni þið þá sýkla- tegund, sem notuð var. „Ef árangurinn af þessum rannsóknum verður einhver, reynum við aftur,“ sagði Pri- vette, þegar tilraunastarfið stóð sem hæst. Hann kvaðst vera reiðubúinn að dvelja aftur nokkrar nætur í svína- stíunni, ef það gæti orðið til þess að varpa ljósi á hina veigamiklu líkamsstarfsemi, sem verndar okkur gegn sjúk dómum. (The Johns Hopkins University). ,Margs þarf búið við' Níu af hverjum tíu „VANDAMÁL sveitanna", nefnd ist ræða, er lesin var upp í Ríkisútvarpinu á vegum Bún- aðarfél. íslands, á svonefndri „kvöldvöku bænda“, fimmtud. 23. marz sl. af manni, úr bú- fjárræktarnefnd ný-afstaðins Búnaðarþings. Var þetta hin átakanlegasta lýsing af þjáningum ungra bændaefna, vegna kvenmanns- leysis, einhverstaðar á landinu, eða jafnvel í sveitum þess yfir- leitt. Var bent á að Búnaðar- félagi íslands væri skyldast að bæta úr þessum ókjörum, t.d. með stofnun nýrrar deildar, eins konar hjónabands-„shoppu“ og svo því, er hvergi má nú vanta, sjóðsstofnun til þess að styrkja fyrirtækið fjárhagslega. Reyndar var þess ekki getið, á þessu stigi málsins, hverjir ættu að leggja sjóðnum til féð, en vænt- anlega yrði það tekið af óskiptu andvirði landbúnaðarvara, býst ég við. Það er nú svo, — maður gæti samkvæmt þessu ætlað, að ann- aðhvort hefði nú gerzt, að hið aldagamla, hefðbundna „einka- framtak” í ástarmálum, hefði nú gengið sér svo rækilega til húð- ar, að ekki væri lengur við- hlítandi — eða þá hitt, að væntanlegir brúðgumar gerð- ust nú svo heitttrúaðir á ágæti opinberrar íhlutunar í öllum greinum þjóðlifsins, (t.d. hafa nautgripa- og hrútasýningar þótt gefa góða raun) að þeir teldu að hér ætti ríkisstofnun að taka við af úreltu einstaklings- framtaki og senda tilvonandi brúðir heim til þeirra svein- anna, þeim að fyrirhafnar og kostnaðarlausu, eins og gómsæt- ar rjómatertur á kristalsfötum. Jafnframt þyrfti svo að líta í skattskrár væntanlegra brúð- guma og athuga hvort „blank- heitin“ væru ekki nægileg til þess að réttlæta styrkveitingu úr hinum nýstofnaða sjóði í þessu skyni, fyrir flutningsgjaldi meyjanna á sýningarstað og ef til vill svolítið ríflegri en far- gjaldinu næmi, er nota mætti til þess að halda þeim svolít- ið gildi eftir ferðavolkið og slæva athygli þeirra með því á lúxustilverunni er þær ættu í vændum á slíkum sælustað, eftir vígluna, ef einhver yrði. Það virðist standa stórhugur og glæsileg reisn bak við þetta væntanlega fyrirtæki. En þrátt fyrir það vildi ég mega efast um að réttur vettvangur fyrir svona lagaða „nýsköpun“, væri skemmtiatriði á kvöldvöku í rík isútvarpinu, sem kennd var við bændur. Og ég vil spyrja: er unt að „útvarpa" bændastétt landsins hundflatari undir skop alls al- mennings í landinu, en gert var með þessari „skemmtilegu“ ræðu, i áheyrn alþjóðar? Ég held að Búnaðarfélag ís- lands, sem því miður, bar vissa ábyrgð á þessari dagskrá, hafi öðrum og meiri nauðsynjamál- um að gegna fyrir bændur. Og einnig hitt, að hjónabands- og ástamál bænda, bændaefna og yfirleitt alls þess fólks sem í sveitunum býr, heyri ekki ennþá undir „búfjárræktarnefndir" eða Búnaðarfélag íslands, með allri virðingu þó fyrir þeirri stofnun. Sigurður á Laugabóli. GLEÐILEIKURINN „Allra meina bót“ hefir nú verið ýndur þrisvar sinnum. Bryn- ólfur Jóhannesson sést hér í hlutverki Andrésar. — Næsta sýning gleðileiksins er í kvöid kl. 11,30. EFTIR því sem næst verður komizt, hafa bátarnir, sem leggja hér upp í Reykjavík landað alls frá byrjun ver- tíðar til marzloka um 4360 lestum af óslægðum fiski. — Er það miklu minni afli en kominn var hér á land á sama tíma í fyrra. Var afl- inn þá rúmlega 8000 lestir af slægðum fiski. Frá miðjum marzmánuði til Einkaskeyti til Mbl. frá Kaupmannahöfn 6. apríl PRÓPESSOR Frederik Nielsen skrifar í dagblaðið Aktuelt, að rökin gegn afhendingu íslenzku handritanna séu ekki ýkja sterk. Prófessorinn segir: — Við feng um þessi handrit sem gjöf, en ekki gjöf til okkar heldur til íslendinga. Ákvarðanir erfða- skrár Árna Magnússonar hindra ekki að. handritin séu afhent. Árni hefði óefað óskað þess að handritin færu til íslands, ef hann hefði séð fyrir stofnun ís- Xenzks háskóla. Menn ræða um þjóðarrétt er það ekki annað en hájntogun. Spyrjið fólk á götunum í Kaup- mannahöfn um handritin. Níu manns af hverjum tíu þekkja ekkert til þeirra, en í Reykja- vík hafa níu af hverjum tíu marzloka var aflinn mjög sæmi- legur, alls um 2300 tonn. í báta- flotanum sem héðan stundar veið ar eru alls um 30 bátar og eru rúmlega 20 þeirra á netum, en sjö eru á línu. Um mánaðamótin var Ásgeir aflahæstur Reykjavíkurbátanna með 279 tonn. Pétur Sigurðsson með 266, Helga 260, Hafþór 254, Svanur 243 og Björn Jónsson 213 tonn. Ásgeir hafði einnig orðið afla- hæstur á tímabilinu frá miðjum marz til mánaðamóta með alls tæplega 170 tonn. góða þekkingu á þeim. Nýjustu rannsóknir á handrit- unum eru gerðar af íslending- um. Njálssaga Einars Ólafa Sveinssonar, sem komin er út á norsku — en ekki á dönsku — sýnir greinilega hve íslenzkar minjar eru lifandi í hugum ís- lendinga. Rit Sigurðar Nordals hafa til að bera allar nýjustu rannsókn- ir, sem engin bókmenntasaga dönsku menntaskólanna virðist hafa tileinkað sér. Þá fyrst fær gjöf gildi Þetta er mál sem ekki er hent ugt að ræða lögfræðilega, held- ur Nilsen áfram. Við eigum að gefa íslendingum handritin af því, að þau eru lifandi hluti af sjálfsvitund íslands — vegna þess að þau fá á íslandi jafn góða meðferð og í Danmörku —. vegna þess að þjóðleiki og þjóð. artilfinning Dana viðurkennir hvað handritin hafa að segja fyrir unga þjóð sem er forn. Við gefum handritin ekki frá okkur léttir í huga, en gjafir fá þá fyrst gildi, þegar gefand- inn missir næstum jafn mikila og þiggjandinn vinnur. Nýr skrifstofustj. Á FUNDI bæjarráðs fyrir páska var samþykkt að setja Svein Ragnarsson húsnæðisfulltrúa, til að gegna starfi skrifstofustjóra framfærslumála í stað Ólafa Sveinbjörnssonar. Hefur honum verið veitt lausn frá þessu starfi, vegna verkefna, sem honum hafa verið falin sem ritara bæjarstjórnar og við samningn og endurskoðun reglugerðax á sviði framfærslumála. Heildarafli Reykja- víkurbáfa 4300 t.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.