Morgunblaðið - 15.04.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.04.1961, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐltt Laugardagur 15. apríl 1961 fW»l Ég sá sr. Matthías einu sinni heima hjá Hanaldi Nieis syni föðurbróður mínum, en talaði ekkert við hann. En ég er ættaður úr Breiðafirði eins og hann, það vantar ekki. Soffía langamma mín var dótt ir sr. Vernharðar og Ragnheið ar Einarsdóttur, systur Eyjólfs í Svefneyjum. Þau eru bæ3i grafin í Reykholtsstað og eiu jámvarðar yfir leiðum þeirra,];: eins og vera ber. Það eru marg ir prestar í mínum ættum, það; er ekki hægt að komast hjá því. Árni Pálsson sagði einu sinni við mig: Púh-púh-ó, þess ir prestar! En þeir eiga tradi- sjón. Við skulum ekki gle> ma því að prestar Rómverja voru® diplomatar þeirra tíma. Eða hvernig litist þér á að diplo matar væru í hempu? Það er: sagt að fötin skapi manninn,] * og mundi ekki hempan getaí bætt úr eins og nú horfir? Heldurðu ekki að það væri gott' upp á kalda stríðið að diplo- t faJun*ovéun* Sa<jt V. Helgi Hallgrímssoa En heyrðu, það er hérna ein setning sem ég ætla að segja. Nú kemur hún, já ein setning, sem þarf að vera hér með. Bíddu bara við, hún er að koma. Ég hef skrifað hér hjá mér: utanlandsferðir, hreint loft, molar. Þú getur t. d. spurt mig hvort ég hafi farið til útlanda. Jú, ég hef hleypt út fyrir troðningana. Ég hef öðru hverju farið til útlanda að dnaga að mér hreint loft. — En fjallaloftið okkar er nú nógu hreint, er það ekki? — Ja fjallaloftið, það getur vel verið og það má kannski segja það sé nóg af lofti hér, og eftir því sem ég kemst næst dó hann úr skorti. — Nú var þetta svona slæmt hjá ykkur? — Við Eysteinn erum dálítið skyldir, hann kemst ekki undan því. Ég er af Mýra mönnum kominn, en ég á líka ættir að rekja norður í Múla- sýslu. Ég er bæði skyldur Ey- steini Jónssyni og Ríkharði Beck, geri aðrir betur. En nú ætla ég að fá leyfi til að fara með Ijóð eftir Wildenvey: Og det er liten Selma hun er ærlig værd en sang, det er hende som jeg elsker, det er Selma denne gang. Ég kann nefnilega dálítið af skandinaviskum ljóðum, þótt OGLOFT matar væru í hempu? Dr. Kristinn væri góður í hempu, hvað segirðu um það? Og samt sagði Árni prófessor: og allir þessir prestar! með sinni dæmalausu indignasjón. En ég er ekki að státa af mínum ættum. Það verður eng inn góður nema af sjálfum sér. Fordild er mér þyrnir í aug um, en hitt er rétt að Hall grímsnafnið í minni ætt hef- ur komizt inn í biskupsembætt ið. En það er langt síðan ég lagði af allan hégómaskap, og er löngu hættur að reyna að leysa hnúta, sem verða ekki leystir. Þú sérð af þessu að ég er að verða nokkuð gamall. Við þurfum að temja okkur hógværð og yfirvegun, ekki sízt listamennirnir. Ég skil ekkert í því hvað við getum verið hégómlegir, þessi skálda og bændaþjóð. Veiztu hvað mér finnst einkenna stil Snorra? Það er hógværð í frá sögn. En það vantar í okkur uppeldið og praktísku heims- spekina og dálítinn slatta af ýmsu öðru. En heyrðu, hef- urðu heyrt þetta, sem Guð- mundur Jakobsson kenndi mér: Margir kvarta um minnis- brest, en enginn um gáfna- skort. Guðmundur var faðir Þór- arins og Eggerts Gilfers og þeirra systkina. Hann var ákaf lega merkilegur maður og hafði sterka eðligreind og fjarska mikið hugmyndaflug. Hann sagði einu sinni við mig: Þú ert nú alltaf svo biblíufast ur, Helgi. Þetta var gott hjá honum, finnst þér það ekki? Við kynntumst vel, þegar hann var hafnarvörður og síð an var hann tekinn inn á skrif stofuna hjá okkur. Á efri árujn viðaði hann að sér vís- indabókum um fiðlusmíð og reyndi að ráða þá gátu, hvers vegna Stradivaríus-fiðla væri betri en aðrar fiðlur. Með stór þjóð hefði hann orðið merkur maður. Það er ekkert að marka þetta hér, eða hvað heldurðu að hefði orðið úr Beethoven ef hann hefði fæðzt, við skulum segja í Húnavatnssýslu 1770. Guð minn góður. Og við með okkar menningu, okkar fallega him in og stjörnurnar og tunglið eins gult og lauf á hausti. Og allan misskilninginn. Nei, það er kúltur sem gildir, ekkert helvítis röfl. — Þú ert mikill bóhemi, Heigi minn. — Já, ég hef flækzt víða og þvælzt gegnurn lífið af gömlum vana og haft gaman af að fá mér glas og stundum meira en sumurn fannst skyn- samlegt. Ég er að eðlisfari eins konar sambland af bóhema og bókara, það er líklega stærsta rósin í mínu hnappagati. Ég hef farið sparlega með þá báða, bóhemann og bókarann. En í gegn um lífið hef ég þvælzt þrátt fyrir þrekleysið. Þetta leiðir hugann að Guð- mundi Ottesen á Miðfelli, sem ég drakk með brennivín einu sinni heima á hans bóndabæ. Hann sagði mér sína merki- legu ævisögu. Hann hafði átt barnaláni að fagna, ég held að hann hafi eignazt ein 14 börn, missti samt tvo syni upp komna, annan þegar hann var að flytja hest ofan úr Mos- fellssveit út í Þerney. Hann drukknaði á leiðinni. Hinn drukknaði í Þingvallavatni. Hann var á leið til föður síns að Miðfelli að hjálpa honum. Þetta var í fyrstu haustfrost um í snjó og hann ætlaði að stytta sér leið yfir Vatnsvík ina. Vatnið lá hemað, og þar varð hann til. Frásögn sinni lauk Guðmundur með þessum orðum, þá var hann búinn að fá sér vel í staupinu, honum þótti gott vín enda ágætismað ur: Nú þarf ég ekki að biðja neitt af mínum börnum, Mið- fellið sér fyrir því, sagði hann. Þetta er þrek og minnir á það, sem Churchill segir um Skandinavana í einni af sín- itm vinsælu bókum: Þeir íe’ídu ekki tár yt'ir föllnum vinum, og ekki hörmuðu þeir heldur eigin örlö^. En ég hef alltaf verið meyr. Ég held það séu áhrif frá mömmu. Hún varð 100 ára og mundi allt til síðustu stundar. Kvöldið áð- ur en hún dó, kvaddi hún okk ur og bauð okkur góða nótt eins og ekkert væri sjálfsagð- ara, hvorki á himni né jörð. Hún fór oft með þetta fyrir mig, úr Númarímum; Hamingjan býr í hjarta manns, höpp eru ytri gæði. Lúðvíg Guðmundssón skóla stjóri, mágur mmn, taiaði oft við ir.ömmu og pá hafði hún það íyrir sið hefur hann sagt mér að rifja upp æsku sína eins og gömlu fólki er tamt, og bætti þá gjarna við: En flest var þetta dapurk það vantar svo sem ekki. En ég er að tala um andlega loft- ið. Ó. guð minn góður, hér vantar t. d. bamahljómsveit: Mér hlýnar við þjóðarþelsins yl það þekkir allt mannlegt og finnur til og þar er ég góður og glaður. Að hugsa sér örlög Sigurðar Breiðfjörðs. Fyrir nokkrum árum var gefin út árbók Gunn ars Gunnarssonar. Þar rak ég mig á þessa setningu: Það hef Spjallað við Helga Hall- grímsson ur verið árátta á íslendingum að fyrirfara sínum beztu mönnum. Ég skildi illa orð- ið árátta, þegar ég las þetta, því ég er ekki magister eins og þú veizt, en þó vissi ég hvað skáldið var að fara, hafði hugboð um það, ein- hvern grun. Reynslan kom mér til hjálpar, og ég minnt- ist þess, sem Davíð segir: íslendingar einskis meta alla, sem þeir geta. Ég hef hugsað mikið um þetta efni og niðurstaðan ekki orðið góð. Hver heldurðu hún sé? — Ja, það veit ég ekki. — Þegar ég var 50 ára gáfu vinir mínir mér öll verk Jón- asar Hallgrímssonar, 5 bindi í rauðu skinnbandi. Þar las ég bréf frá Jónasi til Finns Magnús^onar prófessors, þar sem hann segist vera boðinn í mörg góð hús, en ekki geta farið vegna fataleysis. í gam- alli heimild er sagt, að em- bættismaður nokkur hafi skrifað embættisbróður sín- um um einhvern N. N., sem var á ferðalagi á íslandi — „og með honum var ræfillinn Jónas Hallgrímsson". Þegar ég 1954 þurfti sem forseffi B. S. R. B. að flytja ræðu í veizlu hjá Eysteini — við höfðum verið að ræða launa- mál, því íslendingar tala sjaldan um annað ef þeir koma saman fleiri en tíu — já, þá þurfti ég að halda j:æðu og tók dæmi af Sigurði Guð- mundssyni málara, einhverj- um ágætasta manni sem um getur. Hann hafði sérstaka hæfileika til að fara í hundana ég sé ekki í Norræna félaginu. — Heyrðu Helgi, þú hefur minnzt á kynlega kvisti, ætli þú sért nú ekki einn þeirra? — Jú, það má vel segja mér það, og mér er alveg sama. Ég kann mikið af kvæð- um, ef það er það, sem þú átt við. Annars er það ekkert undarlegt þótt við séum dálítið undarlegir eins og einangrun- in og fátæktin hefur verið á þessu landi. Það væri skrýtið ef við værum ekkert skrýtnir, mimdi ég fremur segja. Þetta skaltu athuga, sem enn ert ungur, og minnstu þess, sem Einar Benediktsson segir: En jarðarsonurinn veraldarvís hann vex af þeim heilögu fræðum. Hugsaðu þér hvað landið hefur breytzt þrátt fyrir allt. Þegar ég flutti inn mínar fyrstu plötur með Hugo Wolf, hafði hann verið dauður í 20 ár og þá þótti engin söng- skrá rétt saman sett nema hann væri með Schumann, Schubert og Brahms. Hér var hann _ óþekktur. Og samt segja menn fullum fetum að við séum guðs útvalin þjóð. En þú talaðir áðan um stjörnumar og himininn. Ég sagði einu sinni þegar mér leið vel, það hefur liklega ver- ið yfir glasi: Fyrir mér er ekkert eins raunverulegt og músikk. En hér vantar alla músikk. Það hefur verið mik- ið átak að hætta að ganga á fjórum fótum á sínum tíma. Og mörgum hefur gengið nógu illa á sínum tveimur. En það er kominn tími til að við hætt um að ganga á okkar fjórum músikkfótum, kominn tími til. VI. — Þó að þú hafir verið bó- hemi í aðra röndina, þá hef- urðu alltaf verið góður borg- ari, aldrei gert neitt af þér? — Áttu við að ég hafi losn- að við tugthúsið, eða ertu að drótta því að mér að ég eigi lausaleiksbörn? Nei, það hef ég sloppið við. En hvernig hef ur þetta gengið hjá þér? Einu sinni var sr. Bjarni Þórarins- son, bróðir sr. Árna, niðri á Hafnarskrifstofu, og þá heyrði ég að hann segir allt í einu við Guðmund Jakobsson, mág sinn: Það verða alltaf merk- ustu mennirnir, sem eru lausa leiksbörn. Þetta þótti mér gott hjá honum, prestinum, en hann hefur líklega skilið sína köllun og sína tradisjón. — Ert þú kannski lausaleiks barn Helgi? — Ekki er það talið, hef- urðu heyrt það? Já, þetta var gott hjá þér, mér leiðist þegar fólk talar saman eins og tveir verkfræðingar. Mér þykir gaman að mönnum, sem eru ekki prósaískir í hugsun. Þetta þótti gott í minni fornöld: Gi mig en blomst mens jeg lever sá öjet kan frydes derved. Þetta þótti rómantískt. öll okkar rómantík er innflutt. Rómantík hefur aldrei verið til á íslandi, segir Kiljan. Það er líklega rétt. íslendingar iar>a eins með rómantíkina og áfengið: spilla henni, gera hana alþýðlega, útbía hana. Þeir þekkja engan kúltur, það hef ég sagt þér. Þegar Gísli Skúlason kemur heim úr Kaupmannahöfn beint inn i bannið, segir hann: Hvað er þetta, hvurnig fer fyrir þess- um ungu mönnum, sem fara héðan frá þessari útilegu- mannaþjóð, og koma þangað sem vín er eins sjálfsagður hlutur og kaffi? Æ, kaffi, þá þurfti ég endilega að minnast á það. Það flækist fyrir I maga og fyllir hann. Það er að verða þjóðarlöstur, og svo ber það ábyrgð á því að flest- ir íslendingar hafa glatað mannorðinu sínu. En kaffið sýnir líka einn hlut, það sýn- ir kúlturleysi íslendinga. Til skamms tíma hefur kaffibætir verið kallaður export. ís- lendingar eru sælastir í sínum misskilningi. Það verður ekki lifandi í þessu landi fyrr en þið eruð komnir til valda þess ir ungu menn, sem vitið hvað export þýðir. Við gömlu menn irnir erum búnir að vera allt of lengi við völd. Við erum alltaf í troðningunum, en okk ur vantar fólk, sem kann að umgangast steinsteypta þjóð- vegi: Rjúpa ræður að lyngi raun er létt um sinn skýzt í skafrenningi ... Ó-jú, þetta er svo sem ágætt hjá Jónasi, en það er bara ekki lengur skafrenningur á íslandi, og skál fyrir því! — Mér hefur stundum dott- ið í hug að menn yrðu leiðin- legir af að umgangast oí mikla músikk. — Beethoven sagði: Músikk er æðri opinberun en öll vís- indi og heimspeki. Og ég segi: Getur opinberun verið leiðinleg? Ég kynntist Svein- birni Sveinbjörnssyni tón- skáldi. Hann var ljúflings- maður. Hann var hér heima kringum 1925 og ég hafð.i heiðurinn af því að færa upp með honum stór kirkjuverk við guðsþjónustur Haralds Níelssonar, en hjá honum var ég organisti. Hann sagði méi. að Shakespeare kæmist svo að orði í einu af sínum leikritum: Þeiim manni er trúandi til verstu glæpa sem varnað er þess að tileinka sér músikk. En viltu ekki syngja eitthvað fyrir mig? — Ég, að sýngja, nei þakka þér kærlega fyrir! Ég er að hugsa um að halda virðingu minni að minnsta kosti þar til samtalinu er lokið. — Jæja, þú hefur það eins og þú vilt, góði. En ég er reiðu búinn að spila undir fyrir þig. Ég náði í Schumanns hefti svo þú sæir að það væri til nótna- bók á heimilinu. Jæja, ein- mitt það: Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. Ég var oft frekur þegar ég var ungur en hef áttað mig á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.