Morgunblaðið - 15.04.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.04.1961, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLABID I^ugardagur 15, aprfl 1961 Verzlunarstfóri Þaulvanur og duglegur maður, sem unnið hefur undanfarin 5 ár við afgreiðslu á kjöt- og nýlendu- vörum óskar eftir góðri atvinnu m a. sem verzlunar- stjóri. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Verzlunar- stjóri — 1715“. Rafvélavirkjar Okkur vantar 2 rafvélavirkja strax. RAFVÉLAVERKSTÆÐI AUSTURBÆJAR. DSGLEGA ... .—.. . ................ Leiguíbúð óskast Vil taka á leigu 14. maí einbýlishús eða 5—7 herb. íbúð. Helzt alveg sér. Vinsamlega leggið tilboð inn á afgr. Mbl. fyrir 20. þ.m. merkt: „íbúð — 1717“. 3—4 skrifstotuherbergi til leigu í Austurstræti 9 II. hæð. Upplýsingar í síma 11117 — 13519 OPNUM í DAG j-eddy Opnum í dag verzlun í Aðalstræi 9 (áður Teppi h.f.). í Teddybúðinni fáið þér allar Teddy-vörur á einum stað. Úrval af öðrum barna- og ungl- ingafatnaði. GJÖRIÐ SVO VEL A0 LÍTA IIMIM LESBÖK BARNANNA „>ú ert allt of lítill, til að fá að fara einn.“ „Nei, ég er ekki of lít- ill. Ég er ekki hræddur við neitt. Ég get flogið upp í himininn og dansað á mánanum og ég get allt!“ Það gekk alveg yfir grís inn. „Ég held nú samt, að þér væri betra að fara heim,“ sagði hann. „En ég vil komast út í heiminn hrópaði Hnoðri. Og hann hljóp og hljóp, þar til hann kom að stóru, grænu engi. ,Sæll, Itili andarungi", baulaði kýr, sem var á beit þar á enginu. „Hvað ert þú að flækjast, svona langt burt frá bænum?" »Ég er á leiðinni út í heiminn“ gaggaði Hnoðri. „Heimskuhjal," sagði kýrin og hristi hausinn. „Svona fiðurhnoðri eins og þú, ætti nú helzt að vera undir vængnum á mömmu sinni.“ „Ekki ég, skaltu vita,“ gaggaði Hnoðri litli, ýfði á sér stélið og blés sig allan út. „Ég er önd og ég get allt. Ég get synt eins og fiskur. Ég^ get flogið eins og örn. Ég gæti rif- ið í mig heilan úlf ,ef ég bara fyndi hann. Ég er önd, og þannig eiga end- ur að vera.“ Kýrin hristi höfuðið aftur. „Úlfurinn er nú ekki til að spauga með, litla flóa- ið þitt. Það er úlfur í skóg inum hérna, og lítill and- arungi eins og þú, væri ekki einu sinni munnbiti handa honum. „Þó svo væri,“ svaraði Hnoðri, „ætla ég samt að halda út í heiminn." Svo lagði hann af stað beint inn í stór^n og dimman skóginn. Framh. í SlÐUSTU Lesbók gerði prentvillupúkinn af sér það skammarstrik að rugla síðunum á blaðinu okkar, þannig, að hann lét okkur byrja á öft- ustu síðunni, rétt eins hann héldi, að við vær- um Kínverjar. Þetta er mjög ieiðin- legt og bagaiegt, sér- staklega fyrir þau ykkar, sem safna Lesbókinni og láta ef til vill binda hana inn. Þið ættuð sem fyrst að skrifa af- rreiðslu Morgunblaðsins og biðja um nýtt eintak af þessu blaði. þar sem mistökin hafa verið ieið- rétt. LESBÓK BARNANNA 3 J. F. COOPER SÍ9ASTI Mdnil 28. Loks tóku þau að nálgast virkið, sem var ákvörðunarstaður þeirra. En Frakkar höfðú sett varðmenn alls staðar um hverfis það. Frá hæðar- dragi, þar sem þau voru stödd við sólarupprás, gátu þau séð niður í her- búðirnar og virkið. í sömu svipan tóku fall byssurnar að þruma. „Við erum of seint á ferðinni“, sagði Fálka- auga. „Frakkarnir hafa fyllt skógana af írókes- um sínum“. Það var mikil heppni fyrir ferðalagana, að nú gerði dimma þoku, og þá gátu þau gert sér von um að sleppa óséð fram hjá vörðum Frakka og kom- ast gegn um raðir indíán- anna. Þetta var að vísu aðeins veik von, og með- an þau stóðu þarna og réðu ráðum sínum, kom fallbyssukúla frá virkinu og lenti rétt hjá þeim. Uncas varð mjög ákafur og talaði lengi á sínu máli. „Uncas hefur rétt fyrir sér“, sagði Fálkaauga, „falbyssukúlan hefur á löngu svæði plægt djúpt far í jarðveginn. Ef við skríðum eftir því, gætum við máski þokað okkur nær virkinu". 29. Þau höfðu næstum komist hálfa leið að virk inu, þegar hrópað var á frönsku rétt hjá þeim: „Hver er þar?“ Heywardl svaraði strax á frönsku, en Frakkarnir létu ekki gabba sig. Foringi þeirra gaf skipun um að skjóta og kúlurnar þutu í kring um flóttafólkið, sem hélt áfram og heyrði sér til mikillar gleði hrópin í ensku hermönnunum „Pabbi“, kallaði Alísa, „pabbi, það erum við, Alísa og Córa“. Brátt stóð hópurinn um kringdur ensku hermönn unum sem flestir voru úr liðsveit Heywards. Hár, gráhærður, maður kom hlaupandi út úr þok unni —, það var faðir ungu stúlknanna. Hann faðmaði þær að sér og tárin runnu niður eftir kinnum hans. En ástandið varð stöð- ugt ískyggilegra fyrir þá, sem vörðust umsáturs. hernum í Williams-Henry virkinu. Þeim barst ekki hjálpin, sem þeir vonuS ust eftir og með hverjum deginum sem ieið varð minna um mat og drykk og púður og blý.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.