Morgunblaðið - 15.04.1961, Side 17

Morgunblaðið - 15.04.1961, Side 17
Laugardagur 15. aprfl 1961 MORGVNBLAfílB 17 Þórdís Bjarnadóttir - Minning F. 16. jan. 1875. D. 5. apríl 1961. Hver fögur dygð í fari manns er fyrst af rótum kærleikans af kærleik sprottin auðmýkt er, við aðra vægð og góðvild hver og friðsemd hrein og hógvært geð ©g hjartaprýði stilling með. H. Hálfd. / Þessi sálmur kom mér í hug þegar ég sat við líkbörur vin- !konu minnar, Þórdísar Bjarna- dóttur. Aðaleinkenni skapgerðar henn ar var góðvild, mildi, hógværð og stilling. Hún var orðvör, umburðarlynd og væg í dómum um r.ðra og færði allt til betri vegar. Þess vegna var hún svo hugþekk öll- um sínum samferðamönnum. Heimili hennar var friðsælt og þó glaðvært — þar var líka oft gestkvæmt. Þórdís var hlédræg og fáskiptin, en þeir sem eign- luðust vináttu hennar, áttu hana óskipta. Hún var Ijómandi vel verki farin, söngelsk og söngvís eins og hún átti kyn til. Hún söng í mörg ár í kirkjukór Stokkseyr- ar, en stjórnandi kórsins um ■langt skeið var föðurbróðir henn ar, ísólfur Pálsson tónskáld. / Þórdís Bjarnadóttir fæddist 16. janúar 1875. Foreldrar henn ar voru Bjami Pálsson og Guð- laug Pálsdóttir. Nýfædd fór hún f fóstur til afa síns og ömmu, Páls Jónsson og Margrétar Gísla öáttur, sem bjuggu að Syðra Seli 1 Stokkseyrarhreppi. 12 ára gömul er hún þegar Bjarni fað- ir hennar og Páll afi hennar drukknuðu í brimlendingu í Þorlákshöfn. Misti Margrét Gísla dóttir þar mann sinn, son og tvo bróðursyni. Yoru þeir frænd ur hver öðrum meiri hæfileika- og atgerfismenn. 'Kom það sér vel að Margrét var kjarkkona sem ekki lét hugfallast þótt á móti blési. Þórdís giftist 23. júní 1901 Jóni Adolfssyni. Hann var glæsi- menni og vel gefinn. Hann var aflasæll og heppinn formaður, á efri árum gerðist hann kaup- maður á Stokkseyri og stundaði verzlunarstörf til dauðadags. Auk þess gegndi hann margvís- legum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína. Hann var grandvar maður, sem leysti öll sín störf af hendi með ágætum. Þessi hjón bjuggu á Stokkseyri allan sinn búskap Mann sinn misti Þórdís 1945 og hefur siðan verið á heimili eldri dóttur sinnar Ingveldar og tengdasonar Guðjóns Jónssonar. Hún var umvafin umhyggju og lástúð barna sinni, barnabarna og venzlafólks með því vildu þau endurgjalda henni móðurkær- ieikann. Á heimili þeirra Ingveldar og Guðjóns andaðist hún 5. apríl eíðastliðinn. Önnur böm Jóns og Þórdísar eru Margrét, gift Hilmari Stefánssyni bankastjóra, IBjarni bankamaður, giftur Mar- greti Jónsdóttur. Kristínu dóttur sína mistu þau unga. Á bernskuárum mínum bjuggu þessi hjón í sama húsi og for- eldrar mínir og á ég margar hug- Ijúfar minningar frá þeim tím- um um þau og fjölskyldu þeirra. Sú vinátta sem skapaðist milli (þessara tveggja heimila va_r itraust hjá báðum aðilum. Á efri árum móður minnar komu raungæði Þórdísar bezt fram og minntist móðir mín þess með þakklátum huga til hinstu stund- ar. Þórdís min, ég kveð þig með hjartans þökk fyrir góðviid og tryggð á liðnum árum og bið þér blessunar Guðs á landi lifenda. Guðrún Sigurðardóttir. f ÞEGAR við- systkinin vorum að alast upp austur á Stokkseyri, vorum við tíðir gestir í húsi Jóns Adolfssonar útgerðarmanns, og Þórdísar Bjarnadóttur, konu hans, frá Götu á Stokkseyri, Þau hjónin voru vinafólk foreldra okkar. Sú vinátta færðist yfir á okkur börnin þegar í æsku. Við fráfall Þórdísar eigum við og móðir okkar því á bak að sjá einum af okkar elztu og beztu vinum. Hún lézt hér í bænum 86 ára að aldri. Svo náið samband var á milli heimila okkar að við krakkarnir vorum stundum eins mikið hjá Þórdísi og á okkar eigin heimili, og börn hennar og Jóns voru á sama hátt heimagangar hjá okk- ur. Hún var einstaklega góð kona og þó hún væri dul á tilfinning- ar sínar, hændust börn mjög að henni. ,Ég minnist þess ekki að hafa heyrt hana segja eitt ein- asta styggðaryrði við okkur en þó er ekki að efa að stundum var vissulega fyllsta ástæða til. Þórdís vinkona mín var sann- kallaður vinur vina sinna, traust og trygglynd svo af bar. Fáir munu hafa kynnzt betur þessum góðu eiginleikum hennar, en ein mitt ég sjálfur er ég þurfti mest á að halda. Fyrir okkur gamla Stokkseyr- inga, verður minningin um fólk- ið á æskuslóðum ein dýrmæt- Minning f DAG fer fram frá Kapellunni í Fossvogi, útför Guðríðar Jóns- dóttur, netagerðarkonu, en hún lést að heimili sínu, Freyjugötu 44, þann 9. þ. m. Guðriður var fædd að Króki í Norðurárdal 30. apríl 1893 og hefði því orðið 68 ára síðasta dag þessa mánaðar. Hún var komin af kjarnmiklu og vinföstu bændafólki í Borgarfirði. Fyrstu ár æfi sinnar ólst hún upp hjá foreldrum sínum en frá 6 ára aldri önnuðust uppeldi hennar Þorsteinn á Arnbjargarlæk og Guðrún kona hans, ömmusystir Guðríðar. Reyndust þau henni í uppvextinum, sem beztu foreldr ar. Heimilið var eins og kunnugt er eitt mesta höfuðból þessa lands í fagurri sveit, þar sem menningarbragur, glaðværð og gestrisni sat í fyrirrúmi. Unni Guðríður alla tíð fósturforeldr- um, fóstursystkinum og æsku- stöðvum sínum. Frá Arnbjargarlæk fluttist Guðríður 17. ára gömul til Reykja víkur. Fyrsta veganestið þar fyrir lífið og framtíðina fékk hún með því að dveljast hjá góðri og göfuglyndri, reykvískri húsmóð- ur, Önnu Kolbeinsdóttur, Vest- urgötu 41 og mun hún lengi hafa asta perlan í minningarkeðjunni. Þar mun minningin um Þórdísi og vin minn Jón geymast meðan líf endist. Móðir mín og Þórdís voru einlægir vinir. Svo margt áttu þær alla tíð sameiginlegt. Austur á Stokkseyri stofnuðu þær ungar að árum, um svipað leyti heimili með sínum góðu og dugandi eiginmönnum. — Þær voru þar grannkonur í 26 ár, samfleytt. Þá, 1926, fluttust for- eldrar mínir hingað suður til Reykjavíkur og hingað lá einnig leið hennar þó allmiklu síðar yrði. Fyrir nokkru heimsótti móðir mín Þórdísi á heimili hennar. Eins og svo oft áður létu þær hugann reika til hins liðna. — Þá sagði Þórdís við móður mína: Það hefur aldrei neinn skugga borið á vináttu okkar. Undir þessi orð tók móðir mín og undir þau er ánægjulegt að geta tekið. Þau segja sína sögu. Þórdís, —. Móðir mín og við systkinin þökkum þér allar sam- verustundir og óskum þér góðr- ar ferðar yfir móðuna miklu til ástvinanna og annarra vina, sem farnir eru á undan. Blessuð sé minning þín góða vinkona. Grímur Bjarnason. búið að samvistunum við hana, mann hennar og börn, sem hún aldrei sleit vinfengi við. Hér í Reykjavík starfaði Guðríður lengst af að netagerð og hafði unnið sér meistararétt- indi í þeirr iðn. Fyrstu árin starfaði hún í Hafnarfirði og vann þá mikið með Guðrúnu systur snni, sem var þar gift kona og átti einn lítinn dreng. Frá heimili þeirra hjóna átti hún margar góðar minningar og frænda sínum litla unni hún, sem hann væri hennar eigin sonur. Guðríður fluttist síðar til Reykjavíkur og starf- aði hér lengst af á netaverkstæð um. Hún var starfi sínu trú og lét sjaldan verk úr hendi falla. Dugnað hennar og ósérhlífni í verki geta þeir borið um, sem unnið hafa með henni. Glaðværð hennar, félagsþroski og dreng- skapur var frábær jafnt á vinnu- stað, sem í heimahúsum, enda má segja að flestir sem kynntust henni eitthvað til hlítar, urðu vinir hennar. Hún var sérstaklega vinaföst svo af bar og átti því óvenjulega marga vini, auk þess, sem hún var í miklu uppáhaldi bjá skyldfólki sínu og þá sérstak lega hjá systkinum sínum. Segja má að þar sem Guðríður var birta og líf. Þótt Guðríður giftist ekki átti hún alltaf sérstaklega hlýlegt og velbúið heimili, þar sem margir vina hennar ha. átt ómetanleg- ar ánæg j ustundir. Börn átti Guðríður heldur ekki en í orðs- ins fyllstu merkingu átti hún samt mörg börn, því hún unni börnum og æskunni. Mörg eru þau orðin frændsystkinin og vinabörnin, sem hún veitti á- nægjustundir á heimili sínu, eða kom á hemilin á merkisdög- um þeirra og færði þeim gjafir og sýndi þeim margvísleg vina- hót, sem henni var svo eiginlegt að gera. Hún var góð systir, frænka og vinkona. Við söknum þín öll vinkona góð. Skarðið verður vandfyllt, en ekki má sköpum renna. — VINUR. Guðríður Jónsdóttir Bjarni Erlendsson áttræður HINN 30. marz s.l. varð Bjami Erlendsson, yíðistöðum við Hafn- arfjörð áttræður. Bjarni er fæddur 30. marz 1881 í Vogsósum, Selvogi. Foreldrar hans voru, Erlendur Bjarnason bóndi í Vogsósum og kona hans Sigríður Hannesdóttir. Þá er Bjami var átta ára, missti bann móður sína og brá þá faðir hans búi og fluttist að Króki í ölfusi. Þrem árum síðar fluttist Bjarni að Hrauni í Ölfusi til Guðrúnar Magnúsdóttur, þar vab hann í fimm ár fluttist síðan til Reykjavíkur og hóf þar nám í skósmíði hjá Rafni Sigurðssyni skósmið og var hjá honum í tvö ár en þá lézt Rafn. Hélt Bjarni síðan áfram námi hjá þeim skó smiðunum Þorsteini Sigurðssyni Manberg og Stefáni Gunnars- syni. En áður en námstíma lauk, fékk hann frí frá námi og fór til Skotlands og dvaldi þar í hálft ár, kom ,hann síðan aftur til Reykjavíkur hóf nám að nýju og tók sveinspróf í skósmíði. Síðan fór Bjarni aftur til Skot lands og dvaldi þar í tæp tíu ár, fyrstu þrjú árin var hann sjómaður á skozkum togurum og síðan í rúm sex ár umsjónar- maður með fiskverkun hjá skozku samvinnufélagi í Aber- dinn. Um skeið starfaði hann við veðurathuganir og fl. í sambandi við fiskverkun undir handleiðslu þekkst vísindamanns dr. Crar- les Williams. Tilviljun réði því að Bjarni kom aftur til íslands, því hann hafði afráðið að flytjast sem inn- flytjandi til Ameríku, þegar hon- um barst tilboð um verkstjóra- starf hjá brezku fyrirtæki Book- les Brothers er ráku fiskverk- unarstöð og útgerð í Hafnafirði, ákvað Bjarni að taka tilboðinu og fara til íslands. Vann Bjarni síðan hjá þessu fyrirtæki í Hafnarfirði, meðan það starfaði þar, ýmist sem verk- stjóri eða smiður, en smíðar iagði Bjarni líka fyrir sig og eru þau mörg húsin í Hafnar- firði sem hann hefur séð um smíði á, en hin þó fleiri, er smíð- uð hafa verið eftir teiknngum hans. Brautryðjandi var Bjami á sviði lifrarbræðslu. Byggði hann í landareign sinni í Hafnarfirði, enhverja fullkomnustu lifrar- bræðslustöð er þá var til í land- inu og sem afleiðing þess orðstírs er af þessu fyrirtæki Bjama fór, var honum falið að gera teikningar að fyrirhugðuum lifr- arbræðslum í Sandgerði og Kefla vík, sem byggðar voru á þess- um árum. Þegar togararnir fóm sjálfir að bræða lifur og eigendur þeirra stofnuðu sitt lifrarsamlag með lifrarbræðslustöð í Reykjavík hætti lifrarbræðsla Bjarna og réð ist hann nú til annarra starfa. Starfaði hnn um skeið við verk- stjórn ýmissa stórframkvæmda, þar á meðal við hafnargerðir í Keflavík og Akranesi, en hin síðari ár hefur Bjarni gefið sig allan að búskap á jörð sinni að Víðistöðum. Víðistaðina sem eru rétt vest- an við aðalbyggðina í Hafnar- firði fékk Bjarni árið 1914, þar ræktaði hann ágætistún úr gróð- urlitlum mel. Árði 1919 giftist Bjarni, Mar- gréti Magnúsdóttur, hinni ágæt- ustu konu, sem lézt 1960. Þrjú börn áttu þau hjónin, sem öll eru á lífi, þ. e.: Kristbjörgu, Guð jón og Sigríði Kristínu. Félagslyndur maður hefur Bjarni verið alla tíð og þótt hann sé hlédrægur í eðli sínu, hefur ekki farið hjá því að hpn um væri falin ýmis trúnaðar- störf. í stjórn Búnaðarfélags Hafnar fjarðar hefur hann átt lengi sæti og í stjóm Verkamannafélagsins Hlífar var hann í tæpan áratug, þá átti Bjarni sæti í miðstjóm Alþýðusambands íslands 1946 til 1948. Ekki er annað að sjá en glíma Bjarna við elli gangi vel, því vart mun að að sjá áttræðan mann ernari en hann. Veldur þvi sennilega hollt og heilbrigt líf- erni, en Bjarni hefur alla tíð ver ið áhugasamur um líkamsrækt og mikill áhugamaður um náttúru- lækningar. Það má mikið og margt segja um jafn merkan mann og Bjarna/ Erlendsson, eh hér verður látið staðar numið, og afmælisbarninu að lokum færðar árnaðaróskir og þakkir fyrir mikið og gott starf í þágu Verkamannafélagsins Hlífar. Hafnarfirði, 30. marz 1961 Hermann Guðmundsson. Járniðnaðar- — Rafsuðumenn Vantar nokkra járniðnaðarmenn og vana rafsuðu- menn. — Upplýsingar í síma 19638 laugardaginn 15 apríl kl. 2—6. \ Sundnámskeið hefjast í Sundhöll Reykjavíkur n.k. mánudag. Upplýsingar í síma 14059. SUNDHÖLLIN. Til leigu Góð 5 herbergja íbúð á fyrstu hæð, við Karfavog. Fyrirframgreiðsla æskileg. Upplýsingar í síma 34102.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.