Morgunblaðið - 04.05.1961, Síða 20
20
M O RGU N B L AÐ IÐ
Fimmtudagur 4. maí 1961
f DÆTURNAR VITA BETUR |
SKALDSAGA EFTIR RENÉE SHANN
i--------------- 44 ----------------!
Hún leit á hann og velti því
fyrir sér hvernig hún gæti gert
honum skiljanlegt, að það, sem
hann stakk upp á, kæmi ekki til
nokkurra mála. Hún gæti ekki
faríð burt með honum. Hann
mátti ekki fara að yfirgefa kon-
una sína í þeirri trú, að jafn-
skjótt sem hann væri frjáls mað-
ur mundi hún vilja eiga hann.
Af því að....
— Philip, þú mátt ekki yfir-
gefa konuna þína.
— Ég hef nú aldrei vitað konu
vera svona fjandans viðkvæma
vegna annarrar konu. Ég á við,
eins og allt er nú í pottinn búið
hjá okkur.
— Góði minn, það er einmitt
vegna þess, hvernig allt er í
pottinn búið. Það er vegna þess,
að mér er það svo ljóst, að það
er okkur að kenna — aðallega
mér — að þetta hefur farið svona
illa hjá þér, og ykkur báðum.
— Allt?
— Jæja, að mestu leyti. Ef við
hefðum hitzt í fyrsta sinn, segj-
um fyrir nokkrum mánuðum,
gæti vel verið, að ég léti til leið-
ast að fara með þér. Ég segi
gæti verið, af því að ég held, að
svo vænt sem mér þykir um þig,
Philip, þá mundi ég samt sem
áður hika við það.
— Ég hefði nú fremur búizt
við, að þú mundir fallast á þetta,
einmitt vegna þess að við höfum
verið ástfangin hvort af öðru í
öll þessi mörgu ár....
— Skilurðu ekki, að það er
einmitt meginástæðan til þess að
ég get það ekki?
— Nei, það skil ég ekki, svar-
aði Philip þvermóðskulega, og
auk þess sannleikanum ósam-
kvæmt, vissi hann sjálfur. >ví að
hann skildi mætavel, hvert hún
var að fara. Það var atriði, sem
hann hafði sjálfur hugsað um
áður, en nú var hún að útskýra
það enn betur fyrir honum.
— Ég veit ekki, hvernig Marg-
ot hefur verið þegar hún var
yngri, enda var ég að hitta hana
í fyrsta sinn núna um daginn.
En hitt veit ég mætavel, hvernig
konu hlýtur að líða, þegar hún
tekur að gera s®r Ijóst, að hjóna-
bandið hennar hefur ekki heppn-
azt eins vel og hún hefur vonað
og óskað. Og það er mín sök
hvernig fór. Þú varst enn ást-
fanginn af mér, þegar þú gekkst
að eiga hana.
— Það veit ég vel. Og það er
kórvillan, sem ég hef gert mig
sekan um.
— Hversvegna flýttirðu þér
svona mikið í hjónabandið?
Það var ekki alveg laust við
ásökun í tóninum. í fyrsta sinn.
En því var ekki að neita, að hann
hafði flýtt sér óþarflega mikið.
Ef hann hefði bara beðið eitt ein-
asta ár — en það gat hann auð-
vitað ekki vitað fyrirfram.
— Það var af því að ég var
svo einmana og yfirgefinn. Og
nánar athugað, var ég líka reið-
ur við þig. Ég vildi afstýra því,
að ég freistaðist til að fara að
elta þig. Ég vonaði að geta
gleymt þér þegar ég væri giftur
annarri konu. Hann leit á hana.
— Gallinn var bara sá, að ég
gerði það ekki. Og heldur ekki
ætla ég að gera það, bætti hann
við.
— Ég er ekkert að biðja þig
um það. En ég bið þig að muna
eftir mér á annan hátt. Ekki sem
, konunni, sem þú hefðir getað átt
og ert alltaf að harma, að þú
gazt ekki átt. Geturðu ekki skil-
ið það, Philip, að það er fyrir
þessa þrá þína eftir mér, að
Margot er svona ógæfusöm? Hún
hlýtur að hafa fundið það á sér,
að þú elskaðir hana aldrei raun-
verulega — að minnsta kosti
ekki eins og hún aetlaðist til. Hún
hlýtur að hafa haft það á með-
vitundinni, að sem sú kona, sem
þú vildir eiga til frambúðar, var
hún misheppnuð. Og nú spyr ég
þig hreinskilnislega: Var það
henni að kenna?
— Nei, líklega hefur það ekki
verið.
— Og vegna þessarar óánægju
— sem var kannske óljós fyrst,
en ágerðist með árunum — fór
hún að verða erfið í sambúð.
Uppstökk og rifrildisgjörn. En
svo var Janet, og henni var það
fulljóst, eftir því sem hún óx
upp, að hún var eini tengiliður-
inn milli ykkar. Nú á að slíta
þann tengilið og þá verður hún
frá sér, og gerir það sem hún
getur til að hindra giftingu dótt-
ur sinnar og 'Nigels, af því að
hún er hrædd um, að þegar hún
sé ekki lengur í heimilinu, munit
þú yfirgefa hana.
Hann starði á hana. — Heful
Janet verið að segja þér, að hún
sé hrædd um, að svona fari?
— Ég sagði þér þegar við borð
uðum saman á laugardagskvöld-
ið, að við hefðum talað um
þetta.
— Og Janet hefur auðvitað
ekki haft hugmynd um samband
okkar tveggja forðum?
— Nei, svo er guði fyrir að
þakka. Og, eins og ég sagði þá,
ætla ég að vona, að guð gefi, að
hún fái aldrei að vita það. Hún
er ein ástæðan til viðbótar tii
þess að ég get ekki orðið við
bón þinni. Mér þykir vænt um
Janet. Ég kom heim til ykkat
sem vinur hennar, til að kynn-
ast foreldrum hennar. Og þá gei
ég illa hlaupizt á brott með föð
ur hennar.
— Þú leggur ebki málið sann-
gjarnlega fyrir, finnst mér.
— Jú, einmitt. Eins og það
horfir við mér.
— Ekki ef hún skyldi nú
þekkja alla söguna.
— Hún heyrir hana aldrei,
vona ég. Vegna þess að þú munt
standa við hlið konunnar þinnar,
og þá kemst allt í lag ykkar í
milli og Janet fær að eiga Nigel.
— Hvað fær þig til að trúa því,
að samkomulagið eigi eftir að
batna milli okkar Margot?
Hún rétti út höndina og lagði
hana á arm hans. — Vegna þess,
að nú þegar þú ert búinn að sjá
mig aftur, fylgi ég þér ekki leng-
ur eins og draugur og af því
leiðir líka, að þú skilur nú, að
enda þótt Margot hafi verið erf-
ið og stundum óþolandi, þá er
það ekki að öllu leyti hennar sök.
Við tvö eigum bæði nokkra sök
á þessu, óg jafriskjótt sem þú
skilur þetta, verður afstaða þín
til hennar allt önnur. Og hún
verður þess fljótlega vör og þá
verður breyting á samkomulag-
inu ykkar. Að minmsta kosti
voria ég, að svo verði.
Jú, líklega var nokkuð til í
þessu. Hann var alls ekiki ósnort-
inn af röksemdafærslu hennar.
Að minnsta kosti hafði henni
tekizt að sannfæra hann um, að
sökin lá ekki öll hjá Margot,
heldur hafði hún einnig orðið
fyrir órétti. Hann minntist ein-
hvers gamals spakmælis þess
efnis, að ástin væri hluti af lífi
karlmannsins en allt líf og til-
vera konunnar. Og hjá honum
hafði hún ekki verið nema hluti
— og hann lítill. Mjög. Mjög
snemma á hjúskaparárum þeirra
varð honum það Ijóst, að þetta
tiltæki hans að fara að giftast
Margot, hafði verið heimskulegt,
en svo hafði hann hugsað sér, að
úr því að hann gat ekki fengið
Cynthiu, skyldi hann að minnsta
kosti reyna að gera sér það að
góðu. Hann hafði starf sitt, með
vaxandi velgengni, og hafði eytt
í það æ meiri tíma, eftir því sem
árin liðu. Svo átti hann ýmsa
kunningja — og svo Janet. Vit-
anlega átti hann líka Margot, en
hana hafði hann vanrækt í vax-
andi mæli. Hann hafði síður en
svo verið góður eiginmaður.
Eigingjarn og of kærulaus um
það, hvort hún væri hamingju
söm eða ekki. En svo hafði hann
hugsað sem svo — þá sjaldan
hann hugsaði um það yfirleitt —
að hann hefði að minnsta kosti
séð henni fyrir nógu af öllu af
þessa heims gæðum. Á því sviði
var hún betur sett en allur þorri
kvenna.
En það hafði ekki nægt henni,
og hefði hann ekki verið jafn
sjálfselskur og raun var á, hefði
hann séð það og skilið.
— Það er ekki of seint fyrií
ykkur að byrja aftur, Philip. Nei,
— Nú veit ég hvað það er, sem ég geri alltaf vitiaust!
— Ég trúi þessu ekki . . . Ég
get ekki trúað því að menn geti
eyðilagt staðinn á þennan hátt!
— Það hafa þeir samt gert!
— Mér líður illa við tilhugs-
unina um hve Sólskinsfossar
voru fallegir . . . einu sinni!
En nú eru allsstaðar komin upp
auglýsingaspjöld með áletrunum
um það hve „Goody-goo“ sæl-
gætið sé gott
I ég á ekki við þessa ofsalegu ást
unga fólksins. Þið eruð ekki ung
lengur. Ég heldur ekki. En e£
bara skilningur ykkar á hjóna-
bandinu væri öðruvísi .... Hún
þagnaði með ofurlitlum vonleys-
ishlátri. — Æ, hjálpi mér vel .
er ég nú farin að predika yfir
þér? Það vantar að minnsta kosti
lítið á.
— Nei, það ertu alls ekki. Þú
ert þvert á móti svo indæl og
skynsöm. Og óeigingjörn. Því að
hvar kemurðu sjálf við sögu
þarna? Og ert þó að játa, að þú
elskir mig enn.
— Það geri ég, en bara ekki
nóg til þess, að ég vilji fara að
leggja líf konunnar þinnar og
Janets í rúst. Ég er of hjátrúar-
full — nei, það er nú kannske
ekki rétta orðið yfir það, sem ég
á við. Ég held við séum að kom-
ast aftur í gamla karpið um rétt
og rangt. Ég held bara, að við
yrðum aldrei hamingjusöm. Að
minnsta kosti ekki ég, því að ég
yrði alltaf með samvizkubit. Og
þó að maður nú sleppi því — og
ég vil ekki særa stolt þitt, Philip
— en ég skal segja þér, að fyrir
nokkru uppgötvaði ég það, að ég
er búin að læra að vera án þín,
og kann það enn. Ég er orðin
metorðagjörn kona, sem vil kom-
ast áfram. Það er leiðinlegt að
segja þaS7 en það er nú engu
að síður rétta lýsingin á mér.
— Það þyrfti það ekki að vera,
greip hann fram í.
Hún hélt áfram eins og hún
hefði ekki heyrt til hans: — Ég
kann starfi mínu vel, og gæti
ekki hugsað mér sjálfa mig án
þess. Það tekur allan tíma minn
og hugsun. Vitanlega á ég mér
smávegis áhugamál utan þess, en
starfið sjálft er höfuð-áhugamál-
ið.
— Ég vrit nú ekki einu sinni
hvað þetta starf þitt er, sagði
Philip dauflega.
SHlItvarpiö
Fimmtudagur 4. ma£
8:00 Morgunútvar^p (Bæn. — 8:05
Morgunleikfimi. — 8:15 Tónleik-
ar — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón-
leikar. — 10:10 Veðurfr.).
12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar —
12:25 Fréttir og tilk.).
12:55 „Á frívaktinni“, sjómannaþáttuí
(Kristín Anna Þórarinsdóttir).
15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. —
15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir.
og tilk. — 16:05 Tónleikar. —
16:30 Veðurfr.).
18:30 Tónleikar: Lög úr óperum.
18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr.
19:30 Fréttir.
20:00 Ferðaþáttur frá Englandi (Magn-
ús Magnússon ritstj.).
20:25 Úr tónleikasal: Sinfóníuhljóm-
sveit Berlínarútvarpsins leikur;
Herbert Kegel stjórnar.
a) „Hátíðaforleikur fyrir hljóm-
sveit'* op. 20 eftir Sieg-
frid Köhler.
b) Sinfóníetta eftir Leos Janá-
cek.
21:00 Minnzt aldarafmælis indverska
Nóbelsverðlaunaskáldsins Rabin-
dranaths Tagore. Grétar Fells
og Kristmann Guðmundsson tala
um skáldið, Ævar Kvaran les úr
Ijóðabókunum „Ljóðfórnir“ og
„Farfuglar“ í þýðingu Magnúsar
Á. Arnasonar, og Gunnar Dal les
úr nýrri þýðingu sinni á ljóða-
safninu „Barnið og máninn“.
22:00 Fréttir og veðurfregnir.
22:10 Upplestur; „Síldveiðar", smá-
saga eftir Njörð P. Njarðvík
(Valdimar Lárusson leikari).
22:30 Tónlist frá ísrael, flutt af þar-
lendum listamönnum:
a) Sex lög eftir ýmsa höfunda
við texta úr Biblíunni.
b) Miðnæturbæn og Yemenita-
rapsódía eftir Mordechaí Set-
er. —
23:05 Dagskrárlok.
30 krónur miðinn^