Morgunblaðið - 04.05.1961, Blaðsíða 24
KEFLAVÍK
Sjá bls. 10
IÞROTTIR
Sjá bls. 22.
98. tbl. — Fimmtudagur 4. maí 1961
Bóndi verður
undir dráttarvéi
FLATEYRI, 3. maí. — Seint
í gærkvöldi varð dráttarvél-
arslys hér kippkorn frá bæn-
um. Björn Hjálmarsson bóndi
að Mosvöllum, var á leið
heim til sín úr kaupstað, er
dráttarvélin, sem hann ók
fór út af veginum og hvolfdi.
Varð Björn að nokkru undir
dráttarvélinni. Enginn var
nærstaddur er gat komið hon
um til hjálpar. Er Björn, sem
er
hið mesta. Hann vann þá
þrekraun að komast heim að
bænum Neðri-Breiðdal, en
þaðan var sent eftir læknin-
um hér, Birni Önundarsyni.
★ Út af veginum
Slysið varð á veginum
fyrir neðan Breiðdal, um 6 km
fyrir innan Flateyri um klukk-
an 10 um kvöldið. Vegurinn er
upphækkaður nokkuð á þessum
kafla og var fallið, er faratæk-
inu hvolfdi méð Birni bónda um
eina mannhæð. Fyrir neðan var
snjóskafl og mun hann mjög
hafa dregið úr þungu höggi er
Björn fékk á brjóst er vélih kom
á hann. Hann var Um hálftíma
að komast heim að bænUm.
tAt - I*ungt haldinn
Björn var allþungt haldinn er
komið var með hann hingað í
sjúkrahúsið og var svo enn í
j morgun. Ekki er vitað með hverj
á sextugsaldri, karlmenni | um hætti slysið varð.
Tók léttasótt
í ilugvél
Akureyri 3. maí.
SÁ fátíði atburður gerðist í
kvöld í Dakótaflugvél frá
Flugfélagi íslands, skömmu
eftir að flugvélin var komin
á loft, áleiðis til Reykjavíkur,
að ung kona meðal farþeganna
frú Erna Holze fyrrum yfir-
hjúkrunarkona hér á spítalan
um, tók léttasóttina þar sem
hún sat í sæti sínu með tvö
börn sín hjá sér. Var flug-
vélinni þegar snúið við hing-
að og hálftíma siðar, en flug-
vélin fór á loft kl. 8,30 var
flugvélin setzt, og konan kom
in upp í sjúkrabifreið, er ók
henni í fæðingardeild spítal-
ans og er frú Erna undir lækn
ishendi þegar þetta er skrifað.
— St. E. Sig.
Mikil vinna í
Neskaupstað
NESKAUPSTAÐ, 3. maí. Undan
farna daga hefur verið góður
afli á handfærabátum og hef-
ur þetta haft í för með sér
mikla vinnu í frystihúsinu og
hefur þar skort vinnuafl. Að-
komubátar hafa líka komið með
fisk hér til vinnslu. Er afli
góður á grunnmiðum en mun
lítill vera á djúpmiðum.
— Sv. I*
Síðasta spilakvöld
vetrarins
SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Rvík
halda spilakvöld í Sjálfstæðishús
inu í kvöld kl: 8,30. Verður þetta
síðasta spilakvöldið, sem félögin
gangast fyrir á þessu vori. Spil-
uð verður félagsvist, Birgir Kjar
an, alþingismaður, flytur ræðu,
dregið verður í happdrætti og að
lokum skemmta leikararnir
Gunnar Eyjólfsson og Bessi
Bjarnason með gamanþætti.
Áframhaidandi
síldveiði hér
Sigurður seldi ytra fyrir 84 þús. mörk
í GÆR var lokið við að
selja síld úr togaranum Sig-
urði í Bremerhaven, en sú
sala hófst í fyrradag, eins og
skýrt var frá hér í blaðinu
í gær. Alls voru seld þessa
tvo daga 366 tonn, og feng-
ust fyrir það 84.500 mörk.
í gær fór Pétur Thorsteins
son héðan áleiðis til Hollands
með 115 tonn af síld.
Síldarbátarnir eru nú farn-
ir að landa síld í ís um borð
í Bjarnarey, er kom fyrir
nokkrum dögum frá Þýzka-
landi. Þangað sigldi hún með
95 tonn af síld, sem seld
voru fyrir 41.000 mörk.
■Á Góður afli í fyrrinótt
1 gærmorgun komu bátarn-
ir að með sæmilegan afla, marg-
ir með fullfermi. Til Reykja-
víkur komu Guðmundur Þórð-
arson með 900 tunnur, Heiðrún
700, Sæljón 500 og Arnfirðingur
II. 500.
Til Akraness bárust hátt upp
í tvö þúsund tunnar af tveimur
bátum. Höfrungur I. fékk 952 og
Höfrungur II. 900 tunnur. í
seinna kastinu náði Höfrungur
II. kjaftfullri nót af síld, en
snurpulínan slitnaði niður, og
allt fór í g*ænan sjó. Öll síld-
in, sem til Akraness kom, fer
í bræðslu.
Ar Síldveiðar í gær
í gærdag héldu bátamir sig
undan Jöklinum. Heiðrún var
á leið til þeirra síðari hluta dags
þegar hún fann síld um það bil
35—40 mílna siglingu héðan.
Náði hún þar um 500 tunnum
og sneri við aftur til Reykja-
víkur, þar sem aflinn verður
setttur um borð í Bjarnarey. —
Hinir bátarnir héldu þegar á
staðinn, og var Guðmundur Þórð
i arson fyrstur á vettvang.
Ekki bílfært milli
Akureyrcr og Rvíkur
AKUREYRI, 3. maí — Sjaldan j víða mjög slæmir, en þar er þó
munu vegir hér í nágrenni bæj
arins hafa verið jafn slæmir yf-
irferðar og nú þessa síðustu daga.
Flestir vegir út frá bænum eru
ófærir. Öxnadalsvegur er ófær
vegna aurbleytu og lokaður. Dal
víkurvegurinn er mjög slæmur
þó fara hann stórir mjólkurbílar.
Svalbarðarstrandarvegur er mcð
öllu ófær og um Vaðlaheiði er
aðeins Ieyfður takmarkaður bíl- j víkur fyrr en einhvemÞ'ma eftir
þungi. Fram Eyjafjörð eru vegir næsíu helgi. — St. E. Sig.
einna tálmanaminnst. Vega
tálmanir þessar stafa af óvenju-
miklum klaka í jörðu og ekki
mun úrkoman síðustu dagana
hafa bætt ástandið. Vegagerðin
hefur unnið að lagfæringum þar
sem vegirnir eru mest skemmdir
en bað mun vart gera meira en
halda í horfinu. Búist er við að
ekki verði fært suður til Reykja
Flókið mál
vantar sjónarvotta
í GÆRKVÖLDI varð nýlegur
' læknabíll R 5947, fyrir skemmd-
um við húsið Bárugötu 13. Vöru-
bíll R 9727 og læknabíllinn runnu
saman, þannig að læknab. lenti
undir pall vörubílsins og urðu
talsverðar skemmdir á þeim fyrr
nefnda. En bað sem var flókið
við þennan árekstur var, að eng
inn var í hvorugum bílanna, að
sögn aðila er áreksturinn varð,
og báðir bílarnir læstir. Árekst-
urinn hefur orðið á tímabiiinu
milli kl. 18,30—20. Eru það vin-
samleg tilmæli rannsóknarlög-
reglunnar að þeir er séð hafa
er þessi árekstur átti sér stað,
gefi sig fram.
Þessi mynd var tekin um helg \
ina uppi á Akranesi, þegar
verið var að setja síid í þrær. .
Þar eru ágætis síldarþrær,'
sem taka 55 þúsund bunnur.
Nýr vegur til
Hafnarfjarðar
SVO sem kunnugt er af fréttum,
verður allt svæðið milli Reykja-
víkur og Kópavogs skipulagt og
efnt til samkeppni um það hér á
landi og í Skandinavíu. Er þegar
byrjað á að hugsa fyrir hinum
ýmsu mikilvægu samgönguleið-
um á þessari leið. Þannig hefur
vegamálastjóri nú staðsett á kort
nýjan veg sem liggur frá Reykja
vík til Hafnarfjarðar. Verður
þessi vegur lagður einhverntíma
í framtíðinni, en hann hefur ver
ið staðsettur nú til þess að koma
í veg fyrir, að hús eða önnur
mannvirki verði sett í vegarstæð-
ið. Þessi vegur á að liggja frá
Elliðaánum og um land Vífil-
staða, og koma á veginn ofan
við Hafnarfjörð skammt frá Set-
bergi.
Botvinnik
á betra
18. EINVÍGISSKÁK þeirra Bot-
viniks og Tal var tefld í gær-
kvöldi. Botvinik sem hafði
svart beitti ennþá einu sinni
Caro-Kann-vörn. Tal tefldi byrj
unina óreglulega og reyndi að
ná kóngssókn með framrás peða
á kóngsvæng. Fór svo nú sem
oft áður, að sóknin rann út í
sandinn vegna traustrar varnar
Botviniks og eftir stóðu aðeins
veilur í peðastöðu heimsmeistar-
ans. Er Botvinik hafði hrundið
sókninni, tók hann að herja á
þessar veilur og vann brátt peð.
Eftir drotnningarkaup kom upp
flókið endatafl, þar sem Bot-
vinik hafði yfirburði á drottn-
ingarvæng, en Tal reyndi örvænt
ingarfulla sókn á kóngsvæng.
Þær aðgerðir heimsmeistarans
snerust þó að lokum einnig Bot-
vinik í hag og rétt áður en ákákin
fór í bið vann Botvinik annað
peð. í biðstöðunni hefur Tal að-
eins hrók, bisvkup og tvö peð,
gegn hrók, riddara og fjórum
peðum Botviniks. Vinningurinn
í þessari mikilvægu skák yrði
væntanlega aðeins tæknilegt
atriði fyrir Botvinik. Biðskákin
á að teflast í dag og fari svo að
Botvinik vinni hefur hann hlotið
llVz vinnig gegn 6V2 vinningi
Tals, sem bar sigur út býtum I
17. skákinni. Þarf Botvinniþ þvl
aðeins einn vinning í viðbót til
þess að verða á ný heimsmeistar)
í skák.
Oddskurð rutt
NESKAUPSTAÐ, 3. maf —
Komnir eru heim eftir lélega
vertíð í Vestmannaeyjum nokkr-
ir bátanna héðan úr bænum
Loks er þess að geta að byrj-
að er að ryðja snjó af vegin-
um í Oddskarði.
Freyr fékk
15,738 stp.
ENN hefur einn togaranna'
fengið gott verð fyrir afla I
sinn í Bretlandi. Togarinn |
Freyr seldi í gær í Grimsby, i
3020 kit, fyrir 15738 sterlings-'
pund, en það er mjög gott I
verð. Aflinn var af heima-
miðum.
• □ •
í gær sigldu héðan álelðis
til Bretlands tveir togarar bá@ I
ir dável fiskaðir Askur og |
Jón forseti.
-<S>-
Farþegamir fluttir
frá skipi í steininn
AKUREYRI, 3. maí. — Er Flóa-
báturinn Drangur kom hingað
siðdegis í dag vakti það nokkra
undrun manna að lögreglubíll og
lögregluþj ónar biðu á bryggj-
unni. Er Drangur lagði að tók
lögreglan í sína vörzlu þrjá af
farþegum með skipinu. Þetta
voru allt ungir menn og komu
þeir frá Siglufirði. Höfðu þeir
verið allmjög við skál á leiðinni
og orðið farþegum og áhöfn
skipsins til óþæginda. Loks
höfðu þeir neitað að greiða far-
gjaldið með skipinu. Drangur
kom við á Svalbarðseyri og sím-
aði skipstjórinn, Guðbjartur
Snæbjörnsson lögreglustöðinni
hér og bað að lögregluþjónar
yrðu á bryggjunni er skipið
kæmi, til þess að handtaka menn
ina. Voru ungu mennirnir fluttir
beint af skipsfjöl í steininn.
Drangur kom einnig við á Dal-
vík í þessari ferð og tók þar
nokkra farþega, því ófært er með
bílum eins og fram kemur á öðr
um stað í blaðinu. — St. E. Sig.