Morgunblaðið - 10.05.1961, Page 6

Morgunblaðið - 10.05.1961, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvifcudagur 10. maí 1961 á í ) Sjötugur i dag Hilmar Stefánsson bankastj. HILMAR Stefánsson bankastjóri á í dag sjötugsafmæli. Hann er fæddur að Auðkúlu í Austur-Húnavatnssýslu, sonur Stefáns M. Jónssonar prests og Þorbjargar Halldórsdóttur fyrri konu hans. Séra Stefán var hið mesta glæsimenni, mikill kenni- maður og búnaðarfrömuður. Var Auðkúla í hans tíð eitt af svip- mestu stórbýlum Húnavatns- sýslu, enda þá landmesta jörð landsins. Var þar ekki aðeins rekinn umfangsmikill búskapur heldur héldu hin gáfuðu og mikilhæfu prestshjón þar uppi margvíslegri menningarstarf- semi. Sótti ungt fólk þangað til mennta og var heimilið jafnan fjölmennt og vist þar eftirsótt. Hafði séra Stefán svo mikla virðingu af héraðsbúum sínum að enn þann dag í dag er vitn- að til hans um andlega yfir- burði, framtak og glæsimennsku. Á Auðkúlu var hljómlist mik- ið iðkuð, enda var séra Stefán frábær söngmaður. Á þessu svipmikla menning- arheimili ólst Hilmar Stefánsson upp til manndóms og þroska. Þar rann honum í merg og blóð forn íslenzk sveitamenning ,trú og bjartsýni á landið og fram- tíð þess. Með þann dýrmæta arf að vegarnesti hélt hann út í lífið til frekari menntunar og skólagöngu. Hann lauk gagn- fræðaprófi við Gagnfræðaskól- ann á Akureyri árið 1911 og hóf síðan nám við Menntaskól- ann í Reykjavík. Ýmis atvik leiddu til þess að hann lauk þar ekki lokaprófi. Hugur hans stóð þá þegar meira til þátt- töku í athafna -og fjármála- lifi en embættisnámi. Gerðist hann nokkru síðar starfsmaður Landsbankans og voru fljótlega fengnar þar ábyrgðarstöður. — þess og í stjórn Eftirlaunasjóðs Landsbankans. Árið 1935 var hann síðan skipaður bankastjóri Búnaðarbankans og hefur gegnt því starfi síðan eða í rúman aldarfjórðung. Má segja að það hafi orðið umsvifamesti þáttur lífsstarfs hans. Bankastjórastöður í okkar fjármagnsvana en lítt numda landi eru erfiðar og ekki næð- issamar. Um íslenzkar lánastofn- anir hafa oft blásið svalviðri stjómmálaátáka, sem rekja ræt- ”ur sínar til hins persónulega návígis fámennisins í okkar litla þjóðfélagi. En Hilmar Stefáns- son getur þrátt fyrir það að hafa stjórnað einn einum höf- uðbanka landsmanna í aldar- fjórðung litið glaður yfir far- inn veg. Hannn hefur hvorki kalið þar á hjarta né misst traust og vinsældir. Þvert á móti hefur stofnun hans eflzt og dafnað undir hyggilegri og réttsýnni stjórn hans. Og víst mun það lífslán prestssonarins frá Auðkúlu að hafa átt þess kost að stýra lánastofnun ís- lenzks landbúnaðar á mesta framfara- og uppbyggingarskeiði hans, sjá ræktunina aukast hröð um skrefum, túnin stækka og húsakynni framtíðarinnar rísa. Um það ríkir naumast ágrein- ingur, að hinum unga Búnað- arbanka hafi verið vel stjórn- að af Hilmari Stefánssyni. — Hann hefur ekki aðeins orðið hin mikla lyftistöng landbún- aðarins heldur alhliða banka- stofnun, sem haft hefur fjöl- þætt áhrif til uppbyggingar og framfara á öðrum sviðum þjóð- lífsins. Rekstur hans hefur und- ir forystu Hilmars Stefánssonar borið svip þeirrar festu og reglu semi, sem er eitt höfuðein- kenni skapgerðar hans. Með byggingu hins nýja Bún- aðarbankahúss eignaðist bank- irm veglegustu húsakynni ís- lenzkra lánastofnana. Hefur bankastjórinn átt ríkan þátt í listrænni fegrun þeirra og skreytingu. Hilmar Stefánsson er hár mað ur vexti, fríður sýnum og hið mesta glæsimenni að vallarsýn. Þótti hann á yngri árum ágæt- ur söngmaður. Framkoma hans öll mótast af hógværri festu og hreinskiptni. Hann e» skapmað- ur en drengur góður. Allur læpuskapur er eitur í beinum hans. Hann hefur haft mikil afskipti af opinberum málum. Einkan- lega hafa sjálfstæðismál þjóð- arinnar verið honum hjartfólg- in. Kom það m. a. fram í því að þegar lýðveldismálið nálgað- ist lokastig gaf hann út blað, sem hafði þann tilgang einan að hvetja til hikleysis og stefnu- festu á örlagastundu. Hilmar Stefánsson er kvæntur Margréti Jónsdóttur, kaup- manns Adólfssonar frá Stokks- eyri, glæsilegri konu og mikil- hæfri húsmóður. Eiga þau tvö myndarleg og vel gefin böm, Stefán lögfræðing, sem er sendi- ráðsfulltrúi í sendiráði íslands í Washington og frú Þórdísi, sem búsett er í Reykjavík. Heimili þeirra frú Margrétar og Hilmars að Túngötu 24 ber auðsæjan vott smekkvísi þeirra og heimilisræktar. Fögur lista- verk prýða þar allt umhverfið og hlýja og höfðingsskapur mæta þar gestum og gangandi. Börn þeirra og barnabörn gefa því svip æsku og gróanda. Frú Margrét hefur ekki að- eins búið manni sínum og fjöl- skyldu fagurt heimili. Hún er frábær garðræktarmaður og hef- ur ræktað fagra blóma- og trjá- garða við heimkynni þeirra. Garður þeirra við húsið á Sól- vallagötu 28, þar sem þau lengst um áttu heima, var einn hinna fegurstu í bænum, og hlaut oft- ar en einu sinni verðlaun Fegr- unarfélags Reykjavíkur. Þau hjón dveljast nú á heim- ili Stefáns sonar síns og frú Sig- ríðar Kjartansdóttur Thors, konu hans í Washington. Þang* að munu Hilmari Stefánssyni berast kveðjur og árnaðaróskir frá miklum fjölda vina og sam- starfsmanna. Nú, eins og oft áð- ur, mun hann finna þá vináttu og það traust, sem mannkostir hans hafa skapað honum á anna samri en hamingjuríkri starfs- ævi. S. Bj. Naut hann þar mikils trausts og var um skeið aðalféhirðir bank- ans. Árið 1930 var hann skip- aður útibússtjóri Landsbankans á Selfossi og gegndi því starfi til ársins 1935. Árin 1923—1930 var hann einnig gjaldkeri Söfn- unarsjóðs íslands og gegndi jafn framt ýmsum félagsmálastörfum fyrir samtök Landsbankafólks, var formaður Starfsmannafélags Oddsskarð opnað í gær ESKIFIRÐI, 8. maí. — Það var sólskin á Oddsskarði í dag, vor- legt yfir að líta, lækir runnu eft- ir hjólförum bílanna. í hfhu snæviþakta skarði voru þrjár snjóýtur að verki. Þær byrjuðu fyrir um það bil 3 vi'kum að Iryðja snjó af veginum um skarð- ið og opna þessa mikilvægu sam gönguleið. Þar sem göngin í rgegnum snjóinn eru hæst eru þau fullar þrjár mannhæðir. Svo langt var verkið komið að ýtu- mennirnir bjuggust við að þeir myndu hafa opnað Oddsskarð í kvöld. Kaflinn, sem ýta þurfti er um 10 km langur. — Fréttaritari. • Konsertklapp mmmmmmmmmmmmm—mmmmmmmmma Hann er annars undarlegur þessi siður sem prúðbúnir gestir á hljómleibum hafa, að fana allt í einu að klappa aam an höndunum hver í kapp við annan. Hver skyldi hafa tek- ið upp á því? Sá hefuir aldeil- is fengið homauga úr öllum áttuim. Nema ef það kynni að hafa verið kóngur eða annar mefktarmaður, sem gat leyft sér að hegða sér eins og þeg- ar hann var barn og fóstran kom með eiitthvað faliegt. En með einhverju móti verð ur fólk að fá að láta í ljós hrifhingu sína og þakklæti til þess eða þeirra, sem hafa lagt sig fram og náð að veita því einhverja ánægju. Og að klappa sarnan lófunum er svo sem eins gott og hvað annað. Þó listamanninum þyki sjálfsagt gott að vita að við- takendur eru ánægðir með það sem hann ber á borð fyr- ir þá, finnst sumum klapp í 'tíma og ótíma truflandi. Þetta á ekki sízt við á hljómleikum. Enda raða sumir saman skild um lögum eða verkum 1 flokkia og ætlast til að fá að flytja þá án þess að verða fyrir truflun sjálfir og áheyr- endur rifi sig upp úr þeirri stemmningu, sem náðst hef- ur. Tilefni þessara orða eru hljómleikar, sem frægur söngvairi hélt fyrir nokkrum dögum. Hann lét í upphafi bera fram ósk um að fá að syngja lagaflokka truflunar- laiust. Að visu heyrðist það ekki um allan salinn, en þeg- ar klappið byrjaði eftir fyrsta lagið, gaf söngvarinm bend- ingu um að hann vildi að það félli niður, og siðan æ ofan i æ. En það var eing og sum- ir áheyrendur skildu ekki. Tveir menn heyrðust segja hver við aranan við hvert lag, um leið og þeir klöppuðu sem ákafasit: — Hvað er þetta, kunna íslendingar ekki að klappa? Svona getur verið erfitt að leggja niður það sem einu sinni er orðinn siður. * Kref jandi og frekjulegt Og svo fcemur iað lokaklapp inu. Fyrr en varir er allur hópurinn farinn að klappa í takt, krefjandi og með frekju, ekki með hrifningu og þakk- læti. Enda kemur í ljós að þetta frekjulega klapp táfcn- ar: — Þó þú sért búinn að gefa okkur dásamlegar stund ir og orðinn úrvinda, þá skattu ekki sleppa. Við vilj- um meira, hvort sem þér líkar betur eSa ver! Og Svo lengi sem nokkur von er til að hægt sé að ikreista síitrónuma, glym- ur þetta taktfasta hermann- lega klapp. En um leið og sút von er úti, og listamaðurinn lilkur sínu síðasta, fellur klappið umyrðaiaust niður, fólfc byrjar að ryðjast út, stundum næstum áður .en listamaðurinn er horfinn af sviðinu. Nú er ekki meira út úr honum að hafa, engin ástæða til að þakka, ekki vott ur af hlýlegu lófatafci, gefnu í hrifningu. • Vottar fyrir nashyrningnum? Ég verð að segjia að mér líð. ur alltiaf illa þegar kemur að þessu frefcjulega, taktfasta lófataki í islenz'kum hljóm- leikasölum, þvi ég er hrædd- ur um að það sé al-íslenzkt fyrirbrigði. Það minnir mig óþægilega mikið á það, þeg- ar skólakennari einn frá San Franscisco, gem hefur það að sérgrein að kenna vangefnum börnuim, var einu sinni að reyma að útókýra fyrir nokkr- um viraum sinum vandamálin, sem hamn ætti við að stríða í kennslustundunum. Ef ein- hver í bekkmum byrjar að berja í borðið eða klappia sam an lófunum, tafca öll hin börnin uradir og fyrr en varir eru þau búin að sefjast svo af rytmanum að efckert getur stöðvað þau. Þau vita ekki af hverju þau gera þetta, falla bara inn í heildartaktinn. Einhvern veginn leið mér eranþá ver, en venjulega, þeg- ar tafctfasta klappið byrjaði 4 hljómleikunum um daginra. Nú er ég líka nýbúinn að sjá Nashyrningana í Þjóðlcikhús- irau.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.